Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 29
PRESSAN Gagnrýnendur Auglýsinqasími PRESSUNNAR 64 30 80 Gunnar Hjálmarsson, dr. Gunni, er landsþekktur tónlistarmaður, en líka afburðagagnrýnandi. Síðasta misserið hefur umfjöllun Gunnars um plötur hér í PRESS- UNNI vakið mikla eftirtekt, enda er hann skemmtilega og fjörlega skrifandi og lúrir ekki á skoðun- um sínum. Egill Helgason rit- stjórnarfulitrúi á PRESSUNNI hefur umsjón með út- gáfu bóka- og plötublaðanna. Hanner gamal- reyndur blaða- maður sem hefur lengi fjallað um menningarmál. Kolbrún Bergþórsdóttir gagn- rýnandi hefur vakið mikla at- hygli fyrir hvöss og tæpitungu- laus skrif um bókmenntir. Þótt Kolbrún hafi stundað nám í Há- skólanum er hún ekki bundin í viðjar neinna fræðikenninga, heldur er aðalmælikvarði henn- ar hvort bók er skemmtileg eða ánægjuleg aflestrar. Jón Hallur Stef- ánsson bók- menntagagnrýn- andi stundaði nám á Spáni og hefur fengist við þýðingar síðan hann kom aftur heim. Jón Hallur mun einkum skrifa um Ijóða- bækur og barnabækur. SÖLUHÆSTU BÆKURNAR OG PLÖTURNAR í hverju blaði verður birt- ur listi yfir söluhæstu bækurnar og plöturnar. Þá verður og birtur listi yfir stjörnugjafir gagn- rýnenda. Sex skem og lífleg bl um bækur og plötur Nú fyrir jólin hyggst PRESSAN fjalla á veglegri hátt um bóka- og plötuútgáfiina en almennt hefur tíðkast í fjölmiðlum. Ráðgerð er útgáfa hvorki meira né minna en sex aukablaða sem eingöngu fjalla um bækur og plötur. Megináherslan verður náttúrlega lögð á nýútkomið efni, sem hlýtur umfjöllun úrvalsgagnrýnenda sem PRESSAN hefur í sínum röðum, en að auki verður fjallað um bóka- og plötuút- gáfu frá ýmsum hliðum, mörgum allný- stárlegum. Til dæmis má nefria skoðanakannanir sem Skáfs gerir fyrir PRESSUNA, en þar eru íslendingar spurðir um viðhorf til rit- höfunda og verka þeirra, skáldsagna og ljóða, og ennfremur um álit á tónlistar- mönnum og skemmtikröftum. f hverju hinna sex blaða verður kast- ljósi beint að einum þeirra öndvegishöf- unda sem gefa út bók fyrir þessi jól; fjallað um höfundarferil hans og mat lagt á verk- ið sem er að koma út, en líka fyrri verk. Sömu meðferð fá helstu popparamir sem senda ffá sér plötu fyrir jólin. Einnig má nefna greinar um ýmislegt sem tengist bókaútgáfu; um bókakápur, bókatitla, þýðingar og þar ffam eftir göt- unum. Stefnt er að því að birta kafla úr helstu „blaðamennskubókum“ sem út koma, en fullyrða má að reynt verður að gera öllum greinum útgáfunnar skil. Útgáfiidagar 19. nóvember 26. nóvember 3. desember 10. desember 17. desember 22. desember Áœtlun um stærð blaðanna erbirt með fyrirvara. A svipaðan hátt er ætlunin að fjalla um ýmislegt sem tengist plötuútgáf- unni, til dæmis plötuumslög, metsölu- plötur og plötur sem hafa alls ekki selst, en þó ekki síst þá tónlistarmenn sem senda ffá sér plötur fyrir jólin. Ætlunin er að metsölulistar PRESS- UNNAR birtist í hverju blaði; bæði yfir mest seldu bækurnar og eins plöt- umar. Bókalistarnir verða tveir, ann- ars vegar listi yfir skáldverk og hins vegar listi yfir aðrar bækur. Jafnffamt verður birtur hefðbundinn metsölulisti sem byggður er á þessum tveimur. Plötulistarnir verða einnig tveir; inn- Iendar og erlendar plötur. Eins og lesendur PRESSUNNAR hafa sjálfsagt tekið eftir hefur blaðið tekið upp þá nýbreytni að nota einkunnagjöf þegar Qallað er um bækur og plötur, líkt og reyndar þykir sjálfsagt og alvanalegt þeg- ar fjallað er um kvikmyndir. Gagnrýn- endur blaðsins gefa verkunum stjörnur — fjórar fyrir verk sem þykir afburða- gott, en ef verk þykir ffámunalega slæmt má allt eins búast við því að það fái hauskúpu. Þetta fyrirkomulag verður áfram við lýði og er ráðgert að í hverju blaði birtist stutt yfirlit yfir þá dóma sem áður hafa birst — með þeirri einkunn sem bókin eða platan hefur fengið. Markmiðið er semsagt að gefa út aðgengilegt, líflegt og skemmtilegt blað sem fjallar um sem flestar hliðar útgáfunnar fyri jólin; blað sem getui jafht gagnast þeim sem teljast bóka- og plötu- vinir og eins þeim sem láta sig þessi svið til- verunnar minna varða. Fyrsta bóka- og plötublaðið kemur út 19. nóvember, en síðan fylgir blaðið PRESS- UNNI í hverri viku ff anf aðjólum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.