Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
PRESSAN
Útgefandi
Ritstjóri
Ritstjórnarfulltrúar
Auglýsingastjóri
Dreifingarstjóri
Blað hf.
Gunnar Smári Egllsson
Egill Helgason
Sigurður Már Jónsson
Sigríður Sigurðardóttir
Haukur Magnússon
Verkalýðshreyfing-
in vex verkalýðnum
yfir höfuð
í PRESSUNNI í dag er dreginn saman kostnaður við ýmiss
konar hagsmunasamtök, verkalýðsfélög og samtök atvinnurek-
enda. Áædað er að árlegur kostnaður við að reka þessi samtök sé
um þrír milljarðar króna.
Á tiltölulega fáum árum hafa samtökin þanist út og nú er svo
komið að fyrir hverja 350 íslendinga á vinnumarkaði er einn
starfsmaður í hagsmunagæslu. Fyrir nokkrum árum var nóg að
hafa einn hagsmunagæslumann á bak við hverja 2.000 á vinnu-
markaðinum.
Þrátt fýrir að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda
hafi þanist út eru flestir sammála um að þessi samtök séu ekki að
sama skapi vel rekin.
Æðstu stjómendur verkalýðshreyfingarinnar eru þeirrar skoð-
unar að verkalýðsfélögin séu of mörg og smá og þau geti ekki
veitt félögum sínum þá þjónustu sem til er ætlast. Með öðrum
orðum þá em of fáir félagsmenn sem greiða til hvers félags íyrir
sig; svo fáir að þeir standa einungis undir að greiða einum smá-
kóngi í verkalýðshreyfmgunni laun og skaffa honum skrifstofú-
aðstöðu. Þeir hafa hins vegar ekki bolmagn til að standa undir
raunverulegri starfsemi sem þessi smákóngur ætti að stjóma.
Þrátt fyrir að forsvarsmenn samtaka launamanna séu ekki
stoltir af þeirri þjónustu sem þeir geta veitt íyrir félagsgjöldin hafa
þessi gjöld hækkað umtalsvert á liðnum ámm. Miðað við ástand
hreyfingarinnar hefúr sú hækkun farið í smákóngana en ekki til
að bæta þjónustuna.
Það hlýtur að vera brýnt í dag, þegar rætt er um að létta byrð-
um af fýrirtækjum, að samtök atvinnurekenda leiti hagræðingar
hjá sér; skeri niður óþarfa kostnað og taki þátt í yfirstandandi erf-
iðleikum með umbjóðendum sínum. En það hlýtur að vera enn
brýnna þegar rætt er um að auka skattbyrðar launamanna að
verkalýðshreyfingin taki til-hjá sér.
Á komandi misserum má ekki búast við miklum launahækk-
unum. Það getur því skipt launamenn máli ef þeir gætu fengið að
halda eftir hluta af þeim félagsgjöldum sem þeir greiða til verka-
lýðsfélaganna án þess að fá raunvirði þeirra til baka í formi þjón-
ustu. Slík lækkun félagsgjalda gæti jafnvel helmingað áhrif hækk-
unar útsvars á útborguð laun.
Það ber að fagna því að umræðan um skipulag — eða skipu-
lagsleysi — verkalýðshreyfingarinnar hefur nú náð inn í raðir
stjómenda hennar. Á næstu árum má búast við að verkalýðsfé-
lögum verði fækkað.
f sjálfu sér er það jákvætt. Það væri hins vegar vonandi að
stjórnendur verkalýðshreyfmgarinnar drægju þann lærdóm af
útþenslu hennar á undanfömum árum og auknum kostnaði án
betri þjónustu, að í hreyfingunni sé rnnra mein sem beri að taka
á.
Forystumenn verkalýðsfélaganna hafa skipulega útrýmt lýð-
ræðislegum vinnubrögðum úr hreyfingunni á liðnum áratugum.
í sjálfú sér er ekki hægt að ætlast til þess að þeir reyni á næstu ár-
um að virkja alla félagsmenn sína til skipulagðrar verkalýðsbar-
áttu. Þeir gætu hins vegar lært af þróun svipaðra fyrirbrigða f
þjóðfélaginu; til dæmis heilbrigðiskerfisins, og reynt að skipu-
leggja verkalýðshreyfinguna út frá neytendasjónarmiðum í stað
þess að láta hana vaxa í takt við væntingar og drauma starfs-
manna hennar.
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar
Nýbýlavegi 14-16, slmi 64 30 80
Faxnúmer
Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborös:
Ritstjóm 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Askriftargjald
700 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 230 krónur (lausasölu
BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir,
Friðrik Þór Guömundsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari,
Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjómmál og viðskipti; Birgir Ámason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn
Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjamadóttir, Össur Skarphéðinsson.
Ustir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórs-
dóttir bókmenntir, Lárus Ýmir óskarsson leiklist.
Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason.
Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
V I K A N
AMERÍKANAR FÁTÆKARI
ENÍSLENDINGAR
Eitt af því serh demókratar
drógu upp fyrir forsetakosning-
arnar í Bandaríkjunum var að
aldrei fyrr hefðu jafnmargir Am-
eríkanar þegið matarmiða af hinu
opinbera, eða um 26 milljónir
manna. Þetta er fólk sem ekki get-
ur séð sér farborða án þessara
Styrkja. 26 milljónir Bandaríkja-
manna eru um 10 prósent þjóðar-
innar. Það jafngildir því að um 26
þúsund fslendinga fengju slfka
matarmiða. Þótt ástandið sé
slæmt hérlendis þá er það ekki svo
slæmt. Það munu ekki vera nema
rétt rúmlega 20 þúsund manns
sem þiggja matarmiða af ríki og
sveitarfélögum sem veitir þeim
aðgang að niðurgreiddu mötu-
neyti. Islendingar geta því huggað
sig við að á meðan opinberum
starfsmönnum fjölgar ekki verð-
um við ekki eins fátækir og Amer-
íkanar.
FÆREYINGAR KOMNIR í
SAMA VANDA OG VIÐ
Ástandið í Færeyjum virðist
verra en menn héldu. Fyrir
nokkru töldu menn að efnahags-
lífið hér væri álíka aumt og það
var fyrir fimm árum í Færeyjum
og ef við gættum ekki að okkur
gætum við lent í sömu hremm-
ingum og þeir eftir fimm ár. Þessu
virðist hins vegar akkúrat öfugt
farið. Fyrir fimm árum var Birgir
Árnason hagfræðingur aðstoðar-
maður Jóns Sigurðssonar og gaf
honum ráð til lausnar aðsteðjandi d
efnahagsvanda. Síðan hætti Birgir
hjá Jóni og fór til EFTA, sem
stuttu síðar var næstum lagt nið-
ur og gert að nokkurs konarQ^
undirde-jld í EB. Og nú er Birgir
kominn til Færeyja að gefa Fær-
eyingum ráð til lausnar efna-
hagsvanda sínum. Það er því
ljóst að við erum ekki um það bil
að detta í sama farið og Færeying-
ar, Þeir eru lentir í sama drullu-
pollinum og við vorum í fyrir
fimm árum.
KVENNALISTAKONUR
AUSA HVER AÐRA VATNI
Kvennalistinn virðist vera alveg
að spila út. Grasrótin er orðin
langþreytt á yfirgangi
klíku sem öllu vill ráða
hafi samþykkt að það skipti ak-
kúrat engu máli hvaða skoðanir
þingkonumar hafa á EES eða öðr-
um miklvægum málum — aðal-
atriðið sé að það sé þeirra eigin
skoðun en ekki
annarra. Eft-
*
%
ir þessar hremmingar virðist
flokkurinn vera að breytast í ein-
hvers konar sértrúarsöfnuð.
Þannig mátti sjá myndir af Guð-
rúnu Agnarsdóttur, fyrrverandi
þingkonu flokksins, ganga á milli
fulltrúa á landsfundi flokksins
með skál með rósavatni. Hún bað
konumar að sletta smávatni hver
á aðra — helst á enni og brjóst —
og fara með einhver hlý orð. Um
þetta gátu konurnar verið sam-
mála þótt þær gætu ekki komist
neinni niðurstöðu um hin pól-
HVERS VEGNA
Verðskulda nauðgarar
ekki þyngri refsingu en
almennt tíðkast?
SVALA THORLACIUS HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
Þegar rætt er um nauðgun er
almennt átt við það þegar karl-
maður þröngvar konu með of-
beldi eða hótun um ofbeldi til
kynferðismaka. Refsirammi við
þessu broti er ákaflega vlður eða
frá 1 ári og upp í 16 ár. Er þá lagt í
vald dómara að ákveða með hlið-
sjón af málsatvikum hverju sinni
hver refsing skuli vera.
Ástæða þess að refsirammi er
hafður svo óvenjulega víður er vit-
anlega sú að eðli þessara brota
getur verið ákaflega ólíkt. Tökum
nokkur dæmi:
Kona fer á dansleik, gefur
manni ákaft undir fótinn, fer með
honum heim í íbúð hans, sest með
honum að drykkju og daðrar þar
við hann, svo að maðurinn telur
sig fá þannig skilaboð að konan sé
til í tuskið. Þegar á reynir er konan
hins vegar alls ekki tilleiðanleg og
maðurinn nauðgar henni.
Annað dæmi: Kona er gang-
andi á leið heim til sín, er dregin
inn í húsasund, misþyrmt hrotta-
lega þannig að húri verður af var-
anlegur öryrki, og nauðgað.
Þriðja dæmi: Maður brýst inn
til sofandi konu, hótar að mis-
þyrma bömum hennar ef hún láti
ekki að vilja hans, sem hún gerir.
Fjórða dæmi: Margir piltar
standa að því að nauðga barn-
ungri stúlku, halda henni og
nauðgá til skiptis.
Flestir munu væntanlega vera
því sammála að maðurinn í fyrsta
dæminu ætti að fá langvægasta
dóminn. Hann hefur ákveðin at-
riði sér til málsbóta, ef málsbætur
skyldi kalla. Hin brotin era ákaf-
lega alvarleg og kalla á margra ára
fangelsi að mínu mati. Þótt ég hafi
ekki gert neina vísindalega úttekt
á nauðgunardómum hér á landi
blasir það þó við að íslenskir
dómstólar virðast yfirleitt taka
vægt á þessum afbrotum. Mig
grunar að ef til vill hafi almennt
vantað inn í gagnasöfnun þessara
mála læknisvottorð eða greinar-
gerðir geðlækna eða sálfræðinga,
þar sem lýst er áhrifum þessara
brota á sálarlíf þeirra kvenna sem
fyrir þeim verða.
Það er staðreynd að margar
þessar konur bíða þess ekki bætur
allt sitt líf að hafa orðið fórnar-
lömb nauðgara, einkum ef um al-
varlegar líkamsárásir er að ræða.
Þessar konur fá ýmis sjúkleg ein-
kenni; taugaveiklun, ofsóknarótta,
þora ekki að fara út á götu eða
vera meðal fólks, líða af svefntrafl-
unum og martröðum, og svo
mætti lengi telja. Þar við bætist að
margar þeirra geta ekki lifað kyn-
lífi eftir nauðgunina.
Nauðgarar hafa leikið lausum
hala hér á landi, margir nauðgað
fjölda kvenna og líta nánast varla
á það sem afbrot þótt þeir hafi
orðið að „halda stelpunni“. Þeir
hafa skákað í því skjóli hve sjald-
gæfar nauðgunarkærar era í raun,
miðað við fjölda nauðgana.
Það skal tekið fram að í fæstum
tilfellum fá konurnar nokkrar
skaðabætur þar sem nauðgaramir
era oftast eignalausir og ekkert af
þeim að hafa. Oftlega draga konur
einnig nauðgunarkærur til baka,
bæði vegna hótana frá ofbeldis-
mönnum og vegna hræðslu við að
málið komist í hámæli og þær
verði fyrir allskonar söguburði.
Þessi afstaða speglast, að því er
ég hygg, í þeim dómum sem
kveðnir era upp í nauðgunarmál-
um. Dómar virðast þyngjast í
þeim málum þar sem brotið snýst
um peninga, en árás á líkama
fólks og sálarlíf vegur létt á ís-
landi.
Dómar virðast
þyngjast íþeim
málum þarsem
brotið snýst um
peninga, en árás á
líkamafólks og
sálarlíf vegur létt
á íslandi.
FJÖLMIÐLAR
Útlendar auglýsingar og syfja sjónvarpsmanna
Aðeins nokkur atriði varðandi
bandarískt kosningasjónvarp
Rikissjónvarpsins.
Því ber að fagna að fréttaút-
sending CBS var send út nánast
óspjölluð. Þeir sem fýlgdust með
breska kosningasjónvarpinu síð-
astliðið vor vita hversu vonlaust
verk það er að reyna að uppfylla
þýðingaskyldu í beinum útsend-
ingurii. Þá vill hvort tveggja fára
forgörðum; það sem þýða á og
ems þýðingin sjálf.
Næsta skref væri að horfa í
gegnum fingur sér við auglýsing-
ar í þessum útsendingum. Inn í
sendingu CBS komu bæði stutt
hlé vegna auglýsinga og löng hlé
til að gefa fréttastofu staðbund-
inna stöðva færi á að komast að.
Þáttur Rflússjónvarpsins hefði
verið mun liðugri ef starfsmenn
þess hefðu einbeitt sér að því að
bjóða upp á gott spjall á útsend-
ingartíma lókalstöðvanna en látið
hina stuttu auglýsingatíma fara í
loftið. Það er hæpið að fáeinar
amerískar auglýsingar hefðu
gengið af (slensku þjóðinni
dauðri. í stað þess að horfa á
endaslepp samtöl íslensku frétta-
mannanna við álitsgjafa sína
hefðu áhorfendur getað fylgst
með framgerðum íslenskra aug-
lýsinga í amerísku sjónvarpi.
Þegar starfsmenn Ríkissjón-
varpsins eru búnir að yfirvinna
þennan ótta við auglýsingarnar
geta þeir síðan leyft útlendum út-
sendingum að rúlla þótt þeir séu
farnir heim í bólið. Þeir sem vildu
hefðu þá getað fylgst með kosn-
ingasjónvarpinu fram á morgun.
Þá kem ég að því sem undrar
mig alltaf mest þegar Ríkissjón-
varpið stendur fyrir útsending-
um frameffir nóttu. Um tvöleytið
fara fréttamennirnir yfirleitt að
afsaka sig fýrir að vera á skjánum
og benda á að þeir vilji ekki halda
vöku fyrir neinum. Um hálftíma
síðar eru þeir byrjaðir að kvarta
yfir eigin þreytu og syfju. Uppúr
þrjú fara þeir síðan að kvarta yfir
því að útsendingin ætli að drag-
ast á langinn og að í raun sé ekk-
ert að gerast og ekkert að ffétta.
Það er eins og þeir séu að
reyna að fæla fólk frá tækjunum.
Þetta er náttúralega ókurteisi.
Þegar fólk þjónustar aðra á það
að láta sem sú þjónusta sé ein-
hvers virði. Kokkur sem býður
gesti sínum upp á mat á ekki að
sitja við borðið og tuða um að í
raun sé þessi matur bölvað bras.
Ekki bara vegna þess að þú tapar
bissness á því heldur vegna þess
að það rænir gestinn lystinni.
Og lífið er nógu leiðinlegt þótt
við séum ekki sífellt nöldrandi.
Cunnar Smári Egilsson