Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÖVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 37 undur beitir lesandann en það varðar lesandann engu því hér er höfundurinn ekki til í huga les- andans öðruvísi en sem lítill drengur sem nefnist Mómó. Ef skáldverk er verulega gott finnst lesandanum það varða all- nokkru að höfundur leiði verkið til fullkomnunar í lokakafla þess. Hér tekst það svo vel að lesandinn þarf að búa yfir einstöku kaldlyndi til að komast hjá að verða snort- inn. Ef ég hefði ekki fyrir nokkru lagt af þann fyrrum sið minn að geta þess hvort og hvar ég hefði tárast við lestur skáldverks þá mundi ég gera allmikið úr tilfinn- ingaþætti lokakaflans. Ekkert er ómögulegt og því má vera að þeir lesendur finnist sem muni ekki þykja mikið til verksins koma en til þess þarf þeim að vera meira en lítið í nöp við unga kot- roskna drengi. Þar sem drengur er látinn segja söguna er hún skrifuð á barnslegu talmáli þar sem semingar og orða- forði er hvort tveggja nokkuð kúnstugt. Um þýðinguna er erfitt að dæma án þess að bera hana saman við ffumtextann en í meg- inatriðum var ég sátt við hana. Kolbrún Bergþórsdóttir Mannkynssaga fyrir almenning SAGA MANNKYNS 5 HIRÐINGJAR OG HÁMENNING 1000-1300 RITRÖÐAB ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ1992 ★★★★ Þetta fimmta bindi fimmtán binda ritraðar um sögu mannkyns fjall- ar um þann tíma sem venja er að nefna hámiðaldir. Höfundur er Knut Helle, prófessor í miðalda- sögu við háskólann í Björgvin. Hann hefur kosið að leggja all- sterka áherslu á sögu Asíu þessa tíma, en ólíkt því sem sjá má í svipuðum ritum fær heimsálfan meiri umfjöllun en Evrópusagan. Og það má segja að þetta rit sé ákveðið mótvægi við allan þann fjölda álíka rita þar sem eingöngu er blínt í átt að Evrópu um leið og því er blygðunarlaust haldið að lesandanum að verið sé að segja honum heimssögu. Það er einn af mörgum kostum þessa rits hversu ffamsetning höf- undar er skýr og skilmerkileg. Höfundur er greinilega mikill ná- kvæmnismaður eins og sagnffæð- inga er gjarnan siður en nokkuð alvöruþrunginn. Það er fróðlegt að vita hvaða þjóðir kúguðu hverjar hversu lengi, en inn á milli slíkra upplýsinga hefði verið til- valið að krydda verkið með mið- aldaslúðri um svall í Páfagarði eða léttum sögum um grimma keisara sem múruðu svikular eiginkonur inni. Helle gerir hins vegar lítið úr slíkum sensasjónum og kaflinn um Gengis Khan er ósköp vesæld- arlegur. Hann er ágætt dæmi um það hversu nákvæm söguhyggja er á kostnað skemmtunar. Þar hefði Helle með góðri samvisku getað slúðrað einungis til að draga svo í land í lokin og geta þess að líklega væru sögurnar einhvetjum orðum auknar. Ef gagnrýna má Helle fýrir að nálgast efnið af þeim alvöruþunga og hátíðleik sem gjaman einkenn- ir samviskusama ffæðimenn þá er það um leið gagnrýni sem kann að byggjast of mikið á smekk. Ég viðurkenni að ég hef ævinlega kol- failið fyrir fræðimönnum sem setja efni sitt ffam á skemmtilegan en um leið fagmannlegan hátt. En það merkir ekki það að það sé hin eina aðferð sem blífi. Aðferð Helle er traust og ömgg og hann á skilið gnægð af hrósi fyrir mikla heim- ildasöfttun og skýra ff amsetningu. Hann hefur unnið af fagmennsku. Og í lokin nokkur orð um rit- röðina. Þessi ritröð AB er glæsi- legasta verk sinnar tegundar sem útgefið hefur verið hér á landi. Hún er svo ríkulega myndskreytt að helst er hægt að jafna því við vönduðustu listasögubækur. Það væri verulegur fengur að bók- menntasögu sem staðið væri að á svipaðanhátt. Kolbrún Bergþórsdóttir Ýmislegt góðgæti SUGAR COPPER BLUE ★★★★ REM AUTOMATIC FORTHE PEOPLE ★★★ RAMONES MONDO BIZZARO ★★★ ANGELO BAGDALAMENTI O.FL. TWIN PEAKS - FIRE WALK WITH ME ★★ Það er alltaf frábært að rekast á jafnpottþétta plötu og fyrstu plötu bandaríska tríósins Sugar. Sveitin er leidd af Bob Mould sem áður leiddi Husker Du, kraftmikla hljómsveit sem hefur haft mikil áhrif á bandarískt nýrokk. Þegar hljómsveitin hætti gerði Bob tvær rólegar sólóplötur en með Sugar hefur hann tekið upp kraftmikla nýrokkþráðinn. Sugar er þversumma tveggja ólíkra þátta; hráslagalegs rokks og grípandi „sixtís“-popps. Undir drífandi og markvissum gítarleik Bobs renna þessar andstæður saman í ómótstæðilega heild. ÖIl lögin eru verulega grípandi og textarnir, sem Bob syngur með sínum skemmtilega stil, rísa langt yfir meðalmennskunni. Sugar er dæmi sem rokkáhuga- menn ættu að kynna sér — ný- rokk gerist vart betra. Það hafa margir beðið spenntir eftir nýrri REM-plötu síðan „Out of time“ gerði allt vitlaust í fýrra. Hljómsveitin hefði getað fylgt troðinni slóð þeirrar plötu en til að fýrirbyggja stöðnun hafa þeir skipt algjörlega um gír á nýju plöt- unni, skipt niður og feta fáfarnar slóðir. Það er tilraunakenndur blær á plötunni, jafnvel fum- kenndur, eins og REM hafi ekki alveg vitað hvert ferðinni var heit- ið. Utsetningar laganna eru ný- stárlegar; þær eru mjög einfaldar og lögin aldrei ofhlaðin eins og oft vill verða hjá hljómsveitum af þessari stærðargráðu. Nokkur auðmelt lög á plötunni sýna um hvað vinsældir sveitar- innar snúast, en flest lögin eru þó tormelt. Þetta er í heild þyngsta og rólegasta REM-platan frá upphafi, en hún venst mjög vel og hentar vel í skammdeginu. Hinir bandarísku Ramones verða að teljast með aulalegri sveitum rokksögunnar. Söngvar- inn Joey og gítarleikarinn Johnny hafa litið eins út síðan hljómsveit- in tróð fyrst upp í rokkklúbbnum CBGB’s íNew York. Tónlistin hef- ur líka lítið breyst síðan þá þótt liðin séu tæp tuttugu ár. Ramones byggja á American Graffity-hefðinni; spila einfalt og grípandi rokk en með gífurlegri keyrslu og hráum hljóm. Á nýju plötunni eru sömu gömlu ffasarn- ir í fyrirrúmi og þeir virðast aldrei fá leið á þessu og syngja glaðir um tónleikaferðalögin, sem flestum poppurum hundleiðist: Touring touring, never boring! Það er ekki annað hægt en hafa gaman af þessum síðhærðu leðurjakka- klæddu bjálfum; þeir verða fasta- gestir í Las Vegas þegar gamlir pönkarar hafa tekið þar völdin. Hinn sextugi Angelo Bagdala- menti átti heiðurinn af hinum frá- bæru tónum sem Twin Peaks- þættirnir höfðu að geyma. Þegar leikstjórinn David Lynch ákvað að gera bíómynd upp úr þáttunum var gamli maðurinn auðvitað fenginn til að semja tónlist við myndina. Tónlistin er sama merki brennd og myndin; hún kemur ekki lengur á óvart, er ekki lengur fersk og í sjálfu sér bara endur- tekning á gömlum affekum. Ang- elo virðist ekkert hafa átt uppi í erminni þegar hann réðst í verkið. Það er að vísu gaman að heyra hann sjálfan syngja eitt lag (með röddu sem hljómar eins og Tom Waits frá Plútó) og Julee Cruise svíkur ekki með mjúku öndunar- vélarröddinni sinni, en að megn- ingu til er platan fuU af gamal- kunnum Dry Martini-stemmum með linum snerilburstum, mátt- lausu píanóglamri og ráðvilltum blæstri. Lynch og Bagdalamenti þurfa heldur betur að hugsa sinn gang eftir þetta flopp. Gunnar Hjálmarsson L....-______ „Það er ekki annað hœgt en hafa gahan afþessum síðhærðu leður- jakkaklœddu bjálfum; þeir verða fastagestir í Las Vegas þegar gamlir y pönkarar hafa tekið þar völdin. “ 17.30 Evrópuboltinn. E 18.00 Stundin okkar E 18.30 Babar. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Úr ríki náttúrunnar. Hnotigðan — fimleikameistari skógarinns. Hnotigðan heitir ekki bara skrýtnu nafni, heldur hegðar sér líka einkennilega. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður. 20.00 Fréttir 20.35 fþróttasyrpan. Evrópufótbolti, kappflug bréfdúfna og Birkir Gunnarsson, fatlaður íþróttamaður. 21.15 Spuni. Atriði frá minningartónleikum um Guðmund Ingólfsson. 21.30 ★★ Eldhuginn 22.20 Úr frændgarði. Sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum hefna sín með þvi að senda hver annarri fúlt sjón- varpsefni. 23.00 Fréttir 23.10 Þingsjá 17.30 Þingsjá E 18.00 Hvarer Valli? 18.30 Barnadeildin 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Magni mús. 19.25 Skemmtiþáttur Eds Sullivan Kannski finna þeir bráðum upp litasjónvarpið? 20.00 Fréttir 20.35 Kastljós. 21.05 ★★ Sveinn skytta. Gunguhöfðinginn í toppformi. 21.35 ★★ Matlock 22.25 ★★★ Barflugan. Barfly. Amerísk, 1987. Mynd um tvær fyllibyttur byggð á sögu eftir bandariska rithöf- undinn, fylliraftinn og dónann Charles Bukowski. Mickey Rourke er jafnhallærislegur og hann á að sér og merkilegt nokk hæfir það þessari mynd ágæt- lega, en Faye Dunaway fer á kostum í hlutverki sínu. ■■■■■■■ — 16.45 Nágrannar. 17.30 Með afa. E 19.1919.19 20.15 Eiríkur. 20.30 ★★ Eliott-systur 21.25 Aðeinsein jörð. 21.35 Laganna verðir. 22.25 ★★ Svikavefur Web ofDeceit. Amerísk, 1990. Sjón- varpsmynd um kvenlögfræðing sem tekur að sér að verja ungan mann sem er ákærður fyrir nauðgun og morð. Ekki er þó allt sem sýnist. 23.55 ★★ Drengirnir The Guys. Amerísk, 1991. Öndveg- isleikararnir James Woods og John Lithgow leika æskuvini. Svo veikist annar þeirra. E 16.45 Nágrannar 17.30 Á skotskónum 17.50 Litla hryllingsbúðin. 18.10 Eruð þið myrkfælin? 18.30 NBA-deildin. E 19.19 19.19 20.15 Eirfkur. 20.30 Sá stóri. Breskur myndaflokkur. 21.00 ★ Stökkstræti 21 21.50 ★★ Bálköstur hégómans. The Bonfire of the Van- ities. Amerísk, 1990. Leikstjórinn Brian de Palma gerir tilraun til að kvikmynda metsölubók eftir Tom Wolfe þar sem uppar eru dregnir sundur og saman ( háði. Bókin var fyndin og snjöll, en kvikmyndin sérdeilis óeftirminnileg. Aðalleikararnir Tom Hanks, Bruce Willis og Melanie Griffith bæta ekkl úr skák. 23.45 ★ Úrvalssveitin. Navy Seals. Amerísk, 1990. Charlie Sheen og félagar í stríðsleik (Beirút. Ósköp barnalegt og oftastnær leiðinlegt. 01.35 ★ Með dauðann á hælunum. 8 Million Ways to Die. Amerlsk, 1986. Hal Ashby hefur gert þokkalegar myndir, Jeff Bridges og Rosanna Arquette eru ágætis leikarar, en sú er ekki raunin í þessari mynd sem fjall- ar um drykkfellda löggu og vændiskonu. E 14.25 Kastljós. E 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Aston Villa og Manchester United í Birmingham. 16.45 fþróttaþátturinn. Evrópufótbolti og úrslit dagsins. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.25 Bangsi bestaskinn 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 ★ Strandverðir 20.00 Fréttir 20.35 Lottó. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. Lokaþáttur og kannski nóg komið. 21.30 Manstu gamla daga. Ljóðin við lögin — textahöf- undar og skáld. Er Þorsteinn Eggertsson textahöf- undur eða skáld? Kannski fæst svar í þessum þætti, en auk hans koma fram Númi Þorbergsson, Kristján frá Djúpalæk, Jónas Friðrik, Eva og Erna, Páll Óskar Hjálmtýsson og Ólafur Þórarinsson. 22.20 ★★ Perry Mason og líkið í vatninu Perry Mason and the Case of the Lady in the Lake. Varla muna nema sumir sjónvarpsáhorfendur eftir Perry Mason, lögfræðingnum harðskeytta sem Raymond Burr leik- ur. Ennþá eru þó framleiddar i gríð og erg sjónvarps- myndir um hann sem þykja þokkalegasta efni. 23.10 ★★ Afmælisferðin Kaj’s fodselsdag. Dönsk, 1990. Hópur danskra karla á miðjum aldri fer í fyllerísferð til Póllands þar sem er ódýrt að lifa og kvenfólkið til í allt. Það finnst ekki öllum danskur húmor skemmti- legur, en þarna er líka smáalvara. SUNNUDAGUR 13.00 Hinrik VI — fyrsta leikrit. Eitt af minna þekktum og leiknum verkum Shakespeares í tíu ára gamalli sjónvarpsuppfærslu frá BBC. 16.05 Svavar Guðnason Þáttur um afstraktmanninn, gerður af listfræðingunum Hrafnhildi Schram og Júlíönu Gottskálksdóttur. E 16.55 Öldin okkar. Franskur myndaflokkur um helstu við- burði aldarinnar. Engir gera sögulegá fróðleiksþætti beturen Frakkar. 17.45 Sunnudagshugvekja. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði. 18.00 Stundin okkar 18.30 Karius og Baktus Dönsk brúðumynd. E 18.40 Birtingur E 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Tréhesturinn. 19.30 ★ Auðlegð og ástrfður 20.00 Fréttir 20.35 A slóðum norrænna manna á Grænlandi. Seinni þáttur. Árni Johnsen fer um eyðifirði sem áður voru byggðir norrænum mönnum. 21.10 Dagskrá næstu viku 21.20 ★ Vínarblóð Það hlýtur eitthvað að fara að gerast. Eitthvað mikið. 22.10 ★★ Atómstöðin fslensk bíómynd frá 1984 í leik- stjórn Þorsteins Jónssonar. Það er mikið lagt í mynd- ina, en hún er þunglamaleg og stöð. Tinna Gunn- laugsdóttir er þokkafull í aðalhlutverkinu. E 23.45 Sögumenn. Frá (rlandi, þeirri sögueyju. 17.00 Hverfandi heimur Ný þánaröð um þjóðflokka hér og þar um heiminn sem öllum stafar ógn af nútím- anum. 18.00 Borgarastyrjöldin á Spáni. Ný þáttaröð um ógn- vænlega atburði sem voru eins konar æfing fyrir heimsstyrjöldina síðari og leiddu til einræðisfor- myrkvunar á Spáni. SUNNUDAGUR 17.00 Áttavitar. Ný þáttaröð um fólk sem fer í ferðalög. 18.00 Dýralíf. Fjallað um vaðfugla sem flykkjast til vestur- hluta Ástralíu á hverju ári. LAUGARDA G U R 09.00 Með afa 10.30 Lísa í Undralandi 10.50 Súper Maríó-bræður 11.15 Sögur úr Andabæ 11.35 Ráðagóðir krakkar 12.00 Landkönnun National Geographic 12.55 Visasport. E 13.25 ★★★★ Vinstri fóturinn. My LeftFoot. Bresk, 1989. Daniel Day Lewis fer á kostum í hlutverki Christy Brown, fatlaðs dreng sem elst upp í fátækt á írlandi en reynist svo vel gefinn að hann skrifar bók og mál- ar myndir. Takið líka eftir Ray heitnum McAnally í hlutverki föður Christys. 15.00 Þrjúbíó. Denni dæmalausi. Teiknimynd um þekktan grallaraspóa. 16.35 Gerð myndarinnar A League of Her Own Það er enn ein hafnaboltamyndin, en nú er fjallað um íþróttakonur sem eru leiknar af Geenu Davis og Madonnu. 17.00 Hótel Marlin Bay. 18.00 Poppog kók 18.55 Laugardagssyrpan. Teiknimyndir. 19.19 19.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.30 Imbakassinn 20.50 ★★ Morðgáta 21.40 ★★ Fram í rauðan dauðann. I Love You to Death. Amerísk, 1990. Kevin Kline leikur ítala og óþolandi kvennabósa. Konan hans, sem leikin er af Tracy Ull- man, er að ganga af göflunum og fær leigumorð- ingja til að kála honum. Þá birtist William Hurt, en allt fer í hund og kött. Leikstjóri er Lawrence Kasdan. Nóg af hæfileikafólki, en samt er þessi gamanmynd aldrei neitt sérstaklega fyndin. 23.15 ★ Rocky V. Rocky V. Amerísk, 1990. Síðasta Rocky- myndin og þær verða varla fleiri. Rocky er kominn með heilaskemmd eftir að hafa barist við vonda Rússann. Hann er búinn að tapa öllum peningunum og má ekki berjast framar. Samt stenst hann ekki mátið. 00.55 ★ Kvöldganga. Night Walk. Amerísk, 1989. Kona fer í kvöldgöngu og verður vitni að morði. Morðingj- arnir reyna að gera út af við hana. Sjónvarpsmynd. E SUNNUDAGUR 09.00 Regnboga-Birta. 09.20 Össi og Ylfa 09.45 Dvergurinn Davíð 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta 11.00 Brakúla greifi 11.30 Blaðasnáparnir. 12.00 Fjölleikahús. 13.00 NBA-deildin. Leikmennirnir. 13.25 ítalski fótboltinn. Bein útsending. 15.15 Stöðvar 2-deildin. Handbolti, svipmyndir frá ís- landsmótinu í þeirri íþrótt. 15.45 NBA-körfuboitinn. Sýntfrá leik. 17.00 Listamannaskálinn. Málarinn Roy Lichtenstein, sem varð frægur fyrir að byggja málverk á teikni- myndasögum. E 18.00 60 mínútur. Bandarískurfréttaþáttur. 18.50 Aðeins ein jörð E 19.1919.19 20.00 ★ Klassapíur 20.30 Landslagið á Akureyri. Sýnt og spilað lagið Stelpur sem er hið fyrsta í landslagskeppninni þetta árið. 20.40 ★★ Lagakrókar 21.30 ★★★★ Djöfull í mannsmynd. Framhald mynda- flokks sem á ensku heitir Prime Suspect. Stórleikkon- an Helen Mirren fer með hlutverk lögreglukonunnar Jane Tennison. Þeir sem muna eftir fyrri mynda- flokknum vita að þetta er öldungis frábært sjón- varpsefni. 23.00 Gítarsnillingar. Helstu gítarleikarar heims troða upp í Sevilla. 23.55 ★★ Havana. liavana. Amerísk, 1990. Löng, mikil og dýr stórmynd. Fyrsti hálftíminn eða svo lofar mjög góðu, svo fer leikstjórinn Sidney Pollack að teygja lopann. Það er ekkert hægt að klaga upp á stór- stjörnuna Robert Redford í aðalhlutverkinu, né held- ur sænsku þokkadísina Lenu Olin. Vandinn er sá að myndin er ekki nógu intressant. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt íömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.