Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 30
/ 30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 í Þ R Ó T T I R Oft þægilegt að skella skuldinni á dómarana - segirJón Hermannsson handknattleiksdómari Þorbjörn Jensson gagn- . rýndi ykkur og dómara- stéttina í heild eftir leik- ^ inn á laugardag og segir dómara koma illa undirbúna til leiks. Leikmenn séu búnir að leggja mikið á sig en síðan komi þeir svartklæddu og eyðileggi starf þeirra. Er eitthvað hæft í því, sem Viggó Sigurðsson og fleiri hafa sagt, að við spilum fyrsta flokks handbolta með annars flokks dómgæslu? „Nei, ég held það geti ekki verið. Þau dómara- pör okkar sem eru með alþjóða- réttindi hafa staðið sig vel erlendis og fengið góða dóma hjá eftirlits- mönnum Alþjóðahandknattleiks- sambandsins," segir Jón Her- mannsson handknattleiksdómari, sem dæmdi hinn ífæga leik FH og Vals ásamt Guðmundi Sigur- björnssyni. „Það er aldrei horft á það að dómarar eru bara eins og leik- menn. Þeir geta átt góða daga og slæma. Ef dómari á slæman dag þá er hann brytjaður niður en ef leikmaður á slæman dag þá er sagt; hann náði sér ekki á strik.“ En hvað fær menn til að standa í þessu, hvernig líður þér núna eftir svona slag? Þú hefur sagt í fjölmiðlum að þið hafið gert mis- tök í þessum leik. „Já, við finnum það vel eftir leiki hvernig við dæmum. Það er ekki þar með sagt, þótt við fáum góða krítík í blöðum, að við séum alveg full- komlega ánægðir með okkur. En ef þú ferð til dæmis út á land þá gerist það nær undantekningar- laust að ef heimaliðið tapar fá Gervihnattasport ■■MHWJrjr.WM'JJ 14.30 NBA-körfuboltinn Screen- sport. Spáð í spilin fyrir komandi tímabil, viðtöl við leikmenn og þjálfara auk annars. 20.30 Andy Gray Sky Sports, Fyrrum framherjinn Andy Gray athugar með stöðu mála I ensku úrvalsdeild- inni í fótbolta. 23.00 Kalla Screensport. Sýnt frá móti atvinnukeilara í Hol- landi. 15.30 Spámki fótboltinn Scre- ensport. Spænska deildin er talin önnur sú sterkasta I veröldinni — á eftir þeirri ftölsku. 18.00 Enska úrvalsdeildin Sky Sports. Pælt I leikjum helg- arinnar í úrvalsdeildinni. Viðtöl, brot úr leikjum og auðvitað nýjasta slúðrið úr boltanum. 23.00 Golf Eurosport. Heims- meistaratitillinn er I veði hér i keppni landsliða. f fyrra urðu Svfar heims- meistarar; þeir eru góðir iþróttamenn. 13.00 fþróttir á laugardegi Sky Sports. Blandaður þáttur. Meöal efnis; íshokkí, tennis og auövitaö fótbolti. 17.50 Brasilíski fótboltinn Screensport. Bein útsend- ing frá Brasillu. Sambafót- bolti Brassanna er áferöar- fallegur og skemmtilegur. 20.00 Fjölbragftaglima Sky Sports. Peir eru hreint magnaðir skemmtikraftar fjölbragðaglímukapparnir. 12.30 Brimraið SkySports. 14.00 Fótboltl Sky Sports. Bein útsending frá Derby-leik Sheffield United og Sheffi- eld Wednesday. Liðin leika gjörólíka knattspyrnu og leikurinn er forvitnilegur. 18.00 Körfubolti Screensport. Bein útsending frá körfu- boltaleik, en hvaða körfu- boltaleik vitum við ekki og ekki frá hvaða landi. 19.00 Fótbolti Sky Sports. Sýndur leikur úr þýsku Bundesli- gunni. Kannskí Eyjólfur og Stuttgart. dómararnir lélega krítík í blöðum, — dæmigerð heimaskrif. Það sem fær mann til að standa í þessu er sú staðreynd, sem ég þekki bæði sem leikmaður og þjálfari, að ef engir dómarar eru þá fara engir leikir fram; einhver verður að gera þetta. Við lendum í þessari klípu núna en þetta hefur gerst áður og á ugglaust eftir að gerast aftur. Menn lenda í erfiðum leikjum og pressan gerir meira mál úr þeim en það raunverulega er. Það er oft einfaldasta lausnin fyri: þjálfara ef illa gengur að finna einhvern sökudólg annan en hann sjálfan. Þá er mjög einfalt að benda á dómarana, sem eiga sér mjög sialdan málsvara. Ákveðnir leikmenn og þjálfarar virðast hafa mjög greiðan aðgang að blaðamönnum og geta sagt skoðun sína á dómurunum umbúðalaust, en dómaramir eru í hlutverki litla karlsins og verða að kyngja því sem sagt er um þá. Viðhorf til dómara er mjög nei- kvætt héma og það er farið að ala á því strax í yngri flokkunum að dómarinn sé ljóti karlinn. Maður sér strax þegar maður dæmir hjá þeim yngstu, á því hvernig for- eldrar og þjálfarar láta, að þetta byrjar þar. Það er engin virðing, eða að minnsta kosti mjög lítil, borin fyrir þessu starfi. Eins og í Valsleiknum, þegar þeir sem eiga að heita gæslumenn og eru sér- staklega merktir sem slíkir storma inn á völlinn ásamt krökkum og fullorðnu fólki og ráðast á mann með svívirðingum og dónaskap.“ Mennirnir sem eiga að passa að þið verðið ekki fyrir aðkasti? „Já, ef það koma upp einhver vanda- mál í kringum leiki em það þessir menn sem eiga að sjá um að við komumst klakklaust til búnings- herbergja. Þetta á ekki bara við um Valsheimilið heldur fleiri hús og er hlutur sem félögin verða að laga.“ Ert þú ekkert á því að hætta vegna þessarar gagnrýni? „Nei, ég er búinn að vera í þessu með hlé- um síðan 1978 og auðvitað hefur ýmislegt gengið á. Maður gerir sér alveg grein fyrir því hvenær mað- ur dæmir vel og hvenær ekki. En þessi gagnrýni er oft bara skoðun eins blaðamanns, og hver þekking hans á leikreglunum er veit maður yfirleitt ekki. Ég hef oft farið á leik og horft hlutlaust á hann og séð gagnrýni eftir á sem er mjög Jón Hermannsson handknattleiksdómari segir dómara oft verða fyrir ósanngjarnri gagnrýni óvægin og óréttmæt. Dómarar eru kannski hengdir fyrir tvö eða þijú atvik en þeir eru að taka ákvarð- anir á hverri einustu sekúndu. Það er mjög auðvelt að spóla til baka í sjónvarpinu og skoða hluti og velta sér upp úr þeim eftir á, en við höfum bara sekúndubrotið til að taka ákvörðun. En það getur verið gott fyrir okkur, ef það er ítalski landsliðs- maðurinn Franco Baresi hefur tilkynnt að hann sé hættur að gefa kost á sér I ítalska landslið- ið. Baresi er fyrirliði hins frábæra liðs AC Milan og sennilega besti varnarmaður i heiminum i dag. Baresi er að vísu orðinn þrjá- tíu og tveggja ára, en eins og þeir sem sáu leik Torino og AC Mil- an á Stöð 2 á sunnu- daginn hafa vafalaust tekið eftir hefur hann engu gleymt og virðist eiga nóg eftir. En Bar- esi ætlar sér samt að hætta; næsta stórmót í knattspyrnu er heims- meistarakeppnin í Bandaríkjunum árið 1994, þá verður Baresi orðinn þrjátiu og fjög- urra ára og ef til vill finnst honum það of hár aldur í erfiða keppni og þvi sé rétt að draga sig í hlé nú. Handbolti: Danska lands- liðið lélegt Frændur okkar Danir eru svekktir yfir ffammistöðu danska handboltalandsliðsins á fjögurra landa móti sem lauk í Tékkóslóv- akíu í síðustu viku. Þar mættust lið Tékka, Hollendinga, Þjóðverja og Dana. Danir töpuðu illa fyrir Tékkum, með sjö marka mun; skoruðu þrettán mörk gegn tutt- ugu mörkum Tékka. Ekki gekk þeim betur á móti Þjóðverjum; töpuðu með átta mörkum, 22—14. Þeir náðu þó aðeins að klóra í bakkann í leiknum gegn Hollend- ingum og unnu hann, 25-18. En Danir voru ekki sannfærandi og landsliðsþjálfarinn nýi, Ole And- ersen, hefur fengið það óþvegið frá dönskum blaðamönnum. Eins og við íslendingar vitum eru ekki nema fimm mánuðir til heims- Það er Peter Schme- ichel að þakka að United er jafnofar- lega í ensku deild- inni og raun ber vitni. United getur ekki skorað gert á jákvæðan hátt, að nota upp- tökur til leiðbeiningar,“ segir Jón Hermannsson. Manchester United á í mesta basli við að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni. Til allrar guðs- lukku fyrir liðið hefur danski landsliðsmarkmaðurinn þeirra, Peter Schmeichel, verið í miklu stuði í markinu og andstæðing- amir því átt í erfiðleikum með að skora hjá honum. Á laugardaginn tókst honum þó ekki að halda hreinu gegn Wimbledon; United tapaði núll- eitt og er nú í sjöunda sæti í deildinni, sex stigum á eftir toppliðinu Blackbum. Fylgismenn United hafa beðið meistarakeppninnar í Svíþjóð og Danir em hreint logandi hræddir um að lið þeirra verði engan veg- inn tilbúið í slaginn þá og niður- læging dansks handbolta verði al- ger. Keppnin í Tékkóslóvakíu var frumraun Andersens með liðið á alþjóðlegum vettvangi. Hann stóðst ekki prófraunina að mati forráðamanna danska handknatt- leikssambandsins. Þeir ætla þó ekki að reka hann, heldur ráða sérstakan ráðgjafa til landsliðsins sem ætlað er að vera Andersen til halds og trausts. Sá verður að öll- um líkindum enginn annar en Michael Fenger, gömul kempa og sá Dani sem á flesta landsleiki að baki. Gangi Fenger til liðs við Andersen landsliðsþjálfara er lík- legt að Eric Veje Rasmussen taki Michael Fenger er maðurinn sem á gera Dani að stórveldi í handbolta á ný. skóna fram að nýju. Fenger og Rasmussen eru mennirnir sem danskir handboltaspekúlantar segja að landsliðið þurfi, eigi það að komast skammlaust gegnum keppnina í Svíþjóð. f dag er danska landsliðið ekki upp á marga fiska en það er ýmis- legt hægt að gera á fimm mánuð- um og því ekki gefið að þeir verði auðsigraðir í Svíþjóð. Handbolti Tekist á um Evrópu- keppni landsiiða Eins og kunnugt er þá er Evrópukeppni landsliða 'X komin á koppinn og jafnframt nýbúið að stofna sér- stakt Evrópusamband. Fyrstu Evrópumeistarar landsliða í hand- knattleik verða krýndir í Portúgal árið 1994 en riðlakeppnin hefst á næsta ári. íslendingar drógust í riðil með Hvít-Rússum, Króötum, Finnum og Búlgörum. Nú stefnir jafnvel í átök milli hins nýstofnaða Evrópusambands og Alþjóðahandknattleikssam- bandsins (IHF) um þýðingu Evr- ópukeppni landsliða. I danska blaðinu Politiken er greint frá því að forkólfar Evrópusambandsins vilji að þátttakendur Evrópu í heimsmeistarakeppninni á fslandi árið 1995 verði valdir eftir árangri í úrslitum Evrópukeppninnar í Portúgal árið áður; árangur á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð í mars næstkomandi eigi ekki að skipta máli. Þessu er IHF ósam- mála og vill halda því að fyrstu átta liðin í Svíþjóð fái sjálfkrafa réttinn til þátttöku hér árið 1995. Gunnar Knudsen, formaður danska handknatdeikssambands- ins, er einn þeirra sem hafa látið málið til sín taka. Hann segir í við- tali við Politiken að öll norrænu löndin séu þeirrar skoðunar að ár- angurinn í Evrópukeppninni eigi að ráða því hvort lið vinnur sér þátttökurétt í heimsmeistara- keppni — en ekki árangurinn á næsta heimsmeistaramóti áður. Jón Ásgeirsson, formaður Handknattleikssambands fslands, (HSf) sagðist í samtali við PRESS- UNA vissulega kannast við þessar umræður en ekki væri hægt að tala um deilur vegna þessa. Jón sagði menn vera að ræða málin, ýmsir hlutir þörfnuðust skoðunar þegar ný stór keppni væri tekin upp og eðlilega veltu menn mörgu fyrir sér. En við komumst í keppnina hér, hvemig sem allt fer, sem gest- gjafar. Jón Ásgeirsson, formaður HS(, segir að mörgu að hyggja þegar nýrri stórri keppni er hleypt af stokkunum og ekki sé komið á hreint hvernig nákvæmlega verður staðið að málum f al- þjóðlegum handknattleik í framtíðinni. síðan árið 1967 eftir því að liðið yrði Englandsmeistari. Á hverju ári hefur ríkt bjartsýni um að nú væri loksins komið að því, en von- brigðin hafa alltaf verið söm við lok tímabilsins. Nú spilar liðið illa og skorar ekki mörk, en það er frammistöðu Schmeichels að þakka að liðinu hefur tekist að hanga í efstu sætunum. United hefur ekki skorað nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum, eitt mark að meðaltali í leik, aðeins þrjú lið hafa skorað minna en Un- ited það sem af er vetri og þau eru öll við botninn. Hins vegar hefur liðið ekki fengið á sig nema ellefu mörk í þessum fjórtán leikjum, aðeins Blackburn hefur fengið á sig færri eða níu. Afraksturinn er tuttugu og eitt stig og sjöunda sætið. Þótt stutt sé í efsta liðið gerir Alex Ferguson, stjóri United, sér ljóst að liðið þokast ekki upp á við á núll-núll- jafnteflum. Hann er nú á höttunum eftir Tore Andre Dahlum, dönskum markaskorara hjá Rosenborg, en Ferguson sá hann einmitt skora gegn Lil- leström í leik í síðustu viku. Með Dana til að passa markið og Dana til að skora mörkin telur Ferguson liðið líklegt til afreka. Fjölmiðlar heyja sín á milli keppni um það hversé þeirra get- spakastur í íslenskum getraunum. Þeir voru þó ekki sérlega spakir fjölmiðlamennirnir um siðustu helgi, þvi sá sem náði flestum rétt- um var með fjóra réttal Það voru Dags- menn á Akureyri sem voru glúrnastir en yfir- leitt hafa menn nú þurft að vera all- nokkru naskari til að vinna. Við hér á PRESSUNNI höfðum tvo rétta, en getum þó státað afþví að hafa náð betri árangri en félagar okkar á Stöð 2. Þar á bæ voru þeir ekki með neinn réttan; afþrettán mögulegum náðu þeir ekki að giska rétt á neinnl Þetta er þó ekki eins- dæmi i sögu þessarar keppni en afar fátítt. Fjölmiðlarnir hafa sér til afsökunar að úrslit voru mjög óvænt en einungis fjórir seðlar fundust með þrettán leiki rétta. Þar hafa ör- ugglega verið mikil kerfi í gangi, en við megum bara setja eitt merki við hvern leik.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.