Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 27 Allir hafa sína skoðun á Reykjavík. Sumum finnst hún mátulega stör, öðrum finnst hún of lítil og enn öðrum þykir ótrúlegt hvað henni tekst lygilega uel að þykjast vera meiri heimsborg en hún er. PRESSAN leitaði álits hóps valinkunnra borgarbúa á höfuðstaðnum. ^ forr menfiTalkólanemi A. Mikið og gott úrval veitingahúsa í bænum. B. 1. Áfengisútsala verði opn- uð í Garðabæ, Reykjavík yrði miklu betri fyrir vikið. 2. Starfsmönnum lögreglunnar verði fækkað. 3. Styttan af Jóni Sigurðssyni verði fjarlægð af Austurvelli og stytta af mér sett í staðinn, helst eftir Stefán frá Möðrudal. Elísabet Cochran Srafískur önnuður A. Allt það fjölbreytilega sem er í boði í borginni. B. 1. Takmarka ætti fólks- bílaumferð um miðsvæði borgarinnar. 2. Útbúin verði fleiri opin græn svæði. 3. Þjónusta við börn og aldraða verði bætt. Þorsteinn framkvæmdastjóri A. Kaffi- og veitingahúsa- menning borgarinnar hefur tekið umtalsverðum framför- um síðustu árin og því ber auðvitað að fagna. Svo er Reykjavík hreinni en margar aðrar borgir. B. 1. Bæta þyrfti aðstöðu fyrir fjölskyldufólk, þ.e. fjölga dag- heimilisplássum og koma á samfelldum skóladegi í grunn- skólum. 2. Lífga mætti upp á sjálfa Kvosina með aukinni og fjöl- breyttari almennri þjónustu, án beinnar þátttöku Reykja- víkurborgar. 3. Bæta þarf almenningssam- göngur til muna, sem yrði til þess að minnka umferðar- þungann íborginni. Pálmi Guðmundsson arkitekt A. Helstu kostir Reykjavíkur hér fyrr á tímum voru t.d. hreinar strendur og hreint loft, en hvorttveggja hefur færst til verri vegar. B. Æskilegt væri að bæta úr þessu tvennu og sjálfsagt væri það hægt með hreinsunar- átaki, aðgerðum í skólpmál- um og framþróun mengunar- búnaðar ökutækja. Það sem er þó ef til vill ugg- vænlegra er stækkun borgar- innar og gliðnun borgarvefs- ins. Reykjavík var áður þéttari og myndaði tiltölulega sam- ofna heild, en nú er tilhneig- ing til sérhæfingar einstakra hverfa, þar sem afleiðingin er einangruð iðnaðar-, verslunar- og svefngettó. Slíkt er ávallt á kostnað þess samhengis og heildar sem er undirstaða þess sem kallast getur borg og hafa verður í huga, vilji menn búa í betri Reykjavík. listfræðingur A. Smæð hennar í víðri merk- ingu. Þá liggur hún einnig í þjóðbraut miili tveggja heima og því eru Reykvíkingar á vissan hátt nær heimsmenn- ingunni en flestir íbúar stór- borganna. Það er hægt að sjá fjöll, jökul og haf frá Reykja- vík og þegar nær er litið blasir við sundurlaus og margbreyti- legur arkitektúr, sem á hvergi sinn líka! B. 1. Vandi Reykjavíkur er sá að þar hafa fagleg sjónarmið einatt þurft að víkja fyrir pólit- ískum hagsmunum þegar skipulagsmál eru annars veg- ar. Það á að gera arkitekta ábyrga fyrir þessum málum og þá er jafnframt hægt að gera meiri kröfur til þeirra. Umferð- arsérfræðingar eru sjálfsagt ágætir til sín brúks en tillögur þeirra og annarra bílavina eru ekki til að bæta ásýnd borgar- innar. 2. Það erekki alltaf öfundsvert hlutskipti að vera barn í Reykjavík. Ef bílavinirnir væru barnavinir væru sjálfsagt miklu fleiri „barnastæði" í borginni en bílastæði! 3. Til að gera borgina meira spennandi fyrir augað ætti að leggja aðrar áherslur en hafa tíðkast varðandi opin svæði. Þau eru „pen" en ekki spenn- andi. Fáum listamenn til að sjá um nokkur svæði og vitum hvort ekki mætti á þann veg búa til áhugaverða „stoppi- staði" á ferð íbúanna um borgina. Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður A. Fjallasýnin og nálægðin við hafið. B. 1. Bæta þarf umferðar- menninguna á þann hátt að umferðin um bæinn verði auðveldari, markvissari og ör- uggari. 2. Æskilegt væri að gera sér- stakt gróðurátak í borginni og fegra hana í þvf tilliti. 3. Gera þarf Reykjavík elsku- legri fyrir börn. Stórauka þarf alla almenna þjónustu við börn og barnafólk og sömu- leiðis þá afþreyingu sem borg- in býður upp á. Þegar búið er að fara með börnin niður á Tjörn, í Hljómskálagarðinn og í Húsdýragarðinn er ekkert eftir. Gérard Lemarquis kennari A. Sjórinn, höfnin ogfiskibát- arnir. Litlar vegalengdir eru einnig stór kostur. B. 1. Til að fylla upp í eyðurn- ar í miðbænum ætti að byggja hús í gömlum stíl, líkt og í Torfunni. Það mundi gefa borginni mun skemmtilegri svip og vera aðdráttarafl bæði fyrir íslendinga og útlendinga. 2. Strætisvagnaferðir verði auknar á tveimur aðalumferð- argötunum, Suðurlandsbraut og Miklubraut, þar sem vagn- arnir mundu stoppa á fimm mínútna fresti. 3. Fegra umhverfið á þann veg að það verði „séríslenskt", til dæmis með því að koma fyrir brunnum með volgu vatni, nota gróft grjót í stað steypu og gera landslag al- menningsgarða óreglulegra. smaa letrið Börn deila yfirleitt kjörum með for- eldrum sínum en þau gera sér ekki alltaf grein fyrir hver raunveruleg kjör þeirra eru. Að sumu leyti má rekja það til þess að börn hafa oft brenglaða mynd af foreldrunt sín- um. Þrátt fyrir að þeir séu kunnir kúkalabbar geta börnin staðið í þeirri trú að þeir séu gull af manni. Til að auðvelda börnum að meta raunverulega stöðu foreldra sinna birtum við hér mælistiku fyrir börn- in. Hvaða stétt tilheyri ég? 16:30 Ef faðir þinn kemur heim klukkan hálf- fimm á daginn tilheyrir þú neðrihluta millistéttarinnar. Faðir þinn vinnur hjá ríkinu, býr við at- vinnuöryggi en hefur tiltölulega lág laun. 17:30 Ef faðir þinn kemur heim klukkan hálf- sex tilheyrir þú millistéttinni. Faðir þinn vinnur við stjórnunarstörf í verslunar- eða þjónustugeiranum. 18:30 Ef faðir þinn kemur heim klukkan hálf- sjö tilheyrir þú efrihluta milli- stéttarinnar. Faðir þinn er yfirmaður í þjónustugeiranum. Il-ll Ef faðir þinn er aldrei heima tilheyrir þú hin- um ríku. Faðir þinn á fyrirtæki eða ber í það minnsta fulla ábyrgð á rekstri þess. Hann getur auk þess farið í þær ferðir til útlanda sem hann lystir. Það er líka líklegt að fað- ir þinn sé ráðherra. Ef faðir þinn er alltaf hcima tilheyrir þú hin- um fátæku........................ Faðir þinn er at- vinnulaus og búinn að gefa upp alla von um að fá vinnu í bráð. Honum er jafnvel farið að líka atvinnuleysið vel. En hvað geta börn, sem sitja uppi með föður sinn allan liðlangan dag- inn, gert til að vinna sig upp úr stétt sinni? Eins og horfurnar eru í .atvinnumál- um er fátt um fína drætti. Þau ættu þó að gleyma því að fara í Stýri- mannaskólann, þar sem engin trygging er fyrir því að nokkrir þorskar verði í sjónum þegar þau Ijúka námi. Þau ættu líka að gleyma því að fara í læknisfræði þar sem nóg er af atvinnulausum pakist- önskum læknum og auk þess verð- ur búið að skera heilbrigðiskerfið all- rækilega niður þegar þau eru búin með skólann. Nei, það er betra fyrir börnin að íhuga eitthvað af neðangreindum starfsheitum: Lögmaður með sérþekk- ingu á gjald- þrotamálum. Það eru engar líkur til að slíkir menn verði uppi- skroppa með verkefni. ■ Umhverfis- verkfræðing- Umhverfis- málin verða gæluverkefni stjórnmálamanna langt fram á næstu öld og þeir munu skaffa yfirdrifið nóg af verk- efnum og þá sérstaklega á kosn- ingaárum. $$:$$ Rukkari. Því meiri kreppa, því meiri van- skil og því meira að gera fyrir rukkara. Lög- menntaðir rukkarar hafa hærra kaup en vaxtarræktar-rukkarar. btðð Túlkur. Með útþenslu al- þjóðastofnana á borð við EES, EB og GATT fá túlkar nóg að gera. Þeir geta líka talað undir útsending- arfrá Eurovision.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.