Pressan - 22.12.1992, Side 7

Pressan - 22.12.1992, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 7 F Y R S T & F R E M S T Bubbi Morthens Maðursem á heima í skjaldarmerkinu Það er ekkert sem breytir því úr þessu að Bubbi Morthens mun eiga mest seldu plötuna fyrir þessi jól. Eins og svo mörg jól önnur. Menn eins og KK og hljómsveitir eins og Nýdönsk geta notið vin- sælda um tíma. Bubbi nýtur ekki bara vinsælda. Hann er ástmögur þjóðarinnar. Sameiningartákn kynslóðanna. Hann á heima í skjaldarmerkinu — miklu fremur en þessi dreki eða þetta bölvaða naut. Það eru ekki margir sem geta leikið það eftir Bubba að vera vin- sælir í hátt á annan áratug. Og það þrátt fýrir að hann hafi gefið út eina til tvær plötur á hverju ári. Farið einn eða tvo hringi kringum landið. Mætt hjá Hemma Gunn. Tjáð sig um allt milli himins og jarðar í þúsund blaða-, útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Gefið út endurminningar sínar. Aðrir hafa mátt sætta sig við að gera aðeins eitt af þessu og misst við það alla möguleika á vinsæld- um. Menn hafa rétt rekið inn nef- ið hjá Hemma Gunn og þjóðin hefur samstundis fengið nóg af þeim. Menn hafa gefið sjálfa sig út á bók en ekkert selt eftir að eitt- hvert blaðið birti útdrátt. Þeir dugðu ekki í bók — aðeins út- drátt. Og menn hafa farið hring- ferðir um landið og jafnvel með nektardansmeyjar í farteskinu en orðið að snúa við í Skagafirði. Jafnvel einstakar hetjur sem hafa slegið í gegn, mætt á allar árs- hátíðir, leikið í bíómyndum og komið út á bók hafa mátt þola að sú sæla er ekki endalaus. Það er hægt að ofgera allri effirspurn með of miklu framboði. Það sann- aðist á Stuðmönnum (bæði sem hópi og einstaklingum), Pétri Kristjáns, Ómari Ragnars, Jóni Óttari og fleirum. En ekki Bubba. Þjóðin virðist einfaldlega ekki geta fengið nóg af þeim manni. Hann söng um taxta verkalýðs- „Það er hœgt að ofgera allri eftirspurn með of miklu framboði. En ekki Bubbi. Þjóðin virðist einfaldlega ekkigeta fengið nógafþeim manni.“ félaganna og aðbúnað fiskvinnslu- fólks og almenningur lét sér líka vel. Hann söng eitthvert óskiljan- legt bull á kafi í fíkniefnum og fólkið var sælt með það. Hann söng um fýrrverandi og núverandi konur sínar og þjóðin tók undir, eins og hún ætti hlut áð máli. Og Bubbi fór til Kúbu og kom til baka með hrynjandi sem þjóðin virðist hafa beðið eftir í ellefu hundruð ár. Aðrar hetjur hafa komið og far- ið. Einu sinni áfti Gísli á Uppsöl- um heima í skjaldármerkiilu. Og einu sinni Réynjr göngugarpur, JóharjPrEfjartarsóniHófi'Qg Linda Pé og-iika Jófl Pálk'Eh allt þetta fólk hefur dáað. Efelta ætti tfma- bundnar vmsæidir þejrrá væri sí- fellt verið að smíða nýtt skjaldar- merki fýrir Alþingi. En það er áveg óhætt að steypa Bubba Morthens í bro'ns. Ur þessu hrapar hann ekkl _______________ ÁS HVAÐ VARÐ UM STEINGRIM OG SIGHVAT? Af einhveijum ástæðum höfum við fslendingar valið okkur hóp undirfurðulegra jólasveina, óhræsisgrey, sem ekki einasta bera nöfti sem mannanafhanefnd fúlsar við, heldur eiga sér ein- kennilegar áráttur. þetta er þeim mun furðulegra að fýrr á tímum hafa verið til jólasveinar, fullboð- legir að því er virðist, sem ekki hafa hlotið náð fýrir augum okkar og verið stungið ofan í skúflu. Þannig herma til að mynda hinar áreiðanlegustu heimildir að í Strandasýslu hafi eitt sinn þrifist jólasveinn að nafni Steingrímur. Strandasýslan hefur í nútímanum átt sinn Steingrím Hermannsson og óskiljanlegt hvers vegna þetta sjálfstæða kjördæmi hefur ekki haldið á loff jólasveini sínum með þessu nafni. Steingrímur nútím- ans er einmitt sonur Hermanns Jónassonar sem var þingmaður Strandasýslu í tuttugu og fimm ár og þingmaður Vestfirðinga allra í mörg þar á effir. Steingrímur son- ur hans var líka þingmaður Vest- firðinga í mörg ár og báðir voru þeir glímukappar mildir, sem varla er jólasveinum óboðlegt, eins og þeir láta á köflum. Er Steingrímur eitthvað verri en Stekkjarstaur? Steingrímur nútímans hætti að vera þingmaður Vestfirðinga 1987 og þá settist á þing fýrir kjördæm- ið Sighvatur Björgvinsson, núver- andi heilbrigðisráðherra, og — viti menn, annálar greina einmitt frá tilvist jólasveins að nafni Sig- hvatur, sem eins og Steingrímur hefur fallið í gleymskunnar dá. Bókað er að einn sona Grýlu hafi einmitt heitið Sighvatur, gott ef ekki uppalinn á Vestfjörðum. Til að kóróna allt saman fékk Sighvatur sér meira að segja teng- dason sem heitir Nicolas, sem er jú erlent heiti jólasveinsins í rauðu múnderingunni. Fleiri jólsveinar fortíðarinnar hafa borið kunnugleg nöfn en ekki lifað af. Nefna má: Jón, Sig- urður, Böðvar, Þrándur og Þröst- ur. Er það tilviljun að allir hafa þeir verið eða eru skeggjaðir Sig- hvatur Björgvinsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur J. Sig- fússon, Böðvar Bragason og Þrándur Thoroddsen? Borðleggjandi þjóðháttavfsindi greina frá tilvist jólasveins að nafni Sighvatur. Er það tilviljun að Sighvatur Björgvinsson er þybbinn, glettinn og skeggjað- ur? (Strandasýslu vartil jólasveinn að nafni Steingrímur. Sá gleymdist, en Hermann, þingmaður sýslunnar, skírði son sinn Steingrím. Á L I T Vinnubrögð á Alþingi Kristján Ragnarsson, LÍU: „Fyrir okkur sem stundum komum niður á Alþingi getur maður ekki orðið annað en hissa yfir vinnubrögðunum sem þar viðgangast. Það sést strax að þetta er ekki eins og eðlilegur vinnu- staður þar sem menn taka að sér að ljúka tilteknum verkefnum. Þarna eiga sér stað ómarkviss vinnubrögð og tíminn virðist skipta þingmenn litlu máli. Off á tíðum eru mál illa undirbúin og koma seint ffá ríkisstjórn til AI- þingis og það notað sem af- greiðslustofnun. Þetta er því ekki alltaf þingmönnum að kenna. Svo virðiðst sem Alþingi sé í hug- um margra effirsóknarverður vinnustaður en svo er ekki í mín- um huga. Þá má minnast á mál- æði sumra þingmanna sem virð- ist engum öðrum tilgangi þjóna en að eyða þeirra eigin tíma og annarra. Ég fagna því að nú skuli vera farið að sjónvarpa beint frá Alþingi og ég vona að það virki sem aðhald á þingmennina." Þórarinn V. Þórarinsson, VSÍ: lítt til þess fallnar að draga fram kjarna málsins. Hinar löngu ræð- ur vegna EES hafa hvorld aukið skilning þingmanna né almenn- ings. Framganga þingsins ber vott um skort á aga, að sumu leyti sjálfsaga og jafnvel stundum sjálfsvirðingu. Þetta er raunar allt of einkennandi fýrir margt í þjóð- félagi okkar. Agaleysi er okkar böl“ Halldór Björnsson, Dagsbrún: unni betur yfir tímabilið og þann- ig losna við þessa jóla- og ára- mótaþröskulda." Ari Edwald, aðstoðarm. dómsmálar.: komi til lýðræðislegrar atkvæða- greiðslu er hreint og klárt ofbeldi og ég vona að útsendingar Sýnar afhjúpi þá sem það stunda." Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ: „Ef þetta væri fyrirtæki væri hægt að bæta ffamleiðnina mikið. Vinnubrögðin eru ekki ýkja markviss og svo er plagsiður stjórnarandstöðunnar hverju sinni að misbeita tjáningarfrels- inu. Það er raunalegt að hlýða á skynsama þingmenn og þingkon- ur flytja tilgangslitíar ræður tím- unum saman, sem allt of off eru „Ég tel að menn ættu að reyna að forðast þessa gífurlegu tíma- pressu sem jafnan myndast um jól og áramót. Þingið ætti að vera skilvirkara þá daga sem það starf- ar og afgreiða málin jafnt og þétt. Leita ættí leiða til að dreifa vinn- „Ég ber í fýrsta lagi mikla virðingu fýrir Al- þingi íslendinga og ég veit að margir stjórnmálamenn leggja mjög mikla vinnu í ffamlag sitt og eru málefnalegir. Hins vegar hef ég megna skömm á þessu mál- þófi og hringavitleysu sem einatt ber fyrir augu fyrir þinghlé. Stjórnarandstaðan á auðvitað heimtingu á að mál fái eðlilega umfjöllun í þinginu, en þau miklu völd sem tímaskorturinn fýrir þinghlé færir stjórnarandstöð- unni eru herfilega misnotuð. Að hindra með blaðri að mál „Ég þekki ekki nákvæmlega vinnutilhögun þingsins, en mér sýnist að þar fari mikill tími í lítið og svo lítill tími í mikið. Sumt af því sem er afgreitt frá Alþingi virðist vera í einhverskonar sjálf- virknisafgreiðslu, en eins og áður sagði finnst mér stundum sem mikill tími fari í lítið og lítill tími í mikið.“

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.