Pressan - 22.12.1992, Qupperneq 28
ó,
líklegt má telja að Halldóri H.
Sigurðssyni og öðrum forráðamönnum
Atlantsflugs takist að afla þess eiginfjár
sem samgönguráðu-
neytið krefst af þeim til
áframhaldandi flug-
rekstrar. Til þess þurfa
þeir að fmna 40 millj-
ónir króna í nýtt hlutafé
hér á landi en þeir telja
sig geta aflað 30 millj-
óna erlendis. Nú hefur heyrst af því að
Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atl-
anta, hyggist eitthvað nýta sér það tóma-
rúm sem skapast við brottfall Atlants-
flugs. Mun hann hafa verið í einhverjum
viðræðum við þá hjá Samvinnuferðum-
Landsýn um að taka að sér leiguflug fyrir
þá...
F
_I_ rétt okkar nýverið um gufubaðsað-
stöðu á vegum fjármálaráðuneytisins í
gamla SÍS-húsinu við Sölvhólsgötu olli
miklum titringi í og við
Arnarhvál. Verulega
hefur verið dregið úr
fýrri áformum um um-
fang aðstöðunnar, nú
er aðeins reiknað með
einfaldri sturtuaðstöðu.
Hitt er annað mál að
áður en þetta kom upp á yfirborðið höfðu
ráðamenn í Arnarhváli leitað til Seðla-
bankans. Bankinn sá býr nefnilega yfir
250 fermetra glæsilegri íþrótta- og baðað-
stöðu. En Jóhannes Nordal og félagar
höfnuðu beiðninni og báru við öryggis-
ástæðum...
D apurleg endalok Skandía-fyrirtæk-
isins hér á landi eru athyglisverð í ljósi alls
þess hamagangs sem varð þegar það var
sett hér á laggirnar.
Þegar fféttin um enda-
lokin fór í loftið á föstu-
daginn voru menn ekki
lengi að leggja saman
tvo og tvo um hvaðan
hún var komin. Gísli
örn Lárusson, for-
stjóri Skandía, hafði nefnilega gert þau
mistök að bjóða hinum tryggingafélögun-
um það til sölu en þeir þökkuðu pent fyrir
sig, enda litlir kærleikar með þeim eftir að
Skandía ruddist inn á bílatryggingamark-
aðinn með krónutilboðunum...
XT rátt fyrir að Halldór Jónatansson,
forstjóri Landsvirkjunar, fái lítið að virkja
um þessar mundir er
I hann ekki hættur að
byggja. Nú hafa Lands-
I virkjun og Húsfélagið á
Háaleitisbraut 68 sótt
um leyfi til að byggja
ytra anddyri úr áli og
gleri á húsið. Stærð
þessa verður ríflega 60 fermetrar...
mi
UUHOULM
ÖSKJUHUD
m
slui taitM
ST essa dagana eru fulltrúar samtaka
launafólks og Samvinnuferða-Landsýnar
annars vegar og fulltrúar Flugleiða hins
vegar að hefja viðræður um árlegan or-
lofsferðapakka fyrir sumarið 1993. Full-
trúum hinna fynnefndu brá nokkuð þeg-
ar Flugleiðamenn kynntu verðhugmyndir
sínar, því miðað við verð ffá sl. sumri vilja
Flugleiðamenn hækkun sem er margfalt
umfram verðlagsþróun. Væntanlega
sljákkar þó í þeim, enda möguleikinn á
því að fara út í leiguflug alltaf fyrir hendi
þótt því fylgi talsverð fjárhagsleg
áhætta...
ÓÐAR BÆKUR
FYRIR BESTA FÓLICIÐ!
Ævintýraleg
saga úr
furðuheimum
Glerfjallinu lenda Gúndína og
Halli í ótrúlegum ævintýrum er þau
leita að Frikka sem týndist með dul-
arfullum hætti. Þau komast m.a. í tæri
við óhugnanleg illfygli og villast í
musteri morgundrauganna. Myndræn
saga og spennandi!
Verurnar í
veruleikanum
ólkið í steinunum fjallar um ævin-
týraheim bamanna, holtin með stóru
steinunum. Hvernig bregðast bömin
við þegar vinnuflokkamir koma og
ætla að slétta yfír holtin? Og hvað
taka vinir þeirra, íbúar steinanna, til
bragðs? Falleg bók fyrir náttúmbörn!
Hvenær er
maður öðruvísi?
S atnsberarnir eru aðlaðandi lífvemr, öðmvísi en menn í
útliti en hugsa líkt. Hvemig bregðast þeir við þegar ung vatns-
berahjón eignast dreng sem er allt öðmvísi en allir hinir vatns-
beramir? Hann er nefnilega eins og afkvæmi manna - sem
þessar verur hafa aldrei séð! Bókin er unnin út frá sömu ein-
stæðu hugmynd og samnefnt leikrit Herdísar sem naut mikilla
vinsælda. Vatnsberamir örva í senn ímyndunarafl bama og vekja
þau til umhugsunar um það að allir eiga sinn tilverurétt!
+Í *
V
Adda - barn
allra tíma!
ddubækurnar hafa notið
feikilegra vinsælda frá því
þær komu fyrst út fyrir nokkmm
áratugum. Adda er fyrsta bókin í
þessum frábæra og sígilda bóka-
flokki sem nú er hafm endurútgáfa
á. Velkomin aftur Adda!
ADAISCTW ^rGUHDSSON
flI.EPFIAI.T.m
FQtKIO í STEINUNUM
«» 'EttÍr
' Einar Má Guðmundsson
V
tf. Tdkningar
Eria SiQuröanlótlir
tlOILDAR h ItLINtKAR BARNABAKUR
Adda
JL. JBl iennaog hreiðar
| Glerfj allið er
önnur barnabók
Aðalsteins Asbergs
Sigurðssonar sem
AB gefur út. Hin fyrri, verðlauna-
sagan Dvergasteinn, hlaut mjög
góðar viðtökur. í Glerfjallinu má
sjá gullfallegar myndskreytingar
Rebekku Ránar Samper.
i EinarMár
Guðmundsson
hefur getið sér
afbragðsgott orð
fyrir fullorðins-
sögur sínar og Ijóð. Fólkið í stein-
unum er fyrsta barnabók hans og
hér er hann ekki síður í essinu sínu!
Sérlega fallegar myndir Erlu
Sigurðardóttur prýða bókina.
Fáir höfundar
eigajafn auðvelt
með að ná til barna
með það sem skipt-
ir þroska þeirra máli og Herdís
Egilsdóttir. Vatnsberamir hennar
eru prýddir fádæma fallegum mynd-
um Erlu Sigurðardóttur.
Jenna og
I Hreiðar eru
meðal ástsæl-
ustu höfunda
| íslenskra
bamabóka. Endurútgáfa Öddubók-
anna er gleðiefni öllum þeim sem
unna góðum bókmenntum. Rebekka
Rán Samper myndskreytti Öddu.
á
ALMENNA BÓK.AFÉLAGIÐ H F
- góð bók um jólin!