Pressan - 21.04.1993, Síða 2

Pressan - 21.04.1993, Síða 2
FYRST & FREMST 2 PBESSAN Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 I ÞESSU BLAÐI Meira afnjósnum græn- friðunga um Magnús Kostir og gallar Páls á Höllustöðum 6 Sumarhúsasvikari fyrir Hæstarétti Ofsóknir 8&9 Hverniger hannþessi Heimir Steinsson? 10 fslenskbankarán 11 ErCvrópubankinn nokkuð verri en islenski Seðlabankinn? 12 & 13 Eiga bankastjórar að taka sér frí frá laxveiðinni I sumar? Márður Árnason um Moggann og Hrafnsmálið Hannes Hólmsteinn um fólkið á þingpöllunum og Hrafnsmálið HagfræðingurASÍ um samningana við ríkisvaldið 14 Tíska 15 Frikki & Dýrið Á hælum Guns'N'Roses 16 Reykvískarnætur, mexíkóskir dagar og önnur eilífkokkteilboð 18 14 milljarðar hafa tapast í eignalausum þrotabúum 20 & 21 Dómsmálaróðherra Japans vill dauðarefsingu Austurþýsku njósnararnir Albínóar i Afríku 22 & 23 Hvaðan komu upparnir semfluguhjáígær? ■Wrwm24&25 Steindór Sigurðsson skammast út í skáld og Ijóðin þeirra SverrirÓlafsson 26&27 Júpiters StutturFrakki Ari Gisli og Guðjón taka Tunglið Sniglabandið 28 Sjónvarp 29 Körfubdtanum vex fískur um hrygg — handboltinn dalar ÁtökáHSÍ-þingi 31 SÍMON Á. GUNNARSSON. Hættijafnskyndilega hjá Toyota og Coca Cola. INGIMUNDUR SlGFUSSON. Ekki nema von að telex- ið berist frá Heklu enda er hann meðeigandi Hrafns í FILM. lfel styrk til að sýna hagnað Framleiðslufyrirtækið Marel, sem heldur um þessar mundir upp á tíu ára afmæli sitt, skilaði samkvæmt ársskýrslu 22 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári, sem er harla gott út af fyrir sig eða 5,4 prósent af veltu. En fyr- irtækið, sem að 40 prósentum er í eigu Eimskips, þurfti þó hjálp til að komast yfir núllið. Ekki minna en 27 milljónir króna af tekjum Marels var í formi styrkja/framlaga úr opin- berum sjóðum og án þeirra hefði útkoman verið 5 milljóna króna tap. Þá sýnir ársreikning- urinn ágæta eiginstöðu; 281 milljón í eignum á móti 132 milljóna króna skuldum. Fjórð- ungur eigna félagsins og stærsti einstaki eignarliðurinn eru birgðir upp á nær 70 milljónir, þar af rúmlega 50 milljónir í efnisbirgðum en 15 milljónir í fullunnum vörum. Munu sumir hluthafa hafa sett spurningar- merki við matið á þessum birgðum. Hvað sem þessu öllu líður voru kunnir menn við stjórnvölinn hjá Marel á síðasta ári; stjórnarformaður Jóhann G. Bergþórsson „fórnarlamb“, varaformaður Þorkell Sigur- laugsson frá Eimskip og for- stjóri Geir A. Gunnlaugsson. Símon hættir hjá Toyota_____________ I síðustu viku hætti Símon Á. Gunnarsson sem fjármála- stjóri hjá Toyota-umboðinu P. Samúelsson hf. Uppsögn Sím- onar kemur nokkuð á óvart, enda var hann af sumum talinn höfuð fyrirtækisins á fjármála- sviðinu, en hann er endurskoð- andi að mennt. Símon kom til Toyota eftir skamma viðdvöl hjá Coca-Cola, en þar var hann látinn fara eftir ágreining við Pétur Björnsson, eiganda Víf- ilfells. Símon mun hafa verið ráðinn til Toyota til tímabund- inna verkefna án þess þó að ráðningartími hans væri skil- greindur nánar. Ekki er vitað hvað hann tekur sér fýrir hend- ur en ljóst að jafn vellaunað starf og hann hafði hjá Toyota verður ekki gripið upp af göt- unni, en laun hans þar námu um 700 til 800 þúsundum á mánuði. Inoimundur, Hekla, Hrafn og Davíó__________________ f sjónvarpsþætti í gærkvöldi vakti Ólafur Hannibalsson máls á tengslum ffamkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, Hrafns Gunnlaugssonar, og stjórnar- formanns íslenska útvarpsfé- lagsins (Stöðvar 2), Ingimund- ar Sigfússonar í Heklu. Benti Ólafur á að fyrirtæki Hrafns, FILM, hefði sama telex-númer og Hekla, þaðan sem Davíð Oddsson hefði líka stýrt kosn- ingabaráttu sinni í formanns slag í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin er vitanlega sú að Ingimundur er einn af stofn- endum og núverandi stjórnar- mönnum FILM, sem þýðir með öðrum orðum að háttsettir yfir- menn hjá keppinautunum tveimur eiga saman umsvifa- mikið kvikmyndafýrirtæki. Ein- hvers staðar væru þetta kallaðir ósættanlegir hagsmunaárekstr- ar, en ekki er vitað til að neinn hafi gert athugasemd við þetta. Vinskapur þeirra Hrafns og Ingimundar hefur þó ekki verið meira leyndarmál en svo að á dögunum var Ingimundur bú- inn að boða til sérstakrar veislu til stuðnings Hrafni á heimili sínu á Tjarnargötu 46. Þetta var ákveðið eftir að Hrafn var rek- inn, en eftir helgina sem hann fékk óvænt stöðuhækkun voru látin boð út ganga um að veisl- unni hefði verið aflýst. Hqtnnes rífst viö RUV-ara Innan Ríkisútvarpsins hefur verið titringur meðal starfs- manna í kjölfar óvæntra símtala fr á Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni dósent. Hann hefur hringt í fólk á borð við Atla Rúnar Halldórsson, Helga Má Arthúrsson, Ævar Kjart- ansson og Maríu Kristjáns- dóttur leiklistarstjóra og þýfgað þau um ýmislegt varðandi mál Hrafns Gunnlaugssonar. Sjálfur segist Hannes vera að vinna að kafla um málið í nýja útgáfu bókar sinnar, Fjölmiðlar nútímans, og sé að leita stað- festingar á staðreyndum því tengdum. Innan RÚV er málið litið öðrum augum, enda hefur Hannes beitt sér mikið í málinu EIÐUR FLYTUR MEIRA AF UMHVERFINU INN í UMHVERFIS- RAÐUNEYTIÐ Ekki er hægt að segja annað en umhverfisráðuneytið hafi eflst í mannahaldi frá því það var formlega stoihað vorið 1990. Júlíus Sólnes hóf uppbygginguna og var eitthvert fýrsta ráðherraverk hans að ráða jeppa til ráðuneytisins og ráða síðan til sín flokksbróður sinn, Pál Líndal heitinn, sem ráðuneytisstjóra. Ráðuneytið hefur síðan fengið hvem málaflokkinn á fætur öðrum frá hinum ráðuneytunum, sem vitaskuld kallar á meiri mannskap. Nú er það Eiður Guðnason sem stjórnar uppbyggingu hins unga ráðuneytis. Skemmst er frá því að segja að starfs- liði ráðuneytisins hefur á þremur árum íjölgað úr engum í 16 til 17 eða um rúmlega 5 á ári að meðaltali. Sem um leið þýðir að eftir 10 til 15 ár verði starfsmenn ráðuneytisins orðnir á bilinu 70 til 90. Og þeir Eiður og Magnús Jóhann- esson ráðuneytisstjóri eru ekki hættir, því um daginn aug- lýsti ráðuneytið eftir lögffæðingi fýrir alþjóðadeild sína, að vísu tímabundið starf en þó til þriggja ára. Starfið felur meðal annars í sér að sinna alþjóðlegu samstarfi á sviði um- hverfismála, þ.á m. vinnu vegna nýstofnaðrar nefndar Sam- einuðu þjóðanna um „sjálfbæra þróun“. Áhugamenn um kerfið hafa tekið eftir því að á sama tíma og umhverfisráðuneytið hefur fengið verkefni frá öðrum ráðuneytum hefur af einhverjum ástæðum engin fækkun orðið á starfsfólki þeirra ráðuneyta. af hálfu Hrafns og Davíðs Oddssonar og í samtölunum hefur komið fram að það sé ekki síst viðvera RÚV-ara á þingpöllum og ffamganga önn- ur í málinu sem vakti athygli Hannesar. Óhætt er að segja að á miklu hafi gengið og háreysti aukist á símalínum bæjarins á meðan reiðir RÚV-arar hella sér yfir þann sem þeir kalla varð- hund valdsins — og öfugt. Norðanmenn með hallarbylt- ingu í ráðhúsinu Nýlega heyrðist í yfirmanni hjá Reykjavíkurborg þar sem hann viðraði áhyggjur sínar, þó í léttum dúr, yfir þvf að stúdent- ar fr á Menntaskólanum á Akur- eyri væru orðnir ærið fjölmenn- ir meðal æðstu yfirmanna Reykjavíkurborgar. Þegar grannt er skoðað reynast „áhyggjur“ mannsins fyllilega réttlætanlegar. Meðal MA-inga á toppi borgarinnar eru Gunn- ar Eydal, skrifstofustjóri borg- arinnar, Magnús Óskarsson borgarlögmaður, Jón G. Krist- jánsson starfsmannastjóri, Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur, Sigurður Skarphéðinsson gatnamála- stjóri, Þóroddur Th. Sigurðs- son vatnsveitustjóri, Jóhannes Pálmason, ffamkvæmdastjóri Borgarspítalans, Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri Dag- vistar barna, Björn L. Hall- dórsson, forstöðumaður skóla- skrifstofu, Ríkharður Stein- bergsson, framkvæmdastjóri húsnæðisnefndar, og Gunnar Sigurðsson byggingarfulltrúi. Einnig mun Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs, vera að norðan. Lætur nærri að af mikilvægari embættum sitji norðanmenn þriðja hvem stól. Flugleiðamenn renna ierðaskrii- stoium saman Það hefur farið lítið fyrir því að tvær gamalgrónar ferðaskrif- stofur gáfu upp öndina í lok síð- asta árs. Þetta eru Ferðaskrif- stofa Akureyrar hf. og Ferða- skrifstofan Saga hf. Báðar þess- ar ferðaskrifstofur eru í eigu Flugleiða og ljóst að Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er á eigin spýtur að fækka ferða- skrifstofum landsins verulega. En án gríns þá eru ferðaskrif- stofurnar látnar renna inn í Ferðaskrifstofuna Úrval/Útsýn hf., sem er sannkallaður risi á ferðaskrifstofumarkaðnum með skráð hlutafé upp á 184 milljónir. í stjóm Úrvals/Útsýn- ar eru Björn Theódórsson, Halldór Vilhjálmsson, Hjalti Geir Kristjánsson og Garðar Halldórsson. B0GIPÁLSS0N. Verður að finna nýjan mann tilað sinna bankaviðskiptum Toyota. GEIR A. GUNNLAUGSS0N. Ekki nema von að Marel skilihagnaðieftir árangursrika útgerð á styrktarmiðum. SlGURÐUR HELGAS0N. Hefur unnið markvisst að þvíað fækka ferðaskrifstofum. HANNES HÓLMSTEINN GlSSURARSON. Símhringingar hans vegna Hrafnsmálsins ístarfsfólk RÚVhafa valdið titringi. ÆVAR KJARTANSS0N. Fékk símhringingu frá dósentinum íheimildaöflun. MAGNÚS ÓSKARSS0N. ífjölmennum hópinorðanmanna sem hafa raðað sér íhelstu stóla æðstuyfirmanna Reykjavíkur. UMMÆLI VIKUNNAR „Égfór til dyranna eins og ég var klæddur, en þœr vildu ekki hleypa mér inn um forstofudyrnar. Ég verð því að grtpa til þess ráðs aðfara inn um kjallarann. “ Eru irin ekki vanaleaa kennd við skepnurf „Ef við væmm í Kína væri þetta trúlega kallað ár at- vinnurekenda en við vonum að næsta ár verði ár launa- manna.“ Gylfí Ingvarsson, aSalbokari i álvtrinu. Hvað með máls- háttínn: Sælt er aldargamalt egg! „Súkkulaði geymist í mörg ár og því er ekkert að því að geyma egg á milli ára og þau egg sem við höfum em brædd upp aftur.“ Sigurður E. Marinósson súkkulaðieggjabóndi. Þangað til maður sogast niður „Það er stórkostlegt að vera svona í miðri hringiðunni.“ G uðmundur Franklin Jóns- son, verðbréfasali iStóra eplinu. \FU* SCHKAM, AHUGAMAÐUft UM KVENFÉLÖG Það væru sannkölluö vonbrigði ef helvíti væri ekki til „Ef ekki væri til helvíti, til hvers þurfa menn þá að frelsast?" Snarri óikansam krittnibaSL En er hanná sama kaupi? „Ég er ekki viss um að sá Heimir sem starfar í dag sé sá samiogég réð sem út- varpsstjóra." ÓiafurG. Einarsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.