Pressan - 21.04.1993, Page 26

Pressan - 21.04.1993, Page 26
VORBOÐARNIR LJUFU 26 PRESSAN Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 BIOIN HASKOLAB IO Flodder í Ameríku Flodderin Amerika k Imbakassi í bíó. Vinir Péturs Peter's Friends k Kenneth Branagh hefur hér búið til afspyrnuleiðinlega endurfundamynd í anda Big Chill. Hann býður upp á allan matseðilinn; alkóhólisma, iingbarnadauða, gjálífi, hjónaerjur, brostna drauma ásamt óheyrilegu magni af þeim söknuði eftir æskunni sem slær fólk fimm árum eftir að það lýkur námi. Þegar einn vinurinn upplýsir að hann sé með HlV-veiruna hverfur skáldskapurinn end- anlega úr sögunni og útvatn- að vandamálakjaftæðið verð- ur eitt eftir. Kraftaverkamaðurinn Leap ofFaith ★★ Steve Martin er fyndinn. Hann skyggir á alla aðra leikara og tekst meira að segja að draga athygli áhorf- enda frá væminni og frekar "bjánalegri sögu myndarinn- ar. Á bannsvæði Trespass kk Spenna á litlum gólffleti. Howards End ★★★ Bók- menntaverk gert að góðri bíómynd. Elskhuginn The Lover kkk Hugljúf saga um ást og losta. Karlakórinn Hekla ★ Vond mynd og metnaðarlítil. LAUGARASB IO Hörkutól Fixing the Shadow ★ Laugarásbíóerorðiðað musteri B-myndanna. Það j/æri gleðiefni ef B-myndirnar væru jafngóðar og þær voru á gullöld Hafnarbíós. En svo er ekki. Tvífarinn Doppeiganger ® Vond mynd. Svala veröld Coo/ Worid-k-k Ralph Bakshi (Fritz the Cat) hefur hér búið til hráa og ^orglega hugmyndalausa út- gáfu af Who Framed Roger Rabbit? Nemo litli ★★★ Falleg teiknimynd. REGNBOGINN ^-Ferðin til Las Vegas Hon- eymoon in Vegas kk Það má vel hlæja að þessari mynd; sérstaklega örvæntingu Nico- lasCage. Englasetrið ★★ Þokkaleg gamanmynd frá frændum vorum Svíum. Nótt í New York Nightin the Zitykk Þótt leiðinlegt sé að segja það þá fellur þessi mynd á leik sjálfs De Niro. Chaplin ★★ Myndin sem fékk menn til að spyrja sig hvort Chaplin hefði í raun verið nokkuð fyndinn. Miðjarðarhafið Mediterr- 'aneo kkk Indæl mynd. Tommi og Jenni ★★★ Krökkunum þykir hún fyndin. SAMBÍÓI N Ávallt ungur Forever Young kk Flugmaðurvaknareftir að hafa Iegið í frosti í hálfa öld. Frumlegt? Nei. Líkast til er þetta áttunda myndin i ,íneð þessum söguþræði á undanförnum fimmtán mán- uðum. Eini kosturinn við myndina er lágstemmdur leikur Mels Gibson. Stuttur frakki ★★★ Stjörn- urnar þrjár segja til um stöð- una í hléi. Eftir hlé rennur myndin út í sandinn og tapar " "einni ef ekki tveimur af stjörnunum. En það er margt gott í myndinni og þá sér- staklega Frakkinn stutti. Án hans hefði myndin sjálfsagt orðið venjuleg íslensk ærsla- og aulahúmorsmynd. Konuilmur Scentofa Woman ’ *»★★.★ Leikur Als Pacino og Chris O'Donnel ereina ástæðan til að sjá myndina því sagan í myndinni er eilítið ★★★★ Pottþétt ★★★ Ágætt ★★ Lala ★ Leiðinlegt ©Ömurlegt atmmsaasBsmmismamBSKtsasB púkaleg þroskasaga. Háttvirtur þingmaður The Distinguished Gentleman k Eddie Murphy á ágæta spretti en alltof fáa til að halda uppi þessari gleðilausu gamanmynd. Hinir vægðarlausu Unforgi- ven kkkk Frábær mynd um áhrif ofbeldis á ofbeldis- manninn. Ljótur leikur The Crying Game kkkk Kemur jafnvel útlifuðum bíófríkum á óvart og fær þau til að gleyma sér. Elskan, ég stækkaði barnið Floney, I Blew Up The Kid kk Óhæf nema öll fjölskyldan fari saman í bíó. Gamanmynd fyrir börnin. Hryllingsmynd fyrirforeldrana. Lífvörðurinn The Bodyguard k Mislukkuð mynd. Aleinn heima 2 - Týndur í NewYork ★★★★ Mynd ársins fyrir aðdáendur dett'- á-rassinn-húmors. Bambi ★★★★ Þó ekki væri nema vegna sagnfræðilegra ástæðna er skylda að sjá Bamba reglulega. 3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi vandræðaunglinga. Hetja AccidentalFlero ★★★ Þrátt fyrir yfirþyrmandi leið- indi persónunnar tekst Dust- in Hoffman ekki að eyði- leggja söguna með ofleik eins og honum hættir til. Galdur myndarinnar liggur í handritinu og frásagnargleði leikstjórans. Bragðarefir Mo'Money k Myndin er hröð og skemmti- leg þegar við sjáum heiminn með augum Damons Wayans en leysist síðan upp. Drakúla Bram Stoker's Drac- ula k Góð mynd fyrir áhuga- menn um förðun en sagan sjálf er nánast óbærilega leið- inleg. Börn náttúrunnar ★★★ Sæt mynd um gamalt fólk. STORFJÖLSKVLDHIIKROSSGÖTUM Stórfjölskyldan Júpíters ætlar að kveðja veturinn í kvöld á hinu nýja Tunjjli. Fjölskyldan er nýkomin úr páskaleyfi, en hún dvaldist á Gúmbey yfir hátíðirn- ar. Hvernig var? „Ferðin var mjög þroskandi. Við kynntumst þarna menn- ingu sem er gerólík okkar. Þetta var bæði lærdómsríkt og gjöf- ult,“ segir Kiddi gítar. „Þarna var líka verið að taka kvikmynd um gúmbudansinn, en gúmban er nýjasta dansæðið í Evrópu og er upprunnin á Gúmbey,“ skýtur Eiríkur sax- ófónn inn í. „Mjög erótískur dans,“ segir Halldór trymbill brosandi. „Ekki má svo gleyma hinni pólitísku þýðingu,“ segir Örn trompet. Hvað eigiði við? „Jú, sjáðu til,“ segir Hörður Hammond. „Dansinn hefur geysimikla merkingu á Gúmbey og þarna varð hljómsveitin íyrir miklum innblæstri og við fund- um leið til að tjá okkur pólitískt í gegnum hreyfingar og hljóð.“ „Þetta hefur síðan undið upp á sig og nú boðar hljómsveitin nýja stefnu sem einkennist af rómantískri nautn,“ segir Rún- ar sax af áhersluþunga. Sem sagt glœný stefna hjá Júpíters á jjögurra ára afmœl- inu? „Já, fyrsta fullorðinstönnin.“ Erþá nýplata vœntanleg? „Jú, við erum að gera tónlist við gúmbudanskvikmyndina, en þess má geta að Islandsvin- urinn Sylvester Stallone leikur aðalhlutverk í henni og syngur auk þess með okkur tvö lög,“ segir Halldór drýgindalega. „En platan kemur ekki út fyrr en síðar á árinu þegar myndin verður frumsýnd.“ Það verður þá boðið upp á gúmbu í kvöld? „Já, þ’etta verður stórgúmbu- dansleikur og við hvetjum alla til að mæta fáklæddir því á Gúmbey dansa allir naktir!“ segja mennirnir í Júpíters og sýna nokkur létt gúmbuspor. Gunnar Hjálmarsson JUPITERS Lærðu gúmbudansinn á Gúmbey og spila gúmbu á Tunglinu í kvöld ■ '* STJORNUBIO POPP Nokkur stefog smápopp ÚRKVIKMYND STUTTUR FRAKKI STEINAR HH Það er orðin nokkur hefð fýrir því að tónlist úr nýjustu ís- lensku kvikmyndunum komi út nokkru fýrir frumsýningar- dag. í fyrra komu út ágætar plötur úr Veggfóðri og Sódómu Reykjavík, og kynntu til sög- unnar tvo „sándtrakk“-gæja á uppleið, þá Mána Svavars og Sigurjón Kjartansson. Líkt og þeir á Eyþór Arnalds, höfundur Stuttfrakka-tónlistarinnar, ræt- ur í poppinu og sinnir því jafn- framt með hinu ágæta bandi Todmobile. Stefin sem Eyþór reiðir hér fram falla vel að heildarsvip myndarinnar. Maður veitti þeim enga sér- staka athygli, þau styrktu bara tilfinningu manns fyrir atburð- unum á tjaldinu og eru þar af leiðandi vel heppnuð. Eyþór hefur legið yfir raftólum ýmis- konar í gegnum árin og notar þau smekklega og af kunnáttu. Hann er heldur enginn aukvisi á hefðbundnari hljóðfæri, tekur t.d. skemmtilega í gítarinn í „Sumarkvöldi í LaugardaT1, sem er það stef sem gengur best upp svona eitt og sér. Það má spyrja hvort kvik- myndatónlist eigi yfirhöfuð er- indi á plötur hér í fámenninu — hverjir kaupa kvikmynda- tónlist? Plötur með kvik- myndatónlist hafa ekki verið góð söluvara — þar er Vegg- fóðursplatan undantekning og manni dettur helst í hug að út- gáfan sé aðallega hugsuð sem „pepp“ til að hita fólk upp fyrir myndirnar. Til að gera pakk- ann girnilegri hafa íslensku „sándtrakk“-plöturnar oftast verið fylltar upp með vinsælu poppi. Með tilliti til efnis myndarinnar eru heimatökin hæg hér. Sálin hans Jóns míns (hvíl í friði) á tvö lög af Bíó- rokktónleikum síðasta sumars; hið áður óútgefna „Gríma“ og „Salt í sárin“. Þetta eru ágæt dægurlög, þó ekki séu þau með því besta sem Sálin gerði. Það er fínn ballfílingur í upptökun- um — maður er barasta kom- inn á Sálarball. Fermingartelp- urnar við hliðina á mér í bíóinu fóru allar á ið þegar Stefán og félagar birtust á tjaldinu og það vældi svo mikið í þeim að ég hélt að ég væri kominn á Bítla- tónleika. Þær urðu hinsvegar fúlar yfir því hvað Sálin var stutt á skjánum og ég verð að vera þeim sammála; Sálaratrið- ið var áberandi styst, sem er miður því þeir voru langlífleg- astir og lögin þeirra lengst frá plötuútgáfunum. Tónleikaút- gáfan af Todmobile og ný- danska laginu bæta engu við það sem áður var komið út — þetta eru góð lög en hefðu allt eins getað verið tekin af „2603“ og „Regnbogalandi“. Síðan sk, fyrirgefiði, SSSól á einnig lag í myndinni sem er synd að skuli ekki vera með á plötunni. Það hljómaði vel við fyrstu hlustun, jafnvel þótt fermingartelpurnur bauluðu „oj! oj!“ þegar Helgi Björns skreiddist um sviðið á innilegu egótrippi. Hvað meira? Jú, væntanlegir kaupendur fá einnig Bogomil Font að raula ævafornan smell með sínum Ártúnslega sjarma, Móeiði að stæla Shady við raf- eindadiskó frá Eyþóri (er ég eini maðurinn sem er búinn að fá nóg af Trúbroti?), tvö blaut- leg og þokkaleg rokklög frá Jet Black Joe, sem ég man ekki til að hafi verið í myndinni, og „Styttur bæjarins“ með Spil- verkinu sem er skratti úr sauð- arlegg plötunnar. Ef þetta er nóg til að kaupendur flykkist í „Tónleikaútgáfan afTodmobile og ný- danska laginu bceta engu viðþað sem áður var komið út — þetta eru góð lög en hefðu allt eins getað verið tekin af „2603“ og „Regnbogalandi“ “ plötubúðirnar samgleðst ég út- gefendunum. Ef ekki skil ég ástæðuna mætavel; þetta er ekki nógu girnilegur pakki, ekki nógu sterk heild. Hér er eiginlega bara' um að ræða nokkur stef og smáskammt af mislitu poppi. Eyþór Arnalds má hinsvegar vera glaður með vel unnið handverk. HAMÍSTUÐI... Enn bætast hljómsveitir í hóp þeirra sem taka þátt í plötuflóði sum- arsins. Sú nýjasta er rokksveitin Ham og er sannarlega kominn tími til að sveitin komi út plötu. Ham hefur lengi verið eitt al- besta rokkband klakans og hélt upp á fimm ára afmæli sitt um daginn með ótrúlega kraftmikl- um tónleikum. Ham-félagar tóku virkan þátt í gerð kvik- myndarinnar Sódómu Reykja- vík og áttu þrjú lög á geislaplöt- unni. Þar fyrir utan hafa aðdá- endur ekki getað gætt sér á veigum sveitarinnar síðan eina breiðskífa þeirra, Buffalo Virgin, kom út árið 1989. Geislaplatan sem nú er von á heitir HAM í stuði og ber hinn lítilláta undirtitil Saga rokksins 1988 til 1993. Platan inniheld- ur þrjú ný lög og fimm lög af plöt- unni Pimpmo- bile sem átti að koma út 1991 en gerði ekki í kjöl- far gjaldþrots Smekkleysu í Bandaríkjunum. Að auki verða á Hamplötunni lög sem tekin voru upp á tón- leikum í vetur og tólftomman Hold sem kom út 1988.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.