Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagurínn 3. júní 1993 SKILABOÐ PRESSAN 7 MENN Magnús Jónsson veðurstofustjóri Maðurinn sem drap sumarið Sumarið kemur ekki. Það var svo kalt um hvítasunnuna að vodkinn þykknaði í pelunum hjá unglingunum sem fóru í fyrstu tjaldútilegu sumarsins. Það snjó- aði um allt land seinni hluta maí. Það haustaði snemma í vor. Veðr- ið hefúr yfirleitt verið í fylu út í fs- lendinga. Skástu skýringarnar sem veður- fræðingar hafa eru eldgos á Fil- ippseyjum og önnur viðlíka hjá- trú. Við vitum betur. En veður- fræðingarnir þora ekki að skýra frá raunverulegu ástæðunni af því að þeir eru í vinnu hjá henni. Ástæðan heitir Magnús Jónsson og er krati á fimmtugsaldri. Hann er líka veðurstofústjóri. Skýringarnar eru svo sem flóknari. Ástæðan fyrir því að Magnús er veðurstofústjóri heitir Eiður Guðnason. Hann er um- hverfisráðherra og ræður veðrinu. Ástæðan fýrir því að Eiður er um- hverfisráðherra heitir Jón Baldvin Hannibalsson. Ástæðan fyrir því að Jón Baldvin er... Nei, annars. Ríldsstjórnin hefur nóg á samGsk- unni þótt henni sé ekki kennt um veðrið líka. Aðalástæðan fyrir óveðrinu heitir Magnús Jónsson. Og er vondur veðurstofustjóri. Man einhver hvernig veðrið var þegar Páll Bergþórsson var veður- stofustjóri? Ef mig misminnir ekki var slegið hvert hitametið á fætur öðru á sumrin, haustin voru mild, jólasnjórinn var þykkur og kom á réttum tíma, hitabylgja reið yfir í janúar og febrúar og skíðasnjór- inn féll rétt í tæka tíð fýrir páska- ffíið. Það var heiðskírt allan maí- mánuð. En ekki hjá Magnúsi Jónssyni. Ónei. Skítagarrinn lemur landið langt ffarn í júní og trén eru þegar farin að fella laufblöðin — finnst ekki taka því að halda í þau fýrir sumarrokið. Skýringin er náttúrlega sú að Magnúsi er alveg sama um veðrið. Hann hefur hins vegar skoðanir á flestu öðru sem honum kemur ekkert við og enginn hefúr spurt „ Við höfum fengið yfir okkur veður- stofustjóra semfrekar dundar sér við að vaxbera á séryfir- varaskeggið en út- vega alminlegt veður. Veðurstofustjóra sem villfrekar sitja á kratafundum en pœla í hvaðan hann getur lokkað sœmilega hitabylgjufyrir sum- arið. “ hann um. Þannig segir hann að þorskurinn geri það betur og oftar í suðvestanátt en öðrum vindi og það ráði viðgangi stofnsins. En hvarflar að honum að sjá þá til þess að það blási úr suðvestri á réttum tíma fyrir þorskinn? Nei, enda væri hann þá farinn að hugsa um veðrið — og Magnúsi Jónssyni er alveg sama um veðrið. Þess vegna kemur sumarið ekki. Við höfum fengið yfir okkur veð- urstofustjóra sem frekar dundar sér við að vaxbera á sér yfirvara- skeggið en útvega alminlegt veður. Veðurstofustjóra sem vill frekar sitja á kratafundum en pæla í hvaðan hann getur lokkað sæmi- lega hitabylgju fyrir sumarið. Það hefði Páll Bergþórs aldrei gert. Hann hefði ekki drepið fýrir okkur sumarið. Hann hafði ekkert yfirvaraskegg að vaxbera, seint hefði hann farið á kratafund og ekki lá hann á gægjum þegar þorskurinn var að eðla sig. Hann var í vinnunni að redda veðrinu. ÁS Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar Hóskólans PRESSAN í jafnri og sföðugri sókn Reglulegum lesendum hefur fjölg- að um 25 prósent á einu ári Reglulegum lesendum PRESSUNNAR hefur fjölgað um 25 prósent á einu ári og þeir hafa aldrei verið fleiri en síðustu mánuði. Þeir lesa blaðið sitt líka betur og oftar en Iesendur Morgunblaðsins og DV. Þetta eru niðurstöður fjölmiðla- könnunar sem Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands gerði í apríl síðastliðnum. Af fjórum mælingum sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert á tólf mánuðum hef- ur útkoma PRESSUNNAR aldrei verið sterkari. Þeim sem höfðu lesið síðasta tölublað PRESSUNNAR þegar könnunin var gerð fjölgaði úr 16 prósentum úrtaks í mars 1992 í 21 prósent í apríl á þessu ári. Þetta er tæplega þriðjungs fjölgun les- enda og þýðir að 40.000 manns lásu blaðið þessa viku. Það er fjölgun um 9.500 lesendur á einu ári, miðað við 190 þúsund manna markhóp könnunarinn- ar. Þeim sem höfðu lesið PRESSUNA síð- ustu fjórar vikur áður en könnunin var gerð fjölgaði úr 30 prósentum í mars í fýrra í 38 prósent í apríl á þessu ári. Þetta er rúmlega fjórðungs fjölgun og þýðir að 72 þúsund manns lásu blaðið þennan mánuð. Það er fjölgun um 15.200 les- endur á einu ári. Könnunin sýnir einnig að PRESSAN er betur og oftar lesin en Morgunblaðið og DV. Þannig les 41 prósent lesenda blaðið meira en einn dag, samanborið við 11 prósent hjá DV og 9 prósent hjá Morg- unblaðinu. 18 prósent lesenda PRESS- UNNAR lesa mestallt efni blaðsins, en 16 prósent svarenda kváðust lesa DV mestallt og 14 prósent lesenda Morgun- blaðsins. Könnun Félagsvísindastofúunar var gerð með því að dagbækur voru sendar til þátttakenda sem skráðu Ijölmiðlanotkun sína vikuna 16.-22. apríl. Svörun hefúr aldrei verið betri eða um 72 prósent af um 1.300 útsendum dagbókum. 30% 20% 10% 0 mars '92 apríl ‘93 TRIGANO frá 360.000.- Inmfaldir eru eftirtaldir hlutir STÓRT FORTJALD BORÐ DÝNUR GLUGGATJÖLD VARADEKK 13" DEKK HEMLABÚNAÐUR með öllu tæknilegur... húslegur... þar sem feröalagið byrjar! ÆGIR opið laugardag kl. 10 - 17 sunnudag kl. 13 - 17 RAPIDO frá 850.000.- Innifaldir eru eftirtaldir hlutir: ÍSSKÁPUR sem gengur fyrir 12 V, 220 V eða gasi. HITARI með loftinntaki utan frá sem skilar brenndu lofti út. VASKUR með rafdrifinni vatnsdælu. ELDAVÉL með tveimur hellum. SKRÁNINGARKOSTNAÐUR. Einangraður í hólf og gólf Tvöfaldar rúður F0RTJALD K0STAR 60.000.- Þægilegur og rúmgóður Aukabúnaöurinn sem settur er í hér á landi hentar vel fyrir íslenskar aðstæðar: Rafgeymir og hleðslutæki, þannig ab hægt sé ab hafa ísskápinn i gangi á keyrslu og þab hlebur einnig rafgeyminn. Þá er hægt ab hafa logandi Ijós þó svo ab 220 V. straumur sé ekki til stabar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.