Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 22
B U S
B L A N D
22 PRESSAN
Fimmtudagurínn 3. júní 1993
j£orgar sig að sparka
í dekkin og líta undir
vélarhlífina
Bílasalan: Þig vantar bíl.
Þú ferö á bílasölu. Rekur
augun í einn svakalega
huggulegan. Lögunin er full-
komin. Krafturinn magnaður.
Hljóöiö eins og sunnangola.
Hann er eins og hugur
manns. Eftir fimm mínútna
akstur veröur þú ástfangin
og ákveöur aö kaupa bílinn.
Eftir mánuö er bíllinn meira á
bílasölunni en á götunni. Af
oröspori er hann ekkert
nema yfirboröiö. En sölu-
'mennirnir voru ágætir. Hvaö
varstu eiginlega aö hugsa?
Nær heföi veriö að sparka
svolítiö í hjólbarðana og líta
undir vélarhlífína.
Galeiöan: Þér finnst kom-
inn tími til aö fara á séns. Þú
sérö einn æöislega huggu-
legan. Hann stingur þig. Þú
getur ekki litiö af honum. Lín-
urnar eru fullkomnar. Hann
er gjafmildur. Góöur. Röddin
er meira aö segja kynþokka-
full. Að auki lítur hann út fyr-
ir aö vera skemmtilegur.
Hann er eins og hugur
manns. Þú hrífst af honum
og hann af þér. Þú slærö til.
Sex mánuöum síöar er
draumaprinsinn ekki lengur
neinn draumaprins. Þig lang-
ar helst til aö stinga hausn-
um í sandinn. Gufa upp.
Spóla til baka.
Þaö er margt líkt meö bíl-
um og karlmönnum. Það
borgar sig aö horfa á þá hlut-
laust í fyrstu. í þaö minnsta
sparka fyrst í dekkin og líta
undir vélarhlífina. Er ekki
nokkuö til í því aö bílar séu
framlenging á miöfæti karl-
manna? Þetta eru í þaö
minnsta náskyld fyrirbæri.
Eða eru þeir þaö bara í aug-
um kvenfólks?
„Hárnákvœmur og kaldhamraður léttleiki byggður áfín-
stillingu efnis ogforms ífullkomnu tímaleysi." Þessi lýsing á
við hvort tveggja, skákstíl Bobby Fischers og myndlist Hreins
Friðfmnssonar. Enda eru þeir eins í útliti og myndast báðir
í sömu grámóskunni. Eini munurinn er að Fischer er búinn
að vera, en Hreinn á líklega eitthvað eftir enn.
Þættir úr sögu vínmenningar
Áfengissaga íslend-
inga rúmast aö
mestu í einni setn-
haft tækifæri til að
ingu: Aiiir, sem meö
einhverjum hætti
hafa einhvern tíma
fara í kringum lög
og reglur um meö-
ferö éfengis, hafa
notaö tækifæriö. Þó
aö íslendingar séu
aö öllu jöfnu þokka-
lega löghlýöin þjóö
eru þeir þaö ekki
þegar áfengismál
eru annars vegar.
Hafa menn löngum
veriö í mestri upp-
reisn gegn verölagi
á áfengi sem sýnir
sig í því hve auövelt
hefur veriö aö losna
viö ólöglegan smygl-
og bruggvarning í
gegnum tíöina.
CflFÉ PflRÍS OQ AUSTURVÖLLUR Þessar tvær myndir voru teknar á sama augnablikinu á sólríkum degi fyrir skömmu. Myndirnar tvær eru
líklega dæmigeröar fyrir tvískinnung íslendinga í áfengismálum. Á meöan enn hefur ekki fengist leyfi til aö drekka bjór utandyra á
Café París sátu nokkrir á Austurvelll, nokkrum metrum fjær, og sötruöu eigin bjór.
Af fréttum undanfar-
inna vikna að dæma
hafa bruggarar nú
meira íyrir stafni en
smyglarar. Önnur
uppreisn í áfengismálum um
þessar mundir felst í drykkju
utanhúss. Þótt þegar sé búið
að samþykkja að veitingahús
megi veita vín utandyra á enn
eftir að veita þeim veitinga-
húsum sem þess óska tilskilin
leyfi. Búist er þó við að hvert
veitingahúsið á fætur öðru fái
leyfi áður en langt um líður.
Það er þó ekki þar með sagt
að íslendingar hafi ekki hing-
að til dreypt á áfengi úti undir
Meðvituð fram-
lenging á hádeginu
Hér áöur fyrr var þaö nær eingöngu ógæfufólk og þeir
alhörðustu sem lögðu í hádegisbarinn. Fariö var á
Borgina, Sögu eða Naustið til aö svala þorstanum. Ef
einhver sást á hádegisbarnum var það öruggt merki
þess að ekki væri allt í lagi á þeim bænum. Þetta var á
þeim tíma er ekkert áfengi var afgreítt á miðvikudög-
um. Síðan bættust þeir við. En enn var það ekki góðs
viti aö sjást á hádegisbamum.
Svo kom bjórinn. Það var í lagi að sjást á hádegisbam-
um með Irtinn bjór, sérstaklega ef það var mánudagur.
Menn vom bara vinnufærari á eftir. Skjálftinn aö
minnsta kosti horfinn. Eftir því sem nýjabrumið hvarf
komst heimsborgarabragur á bjórinn. Það var orðið
menningariegt að geta sest niður á barinn í hádeginu
og fengið sér einn léttan og rætt létt viöskipti. En ekki
eftir klukkan hálfþrjú.
Loksins kom það sem eina vitiö var í: að tengja hádeg-
ið við afganginn af deginum. í dag þarf enginn að hafa
sektarkennd yfir aö setjast á hádegisbarinn, því i raun
og vem er hann ekki lengur til. Nú er opið frá hádegi
fram á nótt án nokkurs hlés. Það er ekki lengur hægt
að benda á þá sem fá sér öl fyrir klukkan tvö og stað-
hæfa að þeir eigi erfitt heimili. Hádegisbarinn er horf-
inn og öllum sem vilja drekka er gert jafrihátt undir
höfði, hvort sem dmkkið er að degi eða nóttu.
Þannig hvarf hádegið úr íslensku þjóö( barjlífi.
berum himni.
Viðkvæm réttlætis-
taug
Lögreglan telur að
fjórar bruggverk-
smiðjur séu jafhan
starfandi hérlendis;
þegar ein er upprætt
hefúr önnur starfsemi sína.
Samtals framleiði verksmiðj-
urnar um eitt þúsund lítra af
eimuðum landa á viku. Árlega
fara því hvorki meira né
minna en fimmtíu þúsund
lítrar af brugguðu áfengi
ffamhjá kerfinu. Það er engin
smáviðbót við opinberar
drykkjutölur Hagstofu Is-
lands. Að meðaltali drekkur
hvur íslendingur, sem náð
hefúr fimmtán ára aldri, tæp-
lega fimm lítra af hreinum
vínanda árlega samkvæmt út-
reikningum Hagstofunnar.
Fimmtíu þúsund landalítrar
verða rúmlega helmingi færri
þegar þeir eru reiknaðir í
hreinum vinanda, en við bæt-
ist ýmis smyglvarningur sem
rennur árlega í nokkuð stríð-
um straumum ofan í vín-
þyrsta íslendinga.
Ef eitthvað snertir
hina viðkvæmu ís-
lensku réttlætistaug í
áfengismálum er
allra löglegra og
ólöglegra leiða leitað svo hafa
megi uppi á ódýrara áfengi.
Guðinn Bakkus er dýrkaður
og allt sem honum viðkemur.
Það sannast meðal annars á
hinum mikla ævintýraljóma
sem löngum hefur fylgt flug-
fólki og sjómönnum, sem um
langt skeið höfðu einkaleyfi á
bjór á íslandi. Þessar stéttir
hafa einnig útvegað landan-
um annað vín og vindlinga á
þolanlegu verði. Svo góð var
markaðssetningin á ólögleg-
um bjór að loks þegar hann
hélt löglega innreið sína í
landið árið 1989 var varla til sá
íslendingur sem ekki hafði
einhvern tíma neytt bjórs.
Auðvitað er það einnig að
þakka æ tíðari ferðum lands-
manna ffá skerinu.
Svo afturhaldssamur
■ hefúr löggjafinn verið
í áfengismálum að
aðeins áðurnefndar
útvaldar stéttir máttu
kaupa sterkt öl í fríhöfhum
allt til ársins 1980. En það var
árið sem Davíð Scheving
Thorsteinsson hinn hugprúði
lét til sín taka. Hann gerðist
svo djarfur að kaupa öl í frí-
höfninni. Bjórinn var um-
svifalaust tekinn af Davíð. En
Davíð mótmælti og krafðist
þess að sér yrði afhent ölið.
Sagði hann óeðlilegt að
mönnum væri mismunað um
slík kaup eftir því hjá hvaða
fyrirtæki þeir störfuðu. 1
framhaldi af umræðunum
sem þetta mál kom af stað
ákvað þáverandi dómsmála-
ráðherra, Sighvatur Björgvins-
son, að rétt væri að gera breyt-
ingar á reglugerðinni. Þetta ár
var þegar búið að flytja bjór-
málið alls níu sinnum í sölum
Alþingis.
Óþekkt íslendinga
Hegðan Islendingsins
í áfengismálum
minnir um margt á
hegðun óþekks bams
sem hefur fengið
bæði strangt og rangt uppeldi.
Flestir sem fengið hafa að
njóta þess að vera börn kann-
ast við tilfinninguna um að
það, sem ekki má, sé mest var-
ið í. Og fullorðið fólk er ekkert
annað en börn sem eiga pen-
mga.
Ólafur Walther Stef-
i ánsson, sem hefur
starfað við dóms-
málaráðuneytið í
mörg ár og spáð mik-
ið í þróun áfengismála á Is-
landi, er á þeirri skoðun að
hæg ffjálslyndisþróun Islend-
inga hafi öðru fremur ein-
kennst af framboði og eftir-
spurn. Um leið og komnir
hefðu verið kúnnar sem vildu
breytingar hefði næsta breyt-
ingaskref verið stigið. Og svo
koll af kolli. Af þeim orðum
má gróflega ætla að bruggun
verði leyfð á Islandi áður en
langt um líður. Að stjómvöld
gefist upp fyrir einkaaðilun-
um. Öllu líklegra er þó að
áfengi hreinlega lækki í verði
ef fram heldur sem horfir.
Lækkun áfengis sé og verði
næsta baráttumál „homo vin-
us“ á Islandi á næstu misser-
um. Það er að segja þegar veit-
ingahúsaeigendur hafa náð að
kýla drykkju utandyra endan-
lega í gegn og eftirlitið fer að
hegða sér skynsamlega.
Forstjóri ATVR er
■ Höskuldur Jónsson.
Hann hefur ákveðna
skoðun á því hvaða
afleiðingar hátt verð-
lag á áfengi hefur. Og sú skoð-
un hans er ekki ný undir sól-
inni: „Ef áfengisverð verður of
hátt em líkur á því að fólk leiti
annarra ráða, sem em yfirleitt
annaðhvort að smygla eða
brugga,“ segir Höskuldur.
Hann lítur svo á að þrengri
efhahagur fólks kalli á brugg-
un. Svo em aðrir sem telja að
hátt verðlag á áfengi dragi úr
neyslu þess. Á þá kenningu
ætti nú þegar að vera búið að
reyna.