Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 24
GAMALT O G GOTT A KROPPINN 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 3. júní 1993 • Leöurblakan Óperetta eftir Jóhann Strauss. Síö- ustu sýningar. Leikfélagi Akureyrar kl. 20.30. • My Fair Lady Stefán Baldursson leikstjóri hefur skilið nauösyn góðrar út- færslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti. Þjóöleikhúsinu kl. ^O SUNNUDAGURINN 6. JÚNÍ LEIKHUS FIMMTUDAGURINN 3. JÚN[ • Kjaftagangur Gaman- leikur Neils Simon í leik- stjórn Askos Sarkola. Meöal leikenda eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Pálmi Gests- son, Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Þjóðleikhúsinu kl. 2 FÖSTUDAGURINN 1 L^^^e^júNí^^l • Kjaftagangur Gaman- leikur Neils Simon í leik- stjórn Askos Sarkola. Meöal leikenda eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Pálmi Gests- son, Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Þjóðleikhúsinu kl. 20 LAUGAR DAGU R I N N • Dýrin í Hálsaskógi Hlut- verkaskipan er að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús. Þjóö- ieikhúsinu kl. 14 og 17. í sa Sara Jónsdóttir SlSSA UÓSMYNDARI Henni finnst fallegra ef fólk skapar sinn eigin stíl. Sissa kaupir sjaldnast nýja hluti. Á þaö bæöi viö um fatnaö og húsgögn. Sissa hefur reyndar lent í úrtaki verst klæddu kvenna á íslandi. Hún lætur þaö hins vegar lítiö á sig fá, enda sé þaö hreinlega umhverfisvænt aö endurnýta fatnaö. Hún er fylgjandi grænu línunni. Tískan sem segir að fólk eigi ekki að bera utan á sér þjóðfé- lagsstöðu sína er nú óðum að berast til íslands. Til marks um útbreiðslu hennar meðal ungs fólks útskrifaðist dágóður hluti nýstúdentanna úr MR í afa(r) gömlum fatnaði. Að sögn Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur (Tótu) búninga- hönnuðar, sem starfar endrum og sinnum í Fríðu ffænku, leituðu fjölmargir piltar úr útskriftarhóp MR í ár á náðir þeirra í von um að hafa uppi á gömlum jakkafötum og stúlkurnar lögðu sig í líma við að komast í og yfir gömlu kjólana. Þess má geta að verslunin Fríða ffænka er ein þrigg- ja verslana á höfúðborgarsvæðinu sem versla með gömul föt. Hinar eru Spútnik, sem er í kjaUaranum fyrir neðan Fríðu ffænku, og Frikki og Dýrið, sem barþjónamir Friðrik og Dýrleif opnuðu á Smiðjustígnum fyrir skömmu. Herma ffegnir að fýrsta sendingin sem þau fengu hafi selst upp á skömmum tíma. Allt var bókstaflega rifið út. Enn sem komið er eru fáir aðrir en ungt fólk farnir að veita þessum straumum athygli. Athyglisverðast við þessa nýjustu tískubylgju ffá út- löndunum er að hún hefur náð út fyrir raðir lista- manna og unglinga. Nú klæðast þjóðfélagsþegnar af öllum stigum notuðum og gömlum fatnaði. Hver sem er getur verið úlfur í sauðargæm. Fátt virtist til dæmis benda til þess að par, sem sat á kaffihúsi erlendis, hefði stóran hluta tískuheims- ins að baki sér. Hárið á honum stóð út í allar áttir og föt hans vom hreint og beint subbuleg. Hún var íklædd allt of stómm einkennisbúningi af karlmanni úr stríðinu. Hárlufsurnar hennar stóðu út í allar áttir. Til að reyna að hemja þær tróð hún hnúti í hnakkann. Þau litu út eins og umrenningar, en bæði eru þau af- kastamiklir hönnuðir fyrir Calvin Klein. Það er því af sem áður var þegar það sást utan á að minnsta kosti tískuhönn- uðum hvernig þeir brauðfæddu sig. Tíska þessi teygir reyndar anga sína víðar, því fýrirsætumar sem njóta mestra vinsælda eru síður en svo glanspíur í anda Claudiu Schiffer. Nútímafýrirsætumar bera ýmist hippa- eða pönkarasvip eins og Kate Moss og Emma Balfour. Þær em tággrannar en bamafésið er horfið. Þær hafa svip öllu lífsreyndari kvenna. Það fer því saman að líta út fýrir að vera lífsreyndur og ganga í öldnum klæðnaði, sem þó er úr eðal- efhum. Guörún Kristjánsdóttir Hverju klæðast j)3.U? Gömlumfötum Skólabuxum frá John Lewis Mjúkum síðpilsum og stuttum Arran-skyrtum Öllu frá belg- íska hönnuðinum Martin Margela Einnig frá Ástralan- um Helmut Lang Síðustu hönnun tískuhúss Perry Ellis Hrátt og fallegt, eða Commes des Garcons sem enn er í miklu uppáhaldi eftir tuttugu ár. Anna Ringsted og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Klæöast fyrst og fremst gömlum fötum því efnin hafa fariö versnandi meö árunum. Aö auki eru gömul föt miklu ódýrari. Anna Ringsted rekur Fríöu frænku, sem er ein þriggja verslana á höf- uöborgarsvæö- inu sem versla meö gömul föt, og Þórunn Elísabet er búningahönn- uöur. Hún hannaöi til dæmis bún- inga fyrir leik- ritiö Tartuffe, sem sýnt var í vetur. Báöar hafa þær klæöst göml- um fötum í mörg ár. œru Camilla Nickerson Er breskur tískuritstjóri hins ameríska Vogue. Þegar hún var tekin í viötal vegna tískuritstjórastööunnar sagöi hún aö tískusirkusinn væri allur. „Ég sagöi þeim aö máliö væri aö vakna snemma á morgnana til þess aö finna eitthvaö á Portobello Road. Öll teikn væru á lofti um aö tískan væri komin aö endamörkun- um.“ Hún sagöi viötaliö hafa veriö ömur- legt en þeir réöu hana engu aö síöur. „Tískan byggöist áöur á því aö breyta fyr- irsætu í rokkstjörnu eöa Marilyn Monroe í einn dag. Nú snýst hún hins vegar um aö leyfa fyrirsætunum aö vera þær sjálf- ar.“ Er nemi í sumarvinnu og hefur því ekki mikla peninga á milli handanna. Meö því aö kaupa ódýran notaöan fatnaö getur hún líka gert annaö en aö kaupa sér föt. „Þetta er mjög hentug tíska, “ segir Sara.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.