Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 28
BÍÓ & SJÓNVARP
28 PRESSAN
Fimmtudagurinn 3. júní 1993
SJÓNVARP
★★★★
Sjáið
• Hvítklædda konan Lady in White ★★★ á Stöð 2 á föstu-
dagskvöld. Spennandi hryllingsmynd af gömlu, góðu sortinni.
Lukas Haas (Amish-drengurinn í Witness) skilar sínu með
venjulegri prýði.
• Spíran ★★★ í Sjónvarpinu á laugardag. Það kann enginn að
matreiða músík betur en Skúli Helga.
• Elskhugar Júlíu Julia Has Two Lovers ★★1/2 í Sjónvarpinu á
laugardag. Hugmyndin að sögunni er nógu góð til að bæta upp
slappan leik. Sumsé þolanleg, ef Páll Heiðar þýðir rétt.
• NBA-boltinn ★★★ á Stöð 2 á sunnudag. Það lítur enginn
körfubolta sömu augum eftir að hafa séð besta körfubolta í
heimi.
JSb
Varist
• Ringulreið Crazy Horse © á Stöð 2 á föstudagskvöld. Illa
skrifuð og aulaleg, algjör tímasóun.
• Fyndnar fjölskyldumyndir Atnerica’s Funniest Home Videos
© á Stöð 2 á laugardagskvöld. Einstaka hálffyndið atriði nær
ekki að draga á flot eitthvert hallærislegasta efni sem Kaninn
hefur framleitt og þá er langt til jafnað.
• Hvers vegna er barist á Balkanskaga? © í Sjónvarpinu á
sunnudag. Óli Sig. fór til Júgóslavíu án þess að finna svarið, en
gerði samt þennan einskisverða þátt.
• Húsið í Kristjánshöfn Huset pá Christianshavn © í Sjón-
varpinu á sunnudagskvöld. Hræðilegt, hræðilegt, hræðilegt.
Færið saumaklúbbinn og skákkvöldið yfir á sunnudaga. Það eru
enn sjö þættir eftir af þessum hryllingi.
KVIKMYNDIR
Algjört möst
Sommersby ★★★ Vel gerð, vel leikin og oft unaðslega falleg
mynd um kunnuglega sögu. Bíóborginni.
/öagurinn langi Groundhog Day ★★★ Brilljant handrit og Bill
Murray hárréttur maður í réttri mynd. Sætur boðskapur slepp-
ur undan að verða væminn. Stjörnubíói.
Mýs og menn OfMice and Men ★★★ Sæt útgáfa af Steinbeck-
sögunni, mestmegnis laus við væmni. John Malkovich góður að
vanda. Háskólabíói.
Siðleysi Damage ★★★ Jeremy Irons leikur af feiknakrafti þing-
mann sem ríður sig út af þingi. Helst til langar kynlífssenur
nema fyrir þá sem hafa byggt upp þol. Regnboganum.
Stuttur Frakki ★★★ Þriggja stjörnu fyrir hlé, rennur svo að
mestu út í sandinn. Frakkinn stutti bjargar því sem bjargað
verður. Sögubíói.
Á leiðindum
Löggan, stúlkan og bófinn Mad Dog and Glory ★★ Ágæt saga í
slappri mynd. Bill Murray og Robert De Niro eins og þeir eiga
að sér. Segir fátt af afrekum Umu Thurman. Háskólabíói.
Lifandi Alive ★★ Átakanleg saga, en persónusköpun er engin
og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói.
Loftskeytamaðurinn Telegrafisten ★★ Skandinavísk þvæla, en
þó má bafa gaman af góðum leik og fallegum kónum. Regnbog-
anum.
Bömmer
Malcolm X ★ Vond mynd sem gerir Malcolm að meiri bjána en
hann var nolckurn tíma. Fær eina stjörnu fyrir Jeik Denzels
Washingtons og fýrir að halda áhorfandanum vakandi á fjórðu
klukkustund. Bíóhöllinni.
Ólíkir heimar Close to Eden © I öllum aðalatriðum léleg stæling
á Vitninu og ekki einu sinni nothæf sem áróðursmynd fyrir gyð-
inga. Melanie Griffith versnar með hverri mynd. Regnboganum.
Leyniskyttan Sniper S Tilgangslaus mynd um menn sem skríða
um í frumskóginum og skjóta aðra menn af óskiljanlegum
ástæðum. Bíóborginni.
Banvænt bit Innocent Blood © Misheppnuð tilraun til að gera
hryllingsmynd og grínmynd í einu. Þessi er hvorugt. Ekki einu
sinni nógu lítið fyndin til að vera hlægileg. Bíóhöllinni.
KVIKMYNDIR
Sveifla á
Á HÆTTUTÍMUM
SWING KIDS
SÖGUBÍÓ
★ ★★
Ungt fólk kemur saman á
Café Bismarck í Hamborg og
hlustar á sveiflu og dansar
viðeigandi dansa skömmu
fýrir seinna stríð. Á þessum
tíma er bannað að leika og
hlusta á gyðingatónlist og
negratónlist sem og aðra tón-
list sem runnin er undan rifj-
um óæðri kynstofna. Þetta
var menningarleg hlið
„hreinsunarinnar" á hinum
aríska kynstofni. Swing Kids
fjallar um viðbrögð þessa
unga fólks við harðnandi kló
alræðisvaldsins.
Nú er búið að framleiða
reiðinnar býsn af kvikmynd-
um þar sem Bandaríkjamenn
mola alla vonda kalla mélinu
smærra, alltaf, í einni eða
annarri mynd. Maður er bú-
inn að horfa á þessa barna-
legu sjálfumgleði þeirra frá
blautu barnsbeini og fýrir lif-
andi löngu búinn að fá nóg.
Þess vegna mætti ætla að í
þessari mynd væri djassinn
„frelsistákn" gagnvart tónlist
sem alræðisvaldinu væri
þóknanleg, að hér væri á
ferðinni enn ein „sigurganga"
bandarískrar menningar sem
hefði lítið annað upp á sig en
að örva uppgang nýnasista.
Sem betur fer fellur leik-
stjórinn ekki í þessa gryfju.
Djassinn í myndinni er sú
umgjörð sem myndin byggist
Górillur á Aðalstöðinni
Ular tungur og fíflagangur
Meðan hlustendur Aðalstöðvaritm-
ar nudda stírurnar úr augunum og
geispa í byrjun vinnudags taka
skepnur tvær sér bólfestu í hljóð-
stofu. Þessi kvikindi vekja fólk til
lífsins með gríni, illu umtali og
öðru því sem jaðrar við að vera of
gróft til að fara í loftið. „Það er rétt,
Górillan er mjög óforskammaður
útvarpsþáttur/ segir Jakob Bjarnar
Grétarsson, sem stjórnar þættinum
ásamt Davíð Þór Jónssyni.
„Við félagar göngum verulega ffam
af hvor öðrum; tölum illa um fólk,
gerum gys að mönnum og erum
virkilega brútal. Allt þetta er þó í
bland við annað og meira því hér er
á ferðinni magasínþáttur sem veltir
upp hinum ýmsu málum. Við
reynum hins vegar að skoða þau ffá
nýju sjónarhorni hverju sinni og
svo sannarlega vonum við að Gór-
illan sé ekki tannlaus." Auk gaman-
mála, alvörumála og skepnuskapar
eru fastir liðir og tónlist ekki langt
undan, en vinsældir þáttarins
munu þó öðru fremur stafa af þeim
illu tunguum sem fá að leika laus-
um hala í hljóðstofu. „Við rógber-
um ekki hvern sem er og þeir mega
vera ánægðir sem verða fýrir barð-
inu á okkur,“ segir Jakob. „Það má
líta á sem teikn um að þeir hinir
sömu hafi náð ákveðnum status í
lífinu.“
Leiðir Davíðs Þórs og Jakobs hafa
lengi legið saman, en báðir voru
þeir í hljómsveitinni Kátutn piltum,
sem ættuð er úr Hafnarfirði. Þeir
hófu reyndar útvarpsferil sinn þar í
bæ en fluttu í höfuðstaðinn til að fá
meiri útrás. Jakob segir þá félaga
þurfa að hafa sig alla við þessa dag-
ana, en telur það'jafnffamt
skemmtilega áskorun.
hœttutímum
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
á og tengir þetta unga fólk
saman. Orlög þess eru mis-
munandi. Einn grípur til ör-
þrifaráða, annar gengur
heimskunni á vald en aðal-
persóna myndarinnar á í
harðri innri baráttu. Leikur í
myndinni er góður og allt
handbragð til fýrirmyndar
eins og yfirleitt er nú orðið í
stórmyndum ffá Hollywood.
Það dugar hins vegar ekki til
að mynd verði góð. Það sem
ríður trúlega baggamuninn
hér er ffábær leikstjórn. Hér
tekst leikstjóranum að skapa
góða mynd úr frekar þröng-
um efnivið.
Sennilega er nú farið ffjáls-
lega með ýmsar staðreyndir í
myndinni og auðvitað saknar
maður þess að heyra ekki
þýsku. Engu að síður er hér
rétt lýst andrúmslofti í alræð-
isríki. Við aðstæður sem þess-
ar getur nánast hvað sem er
orðið að „frelsistákni“. Til
dæmis bannaði Stalín starf-
semi ffímerkjasafhara í Sovét-
ríkjunum 1936, en óþjóðholl-
ir menn og stéttarandstæð-
ingar voru grunaðir um að
dyljast sem frímerkjasafnarar,
þegar þeir hefðu samband við
óvini ríkisins erlendis. Sjálf-
sagt er hægt að líta á frí-
merkjasöfhun sem merki um
hugdirfð og ffelsisást, en seint
verður gerð góð kvikmynd
umþað.
I Swing Kids eru skemmti-
legir undirtónar sem vísa til
afstöðu ráðandi stétta í
Bandaríkjunum gagnvart
djassinum á sínum tíma, sem
var allt annað en hlýleg í
fýrstu, þó svo sauðarlegir for-
setar geri út á hann í dag. Og
ekki má gleyma rokkinu, sem
var eins konar ósýnilegur ein-
kennisbúningur þeirra sem
áttu drýgstan þátt í endalok-
um Víetnam-stríðsins, ungs
fólks á vesturlöndum.
Þó svo sveiflutónlistin í
þessari mynd sé ekki tákn fýr-
ir frelsi eða neitt annað en
sjálfa sig, þá er hún samt
hryggjarstykkið í myndinni,
það sem allt stendur og fellur
með. Hálft í hvoru hefði
maður viljað að Þjóðverjar
gerðu sjálfir þessa mynd um
sitt fólk. En þá hefði sveiflan
líklega ekki orðið jafntil-
komumikil. Það er svona á
mörkunum að maður trúi
því að þýskir hafi á sínum
tíma dansað eins og gert er í
myndinni. En tónlistin í
henni er unaðsleg, — eins
langt frá frímerkjasöfnun og
hugsast getur.
„Það sem ríður
trúlega bagga-
rnuninn hér erfrá-
bœr leikstjórn. Hér
tekst leikstjóran-
um að skapa góða
mynd úrfrekar
þröngum efnivið.“
TV Bogomil
Hæfileika-
keppni frá
Alþingi
á miðnætti
H
08:00 Fréttir og fréttaauki
09:00 Veöur
09:05 Hlé
11:30 íslenskt bamaefni
meöan undirbúningur
hádegisveröar stendur
yfir
12:00 Hlé
18:00 Bamaefni; Lína lang-
sokkur og Dýrin í
Hálsaskógi
19:00 Dinnerhié
20:00 Fréttir
20:30 Teiknimynd meö Ren &
Stimpy
21:00 Nýjasta tækni og vís-
indi helgaður tónlist
21:30 Taggart
22:30 Julia og andamir eftir
Federico Fellini
23:00 Spaugstofan
23:30 Hæfileikakeppni frá Al-
þingi. Meöal annars
endursýndur Áma þátt-
ur Johnsens frá eld-
húsdagsumræöum
00:00 Úrdrættir úr Cirkus du
Soleille
01:00 Dónalegar dýralífs-
myndir; eölun skordýra
ásamt mörkum úr suö-
ur-amerísku knattspym-
unni, meö þariendum
undirleik. Léttsúrrealísk
hræra framundir morg-
un
04:00 Góöur djassþáttur; Mi-
les Davis Autobio-
graphy