Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 15
E L D L I N A N Fímmtudagurinn 3. júní 1993 PRESSAN 15 Vill kOiYid f/^ki á óvðíf Anna Þorláksdóttir er önnur tveggja kven- diskótekara á landinu. Hana þekkja fjölmargir sem hlustað hafa á útvarp síðustu árin en í sumar hyggst hún skemmta fólki í Tunglinu. „Ég verð viðloðandi Tunglið á Iaugardags- kvöldum þegar tök verða á,“ segir Anna. „Þar mun ég spila slunkunýja tónlist í bland við eldri, en ég hef mest gaman af því að koma fólki á óvart á dansgólfinu. Á frídegi kvenna, 19. júní, ætla ég mér að dúndra upp stemmningunni, en ég er mikil kvenréttindakona í mér.“ Anna er ekki alls ókunnug Tunglinu en hún rak staðinn ásamt Þorsteini Högna Gunnarssyni á þeim tíma sem hann hét Lækjartungl. „Nú starfar Guð- jón Bjamason, myndlistarmaður og arkitekt, við reksturinn, en við Þorsteinn fengum hann á sínum tíma til að hanna staðinn. Nú er ég komin inn aftur og það má því segja að starf- semin sé komin hring!“ Auk þess að hafa staðið að rekstri Tunglsins var Anna einn af stofnendum EFF EMM og einnig heyrðist töluvert til henn ar á Bylgjunni og Stjörnunni. En þetta var allt saman áður en hún sneri sér að listinni. „Ég lýk námi í Arizona State Uni- versity í Phoenix næsta vetur, en sérhæfing mín felst í myndbanda og tölvulist. Það er fag sem er ekki síður praktískt en skemmtilegt og veitir mér ýmsa möguleika síðar meir. Námið er mjög víðtækt og mér hefur gengið vonum framar.“ Því til sönnunar má geta þess að fýrir rúmu ári hlaut Anna verðlaun fyrir myndband sem hún gerði. Á sumrin kemur Anna heim til ís- lands, skiptir um ham og dembir sér af krafti í flugfreyjustörf. „Ég kem heim til að hitta vini mína og fjöl- skyldu en ekki síst til að vinna fýrir mér, því mér veitir ekki af aurunum," segir hún. „Vissulega er flugheimurinn ólflcur þeim sem ég Hfi í úti en ég hef gam- an bæði af vinnunni og listinni og finnst ég fá það besta út úr lífinu.“ Hvað framtíðina áhrærir er Anna fáorð og segir það hreinlega ekki liggja fyrir hvað taki við að námi loknu. „Ég hef því sem fæst orð um það, en allt kemur til greina. Það kemur bara í ljós hvar ég enda.“ Anna Þorláksdóttir verður með annanfótinn í Tunglinu í sumar. Hún hyggst spila nýja tónlist í bland við gamla, en villfyrst ogfremst komafólki á óvart á dansgólfinu. £ úmó-^tímd. til J&tdnÁ&l' Hver gæti ímyndað sér að aðrir en þeir sem vega yfir 200 kíló og tala japönsku ættu eftir að ástunda hina ævafornu súmó-glímu? Vilji er þó allt sem þarf. Nú geta einnig hinir tággrönnu stundað íþróttina. Fyrirtæki í Surrey á Englandi hefur hannað sérstaka súmó- glímubúninga; úttroöna og húölitaöa sem líta út eins og skrokkur á akfeitum sú- mó-glímumanni. Og það sem meira er; við búninginn hafa verið hannaðar svartar hárkollur með hnút upp úr hnakkanum. Fljótt á litið getur því hver sem er brugð- ið sér í gervi japansks sú- mó-glímukappa. Almenn- ingsíþrótt þessi er þó enn sem komið er eingöngu bundin við bari og skemmtistaði en fljótlega fá ís- lendingar smjör- þefinn af súmó, því heyrst hefur að Hressó ætli að setja súmó- glímu á dagskrá hjá sér áður en langt um líður. Mun Hressó- garöurinn eiga að vera aöalvíg- vollurinn, enda Almennings-súmóglíma er mjög vinsæl víöa íþróttin afar fyrip erlendis. Svo gæti farid að garöurinn á ferðarmikil. I Hressó yröi vettvangur súmó-glímu í sumar. samtali við blað- ið vildu rekstraraðilar Hressó þó ekki staðfesta þetta. Leikreglur súmó eru einfald- ar. Barist er á afmarkaðri dýnu. Til að vinna glímuna þarfýmist að koma mótleik- aranum út af dýnunni eða þvinga hann flatan niður á hana. í hádeginu á sólríkum fimmtudegi sátu á Sólon ís- landus gömlu vinirnir Guð- mundur Karl og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir á Rás 2, Ásdís, eiginkona Valdimars Flygenr- ing, sat þar einnig í góðu yfir- læti með börnin sín tvö. Jó- hann Sigurðarson leikari sökkti sér ofan í dag- blöðin og leikara- efhið Hilmir Guðnason skoð- aði umhverfið. Vinirnir Eyjólf- ur Kristjánsson söngfugl og Ri- chard Scobie, einnig söngfúgl, skemmtu sér undir Jökli um helgina ásamt Reyni Kristinssyni. Þeir gistu dag- langt á Hótel Búðum. Stórfyr- irsætan Brynja Sverrisdóttir brá sér á nesið sem og Guð- mundur í Fönn. Á Búðum gistu einnig Kalli í Companí, Laila barkona, Óli Haralds eðalkokkur, Ingibjörg Gunnars- dóttir rall- íkona og Stjórnar- maðurinn Grétar Örvars- son, sem var þriðji söng- fuglinn á Búðum fyrir ut- an Bogomil Font, Hlyn- ur Homsmaður gæddi sér á öndunum svo og Steinunn Ásmundsdótt- ir. Yogakonan Helga Mogensen fer gjama vestur að Búðum í sama til- gangi og allir hinir, en fáir vissu hvað Skúli Alex- andersson, fyrrum alþingismaður, hafði þar fyrir stafni. I Ham á Tunglinu á föstu- dagskvöld sást til ferða Bjarkar Guðmunds- dóttur, einu heimsffægu íslensku söngkon- unnar, Hall- dórs Auðar- sonar, sem stjórnaði Sólon Is- landus en er nú óháður, og Rakelar, hún er einnig óháð. Ekki langt undan var Jón Axel Ólafsson sem nefinir sig einn með öllu, hvernig svosem það má nú vera, Steinar Berg var að reyna að leita uppi hæfi- leikaríka einstaklinga sem og Ami Matt á Mogganum. Guðrún Georgsdóttir, hin frjálslynda flugfreyja, teymdi sitt gengi á Tunglið og mynd- listarmaðurinn Birgir Andr- ésson einnig. Richard Scobie mun víst vera að jafha sig og brosti breitt og það gerði líka Dóra Takefusa. Bræðurnir Bjami og Halldór Kjartans- synir kynntu Jöklakrap og stórvinkona Ara Gísla Braga- sonar, Joanne, sem er fyrir- sæta í New York, vakti at- hygli. Á 22 á föstudagskvöld voru Sykurmolarnir eins og þeir lögðu sig: Björk Guð- mundsdóttir, Þór Eldon, Margrét Ömólfsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar öm Benediktsson og Sigtryggur Baldursson, og þeirra fylgdar lið. Linda Pé og Les, Ólafía Hrönn Jónsdóttir spéleik- kona, Andrea Gylfadóttir söngkona, Hilmar Öm Flilmarsson kuklari, Felix Bergsson leikari, hinir kátu Atli og Jakob Bjamar Grét- arssynir og félagi þeirra Dav- íð Þór Jónsson grínisti. ... bílskúrsbruggurum það virðist hvort eð er fátt geta komið í veg fyrir að þeir sem ætla sér að brugga bruggi. ... hárskurði með kjúklinga- skærum Það er ekki einasta töff heldur og nánast nýtt undir sól- inni. ... föstum ef einhver hefúr hug á að losa sig við óhreinindi er vorið einmitt rétti tíminn til þess. ... grúppíum þær eru ekki síð- ur skemmtilegar en sjálfar hljómsveitirnar. Útilegur. Að liggja úti. Fara út á land. Að leggjast í ferðalög. Komast út úr skarkala borgar- innar. Fara á súrefnistripp. Liggja í heitum pottum. Drekka öl og vín. Grilla mat. Eta. Láta vel að öllum lágu hvötunum. Ef ekki er hægt að komast út úr borginni tfl þess ama má reyna að framkvæma slíkt hið sama í borginni. Með því að leggjast út. Djamma. Vera latur í vinn- unni. Sumartíminn er þess eðlis að maður á að synda áfram í líf- inu. Bægja burt öllum áhyggj- um. Vera kærulaus. Rækta þó rómantíkina, því líklega er sum- arið á Islandi eini árstíminn sem hægt er að leyfa róman- tíkinni að blómstra. I hvaða mynd hún birtist er svo allt annað mál. Hjá sumum eru úti- legur rómantískar, öðmm grill- ið og djammið hjá enn öðmm. Alltént nýtur nautnin sín vel á sumrin. Hávaði. Öskur. Læti. Að fá út- rás á íþróttakappleikjum. Haga sér villimannslega. Láta barnið ná tökum á sér. Skást er þó auð- vitað ef ólætin fara fr am utan veggja heimilis. Á götum úti. Opinberlega. Svo maður haldi ekki að einhver sé að berja ein- hvern eða lemstra innan veggja heimila. En þegar hávaðameng- un fer að gera vart við sig líkt og á handknattleiksleikjunum í vetur, þar sem öskur apanna, sláttur og lúðraþytur fóru yfir hávaðamörk þannig að þau ollu sársauka, er hávaði, öskur og Iæti úti. Eins undarlegt og það kann að hljóma em þeir sem þora að sleppa ffarn af sér beisl- inu inni, svo framarlega sem þeir halda sig innan þeirra marka að valda ekki öðmm óþægindum. Égskellti mérá Búðir um helgina til að sötra úti í náttúrunni. Hver mœtir þá ekki nema Dóra Einars með Simba ogBimba eðahvaðþeir- heita í eftirdragi? Er ekki einu sinni luegt að drekka úti á landi án þess að lenda í þessu dress-, múss- og meiköppliði? Þau nötruðu líka í silkitusk- unum sínum á meðan ég yljaði mér í álafossúlpunni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.