Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 23
Fimmtudagurinn 3. júní 1993 BUS I BLAND PRESSAN 23 Drukku manna verst og mest Reyndar er öll saga íslendinga í áfengis- málum hin sérstæð- asta. Frá því snemma á nítjándu öld eru til innflutningsskjöl sem sýna að íslendingum þótti sopinn afar góður, reyndar svo góður að uppnefnið fylliraftar er eigin- lega réttnefni yfir þá fslend- inga sem á annað borð smökkuðu vín. fslendingar drukku manna mest og verst í heiminum! Innflutnings- skýrslurnar sýna að hvert mannsbarn á Islandi innbyrti átta lítra af hreinum vínanda árlega. íslendingar voru ekkert betri en Grænlendingar nú. Hafa verður í huga að vart þekktist á þeim tíma að konur og börn létu víndropa inn fyr- ir sínar varir. Því kom drykkjan nær eingöngu í hlut karlmanna sem dreyptu ekki á minna en átján lítrum af hreinum vínanda árlega, sem er um þriðjungi minni meðal- drykkja en í dag. Af bindindismönn- um var bjórinn talinn auka drykkju al- mennings. Voru menn sérstaklega smeykir við aukna drykkju unglinga, en það er gamall arfur íslensku þjóðarinnar að vilja vernda unglinga fyrir drykkju. Ólíkt því sem gerist til dæmis í Frakklandi, þar sem drykkjuuppeldið hefst vægast sagt snemma. Og bruggarar geta bruggað hvaða hland sem þeir vilja. En þar sem vínið í Frakklandi er bæði ódýrt og gott þykir það bara bölvað vesen að brugga. Miklu þægilegra er að hlaupa út í næstu búð. Þetta hugarfar ríkir víðast hvar á Vesturlönd- um, en bruggun var hvað mest austan gamla járntjalds- ins. Og nota bene: Sjaldnast sést vín á Frökkum. En hvað um það; andstæðingar bjórs á íslandi töldu hann hættuleg- astan drykkja af því hann var mildastur. Vissulega jókst vín- drykkja árið sem bjórinn var leyteur, enda urðu Islendingar skiljanlega að máta bjór- drykkju í heilt ár: Loks þegar þeir eignuðust kjól spókuðu þeir sig stoltir í honum í heilt ár með bros á vör. En fljótlega varð eplalyktin ekki eingöngu bundin jólunum. Á síðasta ári hafði neysla bjórs minnkað úr 37 lítrum frá 1989 á hvern þann íslending sem hafði náð fimmtán ára aldri niður í 29 lítra árið 1992. Það sem meira er; léttvínsdrykkja hefur einn- ig minnkað og drykkja á sterku víni hefur ekki verið minni í tíu ár. Og þrátt fyrir verulega fjölgun vínveitinga- húsa hefur drykkja ekki auk- ist. Eru íslendingar að fá á sig heimsborgarabrag? Áfengisbann Snemma á þessari öld gengu bannlögin í gildi. Blátt bann var lagf við allri áfengis- útsölu í landinu. Áttu þá bannmenn og þeir sem voru á móti í harðvítugum deilum. Töldu andbanns- menn áfengisbannið koma að litlum notum. Bannlögin brutu þar að auki í bága við réttarmeðvitund alls þorra landsmanna að dómi and- bannsmanna og juku neyslu ódrykkja. Líkt og nú var mikið gert úr bruggmenningu á bannárun- um. Líklegt er þó að landa- menningin þá sé orðum auk- in. Á fyrra bannárinu fór ein- ungis einn maður í tukthúsið vegna drykkju og seinna var enginn settur inn vegna drykkju. Mannlífið hefur greinilega ekki verið upp á marga fiska í þá daga! Engu að síður drógu bannárin verulega úr drykkju landsmanna. Árið eftir að banninu létti fór að- eins hálfur lítri af hreinum vínanda ofan í hvert manns- barn. Það tók langan tíma að koma tveimur til þremur áfengislítrum ofan í lands- menn aftur. Ef mönnum er enn mikið í mun að að fá ís- lendinga til að minnka drykkjuna væri kannski ráð að hafa vínlaust ár á um það bil tíu ára fresti. Þegar menn eru orðnir afvanir eru þeir lengi að ná upp fyrra úthaldi. En það er líklega eins og hver önnur draumsýn að ætla að það gangi. Líklega myndi af- nám víns á Islandi nú á dög- um annaðhvort leiða til al- mennra landflutninga eða hreinlega fyrstu almennilegu uppreisnarinnar. Guðrún Kristjánsdóttir VTnmælflr gerflir uppMr Flesta þá, sem muna fifil sinn fegri, rámar í þaö er nokkrir eigendur veitingahúsa tóku upp á því ýmist aö vatns- blanda víniö eöa mæla of lítiö vínmagn í glösin. Gleggstu neytendurnir sáu svokallaöar slæöur í glösunum ef vatni haföi verið blandaö saman viö víniö. Bragö duglegustu svindlaranna var aö setja fimmkall í botn vínmælisins og bræöa vax yfir, þannig aö bæöi héldist peningurinn í botninum og rúmmál vínmæl- isins minnkaöi. í byrjun oktö- ber áriö 1979 var gerö könn- un á vínmælum sem notaöir voru á veitingahúsum í Reykjavík. Kom þá í Ijós aö á nokkrum stööum voru notaöir ólöglegir mælar sem tóku minna en lögboöiö er. Þannig fundust til dæmis mælar sem voru notaðir til aö mæla tvö- faldan sjúss en tóku aðeins 5.3 cl. Samkvæmt lögum eiga mælar aö taka 6 cl. Víöa reyndust slíkir mælar í notkun sem ekkl hóföu löggildingu og voru þeir geröir upptækir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.