Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 13
Fimmtudagurinn 3. júní 1993
S K O Ð A N I R
STJÓRNMÁL
Vextir og verkalýðshreyfing
Nýlega voru gerðir kjara-
samningar. Innihald þeirra er
fyrst og íremst það, að aðilar
sem ekki skrifa undir samn-
ingana eiga að greiða það sem
upp er sett. I hlut ríkisvaldsins
kemur að „lækka vexti“ án
þess að ríkisstjórnin hafi
nokkuð með vexti að gera, því
vextir eru ekki ákvarðaðir á
ríkisstj órnarfundum.
En rétt er að skoða það sem
í daglegu tali er kallað fjár-
magnsmarkaður á Islandi, því
hér starfar klúbbur sem
stundar markaðs- og banka-
leik og kallar það fjármagns-
markað.
Aðilar að klúbbnum eru
bankar með sín verðbréfafyr-
irtæki, fjármálaráðuneytið
með sitt verðbréfafyrirtæki og
Húsnæðisstofnun með sína
verðbréfadeild, auk nokkurra
annarra fyrirtækja sem pissa
utan í þessa stóru. Á móti
„Með þessu eru um-
sjónarmenn lífeyris-
sjóða að velta öllum
lífeyrisskuldbinding-
um þjóðarinnar í
fangið á ríkissjóði,
en sem kunnugt er
ber ríkissjóður
ábyrgð á öllum líf-
eyrisskuldbinding-
um opinberra starfs-
manna, en þar eru
skuldbindingar um-
fram eignir tœpir
100 milljarðar og
enginn virðist vita
hvernigá að taka á
því vandamáli. “
þeim standa lífeyrissjóðir. I
stjórnum þeirra sitja sömu
menn og gerðu kjarasamning-
ana og starfsmenn lífeyrissjóð-
anna eru oftar en ekki verka-
lýðsrekendur. Þegar á reynir
hafa þessir aðilar ekki áhuga á
að lækka vexti.
I nýþornuðum kjarasamn-
ingum er gert ráð fyrir að líf-
eyrissjóðir kaupi skuldabréf af
ríkissjóði, þ.e. fjármagni
greiðsluhalla ríkissjóðs enn
ffekar.
Með þessu eru umsjónar-
menn lífeyrissjóða að velta öll-
um lífeyrisskuldbindingum
þjóðarinnar í fangið á ríkis-
sjóði, en sem kunnugt er ber
ríkissjóður ábyrgð á öllum líf-
eyrisskuldbindingum opin-
berra starfsmanna, en þar eru
skuldbindingar umfrarn eign-
ir tæpir 100 milljarðar og eng-
inn virðist vita hvernig á að
taka á þvi vandamáli. •
Framboðið á „markaðn-
um“ eru skuldabréf, sem rík-
issjóður og/eða Húsnæðis-
stofnun gefa út og lífeyrissjóð-
imir kaupa. Fjármálaráðherra
undirritar öll þessi skuldabréf.
Bankarnir hafa dregið úr
skuldabréfaútgáfu sinni, því
þeir finna ekki lántakendur
með greiðslugetu. Fyrirtæki
með greiðslugetu virðast fá
betri lánskjör erlendis eða hjá
fjárfestingalánasjóðum. Verð-
bréfasjóðir verðbréfafyrirtækj-
anna virðast dauðir og
skreppa saman, því þeir eru
ekki samkeppnisfærir við yfir-
boð fjármálaráðherra. Auk
þess hafa skuldabréf, sem
uppfýlla skilyrði sjóðanna,
horfið sjónum með tilkomu
húsbréfa. Eftirstöðvabréf úr
fasteignaviðskiptum eru ekki
til og skuldabréf sem hvíla á
eftir húsbréfaláni em ekki góð
vara.
I þessum bankaleik er fjár-
málaráðherra því sá lántaki
sem kveður að og lífeyrissjóðir
eru lánveitendur. Verulegar
líkur em á því að fjármálaráð-
herra, sem er lántaki á hverj-
um tíma, endurgreiði ekki
þau lán, sem hann tekur fyrir
hönd ríkissjóðs. Það kemur í
hlut effirmanna hans.
Samkvæmt kennslubókar-
skilgreiningu er þetta ekki
markaður, því áhrif þessara
stóru eru það mikO að þegar
einhver þeirra hreyfir sig
hristast hinir. Hér er því
miklu ffemur um að ræða fá-
keppni eða bara klúbb, sem
heldur uppi vöxtum með
handafli.
En íslendingar eru ekki ald-
ir upp við breytingar á vöxt-
um. Á áratugnum 1960-70
voru vaxtabreytingar á nokk-
urra ára fresti. Fyrir 9 árum
var vaxtaákvörðun tekin úr
höndum Seðlabanka og fengu
bankarnir þá sovéskt frelsi til
að ákveða vexti.
Vaxtabreytingar hafa
stundum verið á tíu daga
fresti, en forsendur fyrir
vaxtaákvörðunum banka hafa
verið dálítið á reiki. Stundum
hafa vextir verið ákveðnir út
frá „framboði og eftirspurn11,
stundum effir afkomu banka
og stundum eftir framtíðar-
verðbólguspá.
Þessu vaxtafrelsi fylgdi mik-
il útlánaveisla og eru bankarn-
ir að vinna úr útlánatapi eftir
þá veislu. Bankarnir velta út-
lánatapi á skilvísa greiðendur
og sparifjáreigendur. Þolin-
mæði þeirra, sem alltaf borga
og bíða eftir vaxtalækkun, er
alveg á þrotum.
Vextir koma aldrei til með
að lækka nema eftirspum eftir
lánsfé minnki. En það eru
ekki miklar líkur á að vextir
lækki þegar útgjöld vegna
kjarasamninga lenda á ríkis-
sjóði og auka á hallarekstur
hans. Eftirspurn fjármálaráð-
herra effir lánsfé vex við þessa
kjarasamninga að öllu
óbreyttu.
En hvorki þjóð né ríkis-
stjórn hefur áhyggjur af auk-
inni skuldsetningu lands og
þjóðar. Það er gaman að
hugsa þá hugsun til enda, ef
allar íslenskar ríkisskuldir
lenda á einni hendi vel efnaðs
og léttgeggjaðs útlendings og
hann þarf ekki að vera svo of-
boðslega ríkur. Þegar svo fer
stjórna ríkisstjómir eftir duttl-
ungum veðhafans og þá skipta
ákvarðanir Alþingis ekki máli.
Og þá er ekki víst að þjóðin
hafi lengur efni á að borða
sultutau.
Börnin sem fæðast munu
segja við mæður sínar eins og
Snæfríður íslandssól sagði
forðum við elskhuga sinn við
komuna í Rein: „Hví dregur
þú mig í þetta hræðilega hús?“
Ríkisfjölmiðlar rústa
Sjálfstœðisflokkinn
„Að mati forsœtisráðherra hefur frétta-
stofu útvarps tekistþað sem öðrum hefur
reynst ómögulegt, þ.e. að skera Sjálfstœð-
isflokkinn niður um þriðjungfrá því síð-
ast var gengið til atkvœða. “
Það virðist ofvaxið skilningi
Davíðs Oddssonar að könn-
unin sé annað og meira en
almáttuga
ríkisfjölmiðla hveilaþvo sig og
styðji þess vegna ekki lengur
Sjálfstæðisflokkinn. íslenskir
stjómmálamenn hafa löngum
viljað hafa vit fýrir alþýðunni
og benda á hvað sé henni fýrir
bestu. Slík framkoma er þegar
best lætur eins og landsföður-
legt klapp á bakið, en þegar
verst lætur virðingarleysi og
vantrú á dómgreind kjósenda.
Viðbrögð forsætisráðherra
sverja sig í ætt við það síðar-
talda.
Til eru stjórnmálamenn
sem hefðu látið útreiðina sér
að kenningu verða og ef til vill
flogið í hug að hún lýsti
megnri óánægju kjósenda
með ríkisstjórnina. Svo er því
ekki farið með Davíð Odds-
son. Sökudólginn skal finna
utan stjómarheimilisins.
ímugust sinn á fréttastofúm
ríkisíjölmiðlanna hefur for-
sætisráðherra þjóðarinnar oft-
sinnis fært í tal. Við þær er
einatt að sakast þegar ahnenn-
ingsálitið snýst gegn Davíð
Oddssyni og vinum hans. Sí-
felldar árásir forsætisráðherra
á þessa miðla eru varla tilvilj-
un.
Hvað er betra til að grafa
undan trausti fólks á frétta-
stofú útvarps en að væna hana
um undirróður og vilhallan
fréttaflutning? Aldrei hef ég
lesið eða heyrt haft eftir for-
manni Sjálfstæðisflokksins að
aðrar fféttastofur leggi hann í
einelti þótt þær beiti nokkurri
hörku í fréttaöflun. Andúð
Davíðs Oddssonar á ríkisfjöl-
miðlum er einmitt það: andúð
á ríkisíjölmiðlum. Ríkisfýrir-
tæki þarf nefnilega að einka-
væða og forsætisráðherra
leggur hönd á plóginn með
dylgjum um vanhæfni þeirra
sem þar starfa. Heilbrigð sam-
keppni fjölmiðla á að tryggja
óvilhalla umíjöllun og rétt
fréttamat. Slík samkeppni
myndi að sjálfsögðu útrýma
miður þægilegri umfjöllun
um forsætisráðherra þjóðar-
innar. Eða hvað?
Höfundur er stjórnmálafræöingur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sjaldan eða aldrei mælst eins
lítill og þetta vorið. Niður-
staða skoðanakönnunar Fé-
lagsvísindastofnunar, sem
gerð var fýrir Morgunblaðið,
er skýr: einungis 25,7 prósent
kjósenda segjast mundu
greiða Sjálfstæðisflokknum at-
kvæði sitt. Flokkurinn var
ekki einu sinni svona lítill þeg-
ar Albert Guðmundsson klauf
hann og stofnaði Borgara-
flokkinn árið 1987.
Lítið fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins kemur ekki á óvart. Það
gera hins vegar ummæli Dav-
íðs Oddssonar, forsætisráð-
herra og formanns sjálfstæðis-
manna, sem telur niðurstöður
könnunarinnar skýrast af um-
fjöllun Rásar 2 og fréttastofu
útvarps um Hrafnsmálið svo-
kallaða. Þessa visku opinber-
aði formaðurinn á fundi með
Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna í síðustu viku. Ekki fór
fféttum af því hvort SUS-arar,
sem virtust hafa elst og gránað
við tíðindin, hefðu andmælt
ÞÓRUNN
formanni sínum. Sem fyrr fór
Davíð Oddsson í pontu og út-
listaði ófrægingarherferð út-
varps á hendur sér og einka-
vini sínum, Hrafni Gunn-
laugssyni. Að mati forsætis-
ráðherra hefur fréttastofú út-
varps tekist það sem öðrum
hefur reynst ómögulegt, þ.e.
að skera Sjálfstæðisflokkinn
niður um þriðjung ffá því síð-
ast var gengið til atkvæða. I
það minnsta er sök fféttastof-
unnar að rífa tæp átta prósent
utan af flokknum síðan í
febrúar.
Orð forsætisráðherra opin-
bera öðru fremur vantrú hans
á getu íslenskra kjósenda til að
vega og meta gjörðir ríkis-
stjórnarinnar og draga af
þeim sjálfstæðar ályktanir.
FJOLMIÐLAR
„Mátti ég ekki segja þettaV(
„Viðbrögð lesenda voru samt ekki að tak-
ast á við Moggann með skynsamlegri
umrœðu um samkynhneigð, heldur að
tiltekið orð vœri vont cg helzt œtti að
banna það. Það er afar sovézk hugsun. “
í morgunþætti Rásar 2 á
þriðjudag varð Kristjáni Þor-
valdssyni það á að nota orðið
„kelling“ yfir ótilgreinda eig-
inkonu, sína eða annarra.
Hann hafði ekki fýrr sleppt
orðinu en hann bætti við:
„Mátti ég ekki segja þetta?“
Spurningunni beindi hann til
félaga síns Kristínar Ólafsdótt-
ur, sem nöldraði eitthvað afar
fýrirsjáanlegt. Við sáum ekki
hvort olnbogaskot frá Kristínu
var tilefni spumingarinnar, en
líklegra þykir mér að Kristján
hafi sjálfiir samstundis komið
auga á „glæpinn" hjá sér.
Það er nefhilega í gangi rit-
skoðun í landinu og í flestum
tilfellum er hún sjálfvirk. Hún
felst í því að láta ekkert það út
úr sér sem gæti móðgað eða
hvekkt þá sem hafa af ýmsum
ástæðum — oftast réttilega —
unnið sér inn samúð og sér-
staka meðhöndlun í samfélag-
inu. Oftast er um að ræða
konur, en líka samkynhneigða
og fólk með dökkt litaraft.
Út af fýrir sig er rétt að vera
ekki dónalegur við fólk, svona
svipað og manni var kennt
sem barni að stríða ekki
minni máttar. Hættan við
þessa innbyggðu ritskoðun
liggur hins vegar í því að hún
hindrar ekki bara dónaskap
(eða öllu heldur færir hann
undir yfirborðið), heldur get-
ur beinlínis spillt fýrir skoð-
anaskiptum í samfélaginu.
Dæmi: Agnes Bragadóttir
þýddi „homosexuality“ sem
„kynvillu" í viðtah í Morgun-
blaðinu fýrir nokkrum vikum.
Innan Moggans var gerð at-
hugasemd við þetta orðalag
áður en það kom á p,-enti, en
með ákvörðun Styrmis Gunn-
arssonar ritstjóra var því hald-
ið. I orðinu felst sú skoðun að
samkynhneigðir séu að „vill-
ast“ og þarafleiðandi að þeir
geti breytt tilfinningum sín-
um. Eðlilega risu upp þeir
sem til fjölda ára hafa þurft að
berjast gegn fordómum gagn-
vart samkynhneigðum og for-
dæmdu Agnesi og Moggann.
En stöldrum við. Af fréttum
innan húss af Mogga má
merkja að þetta var ekki slys,
heldur meðvituð ákvörðun.
Ritstjóri Moggans og blaða-
maður voru með öðrum orð-
um að lýsa skoðun sinni á
samkynhneigð. Vitlausri
skoðun, en skoðun samt. Við-
brögð lesenda voru samt ekki
að takast á við Moggann með
skynsamlegri umræðu um
samkynhneigð, heldur að til-
tekið orð væri vont og helzt
ætti að banna það. Það er afar
sovézk hugsun.
Amríkanar hafa átt við
þetta vandamál að stríða, sér-
staklega í háskólum, og kalla
það „political correctness",
sem kannski má kalla „rétt-
hugsun“. Það hefúr ekki að-
eins leitt til þess að dvergar
eru ekki lengur dvergar, held-
ur „lóðrétt fatlaðir“; það er
beinlínis bannað að nota til-
tekin orð að viðlagðri refs-
ingu.
Glæpur Kristjáns Þorvalds-
sonar var auðvitað enginn og
okkar vandi smávægilegur
miðað við Kanans. En snögg
viðbrögð Kristjáns og um-
svifalaus „leiðréttingin" benda
til þess að íslenzka rétthugs-
unarpólitíið sé orðið áhrifa-
meira en hollt er.
Karl Th. Birgisson
PRESSAN 13
“1
Á UPPLEID
ÞORSTEINN PÁLSSON
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
Hann lét Davíð Oddssyni eft-
ir formennskuna, forsætis-
ráðherrastólinn, Hrafn og
allt það, en heldur öllum
þráðum efnahagsmála eftir
hjá sér.
DAVIÐ ODDSSON
FORSÆTISRÁÐHERRA
Það er fokið í flest skjól
þegar þarfað leita til Stein■
gríms, Ólafs Ragnars og
Kvennalistans um úrræði í
efnahagsmálum.
SIGURÐUR G. TÓMASSON
DAGSKRÁRSTJÓRI RÁSAR 2
Malar alla keppinautana í
fjölmiðlakönnun og veldur
straumhvörfum í stjórnmála-
sögunni með því að gera
Sjálfstæðisflokkinn minni en
Framsóknarflokkinn. Ekki
lítið dagsverk.
4
Á NIÐURLEIÐ
SVERRIR HERMANNSSON
LANDSBANKASTJÓRI
Hann er að tapa áróðurs-
stríðinu um brottrekstur
starfsmanna, sem komast
upp með að láta eins og um
þá gildi önnur lögmál en
aðra launþega á landinu.
JÓN SIGURÐSSON
VIÐSKIPTARÁÐHERRA
Hann eykur niðurgreiöslur á
landbúnaðarvörum og hækk-
ar þar með skattana okkar
og ætlast svo til að hann
geti orðið Seðlabankastjóri
athugasemdalaust.
ATLIHEIMIR SVEINSSON
TÓNSKÁLD
Síðastl íslendingurinn sem
Svíar hömpuðu var Hrafn
Gunnlaugsson ogsjáiði bara
hvernig fór fyrir honum.