Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 12
S KOÐA N I R
12 PRESSAN
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulitrúi Sigurður Már Jónsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64
30 76
Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO
en 750 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
Segðu af þér,
Þórður
Forstöðumaður bankaeftirlitsins á Islandi hefur und-
anfarna mánuði og misseri þurft að ganga á milli
bankastjóra að minnsta kosti tveggja stórra banka til að
fá samþykki þeirra fyrir endurskipulagningu einkafjár-
mála sinna. Hann hefur í gegnum tíðina notið fyrir-
greiðslu í öllum bönkum landsins, nýjum sem göml-
um: Búnaðarbanka, Landsbanka, íslandsbanka, Verzl-
unarbanka og Samvinnubanka.
Það eru fáar fjölskyldur og fyrirtæki á íslandi sem
ekki skulda bönkum mikla peninga og enginn ætlast til
þess að annað gildi um Þórð Ólafsson. Þetta mál snýst
hins vegar ekki um persónu hans, heldur um embætti
yfirmanns bankaeftirlitsins. Forstöðumanni bankaeftir-
litsins ber að láta af því embætti, eða taka það ekki að
sér, ef einkahagir hans eru þannig að veki spurningar
um hagsmunaárekstra.
Það bendir ekkert til annars en Þórður Ólafsson sé
grandvar og heiðarlegur embættismaður. Enginn hefur
sýnt fram á að hann hafi slegið slöku við í embættis-
verkum sínum vegna hagsmuna sem hann á að gæta
persónulega gagnvart bönkunum. En það er heldur
ekki kjarni málsins og enginn þarf að sanna eitt eða
annað í því. Kjarninn er að sú staða má ekki koma upp
að viðskiptavinir bankanna og skattgreiðendur, hverra
hagsmuna bankaeftirlitið á að gæta, hafi ástæðu til að
efast um að einhver pottur geti verið brotinn í starfi
þess. Slíkur trúnaðarbrestur er óþolandi þegar um er að
ræða embætti sem gegnir svo mikilvægu eftirlitshlut-
verki. Um það snýst þetta mál.
Það er lítil hefð fyrir því á íslandi að embættis- eða
stjórnmálamenn láti af störfum vegna hagsmuna-
árekstra. Þekktasta nýlega dæmið er eflaust af Albert
Guðmundssyni, sem var samtímis bankaráðsformaður
Útvegsbanka og stjórnarformaður stórs viðskiptavinar
hans, Hafskips. Albert var svo siðblindur að honum
þótti þetta fyrirkomulag af hinu góða, enda sæi hann til
þess að hagsmuna beggja væri vandlega gætt.
Það þarf færri, ekki fleiri, Alberta í íslenzk stjórnmál
og stjórnsýslu. Það þýðir að einstaklingar verða að bera
raunverulega ábyrgð, ekki aðeins segjast bera ábyrgð og
gera svo ekkert í því. Það þýðir að einhverjir verða að
skipta um vinnu þegar almennar siðareglur krefjast
þess. Það er sárt fyrir viðkomandi, en nauðsynlegt.
Þess vegna ætti Þórður Ólafsson að segja af sér emb-
ætti forstöðumanns bankaeftirlitsins, sjálfs sín vegna og
stjórnsýslunnar vegna. Jafhhæfur maður verður varla í
vandræðum með að finna sér aðra vinnu, en með því
myndi hann setja merkilegt fordæmi og verða stærri
eftir en ella.
BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson,
Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jón Óskar
Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijós-
myndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Sigriður H.
Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson,
Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéöinsson.
Listir: Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, mynd-
list, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bók-
menntir, Martin Regal Ieiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason.
Setning og umbrot: PRESSAN
Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
Fimmtudagurinn 3. júní 1993
STJÓRNMÁL
Lax, lax, lax og lýðskrum
Landsbanki Islands hefur
verið óvenjumikið í sviðsljós-
inu undanfarnar vikur og
mánuði. Bankinn stóð svo illa
að ríkisstjórnin varð að veita
stórar fjárhæðir til bankans.
Síðan hafa stjórnendur hans
leitað ýmissa íeiða til að draga
saman í rekstrinum og spara,
nú síðast með uppsögnum á
áttunda tug starfsmanna.
Uppsagnir starfsfólks eru
ekkert gamanmál. Það hafa
fjölmargir atvinnurekendur
fengið að reyna nú á síðustu
árum. Það er ný reynsla fyrir
atvinnurekendur að þurfa að
segja upp góðu starfsfólki og
það gera vonandi engir með
bros á vör. Bankamenn hafa
eðlilega mótmælt þessum
uppsögnum, en hlutirnir eru
nú einfaldlega þannig að erfitt
er að sjá að síður eigi að segja
upp bankamönnum en öðr-
um, þegar kreppir að. Rekstr-
arkostnaður bankanna hér er
of hár, eins og margoft hefur
komið fram, og kemur í veg
fyrir eðlilega vexti. Allir pólit-
íkusar eru líka sammála um
að fordæma of mikla yfir-
byggingu bankanna, þegar of
háir vextir eru til umræðu.
Það er einmitt í pólitíkinni í
bankaráði Landsbankans, sem
athyglisverðustu atburðirnir í
þessari Landsbankasögu hafa
átt sér stað undanfarið. Einn-
fulltrúi í bankaráðinu, fulltrúi
Kvennalistans, lagði fram til-
lögu í bankaráðinu nýlega urn
að bankinn hætti að bjóða í
lax. Hin opinbera skýring á
þessum laxveiðiferðum hefur
verið að þær væru til að þjón-
usta erlenda viðskiptamenn
bankans. Það er að sjálfsögðu
góðra gjalda vert, en sjaldnast
kemur nokkur skýring fram á
því af hverju yfirstjórn og
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
bankaráðsmenn bankans eru
líka í laxi. Þarf sérstaklega að
mýkja bankaráðsmennina á
sama hátt og hina erlendu
viðskiptamenn? Enginn þarf
að efast um að laxveiðitúrar
íslenskra fyrirtækja með er-
lendum viðskiptamönnum
hafa oft reynst þeim vel en hér
er um að ræða nokkuð sér-
stakar aðstæður. Bankinn þarf
að spara og meðal annars
segja upp fólki. Laxinn kostar
sem svarar árslaunum eins til
tveggja starfsmanna. Það lýsir
ákveðinni pólitískri og mann-
legri skynsemi að láta laxinn
synda á samdráttartímum
sem þessum og slík aðgerð,
jafnvel þótt hún skipti engum
sköpurn um afkomu bankans
til eða frá, er einföld kurteisi
gagnvart því fólki sem er að
missa vinnuna.
Þegar fulltrúi Kvennalistans
lagði til að laxveiðarnar yrðu
lagðar á hilluna brá svo við að
fulltrúar annarra stjórnarand-
stöðuflokka í bankaráðinu
ráku upp ramakvein og hófú
langar tölur um hvað laxveiði-
túrarnir hefðu skilað bankan-
um miklu. Bættu svo um bet-
ur með alls konar útúrsnún-
ingum og hundalógík um að
þá væri mildu nær að bankinn
hætti að bjóða upp á vínar-
brauð með kaffinu á banka-
ráðsfundum. Eins og venju-
lega var pólitíkusunum fyrir-
munað að sjá lengra nefi sínu.
Svo komu uppsagnirnar. Þá
skorti ekki heilaga vandlæt-
ingu sönru stjórnarandstöðu-
fulltrúa, fulltrúa flokkanna
sem alltaf krefjast lægri vaxta
með öllum mögulegum og
ómögulegum ráðum, aðallega
ómögulegum. Annar þessara
fulltrúa lagði fram tillögu um
að fallið yrði ffá uppsögnun-
um. Þá sýndi fulltrúi Kvenna-
listans í annað sinn hvað í
henni bjó og greiddi atkvæði
gegn tillögunni.
Fulhrúi Kvennalistans í
bankaráði Landsbankans á
heiður skilinn. Hún skildi að
ef bankinn gæfi laxveiðarnar
upp á bátinn, þá fælist í því
ákveðið merki um að sam-
drátturinn næði til allra þátta í
rekstri bankans, líka upp á
toppinn. Það hefði þýtt að al-
menningur hefði fengið ríkari
ástæðu til að treysta sínum
banka, sem hefur nýlega feng-
ið ríkulegt framlag af al-
mannafé. Það hefði líka verið
táknræn aðgerð gagnvart því
starfsfólki sem er að missa
vinnuna. Það hlýtur að vera
eðlilegt að fara ffam á það af
vinnuveitanda að hann sletti
ekki blautri tusku í andlit
starfsmanna um leið og þeim
er sagt upp. Það er ekkert að
laxveiðum út af fyrir sig, en
Landsbankalaxinn, í miðjum
samdrætti og sparnaði, er ein-
faldlega óásættanlegur.
Hitt er ekki minna urn vert
að fulltrúi Kvennalistans í
bankaráðinu hélt líka haus
þegar lýðskrumið hélt innreið
sína í bankaráðið, með til-
löguflutningi gegn uppsögn-
unum. Það er ekki auðvelt að
vera stjórnarandstöðufulltrúi
við slíkar aðstæður. Allir hags-
munahópar ætlast til þess að
þú styðjir þeirra kröfur og
„Afstaða fulltrúa
Kvennalistans í
bankaráðinu olli
því hins vegar að
maður getur enn-
þá trúað því að
hugurfylgi máli
þegar Kvennalist-
inn krefst lœgri
vaxta. Hinir
dœmdu sig bara
pent úr leik. “
horfir aldrei á heildarmyndina
eða á afleiðingarnar til lengri
tíma litið. Fulltrúar hinna
stjórnarandstöðuflokkanna
gerðu líka allt eins og eftir
kennslubók í íslenskum
stjórnarandstöðufræðum, —
þeir fóru á atkvæðaveiðar
meðal bankamanna. Enda-
lausar ræður þeirra um lægri
vexti og minni rekstrarkostn-
að bankanna á síðustu árum-
héldu ekki fyrir þeim vöku og
. afspyrnuslappir fjölmiðlar
minntu þá náttúrulega aldrei
á samhengi orða og gerða. Af-
staða fulltrúa Kvennalistans í
bankaráðinu olli því hins veg-
ar að maður getur ennþá trú-
að því að hugur fýlgi máli þeg-
ar Kvennalistinn krefst lægri
vaxta. Hinir dæmdu sig bara
. pent úr leik,_______________
Höfundur er lögfræðingur.
KRISTJÁNSSON
ÁLIT
HALLDOR
ÁSGRÍMSSON
ASGEIR
GUÐBJARTSSON
VILHJALMUR
EGILSSON
ci®
Cf4
Hafrannsóknastofnun hefur
lagt tll að þorskkvótlnn veröl
lækkaöur niöur í 150 þúsund
tonn. Slíkur niöurskuröur
hefur mlklar aflelöingar fyrir
allt þjóöarbúlö. Á aö fara eft-
Ir þessum tillögum stofnun-
arinnar eöa hætta á að veiöa
meira?
ÞORSTEINN MAR
BALDVINSSON
Á aðfara eftir tillögum Hafró?
Halldór Ásgrímsson þing-
maður „Ég er þeirrar skoðun-
ar að það sé ekkert annað að
gera. Stofninn virðist vera í
slæmu ásigkomulagi og veru-
leg hætta á því að hrun verði í
þorskstofhinum. Slíka áhættu
getum við ekki tekið og ég tel
að það verði að fara mjög var-
lega í þessum efnum. Það
kemur mjög hart niður á öllu
þjóðfélaginu en hitt myndi
koma miklu harðar við þjóð-
félagið í ffamtíðinni.“
Jón Kristjánsson fiski-
fræðingur: „Nei. En málið
snýst ekki bara um hvort eigi
að veiða tonninu meira eða
minna. Það verður að breyta
sóknarmynstrinu. Eftir að
trollmöskvinn var stækkaður
1976 og farið að vernda smá-
fisk sérstaklega hefur allt verið
á niðurleið. En tillögur Haffó
um mikinn niðurskurð 1975
og 1983 voru hunsaðar af þá-
verandi sjávarútvegsráðherr-
um og þá gengu svipaðar hag-
spár og nú alls ekki eftir. Síð-
ustu ár hafa stjórnvöld hins
vegar farið eftir hræðslustefn-
unni og meðal annars vegna
þess að stofnstærðarmatið er
tengt afla reiknast stofúinn sí-
fellt minni, nokkuð sem kallar
á enn meiri friðun. Það, að
stundum hefur gengið illa að
ná úthlutuðum afla, bendir til
þess að stofninn hafi verið á
niðurleið undanfarin ár. Ekki
vegna þess að veitt hafi verið
of mikið úr honum, heldur
vegna þess að veitt hefur verið
skakkt. Of mikil áhersla hefúr
verið lögð á aflasamdrátt og
friðun smáfisks. Nú verðum
við að gjöra svo vel að fara að
veiða okkur út úr vandanum:
minnka möskvann og gefa
sóknina frjálsa eins og við
gerðum áratugum saman. Ef
stofúinn þolir það ekki, þá er-
um við hvort senr er búin að
vera sem fiskveiðiþjóð. Fisk-
friðun er alls ekki ráðið í stöð-
unni eins og hún er.“
Vilhjálmur Egilsson þing-
maðun „Já, ég tel að það eigi
að hafa þessar tillögur fýrst og
ffemst til hliðsjónar. Að sjálf-
sögðu óttast ég afleiðingarnar
en ég óttast afleiðingarnar
ennþá frekar ef ekki er farið
eftir tillögunum. Það yrðu
ennþá verri afleiðingar. Þetta
er ekki spurning um hvort
hagkerfið þolir þetta eða þolir
þetta ekki, heldur er þetta
spurning um hvort það þolir
það betur núna eða seinna. Ég
held að skellurinn sem við
tökum núna sé minni en
skellurinn sem við myndum
taka seinna ef ekki yrði farið
eftir þessum tillögum. Þjóð
sem lifir á þorski hlýtur að
finna fyrir því þegar þorsk-
stofninn hrynur.“
Ásgeir Guðbjartsson skip-
stjóri: „Nei, ég get nú ekki
samþykkt að það eigi að fara
eftir tillögum Hafrannsókna-
stofnunar. Náttúran spilar
það stórt hlutverk í þessu
dæmi. Þetta væri ósköp ein-
falt mál ef það þyrfti bara að
ffiða fiskinn og ekkert annað.
Þeir mega ekki halda að þeir
geti ræktað upp þorsk þó að
þeir minnki þorskveiðarnar
um 30-40 þúsund tonn. Það
er alltaf verið að minnka þetta
ár frá ári og afraksturinn
versnar og versnar. Það er
engin árangur af ffiðuninni
því að náttúruleg skilyrði í
sjónum eru slæm og stofninn
hefúr ekkert náð sér upp. Það
hefur verið kvóti í tíu ár og
aflinn minnkar alltaf og
minnkar. En þetta getur auð-
vitað komið fljótt, það er ekki
það.“
Þorsteinn Már Baldvins-
son, ffamkvæmdastjóri Sam-
herja: „Já. Ég held að það sé
ekki neinn sem veit neitt bet-
ur en þeir á Hafrannsókna-
stofnun. Við höfum séð hvað
hefúr gerst í nágrannalöndun-
um í kringum okkur og mér
finnst ekki réttlætanlegt að
taka þá áhættu, fyrir okkur Is-
lendinga, að fara ekki eftir
þessum ráðum. ísland án
þorsks myndi þýða dapurt líf.
Spurningin er ekki hvort við
ráðum við svona rnikinn afla-
samdrátt heldur hvort við
ráðum við Island án þorsks.
Mitt fýrirtæki byggir afkontu
sína fyrst og ffemst á þessum
þorski og að sjálfsögðu væri
æskilegt að fá að veiða miklu
meira. En við höfúm ekki leyfi
til að taka þá áhættu.“