Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 26
26 PRESSAN LISTAHÁTÍÐ Fimmtudagurinn 3. júní 1993 Dulúðin holdi klædd Suður-ameríski listamaðurinn Manuel Mendive sýnir lifandi mynd- verk á Listahátíð í Hafnarfirði. .. ---— Lifandi myndverk suður-ameríska listamannsins. Fjórir suöur-amerískir listamenn eru í hópi þeirra fjölmörgu sem fram koma á Listahátíöinni í Hafnar- firöi sem hefst á morgun, föstudag. Þeirra á meöal er Kúbúmaöurinn Manuel Mendive en hann er allt í senn, málari, myndhöggv- ari og gjörningalistamaður. Mendive hefur vakiö mikla athygli fyrir verk sín og ööl- ast frama víöa um heim, ekki síst fyrir lifandi mynd- verk sín, sem okkur ís- lendingum gefst nú kostur á aö viröa fyrir okkur á Listahátíð þeirra Hafnfirö- inga. Mendive er af mörgum talinn einn athyglisveröasti myndlistarmaður Suður- Ameríku og hefur honum gjarnan veriö líkt viö sjálf- an Marc Chagall. I list Mendives er maöurinn ávallt í fyrirrúmi og ein- kennast verk hans af dul- úö og miklum tilfinninga- hita. Meö Mendive hingað til lands koma sjö suöur- amerískir dansarar sem hann málar fyrir sýningu þeirra. Mendive fer ævin- lega ótroðnar slóöir í list- sköpun sinni og meö hjálp dansaranna tekst honum að beita fyrir sig óvenju- legri aöferö í túlkun á verk- um sínum. Mendive hefur ævinlega veriö heillaöur af manns-. líkamanum eins og sjá má af verkum hans, ekki síst þeim sem eru af holdi og blóöi. Sjálfur hefur hann komist svo aö orði um list- sköpun sína þar sem lif- Mendive málar mannslíkamann. andi myndverkin eiga í hlut: „Ég tjái mig viö dans- arana og þegar þeir byrja aö hreyfa sig tek ég til við aö mála og vinn þá út frá hugmynd sem á sér rætur í menningu forfeöra minna. “ POPP Bókuklúbbur alþýðunnur Guömundur Andri Thorsson íslenski draumurinn Robert Harris Föðurland William Shakespeare Makbeð Þórbergur Þórðarson Ofvitinn ★★★ •••••••••■••••••••••••••••• Besti bókaklúbbur landsins er Ugluklúbbur Máls og menningar. Kappsfullir bóka- ormar kvarta sumir undan því að Ugluklúbburinn bjóði félögum sínum fullmikið af endurútgáfum, segjast eiga fyrir megnið af þeim bókum sem klúbburinn sendir frá sér. Það kann að vera rétt að vægi endurútgefinna bóka sé fullmikið. Því ber hins vegar að fagna að klúbburinn gerir fólki kleift að hreppa góðar bækur á vægu verði. f nýjasta Uglupakkanum er að finna eitt frægasta leikrit Williams Shakespeare, Mak- beð, í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Um þá ágætu fé- laga þarf ekki að hafa mörg orð. Nöfn þeirra tryggja gæð- in. Sigfús Daðason, skáldið sem bað menn fara sparlega með orð, sá ekki ástæðu til að spara lof um þýðingar Helga þegar hann sagði við nem- endur sína að í þýðingunum fyndist þess dæmi að Helgi færi fram úr Shakespeare. Ekki ætla ég að rengja Sigfus. Ofvitinn er eitt besta verk meistara Þórbergs. Þessi furðulega og skemmtilega bók er sérkennileg blanda af skáldskap og raunveruleika, skrifuð af sannri stílsnilld. Og húmorinn stendur sannarlega fýrir sínu. Flinkustu stílistar okkar af yngri kynslóð eru Gyrðir El- íasson og Guðmundur Andri Thorsson. Verðlaunabók Guðmundar Andra, íslenski draumurinn, var athyglis- verðasta skáldsaga síns árs. Þar er gerð heiðarleg tilraun til að kryfja eðli og vanda samtíðar og arfleifðar. Sú tO- raun lánast í veigamiklum at- riðum. Bókin er þó ekki galla- laus. Persónusköpun er ekki sérlega tilþrifamikil og samtöl lítt minnisstæð. En fyrir utan það er verkið ákaflega vel skrifað. Það er ekki oft sem maður getur sagt að bækur séu fallega skrifaðar. Það má segja um þessa bók. Og það besta sem í henni finnst er af- burðagott. Ég veðja á þennan höfund og næstu bók hans (eða þarnæstu, það verður ekki vandalaust að fylgja þess- ari eftir). Besti reyfari sem ég hef les- ið í langan tíma er Föðurland eftir Robert Harris, rómuð bók, sem á sínum tíma hlaut metsölu víða um heim. Hér dregur Harris upp nöturlega og trúverðuga mynd af Þýskalandi sjöunda áratugarins — eins og um- horfs væri hefði Hitler unnið seinni heimsstyrjöldina. Árið 1964 fagnar þýska þjóðin sjötíu og fimm ára af- mæli leiðtoga síns. Mikil eftir- vænting ríkir einnig vegna fyrirhugaðs leiðtogafundar Hitlers og Johns Kennedy Bandaríkjaforseta. Xavier March, rúmlega fer- tugur rannsóknarlögreglu- maður, grennslast fyrir um dularfullt lát þýsks embættis- manns og kemst að því að fleiri þýskir frammámenn hafa látist með óvenjulegum hættti á svipuðum tíma. Dauði þeirra virðist tengjast listaverkasmygli. Gestapó reynir að koma í veg fyrir rannsókn málsins, en March nýtur aðstoðar ungrar banda- rískrar blaðakonu. Lausn málsins reynist ógnvænlegri en þau óraði fyrir. Þetta er vel hugsuð bók og hefur kostað höfundinn nokkra heimildavinnu. Har- ris vinnur úr þeim heimild- um af töluverðum klókind- um. Bókin fer hægt af stað, stemmningin er drungaleg, kannski fullþunglamaleg, en um miðja bók kemst veruleg- ur skriður á atburðarás og spennan tekur völdin. Endir- inn er vel unninn og sérlega áhrifamikill. Eini galli verksins felst í ást- arsögunni en hljómar ekki ókunnuglega. Ung stúlka fær- ir lífsþreyttum einfara von um bjarta framtíð. Lýsingar bókarinnar eru þar jafnklénar og í hinum reyfurunum. Að öðru leyti á Harris lof skilið fyrir óvenjulega bók og minnisstæða. Ugluklúbburinn stendur fyrir sínu, nú sem endranær. „Flinkustu stílistar okkar afyngri kyn- slóð eru Gyrðir Elíasson og Guðmundur Andri Thorsson. Verðlaunabók Guð- mundarAndra, íslenski draumurinn, var athyglisverðasta skáldsaga síns árs. “ „... vegnaþess að hann heldur hár- inu íformi þegar láðst hefur að þvo það og mikið liggur við. Klúturinn bcet- ir líka upp hitatap- ið á höfðinu, því hárunumfer óðum fcekkandi. “ EYJÓLFUR KIWI KRISTJÁNSSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.