Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 20
GARÐAR 20 PRESSAN Fimmtudagurinn 10. júní 1993 Islendingar eru útsýnisfíklar íslendingar geta frá- leitt talist til skipu- lagðra þjóða og því er ekki að undra þótt mikið verk sé óunnið I görðum hérlendis, en komið hefur á daginn að þjóðin lætur einkum stjórnast af taum- lausri útsýnisþörf þegar val á lóð og staðsetning hús- eignar er annars vegar. Þráinn Hauksson lands- lagsarkitekt veit að tH- eru fleiri leiðir en þær að setja undir sig hausinn til að af- bera kuldann, vos- búðina og næðing- inn á skerinu í norðri. Hann hannar íbúðir undir beru lofti. A&eins þakið vantar „Það er engum vafa undir- orpið að fólk leitar til hönn- uða í auknum mæli þegar skipulag garða er annars veg- ar,“ segir Þráinn Hauksson landslagsarkitekt, sem rekur teiknistofu ásamt Reyni Vil- hjálmssyni, einum af frum- kvöðlum landslagsarkitektúrs hérlendis. „Ég lít á garðinn sem hluta af íbúðinni á þann hátt að hann tengist vel híbýl- um fólks og vinn út ffá því að það megi nánast „velta út í garð“ ef tíðin leyfir. Ég legg 4’wrslu á garðinn sem dvalar- svæði sem allir geti notið, hvort sem um er að ræða íbúa í einbýli eða fjölbýli." Skipulag á garði segir Þráinn líkjast hönnun á íbúð að því undan- skildu að þakið vanti. í upp- hafi reynir hann því að skil- greina áhugamál og þarfir íbúanna og búa til „herbergi“ sem gegna mismunandi hlut- verki. Það kallast rýmismynd- un; lykilorðið í góðu garða- skipulagi. Samstarf við arki- tekta Við hönnun garðs leggur Þráinn áíierslu á að hús og lóð myndi skemmtilega heild. Hann tekur mið af gefnum forsendum; húsinu sjálfu, hvernig það snýr að götu og hæðum í landinu sem um- kringir það. Gjarnan setur hann sig þá í samband við arkitektinn sem teiknað hefúr húsið til að ná sem bestu heildarútliti. „Samsetning fjöl- skyldunnar er ákaflega mis- munandi svo og áhugamál meðlima hennar. Áherslur eru því afar misjafnar en við- skiptaaðilinn getur verið allt frá forföllnum blómarækt- anda yfir í ákafan fjölskyldu- mann. Sumir hanna jafnvel garðinn sinn nær eingöngu með gæludýr sín í huga.“ Til að komast að þörfum viðskiptavinarins reynir Þrá- inn að fá eins tæmandi upp- lýsingar og kostur er hvað varðar vilja þeirra sjálfra. Allur gangur er hins vegar á því hversu mótaðar hugmyndir viðskiptavinanna eru þegar þeir leita til hans. Ráðgjöfin getur því falist í einföldum skipulagstillögum eða fúllklár- uðum útfærslum, allt eftir óskum hvers og eins. „Vel heppnuð hönnun byggist á góðri samvinnu,“ segir hann. „Ef djúpt er á hugmyndum reyni ég að komast nær fólki með spurningum og finna lausnir sem henta öllum fjöl- skyldumeðlimum. Efnisval er einnig hluti af útfærslum og mörgum hentar að fá ein- göngu ráðgjöf á því sviði. Einnig kemur fýrir að ég vinni með arkitektum strax á ffum- stigi nýbyggingar og er þá gengið mjög markvisst að framkvæmdum við frágang lóðar.“ Tíminn er fjórða víddin Margir líta á garð sem kvöð, jafnvel þótt þeir kjósi þann lífsstíl að búa í einbýli. Ef svo er verður að finna leiðir sem miða að því að garðurinn reynist ekki erfiðari í viðhaldi en nauðsyn krefur. Hug- myndir á borð við sólpalla, hellulagnir og þær að halda náttúrulegu umhverfi óspilltu geta reynst heppilegar lausnir. „Fólk á að nýta sér lóðir sínar út í ystu æsar en létta má við- haldsþætti með ýmsu móti. Það verður að skipuleggja framkvæmdirnar vel allt frá upphafi til að hámarka árang- urinn. íslendingar eru miklir útsýnisfíklar og vilja á stund- um leggja meiri áherslu á út- sýni en birtu og skjól við val á byggingarlóð. Hlutverk hönn- uðar er að samræma þessa þætti en hugsunin um að fleira en útsýnið skipti máli er smám saman að síast inn í vit- und okkar,“ segir Þráinn. „Góð verönd tengd stof- unni getur til að mynda gefið prýðilega aðstöðu til að njóta góðu daganna og skjólmynd- un með veggjum og gróðri er leikur einn og verður til að hækka hitastigið um nokkrar gráður. Ekki skal þó ofgera mannvirkjum, því verönd með skjólvegg getur auðveld- lega orðið að stóru herbergi án þaks og kemúr í veg fýrir að maðurinn geti skapað tengsl við gróðurinn og fjöl- breytileika árstíðanna. Mað- urinn hreinlega lokar sig inni.“ Að sama skapi mælir Þráinn gegn ofuráherslu á skreytilist í garði; garðræktun sé þróunarferill, þar sem tím- inn sé fjórða víddin. „Ég tel það merki um góðan garð að hann vinni á þegar fram í sækir. Mikið skreyttir garðar eru alla jafna fallegastir á fyrsta degi, en þeim hnignar svo eins og blómakörfu. Við hönnun garðsins skyldi ekki síst hafa í huga að miðla áherslum og finna hagkvæm- ar, einfaldar lausnir.“ Við plöntuval skiptir einnig sköp- um að horft sé fram í tímann og skipulagi gróðursins þann- ig fyrirkomið að tré skyggi ekki á viðverustaði þegar þau stækka. „Fólki finnst plönt- urnar smáar við gróðursetn- ingu og áttar sig stundum ekki á því hversu fljótur tíminn er að líða. Gróður hækkar ört og fyrr en varir kasta hávaxin tré skugga um túnblettinn allan og byrgja sýn. Þá þarf að grípa til aðgerða sem geta verið kostnaðarsamar. Til að koma í veg fýrir slíkar uppákomur er brýnt að horfa fram á við. Einnig skal þess gætt að gróð- ur þeki beðin vel, en þéttleik- inn gefur illgresi síður færi á að þrífast og viðhald minnkar að sama skapi. Síðast en ekki síst skyldi gæta að jarðvegi og staðsetningu plöntunnar með tilliti til hagstæðra vaxtarskil- yrða.“ Skvett hér og þar í frágang Fjölbýlishúsalóðir eru Þráni hugleiknar en hann segir lóðir við fjölbýli allt of oft vannýtt- ar. Sú mynd sem við höfum í huganum sé einatt eyðileg, slétt grasflöt með rólusetti og vegasalti úti á víðavangi. „Fjölbýlishúsalóðir eru víða í lélegu ásigkomulagi og algengt að ekki sé gert ráð fýrir góðu Skipulagsteikning afgarði við Birkihæð í Garðabæ. Hús- ið er enn óbyggt og er gott dæmi um þegar iandsiags- arkitektinn vinnur náið með arkitekt hússins strax frá upphafi. Allar framkvæmdir við garðinn verða því mjög markvissar. Takið eftir að hellulögn í verönd er skásett. Þetta fyrirkomulag er nánast í beinu framhaldi af stofunni, en innandyra er veggur sem snýr í sömu átt. Garðinum er skipt niöur í litla viðverustaði með hellulögn, trjágróðri og stoðveggjum í samræmi við þarfir íbúanna. skipulagi sem hentar öllum íbúum hússins. Margir líta á íbúð í fjölbýli sem stökkpall í eitthvað stærra, en fýrir íjölda fólks er þetta vænlegur kostur til ffambúðar. Garður við fjöl- býlishús er því ekki síður mik- ilvægur en aðrir garðar.“ Þegar margir eru um hituna á takmörkuðu plássi þarf að hafa þarfir barna sem fúllorð- inna í huga. Einnig þarf að taka tillit til þess að ekki skap- ist of mildð önæði á jarðhæð hússins af veru fólks í garðin- um og því er rétt að skilgreina einkasvæði næst íbúðum. Eðlilegt þykir þó að börnum sé skapað öruggt leiksvæði í miðju þar sem auðvelt er að fýlgjast með þeim, en með út- sjónarsemi má stúka svæðið af á þann hátt að sem flestir öðl- ist sinn prívat viðverustað. „Það má nota gróður, girðing- ar, stalla og hlaðna veggi til að stúka svæðið af. Gróðurbeð í hæfilegri hæð getur til að mynda verið tilvalin leið til að skilja á miUi almenna svæðis- ins og einkalóðar og um leið verður komist hjá því að reisa kostnaðarsama stoðveggi.” Þráinn vill gjarna sjá betur skipulagðar lóðir við fjölbýlis- hús og er eftirfarandi stúfúr úr grein sem hann skrifaði ekki alls fyrir löngu: „Hvað lóðir við félagslegar íbúðir og fjöl- býlishús varðar skila verktakar þeim ýmist grófjöfnuðum eða sléttuðum og grasþöktum (það sem gjarnan er kallað frágengin lóð í kaupsamning- Þráinn Hauksson iandsiags- arkitekt skilgreinir í upphafi áhugamál og þarfir íbúanna og býr til „herbergi“ sem gegna mismunandi hlutverki. Það kallast rýmismyndun; lykilorð- ið í góðu garðaskipulagi. um) og þá sjaldnast eftir fýrir- ffam ákveðinni hönnun. Þeg- ar best lætur er farið eftir þeim línum sem hönnuður viðkomandi byggingar hefur lagt á byggingarnefiidarteikn- ingum, og því rniður liggja þar sjaldnast metnaðarfull vinnubrögð að baki. Glöggt auga getur numið að hér og þar hefur verið skvett í þenn- an ffágang slatta af peningum, án þess að það skili sér í not- hæfu umhverfi. Til dæmis steypa verktakar gjarnan stétt- ar allt í kringum byggingarn- ar, sem ekki verður auðveld- lega breytt, og binda því allar frekari útfærslur. Einnig er það árátta hér um slóðir að slétta lóð ffam í lóðarmörk og taka þá jafnvel hæðarmuninn upp með dýrum stoðveggja- útfærslum eða illsláanlegum grasflám. Manni liggur við að segja að off hefði verið betur heima setið en af stað farið, þegar um lóðafrágang bygg- ingarverktaka er að ræða. Sé lóðinni skilað grófjafnaðri eiga íbúar alltaf möguleika á að láta vinna verkið almenni- lega, og þannig hafa bestu fjöl- býlishúsalóðirnar verið unn- JL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.