Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 21

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 21
Fimmtudagurinn 10. júní GETA PAPBAR EKKIGRATIÐ?... Helgi Bjöms hlýt- ur að vera í sjö- unda himni þessa dagana. Plata hans, Síðan skein sól, sem kom út fyrir skömmu, hefur fengið firnagóða dóma, en líklega er merkilegasta upplifun Helga þó sú að í vikunni fæddist hon- um og frú hans, Vilborgu Halldórsdóttur leikkonu, 14 marka og 52 cm rauð- hærð prinsessa. Inn í þeirra fjölskyldu var stúlkubarnið kærkomið því fyrir eiga þau tvo drengi; Orra fjór- tán ára og nýfermdan og Bjöm Halldór níu ára. Helgi hefur örugglega í þetta sinn grátið af gleði. RAGE AGAINST OG J£T BLACKI PARTIA HRESSO... ►Stórhljómsveitin |Rage AgaLnst the Machine heldur sem kunnugt er popptón- leika í Kaplakrika á laugar- daginn á vegum Listahátíð- ar Hafnarfjarðar. Jet Black Joe hefur fengið þann heiður að kynda upp fyrir hljómsveitina. Eins og venja er þegar stórhljóm- sveitir koma til íslands verður efnt til teitis að af- loknum tónleikunum. Teiti þetta | hefur verið ákveðið í Reykjavík- inni, nánar tiltekið á Hressó, þar I sem Páll ' Rósinkranz og félagar djamma ávallt þegar þeir djamma á annað borð. Þá vitið þið það stelpur! SJALFSTÆÐIS- • MENN FARNIR AÐ SAKNAJONS SIG... ► Það voru ekki I margir klukkutím- ar liðnir frá hrók- eringum alþýðuflokks- manna þegar fóru að heyr- ast umkvartanir frá sjálf- stæðismönnum. Finnst þeim sem heldur hafi horf- ið ljóminn af ríkisstjórn- inni með því að fá inn tvo unga menn af vinstri væng Alþýðuflokksins. Einnig benda menn á að Jón Sig- urðsson hafi verið þunga- viktarmaður í allri stefhu- mótun og umræðu inni í ríkisstjórninni og þar hafi hugur hans oft verið nær sjálfstæðismönnum en krötum. Þeir eru því þegar famir að sakna hans. LAN1ER500 "Litla faxtækið með miklu möguleikana !" Ótrúlega nett og fullkomið faxtæki með síma, fyrir fyrirtæki og einstaklinga ! % 120 númera sendiminni og 20 fastnúmera minni % Biðsending sem tryggir lágmarks sendikostnað á lægsta mögulega símgjaldi % Aðskilur sjálfvirkt faxsendingar frá venjulegum símtölum % Hnífur sem sker innkomnar sendingar í aðskildar síður % 32 stafa "LCD" skjágluggi % Fullkominn sími með "handfree" stillingu, bið með tónlist, endurvali, hátalara, símsvaratengi o.m.fl. % 15 sek. sendihraði og sjálfvirk sending á allt að 10 A4 blaðsíðum í einu með sjálfkrafa endurvali, ef númerið sem hringt er í er upptekið % Hægt er að stilla sjálfstætt fyrir bæði símanúmer og faxnúmer % Sérlega góð 16 grátóna upplausn tryggir hámarksgæði sendinga % 30 metra rúlla af venjulegum "Thermal" faxpappír % Vegur aðeins 5 kíló og er mjög fyrirferðalítið. HxBxD = 11,5 x 31 x 29,5 sm. z cc O Sih« k:>. 49.966, Arvík Ármúla 1 S. 91-687222

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.