Pressan - 10.06.1993, Side 29

Pressan - 10.06.1993, Side 29
S K I L A BOÐ Fimmtudagurinn 10. júní 1993 PRESSAN SIGURÐUR GEIR- DAL EINANGRAST ÆMEIR... I Kópavogi er farinn að aukast titringur fyrir komandi bæj- arstjórnarkosningar á næsta ári. Úr röðum ffamsóknar- manna er það að ffétta að svo virð- ist sem Sig- urður Geir- dal einangr- ist æ meira. Nú eru fylg- ismenn hans taldir bundnir við þá feðga Magnús Bjamfreðsson og Pál Magnússon, og flestir eru á því að Sigurður verði ekki annað kjörtímabil. Á meðan hefur Gunnar Birg- isson, oddviti sjálfstæðis- manna, notað tímann betur og fest sig í sessi. Hefur jafn- vel heyrst af því að Gunnar hyggist standa fyrir hreins- unum meðal sjálfstæðis- manna. Brýnasta verkefni hans í dag mun þó vera að leysa „Braga-málið“, þ.e.a.s. finna Braga Mikaelssyni bæjarstjórnarfulltrúa nýja vinnu. RANNVEIG SIEPPTIBARN- FOSJRUSTARFINU IMONAKO... |Sem kunnugt er J voru þingkonurnar í Alþýðuflokknum, þær Jóhanna Sigurðardótt- ir og Rannveig Guðmunds- dóttir, erlendis þegar hasar- inn um ráðherrastólana hófst. Þær komu þó heim í skyndingu. Rannveig kom á sunnudagskvöld en stoppaði stutt, því hún fór aftur út á þriðjudag. Ástæðan fýrir stuttri viðdvöl Rannveigar var sú að hún hafði tekið að sér barnfóstrustarf fyrir dóttur sína og tengdason, þau Sigurjónu Sverrisdótt- ur leikkonu og Kristján Jó- hannssoni stórsöngvara. Rannveig var ásamt manni sínum að gæta barn- I anna suður í Mónakó, þar sem þau Kristján og Sigur- jóna eiga hús, en þau voru á tónleikaferðalagi. ATAKAFUNDUR HJA ALLABOLL- UM... >Um helgina verður I miðstjórnarfundur hjá Álþýðubanda- laginu, sem er í sjálfu sér ekki fréttnæmt nema vegna umræðuefnanna sem þar verða á dagskrá. Fyrst verð- ur reyndar rætt um sjávarút- vegsmál, sem ekki er búist við að kveiki í mönnum. Hins vegar bíða menn spenntir effir umræðum um utanríkismál og þjóðstjórn. Er talið að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokks- ins, liggi undir nokkrum árásum frá andspymuliðinu í flokknum, en í hvorum- tveggja þessum málum hef- ur hann ögrað ríkjandi við- horfum þar á bæ. Það á sér- staklega við um stefhubreyt- ingu gagnvart Nató, en þetta verður í fyrsta skipti sem andstæðingar Ólafs í flokkn- um fá tækifæri til að ræða það mál við hann. lambakjötsdagar í Ilagka upi , \ Það er heitt í kolunum í / i v 1 verslunum Hagkaups núna, m^Cff því á lambakjötsdögunum fæst fyrsta flokks lambakjöt, á svo heitu tilboðsverði / að úr rýkur. Fátt er betra , f á grillið en ljúffengt lambakjöt. Notaðu tækifærið \ Á' j/Í.Á og njóttu þess meðan þessi góðu tilboð standa. Verði þér að góðh. HAGKAUP gœöi úrval þjónusta ' ‘ '**"• ’ -v • / Á-U ■HHHRPK*?’>. ■ Á’f,.• Mz' y jEwiMÉÚ’* * -m >: '* , • j W nv ** WMÍÉ, 4: mtÆm WM

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.