Pressan


Pressan - 10.06.1993, Qupperneq 30

Pressan - 10.06.1993, Qupperneq 30
LISTAHATIÐARROKK 30 PRESSAN Fimmtudagurinn 10. júní 1993 Bandaríska hljómsveitin Rage Against the Machine spilar í Kaplakrika á laugar- dag. Þeir eru rokkþátturinn í fjölbreyttri listahátíð þeirra í Hafnarfirðinum. Það er mikið að erlend hljómsveit, með meðalaldur undir fjörutíu ár- um, kemur til landsins! Síð- ustu árin hefur lítið annað en gelt og gamalt þungarokk rek- ið á fjörur rokkþyrstra Islend- inga. Gaflarar hefðu varla getað hitt betur í mark, því RATM hafa síðustu mánuði verið heitasta bandið í bænum, hrintu t.d. REM af toppi ís- lenska sölulistans og nú hefur platan þeirra selst í um 3.000 eintökum, sem verður að telj- ast frábært. Steinarsmenn (Spor) veðjuðu á réttan hest þegar þeir settu pressu á að hljómsveitinni yrði hampað í fjölmiðlum. RATM er einföld hljóm- sveit, skipuð fjórum reiðum mönnum frá Los Angeles. Þeir hafa starfað saman í rúm tvö ár og verið í stöðugri upp- sveiflu. Tónlistin er mergjuð bræðsla rokks og rapps, kraft- mikil og ögrandi. Þeir eru að- allega tónleikasveit; þótt plat- an (þeirra fyrsta og eina) sé engin lognmolla jafnast hún þó ekki á við kraftinn sem sveitin gefur frá sér á sviði. Síðustu mánuði hefur sveitin túrað um Evrópu með rapp- sveitinni House of Pain, og tróð einnig upp á írlandi ný- lega með Guns ’N’ Roses. Þeir koma því hingað í gífurlega góðu formi. Meðlimir RATM líta fýrst og ffemst á sveitina sem boð- bera pólitískra skoðana. Þeir eru með pólitískari sveitum samtíðarinnar og dreifa jafhan dreifimiðum um ýmis mál sem þeim eru hugleikin meðal tónleikagesta. Meðal þess sem þeir taka á eru málefni Sómal- íu og Suður-Afríku, boðskap- ur Martins Luthers King og Malcolms X og nýleg dæmi um ofsóknir gegn lituðum í Ameríku. Þeir hafa að vissu leyti vakið upp samband rokks og róttækra pólitískra skoðana. Um þetta atriði sögðu þeir í nýlegu viðtali: „Það væri auðvitað frekar hörmulegt að sjá hljómsveitir, sem aldrei hafa haft neitt að segja, fara að segja fullt af merkilegum hlutum allt í einu. En ef það kæmist í tísku að syngja um pólitísk mál væri það samt skárri kostur en að böndin héldu áfram að drekka bjór og syngja um túttur.“ Upphitunarhljómsveitin Jet Black Joe gæti tekið þetta til sín. Sveitirnar tvær eiga lítið annað sameiginlegt en að nota „fokk jú“ mikið í textum sín- um. Þótt Páll Rósinkranz og félagar séu svo sem allt í lagi á tónleikum hafa þeir lítið að gera í djöfulmóðinn hjá RATM. En hver annar ætti svo sem að hita upp? Stjórn- in?! Rokkveisla ársins hefst kl. 20.30 á laugardagskvöld þeg- ar íþróttahöllin verður opn- uð. Þegar hafa um 2.000 mið- ar selst í forsölu og því borgar sig að tryggja sér miða, því að- eins er pláss fyrir um 3.000 manns. Miðar fást í flestum plötubúðum og kosta kr. 2.500. Gleði! Gunnar Hjálmarsson Hún gleöur mig, þessi umhyggja sem vagnstjórar virö- ast bera fyrir mér. Þessi aukna þjónustulund. Og þetta hef- ur alls ekki dempaö ferðahug minn. Hugur minn er sem áö- ur allur meö strætó, og ég skil ekki hvers vegna þaö er verið aö njósna um þá. Þeir standa sig svo sannarlega í stykkinu. Er það ekki yfirstjómin sem ætti aö athuga sinn gang, þvi enn í dag get ég ekki skiliö hvernig má útskýra þaö aö þaö sé aukin þjónusta viö neytendur aö láta strætó ganga á tuttugu mínútna fresti frekar en fimmtán? Enda er ég líka græninginn með grænakortið. Einar Ben. NAIN KYNNI Þaö er alltaf jafngaman að ferðast. Nú þegar sumariö er komiö færist óneitanlega mikill feröahugur í mig. Ég hugsa til þess aö fara hringveginn enn einu sinni og anda aö mér rykmekkinum frá bílunum sem keyra fram úr mér á ógnarhraöa, því vissulega keyri ég alltaf á löglegum. Þaö er Ifka kostur vlö aö vera löghlýðinn. Ég sé meira af náttúr- unni en ella. Innanbæjar keyri ég líka allan ársins hring. Þó tók ég upp á því að nota strætó til aö koma mér til og frá vinnu núna síðastliöinn vetur. Á mínum yngri ámm kunni ég allar leiöir strætós svo og tímatöflur, enda voru leiöirnar þá ekki nema tólf. í dag eru þær miklu fleiri og flóknari. En þaö var þessum óbilandi feröahug aö kenna, sem heltekur mig á sumrum, aö ég lét ekki segjast og ákvaö aö demba mér á notkun á almenningsvögnum. Ég haföi ekki glóru um tímasetningar. í gamla daga gekk tvisturlnn á tólf mínútna fresti aö mig minnir. Ég upp- götvaði aö strætó gekk á tuttugu mínútna fresti. Vagninn kom og ég sté um borö. Þaö kostaöi hundraðkall í strætó. Ég átti ekki hundraðkall, en ég átti fimmhundruökall. Fag- mannlega bað ég um kort. Jú, bílstjórinn átti kort meö fimm miöum. „Þá fæ ég eitt þvílíkt," sagöi ég. „Þaö er ekki fjárhagslega hagkvæmt aö kaupa bara fimm miða,“ var svariö sem ég fékk. „En ég á ekki hundrað í lausu, ég verð aö fá kort.“ „Gott og vel, en mundu aö þaö er ekki fjárhagslega hag- kvæmt." Ég, græninginn í notkun almenningsvagna, var nokkuö glaöur yfir að hafa loksins fengiö miöann og getaö borgaö. Ég fór síöan aö velta þessu fyrir mér og undir þaö síöasta dró ég þá ályktun aö þetta væri partur af aukinni þjónustu strætó viö neytendur. Vagnamir væru orönir einhvers kon- ar ráöleggingarmiöstöövar fyrir þá sem notuðu þá, því víst hefur ekki vantað allar þessar auglýsingar um hve hag- kvæmt þaö er aö nota strætó í staö einkabílsins. Þaö er líka svo gaman aö keyra hægt um götur Reykjavíkur. Eftir meira en áratugarhlé frá notkun strætós var ég nokkuð ánægöur meö framgöngu mína í minni fyrstu ferö. Og það gekk líka vel í næstu fjórum feröum. Ég bauö góö- an daginn og mundi alltaf eftir aö styöja á hnappinn tíman- lega fyrir mína stoppistöð. Og aldrei ræddi ég viö vagn- stjórann meðan vagninn var á férð, þaö er bannað. „Fá miöa, takk.“ „Ertu íslenskur?" Svona hófst næsta tilraun mín til aö kaupa miða. Enn og aftur hafði ég einungis fimmhundruökall viö höndina, en mér fannst þetta samt skringilega spurt. Kannski var bílstjórinn aöfluttur íslendingur og bjóst viö aö ég værí landi hans. „Já, en get ég fengiö miða.“ „Ég get ekki skipt.“ „Ég ætla aö kaupa kort meö fimm miöurn." „Því miður, ég var aö klára kortin." Þetta var síðla kvölds og með herkjum tókst mér aö nurla saman í hundraökallinn. oksins alvöru r okktonleikap I Rage Against the Machine í Kaplakrika á laugardaginn

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.