Pressan - 10.06.1993, Síða 34
34 PRESSAN
SKILABOÐ
Flmmtudagurinn 10. júní 1993
M|NGUN FRA
STALVERKSMIÐJ-
UNNI...
Þrátt fyrir að nán-
ast engin starf-
semi hafi verið í
kringum Stálverksmiðj-
una í Hafharfirði um
langt skeið mun margt
vera í ólestri í mengunar-
málum í verksmiðjunni.
Inni í henni munu vera
geymd ýmis efni sem
hætta stafar af. Má þar
nefna miklar birgðir af
rafgeymum sem lekur úr
niður í hraunið, en þar
undir eru geysilega miklar
vatnsrásir sem renna ffam
Reykjanesskagann. I fyrra
gerði heilbrigðiseftirlitið
alvarlegar athugasemdir
við skiptastjórann vegna
ástandsins þama. Þá heyr-
ast sögur af því að á sín-
um tíma hafi aldrei gefist
tími til að klára uppsetn-
ingu mengunarbúnaðar,
sem jafhvel kom aldrei til
landsins, og því hafi mik-
ið af skaðvænlegum
þungamálmum farið út í
andrúmsloftið þann
stutta tíma
sem verk-
smiðjan var
starfrækt.
Nú blasir
það við að
Guðmundur Ámi Stef-
ánsson, bæjarstjóri og til-
vonandi ráðherra, hefur
gert miklar tilraunir til að
koma verksmiðjunni af
stað, meðal annars vegna
beiðni ffá Búnaðarbank-
anum og Iðnlánasjóði,
sem greinilega verða að
afskrifa gífurlegar upp-
hæðir vegna verksmiðj-
unnar.
Leiðrétting
I grein um skattsvik
Ómars Kristjánssonar og
fyrirtækis hans Þýzk-ís-
lenska hf., sem birtist í 19.
tbl. PRESSUNNAR, var of
há upphæð nefnd. Hið
rétta er að fyrirtækið var
dæmt til að greiða ríkis-
sjóði vegna vangoldinna
skattgreiðslna rúmar 26
milljónir króna. Sé sekt-
um og viðurlögum bætt
við þá tölu verður upp-
hæðin sem kom í hlut rík-
issjóðs samtals 54 milljón-
ir króna en ekki 125 millj-
ónir, eins og sagt var í
greininni. Sú tala hefur
reyndar áður birst á
prenti og vissi blaðamað-
ur ekki betur en Ómari
hefði þar verið gefinn
kostur á leiðréttingu. Það
breytir því ekki að hann
var í blaðagreininni
ómaklega kenndur við
heldur vafasamt fslands-
met á þessu sviði. Þá urðu
blaðamanni á þau mistök
að segja að Ómar, sem
dæmdur var í eins árs
fangelsi, hefði þar af feng-
ið níu mánuði óskilorðs-
bundna. Hið rétta er að
þar voru níu mánuðir
skilorðsbundir. Biðst
blaðið velvirðingar á
þessu.
Ritstj.