Pressan - 10.06.1993, Side 35
Pressan
230 krónur
í lausasölu
[Vikuritid
PRESSAN fylgir
án endurgjaldsj
HAFA SKAL Þ A Ð SEM BETUR HLJOMAR
Einkafrétt GULU PRESSUNNAR
Hneyksli hjá Framkvæmdasjóði
Skutu mann sem ætlaði að
kaupa laxeldisstöð
- Fyrir misgáning héldu starfsmenn að
hann væri að sækja um lán til að setja
nýja fiskeldisstöð á stofn.
Síðumúlafangelsinu, 9, júní.
„Þetta kemur mér í sjálfu
sér ekki á óvart. Ástandið
hér hefur verið á suðu-
punkti og sumir starfs-
menn eins og gangandi
tímasprengjur," sagði
Snorri Tómasson hjá
Framkvæmdasjóði Islands,
en tveir starfsmenn sjóðsins/"" ufi
þeir Jón Ögmundsson og Jörund-
ur Sighvatsson, skutu, að því er
virðist fyrir misgáning, mann sem
kom inn í Framkvæmdasjóð til að
forvitnast um möguleg kaup á
fiskeldisstöð. Starfsmennirnir bera
því við að þeim hafi fundist mað-
urinn ætla að biðja um lán til að
setja á stofn nýja stöð.
„Það er ljóst að margir starfs-
menn hafa ekki komist yfir þau
sálfræðilegu áföll sem fiskeldið og
juiuiiuui a ICIU i Jriuimyrbiu.
töpuð útlán hafa haft í för með
sér. Það lá til dæmis við uppþot-
um í mötuneytinu fyrir skömmu
þegar matráðskonan hafði lax í
matinn,“ sagði Snorri.
„Auðvitað hefur maður samúð
með þessum mönnum, en ég held
að manni verði ekki stætt á öðru
en að ákæra fyrir manndráp/
sagði HaUvarður Einvarðsson rík-'
issalcsóknari.
Lausn útskiptingar/ráðherra/endur-
nýjunar/andlitslyftinqar-málsins
Bryndís verður ráðnerra
Reykjavík, 9. júní.
„Það er ósköp einfalt; hún er
langvinsælust af öllum þessum
kandídötum sem við höfum verið
að skoða. Auk þess lít ég svo á að ég
sé að spara þjóðarbúinu stórar fjár-
hæðir, því auðvitað getur hún not-
að bílinn minn, ferðast með mér er-
lendis og búið á sömu hótelum.
Þetta með Össur var bara brand-
ari,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son þegar hann útskýrði þá niður-
stöðu flokksráðsfundar Alþýðu-
flokksins í gær að taka Bryndísi
Schram inn í ríkisstjórnina. Sam-
kvæmt heimildum GP verður
Bryndís umhverfisráðherra, en við-
skipta- og iðnaðarráðuneyti verða
lögð niður. Þeir Össur Skarphéð-
insson og Guðmundur Árni Stef-
ánsson fá að halda ráðherrabílun-
um og munu hafa sætt sig við það.
„Iðnaðurinn er hvort eð er búinn
að vera, þannig að það tekur því
ekki að halda úti sérstöku ráðuneyti
fyrir hann,“ sagði Jón Baldvin. ■*'*
En hvernig líst sjálfstæðismönn-
um á málið: „Bara vel, talck fyrir.
Bryndís er feikilega skemmtileg og
nú fer maður að hlakka til ríkis-
stjórnarfunda,“ sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra.
„Ég held að Jón Baldvin hafi
horft á of margar rómantískar
myndir,“ var það eina sem Þor-
steinn Pálsson vildi láta eftir sér
hafa.
Umsókn Jóns um
Bryndís Schram veröur nýr umhverf-
isráöherra. „Hefur mun betri áhrif á
umhverfiö en Össur og Eiöur,“ segir
Jón Baldvin.
Reykjqvik, 9. júni.______________
Blaðamönnum GULU PRESS-
UNNAR tókst að fá afrit af um-
sókn Jóns Sigurðssonar iðnaðar-
ráðherra um stöðu Seðlabanka-
stjóra. Það var sko enginn hægðar-
leikur, en með því að múta hátt-
settum embættismönnum í við-
sldptaráðuneytinu... eldd orð um
það meir. Hér kemur bréfið:
Kæri Ágúst.
Eins og þú kannski áttir von á hef
ég hugsað mér að sækja um stöðu
Seðlabankastjóra. Ég kýs að vera
stuttorður um feril minn, enda hlýt-
ur hann að vera flestum kuntiur. Ég
erfæddur á ísafirði og þótti snemma
efnilegur. Ég lœrði að lesa fimm ára
og reikningur var mitt besta fag í
barnaskóla. Égfór í Menntaskólann
á Akureyri og hlaut þar klassíska
menntun og dúxaði auðvitað. Síðan
ákvað ég að hleypa heimdraganum
og læra hagfrœði í útlöndum, en allt
þetta sést betur í Hagfrœðinga- og
viðskiptatali og Samtímamönnum.
Undanfarin ár hef ég verið ráð-
herra í tveimur ríkisstjórnum. Mér
finnst ég hafa staðið mig vel, en ég
hef reyndar verið dálitið óheppinn
með álið eins og Jóhannes getur
áreiðanlega útskýrtfyrir þér. — Tal-
andi um Jóhannes þá hef ég sam-
kvæmt ráðleggingum hans búið mig
undir starfið með því að lesa mér til í
listasögu.
Nú, til qð gera langa sögu stutta
þá er orðið drepleiðinlegt í þessari
pólitík. Endalaust flaður upp við al-
menning og að þurfa að eiga orða-
stað við menn eins og Pál Pétursson,
já eins og Englenditigar segja; þetta er
ekki minn tebolli. Þess vegna leyfi ég
mér að sækja utn stöðuna, Gústi
minn, eins og við höfðum talað um.
Virðingarfyllst,
Jón Sigurðsson, dux Islandicus.
P.s. Ég veit að launin verða ekki
neitt vandamál, en mér þætti vœnt
utn að fá aðeins hærri laun en þeir
Biggi og Totnmi.
Ljósmyndari GP náöi þessari einstæöu mynd þegar Jón Sigurðsson gaf sér
tíma til aö skrifa umsóknina.
Nýjar vísindalegar upplýsingar um bókhald SÍS tengd-
ar öngþveitiskenninaunni
Sambandið er í raun
svart hol
Útskýrir sérkennilegan Ijósagang um síðustu helgi.
Njósnir hjá Strætisvögnum Reykjavíkur úr böndunum
Njósnararnir fleiri en farþegarnir
irkjusandi, 8 júní. _______
„Jú, við höfum fylgst með þessu
með vaxandi áhyggjum. Fyrst f stað
héldum við að þetta væri bundið
við rekstur Sambandsins en nú
virðist okkur sem þetta ætli að
breiðast út. Við getum ekki sagt á
þessari stundu hvar þetta endar, en
svo virðist sem ísland verði gjald-
þrota innan ekld of margra ára,“
sagði Sigurður Þórðarson ríkisend-
urskoðandi, sem stýrir starfshópi
endurskoðenda, hagfræðinga og
vísindamanna.
Starfshópurinn hefur farið ofan í
rekstur Sambandsins til að fá botn í
hvað þar er á ferðinni, en rökstudd-
ar grunsemdir eru um að fyrirbærið
breiði úr sér með vaxandi hraða.
Ekki alls fýrir löngu fengu menn
síðan skelfilega hugdettu: „Það má
segja að þetta hafi komist upp fyrir
tilviljun. Ein úr hópnum sagði sem
svo að rekstur Sambandsins væri
eins og svart hol og þá kveikti
stjörnufræðingurinn. Hann er til
dæmis viss um að ljósagangurinn
um síðustu helgi sé tengdur þessu,“
sagði Sigurður.
„Ef horft er til öngþveitiskenn-
ingarinnar má að nokkru skýra
hvað þarna hefur farið af stað. Svo
virðist sem þeir Sambandsmenn
hafi óafvitandi sett í gang atburða-
rás sem virðist æda að hafa skelfi-
legar afleiðingar,“ sagði Öm Jökuls-
son stjarnffæðingur, sem vill fá að
kalla svarta holið Miklahol í höfuð-
ið á Miklagarði.
Reykjovik, 8. júni,________________
„Eg vil hvorki játa né neita að
þessir menn séu á okkar vegum,“
sagði Sveinn Björnsson, forstjóri
SVR, en svo virðist sem átak fyrir-
tækisins til að fylgjast með starfs-
mönnum hafi farið úr böndum.
„Ég skildi ekkert í þessu. Þegar
ég byrjaði aksturinn í morgun fór
að streyma ffekar tortryggilegt lið
inn í vagninn. Vanalega eru ekki
nema syfjaðir námsmenn með
mér snemma á morgnana, þannig
að það blasir við að eitthvað ein-
kennilegt er á seyði,“ sagði Gunnar
Þengilsson, vagnstjóri á leið fimm,
en í gærmorgun fylltist vagninn
allt í einu af torkennilegu fólki.
„Þessi njósnamál eru auðvitað
farin að hafa áhrif á reksturinn.
Farþegar eru til dæmis hættir að
þora að láta sjá sig og því miður
virðast njósnararnir neita að
borga,“ sagði Bjarki Vilhelmsson,
trúnaðarmaður strætisvagnabíl-
stjóra.
Þá hefur GP heimildir fýrir því
að upphaf málsins sé það að Jó-
hann Þórhallsson, sem keyrir á leið
Vísindamenn skoöa heilabylgjur starfsmanns í bókhaldsdeild Sambandssins.
Svona byrjaöi dagurinn á leiö fimm í gærmorgun.
18, hafi kornið á Benz til vinnu
einn daginn. Hafi þá valcnað grun-
semdir um að ekki væri allt með
felldu varðandi skilin hjá honum.
Skýringin mun hafa fengist síðar á
þessu, því Jóhanni tæmdist arfur.
Þá var hins vegar búið að ráða
njósnarana.