Pressan - 01.07.1993, Page 7

Pressan - 01.07.1993, Page 7
F R E TT I R Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 pressan 7 SJuDIR TÆMDIR í STJÖRNARTÍD HRAFNS GUNNLAUGSSONAR Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda neitar að samþykkja ársreikninga félagsins. HRAFN GUNNLAUGSSON TekjurSÍK voru 1,6 milljónir, en útgjöldin 3,4. Mikill titringur er nú meðal fé- lagsmanna og nýkjörinnar stjórnar Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda í kjölfar aðalfundar SÍK á dögunum, þar sem lagðir voru frarn heldur óglæsiiegir ársreikning- ar félagsins frá því í stjórnartíð Hrafns Gunnlaugssonar, sem nú hefur látið af starfi formanns. Stjórnin reyndist hafa eytt gífurlega miklum fjármunum, bæði í ferðalög og lögfræðikostnað, og er varasjóður félagsins nánast tómur. Ekki fengust skýr svör varðandi óeðlileg útgjöld stjórnarinnar síðasta starfsár og samþykkti aðalfúndurinn ársreikn- inga félagsins aðeins með þeim fýr- irvara að endurskoðandi myndi yfir- fara þá. Niðurstöðu hans er nú beð- ið með nokkurri eftirvæntingu, en til marks um tortryggni kvikmynda- gerðarmanna má nefna að Ásdís Thoroddsen, eigandi kvikmyndafé- lagsins Gjólu, hætti við að ganga í SÍK á fundinum og ákvað að bíða þess að endurskoðandi hefði farið yfir bókhald félagsins. Töluverð stefnubreyting virðist JÓN ÓLAFSSON Gerði athugasemdir við ársreikningana. hafa orðið á rekstri stjórnar SÍK í stjómartíð Hrafhs, en kostnaður var hverfandi árin á undan er Ágúst Guðmundsson gegndi stöðu for- manns og Jón Ólafsson stöðu gjald- kera. Það var einmitt Jón Ólafsson sem fyrstur gerði athugasemd við reikninga félagsins á aðalfúndinum nú. Þar kom ffam að ferðakostnað- ur ásamt dagpeningum hefði á liðnu ári numið um hálfri milljón og kostnaður vegna lögffæðiaðstoðar einni og hálffi milljón. Árið 1991, í stjómartíð Ágústs Guðmundssonar, hljóðaði lögfræðikostnaður hins vegar upp á 250 þúsund og ferða- kostnaður stjórnar var enginn. Sam- kvæmt ársreikningum SÍK voru tekjur félagsins á liðnu ári 1.667.000, en útgjöld 3,4 milljónir. Lögfræðingur félagsins, Tómas Þorvaldsson, virðist hafa haft ærinn starfa í stjómartíð Hrafns ef marka má tekjur hans, eina og hálfa millj- ón, en ekki fékkst nákvæm skýring á því á aðalfundinum í hverju störf hans á vegum félagsins hefðu bein- línis verið fólgin. Hár ferðakostnað- ur stjómar var aftur á móti skýrður með ferðum stjórnar SlK á kvik- myndahátíðina í Cannes bæði í fýrra og í vor. Samband íslenskra kvik- myndaffamleiðenda hafði til margra ára varasjóð upp á að hlaupa, en svo virðist sem hann sé nú nánast upp urinn og mun fjárhagsstaða félagsins vera afleit. Þó að sú saga hafi um nokkurt skeið gengið meðal kvik- myndagerðarfólks að lítið væri orðið efúr inni á reikningum SÍK mun víst fæsta hafa grunað að ástandið væri orðið eins slæmt og raun ber vitni. Á aðalfundi Sambands íslenskra kvilcmyndaframleiðenda var Snorri Þórisson kjörinn formaður, en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Við því starfi tók Ari Kristinsson en nýr gjaldkeri er Halldór Þorgeirsson. I varastjórn voru kjörnir Sigurður Pálsson og Júlíus Kemp. Svala Björk Amardóttir, fegurðardrottning lslands. Qóðar fréttir fyrir þá sem vilja treysta fjárhagsstöðu sína í framtíðinnil 0 Reglulegur sparnaður hefur margoft sannað gildi sitt þegar ungt fólk leggur í kostnaðarsamt nám, stofnar heimili eða kaupir húsnæði. Nú, þegar skyldusparnaður heyrir sögunni til, er brýnt að sparnaður haldi áfram á raunhæfan hátt. Spariáskrift að STJÖRNUBÓK er tvímælalaust góður kostur. X Verðtryggð inneign með háum vöxtum. X Lánsréttur til húsnæðiskaupa, allt að 2,5 milljónum króna til allt að 10 ára. X Spariáskrift - öll innstæðan laus á sama tíma. X 30 mánaða binditími. Unnt er að losa bundna innstæðu gegn innlausnargjaldi. Það er auðvelt að safna í spariáskrift - nieð sjálfvirkum millifærslum af viðskiptareikningi eða heimsendum gíróseðlum. STJÖRNUBÓH BÚNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.