Pressan - 01.07.1993, Page 9
Fimmtudagurinn 1. júlí 1993
F R ETT I R
PRESSAN
Sigurður H. Garðarsson í rannsókn vegna
nýtingar ó tryggingavíxli:
ANNAR HAG-
SKIPTAA/IANNA
MEÐ 50 MILLJ-
ÓNA ÞROTABÚ
Skiptum er lokið í
persónulegu þrotabúi
Sigurðar H. Garðars-
sonar, sem er annar
hinna svokölluðu Sig-
urða í Hagskiptum.
Eftir litríkan og á
margan hátt œvin-
týralegan viðskipta-
feril var Sigurður
gerður upp í byrjun
mánaðarins ogfund-
ust engar eignir í bú-
inu upp í 50,3 millj-
óna króna kröfur.
Sigurður H. Garðarsson var úr-
skurðaður til skipta íyrir ári. Það
var íslandsbanld sem krafðist
gjaldþrotaskiptanna, enda stærsti
kröfuhafinn, en þar sem engar
eignir fundust fær bankinn ekki
einu sinni 150 þúsund króna
trygginguna greidda. íslandsbanki
átti, ásamt Verðbréfamarkaði Is-
landsbanka, annars um 25 millj-
óna króna kröfu í búið, en aðrar
stærstu kröfur voru frá Lands-
bankanum, 7,5 milljónir, og Bún-
aðarbankanum, 4,5 milljónir.
„Sigurðarnir" eða „pappírstígr-
arnir“ í Hagskiptum, Sigurður H.
Garðarsson og Sigurður Öm Sig-
urðsson, hafa komið við sögu
stofnunar og sölu mikils fjölda
fyrirtækja. Má þar nefna Hag-
skipti, verðbréfasjóð Hagskipta,
matvöruverslunina Valgarð, Selja-
kaup, Ferðamiðstöðina, Ferða-
þjónustuna, Nýja-Garð hf., S.
Trausta hf., íslenska þjónustu,
Naustið, Tunglið, Kaffi Hressó,
Kjötmiðstöðina, Fjárskipti hf.,
Fjárfesti hf., Hagflöt-Vesturvang
hf., Parísartískuna, söluturn við
Rofabæ, Kostakaup og Viðskipta-
þjónustu Sigurðar Arnar hf.
Ferðamiðstöðina keyptu Sig-
urðarnir af Guðjóni Styrkárssyni
og var nafhi fyrirtækisins breytt í
Ferðamiðstöðina Veröld, sem
Andri Már Ingólfsson stýrði. Síð-
an voru reksturinn og eignirnar
seld Svavari Egilssyni, en Sigurð-
arnir stofnuðu í kjölfarið hlutafé-
lagið Ferðaþjónustuna. Það félag
var síðan tekið til stórra gjald-
þrotaskipta, sem mikil málaferli
hafa spunnist um. Meðal annars
tók RLR til rannsóknar meintan
fjárdrátt Sigurðar H. Garðarsson-
ar í tengslum við uppgjör á þrota-
búinu, en hann var talinn hafa
hagnýtt sér um 5 milljóna króna
tryggingavíxil frá Svavari Egils-
syni. Ekki er vitað hvað út úr
þeirri rannsókn kom.
Nýi-Garður hf. rak verslun, en
síðar var nafni fýrirtækisins breytt
í S. Trausta hf. Ætlunin var að
hefja fiskútflutning. Fyrirtækið
var tekið til gjaldþrotaskipta í des-
ember 1989. Engar eignir fundust
upp í lýstar kröfur, sem að núvirði
hljóðuðu upp á rúmlega 20 millj-
ónir króna.
Fleiri félög Sigurðanna hafa
endað í skiptum, svo sem Frjálst
útvarp hf., sem þeir stofnuðu
ásamt Hreiðari Svavarssyni í
Smiðjukaffi og fleirum.
3 Góðir saman
Umboðsmenn um land allt: A.G. Guðmundsson sf„ Húsavfk • Ásbyrgj hf.. Akureyri • Ásgeir Bjðmsson, Siglufirði • Guðrún sf.,
Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, Isafirði • Roynir sf., Blönduósi • Sigbjörn Brynjólfsson. Egilsstöðum • Svanberg hf., Vest
mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirðí •
Góðgætifrá Góu...
Umboðsmenn um land allt: Á.G. Guðmundsson sf., Húsavik • Asbyrgi hf. Akureyri • Ásgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf.,
Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, fsafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjöm Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest-
mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði •
Rúsínur Vi Kg.
Dökkar
Ljósar
Umboðsmenn um land allt: A.G. Guðmundsson sf„ Húsavik • Asbyrgi hf. Akureyri • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„
Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjöm Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest-
mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði •
Góógætifrá Góu...
. ...........
■mt ^
25 ára 1992
PRESSAN
FYRIR HELGINA !
ÁSKRIFTARSÍMINN ER 643080