Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Vaxandi stuðningur er við Rannveigu í varafor- mannsembættið en talið er fullvíst að ákvörðun verði tekin á næstu dögum eða vikum. GUÐMUNDUR ARNISTEFÁNSSON Hefur talsverðan áhuga á emb- ættinu en það háir honum að vera karlmaður. Baráttan tengist fyrirhuguðu prófkjöri á Reykjanesi. Rannveia, Ragn- heiöur eöa Guð- mundur Árni? Alþýðuflokksmenn leita nú með logandi ljósi að verðugu varaformannsefni og er talið hugsanlegt að það ráðist á næstu dögum eða vikum hver það verður. Jón Baldvin Hannibalsson hugðist geyma það til haustsins, en aðrir flokksmenn vilja flýta þeirri ákvörðun. Benda má á að að- eins 7 meðlimi flokkstjórnar þarf til að knýja ffam ákvörð- un um flýtingu fúndar. Menn í kringum formanninn hafa á síðustu dögum helst litið til Ragnheiðar Bjarkar Guð- mundsdóttur hjá Olís en hún var í þriðja sæti flokksins í Reykjavík í borgarstjórnar- kosningunum 1986. Hún þótti standa sig vel þá, en hef- ur lítið starfað síðustu misser- in þar til á átakafundinum á dögunum er hún hélt herskáa tölu. Möguleikar Valgerðar M. Guðmundsdóttur, for- manns samtaka Alþýðu- flokkskvenna eru taldir fara þverrandi en mjög sterk hreyfing er fyrir því að Rann- veig Guðmundsdóttir fái embættið. Helst er það for- maðurinn sjálfur sem er lítt hrifinn af þeirri hugmynd. Þá er enn í umræðunni nafn Margrétar Bjömsdóttur end- urmenntunarstjóra. Enginn karlmaður kemur til greina í embættið, að undanskildum Guðmundi Árna Stefánssyni sem er sagður hafa mikinn áhuga. Erfitt yrði að standa í vegi fyrir honum ef hann sækti embættið stíft. Guð- mundur Árni og Rannveig standa nú sterkust að vígi í Reykjanesi eftir brotthvarf Karls Steinars Guðnasonar og Jóns Sigurðssonar og því tengist varaformannsembætt- ið nokkuð væntanlegu próf- kjöri þar. Þorsteinn iær styrk í síðustu viku var haldinn fundur hjá Kvikmyndasjóði Evrópuráðsins þar sem teknar voru ákvarðanir um úthlutan- ir styrkja. Meðal styrkþega að þessu sinni var Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðar- maður, sem vinnur að gerð myndarinnar Skýjahöllin, en hún er byggð á barnasögunni Emil og Skundi eftir Guð- mund Ólafsson. Þorsteinn hlaut styrk upp á 1,2 milljónir franskra franka, sem nálgast að vera fimmtán milljónir ís- lenskar. Fulltrúi íslands í sjóðnum er Ólafur Amarson, en Islendingar hafa að undan- förnu fengið margfalda til baka í styrkfé þá litlu upphæð sem við leggjum ffam í sjóð- inn á ári hverju. Allir skráöir í Sjjálfstæöisflokk- inn Forkólfar í aðildarfélögum SUS sitja nú með sveittan skallann við að fjölga meðlim- um í félögum sínum. Ástæðan er sú að félögin fá úthlutað þingsætum á aðalfundi í sam- ræmi við fjölda meðlima. Frambjóðendur í formanns- kjörinu, þeir Jónas Fr. Jóns- son og Guðlaugur Þór Þórð- arson leggja mikla áherslu á að félög sem þeim eru vilhöll fái sem flesta fulltrúa á þingið. Óstaðfestar fréttir herma að svo rösklega hafi verið gengið fram í nýskráningunum að 0.7% atkvæðabærra manna og kvenna á íslandi hafi verið skráð í Sjálfstæðisflokkinn á síðustu vikum. Þetta skýtur nokkuð skökku við niður- stöður síðustu skoðanakann- ana. Þór hættir viö aö hætta Eins og kunnugt er fékk Þór Magnússon, þjóðminjavörður tveggja ára leyfi ffá störfum. Á þessu tímabili hefur hann ein- beitt sér að ritun sögu silfúr- smíði á Islandi en leyfið var þó ekki eingöngu tilkomið vegna áhuga hans á silfursmíði. Menn honum nákomnir segja hann hafa verið orðinn nokk- uð ákveðinn í að hætta alfarið sem þjóðminjavörður að leyf- inu loknu en nú hafl hann skipt um skoðun, ekki síst vegna arftaka síns, Guðmund- ar Magnússonar. Mun Þór ætla að taka við stöðu sinni eftir ellefu mánuði og sitja Bílaverkstæði Borisar RÚSSARNIR OG BILARNIR. Starfsmenn rússneska sendiráðsins eru um það bil að gera út af við íbúa Sólvallagötunnar. Starfsmenn sovéska sendi- ráðsins sem búsettir eru við Sólvallagötu 55 eru um það bil að gera út af við nágranna sína með hávaðamengun. Daginn út og inn ku þeir liggja yfir ryðguðum bílhræj- um með slípirokka, sem að sögn nágranna Rússana, mynda þvílík óhljóð að ekki er líft í götunni daglangt. Rússamir haldi sig hins vegar innan lögreglusamþykktar, þ.e vinni í bílunum frá átta á morgnana tfl tíu kvöldin, og því sé ekkert hægt að aðhaf- ast. „Við erum oftsinnis bún- in að kæra ónæðið til lögregl- unnar en hún getur ekkert gert. Ibúarnir hafa því tekið höndum saman um að safúa undirskriftum til þess að losna við slípirokkinn," segir argur nágranni. „Sólvallagat- an eru bílaverkstæði líkust. Frá því í fyrra hefur þetta breyst hjá þeim úr viðhaldi ökutækja í léttan iðnað.“ Fyrir utan hús Rússana standa nú fjórar númerslaus- ar biffeiðar sem þeir eru að gera upp; ein Lada, ein Volga og tveir Volvoar. „Löreglan hefur boðist til að draga bíl- ana í burtu en við höfum ekki haft brjóst í okkur til að láta fjarlægja þá. Allt sem við viljum er að losna við hávað- ann sem minnir einna helst á háværan tannlæknabor.“ Sem kunnugt er hafa rúss- neskir sjómenn verið dugleg- ir að afla sér bílhræja að und- anfömu, reyndar svo iðnir að mönnum hefur þótt nóg um og ákveðið merkja bílana „Not for Sale.“ Nú hafa send- irráðsstarfsmennirnir bæst í hópinn. sem fastast þar til nýr mennta- málaráðherra tekur við völd- um. Skiptastjóri Miklagarös neit- ar aö tala viö stórkaupmenn Eins og fram hefur komið fer nú ffarn fjölmennasta jarð- arför Islandssögunar, sumsé stórútsalan sem þrotabú Miklagarðs stendur fyrir. Margir em óhressir með þessa viðskiptahætti, ekki síst stór- kaupmennirnir sem seldu Miklagarði eitthvað af útsölu- varningnum upp á krít en em hreint ekki vissir um að fá greiddar kröfur sínar í þrota- búið. I vikunni reyndi Félag íslenskra stórkaupmanna að koma á fundi með skiptastjór- um búsins, þeim Jóhanni Ní- elssyni og Ástráði Haralds- syni lögmönnum. Á fúndinn var líka boðin Jenný Stefanía Jensdóttir, sem skrifaði at- hyglisverða grein um málið í Moggann á dögunum. Hún tók vel í boðið, en skiptastjór- amir þverneituðu hins vegar. Þeir sögðust ekki fara á „ein- hverja félagsfundi" úti í bæ, þótt haldnir hafi verið fundir á borð við þennan með skiptastjórum oftsinnis áður. Hjálmar Hjálm- arsson ráömn til Þjóöleikhússins Margir hafa beðið þess með nokkurri eftirvæntingu, hvaða leikari yrði ráðinn til Þjóðleik- hússins næsta starfsár, til við- bótar við þá fimm sem þegar hefur verið skýrt frá. Nú er loks búið að taka ákvörðun um að ráða Hjálmar Hjálm- arsson, ekki-fréttamann með meim. Hjálmar hefúr starfað í Þjóðleikhúsinu undanfarna tvo vetur og meðal annars tekið þátt í sýninguniun Dýr- in í Hálsaskógi og Ég heiti ís- björg, ég er ljón. Hjálmar hef- ur fráleitt setið aðgerðarlaus undanfarin ár. Engu að síður getur hann hrósað happi yfir að vera nú loks kominn „í höfn“, með fastan samning hjá Þjóðleikhúsinu, en alls sóttu 70 leikarar um. RAGNHEIÐUR BJÖRK GUDMUNDSDOTTIR Formaðurinn Irtur til hennar sem varaformannsefnis en hún stóð sig vel í kosningunum 1986 er hún var í 3. sæti listans í Reykjavík. ÞORSTEINN JÓNSSON Kvikmyndasjóður Evrópuráðsins styrkir mynd hans, Skýjahöllin um 15 milljónir króna. JÓNAS FR. JÓNSSON Nýskráðir í SjálfstæðisMkinn vegna formannskosninga í SUS nema 0.7% atkvæðisbærra manna. ÞÓR MAGNÚSSON Hættur við að hætta vegna Guðmundar Magnússonar. BlRGIR RAFN JÓNSSON Félag íslenskra stórkaupmanna átti sitthvað vantalað við skiptastjóra Miklagarðs. Þeir neit- uðu að mæta á fund. HJÁLMAR HJÁLMARSSON Úr ekki-fréttunum í Þjóðleikhúsið. UMNIÆLI VIKUNNAR „Það er sannfœring mín að allir sem eru „nörd“ á unglingsárunum verða annaðhvort frœg andlit í þjóðfélaginu eða lögregluþjónar þegar þeir fullorðnast. “ Páll Óskar Hjálmtýsson „Frelsið býður hættunni heim.“ Sigfús Bjarnason, formaður leigubílafélagsins Frama. Ritstjórinn vill mútur! „Við getum hagnast miklu meira á að láta múta okkur til að veiða ekki hval en á hvalveiðum.“ Oddur Ólafsson spekingur Borubóndiim Baldur Hermannsson „Bóndinn sem í Baldri bærist heldur sig nokkuð neðarlega, líkast til í borunni.“ Jón Sigurðsson í Skollagróf í Villingaholtshreppi. Öðruvísi mér áður brá! „Ég þekki ekki bömmer.“ Bubbi Morthens poppari. Losna við réttindafugla „Það eru hér tveir starfsmenn alveg sérstaklega sem ég hefði nú átt að geta fjarlægt fyrii löngu.“ Maigrét Guðnadóttir, fúl frá náttúrunnar hendi Sœmd eðalborinna jómfrúa „Hannes Hólmsteinn ver hagsmuni Kolkrabbans af sömu vígfúsu skyldurækninni og farandriddarar til forna vörðu sæmd eðalborinna jómfiúa." _____________ Örnólfur Árnason samsærasmiður

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.