Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 38

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 38
38 PgESSAN ’é 943ðí UP JW0ít3 v*^ Sá stóri Hvernig liði þér ef þú værir 13 ára þegar þú færir að sofa en þrítugur þegar þú vaknaðir? Hláturinn lengir Iffið en við viljum vara við því að mikill hlátur í of stórum skömmtum getur valdið einkennilegum brosgrettum í andliti. Það er því rétt að hita vel upp fyrir þessa mynd með Fyndnum fjölskyldumyndum og Dame Ednul Fyndnar fjölskyldumyndir Þessir þættir eru án efa einhverjir þeir vinsælustu fyrr og síðar enda fátt skemmtilegra en að hlæja sig máttlausan að meinfyndnum myndglefsum af náunganuml Elskan, ég minnkaði börnin Frábærlega vel gerð gamanmynd fyrir alla fjölskylduna frá Walt Disney. Þegar krakkarnir lenda í nýjustu uppfinningu pabba sfns, minnkunarvélinni, upphefst ævintýraleg og fyndin leit að þeim þvi þau eru aðeins nokkrir millímetrar á hæðl Sólstingur Þegar pabbi gamli hrekkur upp af bíða erfingjarnir spenntir eftir að erfðaskráin verði lesin upp. En sá gamli vissi sínu viti og audæfum hans fylgja skilmálar. Það barna hans sem fyrst eignast afkomanda dettur f lukkupottinn. Þaðverðurheldurbetur hamagangur í öskjunni og nú er bara að sjá hvert þeirra verður fyrst! Beint á ská 21/2 Þessi mynd er svo fyndin að fólk tekur loftköst, svo ekki sé minnst á hlátursköst, í stólunum heima i stofu. Það er góð hugmynd að færa stofuborðið frá sófanum eða sitja bara á gólfinu þegar lögregluforingi allra tíma, Frank Drebin, birtist á skjánum. Það er ekki vitað hvort hann hefur mælanlega greind og enginn veit hvaða öfl reka hann áfram í baráttunni gegn glæpuml II Dame Edna Það eru ekki margir sem komast upp með að henda stórstirninu Jane Fonda á dyr, tuska Chubby Checker til eins og smástrák á meðan verið er að kenna honum að tvista og fá sinn mesta aðdáanda, Douglas Fairbanks yngri, f heimsókn. Engin nema Dame Edna Everage og ef þú hefur ekki þegar haft þá ánægju að kynnast henni ættirðu ekki að láta þetta stórgóða tækifæri þér úr greipum ganga! Freddie Starr Búðu þig undir hárbeitta breska brandara með alþjóðlegu fvafi. Búðu þig líka undir að sjá nýjar hliðar á hnefaleikamanninum Frank Bruno og kaupsýslumanninum, poppstjörnunni og leikaranum Adam Faith. Reyndu ekki að velta því fyrir þér hvað Freddie Starr tekur sér fyrir hendur næst - það veit enginnl Addams-fjölskyldan Á þaki fjölskyldusetursins erstórpottur. [ honum bíður eitthvað óvænt, sjóðandi heitt og hættulega fyndið. Þannig hefst sagan um Morticiu Addams, eiginmann hennar og eldheitan elskhuga, Gomez, Hönd, Fester frænda og fleiri kynlega kvisti sem halda þessari vönduðu gamanmynd á furðuflugi! Rowan Atkinson Þessi breski grínisti þykir með þeim bestu í heimi og við ábyrgjumst að þetta er einhver fyndnasti þáttur sem sýndur hefur verið á Stöð 2! Prakkarinn 2 Lilli er martröð en Trixie gefur honum ekkert eftir þegar prakkastrik eru annars vegar. Þessi sakleysislegi, Ijóshærði og bláeygi keppinautur Lilla heldur honum vel við efnið. En Lilli verður að passa sig vilji hann ekki sitja uppi með fósturmóður númer 32 í röðinni! Hver er Harry Crumb? Hann hefur taugar úr stáli, vöðva úr járni og heila úrtré! Þessi skrítna lýsing hér að framan á að sjálfsögðu við einkaspæjarann Harry Crumb en með hlutverk hans fer hinn viðkunnanlega íturvaxni John Candy. Sveitasæla! Chevy Chase hefur leikið í mörgum óborganlegum grínmyndum og Sveitasælal er með þeim fyndnari. Hafir þú ekki séð myndina skaltu ekki fyrir nokkra muni missa af henni. Ef þú hefurséð hana þá mælum við með því að þú sjáir hana aftur vegna þess að þú hlóst svo mikið síðast að þú misstir af nokkrum drepfyndnum atriðuml Buck frændi Hann er neyöarúrræði með gott hjartalag og hann á að gæta fimmtán ára stelpu og tveggja grislinga vegna veikinda i fjölskyldunnil John Candy er Buck frændi og hann miðlar óspart af broslegu innsæi sínu i þessari skemmtilegu gamanmynd. Krakkarnir eru ekkert yfir sig hrifnir en Buck frændi kann á þeim lagiðl Flmmtudagurinn 8. Júlí 1993 Athugasemd 1 smágrein sem birtist í Pressunni hinn 1. júlí sl. var farið rangt með nokk- ur atriði varðandi undir- U .C —. i_a »- • í r> uuiimg ao pingi ðam- bands ungra sjálfstœðis- manna, sem haldið verð- ur i ágúst. Á greininni mátti skilja að við Arnar Jónsson, framkvæmda- stjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefð- um persónulega staðið í vegi fyrir því að Jónas Fr. Jónsson, stjórnarmaður í SUS, fengi afhentar fé- lagaskrár aðildarfélaga sambandsins til afnota í kosningabaráttu sinni. í það var látið skína að reglum samkvæmt hefði skrifstofa SUS átt að af- henda honum þessa fé- lagalista. Hér er um misskilning að ræða. Hið rétta er þetta: Haft var samráð við framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, vegna þess að ekki er fordæmi fyrir því að beðið sé um félagaskrár til að nota í kosningabaráttu til emb- ættis formanns SUS. Að því samráði höfðu var ákveðið að afgreiða beiðni Jónasar samkvæmt þeim reglum sem gilda um próflcjör innan Sjálf- stæðisflokksins í Reykja- vík. Það er stjóm fulltrúa- ráðs flokksins í borginni sem ákveður hvort af- henda skuli frambjóð- endum félagalista. Blaða- maður lætur hins vegar hjá líða að greina frá kjama málsins, sem er sá að í stjóm fulltrúaráðsins sitja formenn allra sjálf- stæðisfélaga í Reykjavík og taka ákvarðanir um af- hendingu félagalista sem slíkir í umboði félaganna. Sannleikurinn í málinu er að hvorki fram- kvæmdastjóri né formað- ur SUS haífa umboð til að afhenda félagaskrár ein- stakra aðildarfélaga, held- ur verða ffambjóðendur að leita til hvers félags fyr- ir sig um slíkt Þetta gildir um báða frambjóðend- urna til embættis for- manns. Ákveði stjóm við- komandi aðildarfélags að afhenda ekki félagalistana, á það jafnt við um þá báða. Tölvutækar félaga- skrár eru í vörslu skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins og fást ekki afhentar nema með samþykki við- komandi félags. Guölaugur Þór Þóröarson, formaöur Sambands ungra sjálfstæölsmanna Gódar veíslur enda vel! Eftir einn ~ei aki neinn UUMFEPÐAR RAO

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.