Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 15
S KOÐ A N 1 R
Fimmtudagurinn 1. júlí 1993
PRESSAN 15
DAS KAPITAL
STJORNMAL
Hrunadans heimsveldis
Póstkortfrá Ítalíu
I mannkynssögunni greinir
frá risi og falli margra heims-
velda. Tilkoma þeirra hefur
verið afleiðing hernaðarsigra
sigursælla foringja og síðan
hafa heimsveldin horfið þegar
foringjamir fóru í orrustur og
biður ósigur. Ekki eru sagn-
ffæðingar þó á einu máli um
hrun Rómaveldis, en líkur
benda til að það hafi liðið
undir lok vegna blýeitrunar
eða sukks og ólifhaðar.
Á undanförnum árum hafa
mörg ríki í Evrópu liðast í
sundur. Eitt þeirra var heims-
veldi með hjálendur. Saman
mynduðu heimsveldið og hjá-
lendurnar hernaðarbandalag,
sem kallaðist Varsjárbanda-
lagið. Hrunadans heimsveld-
isins, ríkjabandalagsins og
stjórnkerfis þeirra, var ekki
vegna hernaðarósigra. Orsök
hransins var næringarskortur
og efnahagsóreiða þessara
ríkja. Hermennirnir neituðu
að berjast nema þeir fengju
MacDonalds hamborgara.
Áhrifa hinnar nýju ríkja-
skipunar gætir mun víðar en í
þeim löndum sem í hlut eiga.
Á götum Vestur-Evrópu má
sjá hópa fólks, sem hefur i sig
og á með betli, hnupli og
skransölu. Uppruni þessa
fólks er í hinum gömlu ríkjum
Varsjárbandalagsins. Efha-
hagsaðstoð vestrænna ríkja
hefur dugað skammt til að
halda fólkinu á heimaslóðum
því fféttir um velsæld Vestur-
landa tæla.
Islendingar hafa sloppið við
að taka við flóttamanna-
straumnum ffá kommúnista-
ríkjunum, en áhrifa ffá breyt-
ingum í austrinu gætir á Is-
landi með heldur óblíðum
hætti, því verulegur hluti þess
atvinnuleysis sem þjóðin á nú
við að glíma stafar af lokun
fýrirtækja, sem byggt hafa af-
komu sína á viðskiptum við
Austur-Evrópu.
Mikill fjöldi íslendinga
gerðist snemma hugmynda-
fræðilegir taglhnýtingar
Kremlverja. Sér þess víða stað
í bókmenntum og listum þar
sem listamenn skrifuðu há-
stemmt lof um Bóndann í
Kreml, sem ritstjóri Þjóðvilj-
ans og síðar iðnaðarráðherra,
Magnús Kjartanssson, kallaði
látinn mesta mannvin allra
tíma. Strax við stofnun
Kommúnistaflokks Islands
var stofnað íslensk-rússneska
verslunarfélagið hf., en for-
stjóri þess hét Einar Olgeirs-
son. I miðri kreppunni stofh-
uðu íslenskir kommúnistar
Olíufélagið Naffa hf., en það
gekk seinna inn í Olíuverslun
Islands hf.
En það vora ekki aðeins ís-
lenskir kommúnistar, sem
horfðu hýra auga í austrið eða
höfðu hagnað af hugmynda-
ffæðilegum ágreiningi austurs
og vesturs, kalda stríðinu. Auk
félags Einars Olgeirssonar
störfuðu hér á landi Tékk-
neska bifreiðaumboðið hf.,
sem í dag heitir Bíljöfur hf., og
íslensk-tékkneska verslunarfé-
lagið hf., sem nú er hluti af
Glóbus hf. Innflutningur bif-
reiða ffá Sovétríkjunum hefúr
alla tíð verið á hendi Biffeiða
& landbúnaðarvéla hf., en þar
er forstjóraffú fyrrverandi for-
maður Hvatar, félags sjálf-
stæðiskvenna.
Velgengni Olíufélagsins hf. í
upphafi stafaði að verulegu
leyti af viðskiptum við Banda-
ríkjaher. Og ekki þarf nema
rétt að nefha Sameinaða verk-
taka hf. og íslenska aðalverk-
taka sf. til að fá dollaramerki í
augun. En nú greiðir Banda-
ríkjaher ekki sem fyrr og þvi
er atvinnuleysi á Suðurnesj-
um.
Innflutningur frá þessum
heimshluta gat verið mjög
arðsamur. Vörurnar voru
yfirleitt mjög ódýrar, enda
framleiddar með láglauna-
vinnuafli og jafitvel fagvinnu
eins og alþýðuvagninn Skoda.
Unnið stál í þessum löndum
var á sama verði og smíðastál
ffá Vestur Evrópu. En gæðin
stóðust sjaldnast samanburð
við það sem gerðist í vestrinu.
Ein vörutegund var þó sam-
keppnisfær. Fulltrúar heim-
sauðvaldsins á Islandi, olíufé-
lögin með útlendu nöfnin,
fluttu inn rússneskar olíuvör-
ur.
En þrátt fyrir lítinn kaup-
mátt í löndum Austur-Evr-
ópu var hægt að framleiða
vöra á Islandi og selja þangað.
Á Akureyri var byggður upp
láglaunaiðnaður, sem byggði
afkomu sína á vörasölu austur
fyrir járntjald. Verðlagning-
una í þeirri ffamleiðslu hefur
gengið erfiðlega að útskýra.
Ullar- og skinnaiðnaðurinn
má muna sinn fifil fegri enda
byggður á misskilningi. Svo
var einnig um gaffalbitaffam-
leiðslu Sigló hf. og K. Jónsson-
ar hf. Ekki tókst að aðlaga
framleiðsluna að öðrum
mörkuðum.
Hraðfrystiiðnaðurinn átti
einnig aðgang að öruggum
markaði í austrinu. Sjö punda
pakkningar af ufsa og karfa
voru unnar myrkana á milli í
ffystihúsum og allir græddu.
Það var mikið lán fýrir ís-
lenska alþýðu, að í ljós kom að
Japanir og Formósubúar
borða karfa. En hver á að
borða síldina? Áður keyptu
Rússar síld á íslandi á þrisvar
sinnum hærra verði en í Kan-
ada. Hvers vegna skilur eng-
inn.
Eldd dugir að gefast upp
þótt á móti blási um sinn.
Framleiðendur hafa verk að
vinna við að koma ffamleiðslu
sinni á markað eftir breytta
heimsmynd. Menn mega ekld
horfa með eftirsjá á heims-
veldið, sem gaf svo vel af sér.
Minnumst þess, sem Búi
Árland sagði: „Átökin eru
milli grundvallaratriða, víg-
völlurinn liggur eftir öllum
löndum, öllum sjó, öllu lofti;
en einkum þó gegnum miðja
vitund olckar sjálffa".
Það er von allra að á vígvelli
liðinna ára hafi ljósið sigrað
myrkrið.
Að gefnu tilefni: höfundar Das
Kapital eru áberandi í viðskipta-
og fjármálalífi landsins og kjósa
því að láta nafna sinna ekki getið.
Fyrir hálfum mánuði skrif-
aði ég — að gefhu tilefni grein
í PRESSUNA og fór meðal
annars noldcrum orðum um
siðleysi í pólitískum manna-
ráðningum. Ég viðraði þá
skoðun mína að pólitískir
gæðingar svolcallaðir eigi best
heima uppá örfoka afréttum
en ekki á gróðursælum bit-
lingalendum. I umræddri
grein var líka sagt að þingsæt-
um eigi eldd að fýlgja sjálf-
lcrafa áskriftir að hálauna-
djobbum.
Ég vona að lesend-
ur fýrirgefi mér þótt
ég rifji upp einn
punkt enn úr þessari
margumræddu grein:
þar var því sumsé
haldið fram að Ólaf-
ur Ragnar Grímsson
sé elcki Vilmundur
Gylfason.
Einar Karl Har-
aldsson, sá ágæti
jafnaðarmaður og
framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagsins,
gerði þessa litlu
blaðagrein að umtals-
efni í síðustu PRESSU
og náði einhvernveg-
inn að verða mér
ósammála í öllum at-
riðum, að því er best
varð séð. Sérílagi var
honum þó í mun að
sanna að Ólafur
Ragnar Grímsson
væri arftaki Vilmund-
ar í íslenskri pólitík—
- og kallaði engan
annan en Hannes
Hólmstein Gissurar-
son til vitnis um það.
Svona getur nú allt
orðið að heyi í harð-
indum. Jafnvel
Hannes Hólmsteinn.
En eldd meir um
það.
Meginboðskapur-
inn í grein Einars
Karls var annars
nolckurnveginn svo-
hljóðandi: Alþýðu-
flokkurinn er mildu,
mildu spilltari en Al-
þýðubandalagið.
Þessvegna ferst
Hrafni Jökulssyni elckert að
vera að tala um spillingu og
allaballa í sömu andránni. Og
Einar Karl gerist skáldlegur í
skemmtilegum bollalegging-
um sínum: „Nú þegar Hrafn
er stadddur í miðri „litlu Ital-
íu“ íslenskra stjómmála verð-
ur honum það helst fyrir að
snúa sverði sínu stuttu að Al-
þýðubandalaginu í stað þess
að bregða brandi innan AI-
þýðuflokksins, þar sem þörfin
er mest á siðbótarriddurum."
Við Einar Karl gætum
spjallað lengi um hvaða
stjórnmálaflolckur er spilltast-
ur. En ég held að okkur
myndi báðum leiðast sú um-
ræða afþví hún er óffjó og til-
gangslaus. Slík umræða snýst
ekki um kjama málsins.
Spyrjum frekar: Hvernig
upprætum við þann hugsun-
arhátt stjórnmálamanna að
það séu sjálfsagðir leikir í pól-
itískri refskák að koma sínum
mönnum fyrir í kerfinu?
Stjórnmálamennirnir vita
auðvitað að þetta er siðleysi.
En spillingin þrífst í skjóli
gamalgróinnar samtryggingar
flokkanna. Allra flokkanna —
líka Alþýðubandalagsins. Það
er í besta falli grátbroslegt að
aður á borð við Einar Karl
Haraldsson skuli skáka í því
skjóli að Alþýðubandalagið sé
ekki eins spilltur flokkur og
blessaður Alþýðuflokkurinn.
Það er hinsvegar einungis
broslegt þegar Einar Karl geri
Hannes Hólmstein að ábyrgð-
armanni þessara sanninda.
Höfundur er rithöfundur og blaða-
maður.
„íslendingar hafa sloppið við að taka við
flóttamannastraumnum frá kommún-
istaríkjunum, en áhrifafrá breytingum í
austrinu gœtir á íslandi með heldur
óblíðum hcetti, því verulegur hlutiþess
atvinnuleysis sem þjóðin á nú við að
glíma stafar aflokunfyrirtœkja, sem
byggt hafa afkomu sína á viðskiptum við
Austur-Evrópu. “
Við Einar Karl gcetum spjallað lengi um hvaða
stjórnmálaflokkur er spilltastur. En ég held að
okkur myndi báðum leiðast sú umrceða afþví
hún er ófrjó og tilgangslaus. Slík umrceða snýst
ekki um kjarna máls„ins.“
FJÖLMIÐLAR
Karlmannssíbyljan
Ég hef löngum verið haldin
útvarpsfælni. Og það ekki að
ástæðulausu. Forsaga þess
máls er bæði löng og af-
spyrnuleiðinleg. Fyrir
skömmu reyndi ég þó að taka
upp þráðinn þar sem ffá var
horfið. Ástæðan er sú að ég
komst yfir forláta sambyggð
hljómflutningstæki sem gam-
an er að leika sér með, líkt
þegar barn eignast nýtt leik-
fang. Tækin keypti ég mér
fýrst og ffemst til þess að geta
sjálf stjómað minni eigin tón-
listarrás. Á gamla tækinu, sem
var slitið og úr sér gengið,
hafði ég ýmist stillt á 92,4 eða
90,1 sem þýðir að ég hef að
undanfömu hlustað að mestu
á rásir ríkisfjölmiðilsins, líkt
og versti landsbyggðarskarfur.
Til þess að vera með á nótun-
um átti ég að auki til að hlusta
endrum og sinnum á fréttir
Bylgjunnar.
Best er að ég komi strax út
úr skápnum; þetta nýjasta
ferðalag mitt í gegnum út-
varpsheiminn vakti forvitni
mína af mörgum ástæðum.
Fyrir utan það að heyra á öll-
um stöðvum ýmist topp tíu,
tuttugu eða fjörutíu, heyrði ég
„Allar beljurnar
pissa á sama
tímac<
að minnsta kosti fimmtíu
blæbrigði misdjúpra radda.
Enda sagt að djúpar raddir
komi best út á ljósvakanum.
Fyrsta hugsunin sem skaut
upp í koll mér — auðvitað í
sakleysi mínu— var, vá! Þurfa
konur að vera með karl-
mannsrödd til þess að fá
vinnu á útvarpsstöðvunum!
Raunin var auðvitað allt önn-
ur. Þetta voru karlmenn, allir
sem einn. I flestum tilfellum
tveir karlmenn „að kitla hvern
annan í ldofinu“, eins og ein-
hver orðaði það; Tveir með
öllu, I lausu lofti, Tveir með
bjöllu, Tveir að slá í gegn,
Tveir hálfir með löggu og svo
mætti áfram telja. Á fjórum
útvarpsrásanna var að finna
að minnsta kosti átta pör karl-
manna að sem töluðu í hringi
kringum ekki neitt. Blaður
getur þó verið skemmtilegt sé
að finna í því einhvem brodd
líkt og í fersku blaðri þeirra
Davíðs Jónssonar og Jakobs
Bjarnars Grétarssona, öll hin
pörin era svo uppfull af húm-
ors- og andleysi, að það hálfa
væri nóg. Elcki má gleyma
hinum pörunum, eins og
morgun- og síðdegisþátta-
mönnunum á Bylgjunni sem
eru að verða ansi úr sér
gengnir. Karlmannssíbyljan
er alls staðar! Ekkert einasta
par kvenmanna var að finna á
öllum útvarpsrásunum, nema
ef til vill á Rás 1. Raunar
halda örfáar konur utan um
einhverja útvarpsþætti á öll-
um þessum rásum. Er það ef
til vill ástæðan fyrir því hve
margar útvarpsrásir fá litla
sem enga Jflustun? Það örlar
nánast hvergi á frumleika.
Allar beljurnar pissa á sama
tíma.
Eftir að hafa rennt yfir hve
marga karlmenn og konur era
finna með skráða þætti eða
pistla á útvarpsrásunum —á
þungbúnum miðvikudegi
snemma í júlí — var útkoman
effirfarandi; Rás 2,10-4, Bylgj-
an 8-1, Aðalstöðin 7-1 og FM
8-1. Karlmönnum í hag. Út-
varpsfælnin minnkar ekki eft-
ir þetta ferðalag.___________
Guðrún Kristjánsdóttir
Á UPPLEIÐ
ALLIR NAUÐGARAR LANDSINS
Fimm nauðganir á útihá-
tíð og enginn kærður, en
smyglarar og flugmenn sem
dreifa karamellum eru látn-
ir hanga.
HANNES HAUKSSON
FYRRVERANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI RAUÐA
KROSSINS
Hálft hundrað umsækj-
enda um gamla starfið hans
og enginn talinn hæfur.
ALBERT GUÐMMUNDSSON
SENDIHERRA
Bjartsýni og baráttugleði
hans er með ólíkindum.
Hann trúir því innst inni að
hann sé aftur á leiðinni í
pólitíkina, þótt hvorki Sjálf-
stæðisflokkurinn né aðrir
vilji neitt með hann hafa.
Á NIÐURLEIÐ
GUÐMUNDUR ÁRNISTEFANSSON
HEILBRIGÐISRAÐHERRA
Hann er varla stiginn upp
úr bæjarstjórastólnum þeg-
ar í ljós kemur að Hafnar-
fjörður er nánast einn sam-
felldur ruslahaugur. Eins
gott að hann var ekki gerð-
ur að umhverfisráðherra.
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
FORAAAÐUR DAGSBRÚNAR.
Jakinn felldi stærsta dóm-
inn yfir sjálfum sér þegar
hann lýsti þvi yfir að lægstu
launin væra komin niður
fýrir öll velsæmismörk.
INGVIHRAFN JÓNSSON
FRÉTTASTJÓRI
Þær verða ekki lengi að
fölna fréttirnar á Stöð 2 nú
þegar hægt er að bera þær
saman við ff éttirnar á Sky,
CNN og BBC World
Service.