Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 36

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 36
36 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 EVRöPUMHsmurmu mmseiue f hjetui Þá er mánuður liðinn frá því að Olympique Mar- ~**kille vann Evrópumeist- aratitillinn í leik á móti Milanó AC í Munchen. Nú er titill liðsins í hættu, sem og staða OM í frönsku fyrstu deildinni. Ástæðan er spilling. Jean-Jacques Eydelie leikmaður OM sit- ur á bakvið lás og slá fyrir að hafa tekið þátt í henni. ano AC hefur lýst því yfir að ef sekt Marseille liðsins sannist séu þeir tilbúnir til að spila aftur um Evrópu- meistaratitillinn - í þetta skipti í móti Glasgow Ran- gers, sem töpuðu fyrir OM í undanúrslitunum. Og Knattspyrnusamband Frakklands, sem lagði ffam kæruna á hendur leik- mönnunum segist ekki Hann neitar. Vinur hans Christophe Robert hjá Va- lencienne segist aftur á móti hafa þegið 250.000 ffanka af þessum guðföður sonar síns til að greiða fyrir ,«gri OM í leiknum. Robert var tæklaður í kálfann á 21stu mínútu leiksins og fór út af. Di Meco, sá sem tæklaði hann, var settur í tímabundið gæsluvarð- hald, grunaður um að hafa meitt Robert viljandi. Mil- BERNARD TAPIE Eigandi knattspyr- nufélagsims Olympique Marseille munu hika við að fella lið Bemard Tapie niður í aðra deild. Málið er búið að vera eins og framhaldssaga í frönskum fjölmiðlum frá því sprengjan féll, mánuði effir úrslitaleikinn í Munc- hen. Sá sem varpaði henni var Jacques Glassmann varnarmaður hjá Valenci- enne. Hann sagði að hringt hefði verið í sig skömmu fyrir leikinn á móti OM og sér boðin borgun fyrir að tapa leiknum. Samtalið fór fram að Robert og Burruchaga viðstöddum. Glass- mann hafnaði boðinu, en síðan beit Robert á agnið. Það var eigin- kona hans sem sótti greiðsluna, 2,8 millj- ónir króna, á hótel- herbergi Eydelie. Annar leikmaður Va- lencienne, Brasilíu- maðurinn Jorge Burruchaga sem einn- ig er í gæsluvarðhaldi, kannast við að hafa verið vitni að samtal- inu, en er um leið fox- illur út í Glassmann fyrir að hafa kjaftað frá. „Við komum okk- ur saman um að segja ekki neitt." En hver hringdi og bauð greiðsluna? Glassmann segir að það hafi verið Jean-Pi- erre Bernes, stjórn- andi OM og hægri Jacques Glassmann Christophe Robert Jean-Pierre Banres hönd Bernard Tapie. Tapie segir að það geti ekki verið og neitar allri vitneskju um málið. Sjálfúr hefur Barnes ekki látið hafa neitt eftir sér, en hann var lagður inn á sjúkrahús skömmu eftir að málið kom upp vegna „alvarlegs þunglyndis“, að sögn Tapie. Aðrir segja að hann hafi fengið taugaáfall eftir leikinn við Milano. Hvers vegna liggur ekki al- veg ljóst fyrir, en þessi leynd sem hvílir yfir sjúkrahússvist Barnes hef- ur gefið Gróu byr undir báða vængi. Sá eini sem gæti upplýst eitthvað um viðbrögð Barnes við málinu er Bem- ard Beffy dómari í Mar- seille, en hann neitar að láta nokkuð uppi um framgang málsins við fjöl- miðla. Hið sama verður ekki sagt um samstarfs- mann hans, Eric de Mont- golfier ríkissaksóknara í Valencienne, sem hefur verið svo viljugur við að gefa opinberar yfirlýsingar um gang rannsóknarinnar að sumum hefur þótt nóg um. Ekki síst Bernard Tapie, þótt sjálfur hafi hann ekki legið á liði sínu á þeim vettvangi. Þannigvar það hann sem kom með þá skýringu á peninga- greiðslunni, að OM leik- maðurinn hefði aðeins verið að hjálpa vini sínum til að hann gæti keypt sér veitingastað. Eydelie er guðfaðir sonar Roberts. En ef það er ástæðan hvers vegna minntust leikmenn- irnir þá ekki á hana sjálfir? - Vegna þess að málið er ekkert annað en fjölmiðla- upphlaup runnið undan rifjum ákveðins blaða- manns hjá AFP fréttastof- unni og ríkissaksóknaran- um, segir Tapie.- En ef Tapie hefur rétt fyrir sér, hvaða ástæðu höfðu Ro- berts hjónin þá til að grafa peningana í jörðu í öðrum landshluta? -“Það gleður mig ef hægt er að rækta veitingastað með því að grafa peninga í jörðu,“ voru viðbrögð de Mont- golfier þegar hann heyrði útskýringu Tapies. Það sem vekur þó mesta at- hygli, er ekki spillingin sjálf innan boltans, enda lengi verið orðrómur um að hún væri til staðar þó hingað til hafi ekkert geng- ið að sanna slíkt, heldur sú staðreynd að Marseille skuli hafa boðið leikmanni einmitt þessa tiltekna liðs peningagreiðslur, því Va- lencienne var að berjast fyrir sæti sínu í fyrstu deildinni í leiknum, á meðan OM var örúggt um fýrsta sætið.... Nýtt hjól fýrir notað f milligjöf Fjallahjól 26" Rétt verð Tilboðsverð -Notað hjól Mismunur Staðgreitt girs 33.900 31.500 -5.000 26.500 25.175 Dömuhjól 26" 3 gíra Rétt verð Tilboðsverð -Notað hjól Mismunur Staðgreitt 23.200 19.900 -3.980 15.920 15.124 VERSLIÐ í TRAUSTRI VERSLUN * FULLKOMIN VARAHLUTAÞJÓNUSTA * ÁRS ÁBYRGÐ Á NÝJUM HJÓLUM * UPPHERSLA EFTIR EINN MÁNUÐ * FULLKOMIÐ VERKSTÆÐI, VANIR MENN Barnahjól 4-5 ára Réttverð kr. 9.500 -Notaðhjól kr. -1^900 Mismunur kr. 7,600 Staðgreitt kr. 7.220 Barnahjól f. 6 ára, Réttverð kr. 17.350 -Notaðhjól kr. -3.470 Mismunur kr. 13.880 Staðgreitt kr. 13.186 Fjallahjól 26" 18 gíra, Réttverð kr. 24.800 -Notaðhjól kr. -5.000 Mismunur kr. 19.800 Staðgreitt kr. 18.810 Símar: 35320 688860 Ármúla 40 Christophe Robert slasaðist í leik Valencienne á móti Olympique Marseille. Alvara eða uppgerð? Tekur hafnaboltaæðið við af körfuboltanum? Ný íþróttagrein hefur verið að hasla sér völl hér á landi undan- farin misseri sem og víða annars staðar í Evrópu og líta margir svo á, að nýtt æði á borð við körfu- boltann sé í uppsiglingu. Það er enginn önnur en þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna, hafnabolti eða „basebaH“, sem nú hefur náð að teygja anga sína út yfir Atlantsála og afla sér vinsælda meðal ann- arra þjóða heims. Hér uppi á Islandi eru æ fleiri farnir að sýna hafnaboltanum áhuga, en þeirra á meðal eru margir sem dvalið hafa í Banda- ríkjunum við nám eða störf og fengið þjóðaríþrótt Bándaríkja- manna beint í æð. Ýmsir áhuga- samir í Reykjavík hafa stofnað með sér nokkur áhugamannalið í hafnabolta og ffést hefur að eitt slíkt lið sé í burðarliðnum á Akur- eyri. Þórhallur Jónsson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, hóf í vor innflutning á bandarískum íþróttafatnaði og öðrum búnaði sem tilheyrir hafnabolta og á íþróttin að hans sögn greinilega vaxandi fýlgi að fagna hér á landi. Lágmarksútbúnaður sem þarf til að leika hafnabolta er kylfa, griphanski og bolti. Annað sem tilheyrir, að minnsta kosti í keppni, er hjálmur, öryggishlífar og svo auðvitað bandaríski bún- ingurinn; hneppta skyrtan, síð- buxurnar og derhúfan. Sé hafnaboltinn leikinn sem keppnisíþrótt eigast við tvö níu manna lið, en meðal „leikmanna“ er fjöldi þátttakenda nær ótak- markaður. Spilað er á grasvelli sem er þannig uppbyggður að á honum eru íjórar hafnir, þar af ein heimahöfn og gengur leikur- inn út á það að komast hringinn eftir ákveðinni formúlu. Fyrir þá sem hvorki botna upp né niður í hafnabolta og þeim reglum sem þar eru í gildi, má benda á að íþróttinni svipar mjög til „kýló“; knattleiksins sem átti svo mjög upp á pallborðið ‘meðal íslenskra ungmenna hér á árum áður. Eru peningarnir að breyta boltanum? Léleg frammistaða fjárhagsvandræða Afleit ffammistaða Víkinga það sem af er íslandsmótinu, er engin tilviljun. Það vita allir sem vilja vita, að liðið missti þijá lykilmenn fyrir þetta leiktímabil auk þess sem þjálfarinn, Logi Ólafsson, tók pokann sinn. Helgi Sigurðsson, Helgi Björgvinsson og Atli Ein- arsson fóru allir ffá liðinu af þeirri ástæðu að þeim buðust betri kjör annars staðar. Lárus Guðmunds- son, þjálfari Víkinga, sagði í sam- tali við PRESSUNA að þessi missir sé mikill og þarna sé einfaldlega um að kenna erfiðri fjárhagsstöðu félagsins. Að sjálfssögðu fór Vík- ingsvélin að hiksta í kjölfarið. íslensk knattspyrna er ef til vill að breytast úr áhugamanna- í at- vinnumannaíþrótt. Þessi þróun leiðir til þess að það verða færri en betri félög sem standa uppúr og því gæti allt eins verið hugsanlegt að fækka þurfi liðum í fýrstu deild og leyfa stórliðunum að keppa í einhvers konar atvinnumanna- deild. Það þýðir hreinlega ekki fýrir fátæk félög að keppa við lið sem hafa bolmagn til að kaupa til sín bestu leikmenn landsins. Það virðist ekki vera nóg fýrir Víkinga að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði eins og ástandið er f dag. Þeir verða að koma fjárhagnum í lag til að geta að minnsta kosti haldið í þá menn sem þeir hafa. Nú hafa Víkingar keypt hinn 23 ára pólska leikmann, Tomas Jaw- orck, til að reyna að hressa upp á leik liðsins. Uppá síðkastið hafa Víkingar verið að lappa uppá varnarleikinn en aftur á móti gengur liðinu afleitlega að skora mörk. Nú vonast stuðningsmenn Víkings til að Jaworck taki að sér það hlutverk. Þó svo að Guð- í kjölfar Guðmundur Steinsson Þó svo að hann hafi skoraö mörg mörk í gegnum tíðina getur hann ekki haldiö Víkingum á floti í deildinni, einn og óstuddur. mundur Steinsson hafi verið ið- inn við kolann undanfarin ár er ekki hægt að ætlast til þess að hann haldi heilu liði á floti í deild- inni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.