Pressan - 08.07.1993, Síða 12
TEKIÐ A MOTI KVORTUNUM
12 PRESSAN
Fimmtudagurinn 8. júií 1993
Athugasemd
frá Boga
Ágústssyni
Vegna skrifa í PRESSUNNI
1. 7. 1993 um fréttaflutning
Sjónvarpsins af afsögn Jó-
hönnu Sigurðardóttur sem
varaformaður Alþýðuflokks-
ins skal það upplýst að lýsing
PRESSUNNAR á tilurð frétt-
arinnar er röng. Heimildir og
vinnuaðferðir fréttastofu
SJÓNVARPS koma ritstjórn
PRESSUNNAR ekki við og
því læt ég nægja að segja að
fréttastofan var búin að vinna
lengi að þessu tiltekna máli.
Bogi Ágústsson,
fréttastjóri.
Aths. ritstj.
Smáfrétt PRESSUNNAR
var byggð á staðfestum upp-
lýsingum ráðherra Alþýðu-
flokksins og ráðgjafa þeirra,
sem stóðu mjög nærri at-
burðarásinni í kringum af-
sögn Jóhönnu, en reyndar frá
öðrum sjónarhóli en frétta-
menn Sjónvarps. Ef þar hefur
eitthvað fallið á milli skips og
bryggju er rétt að biðjast vel-
virðingar á því, en þessar
heimildir hafa hins vegar
hingað til reynzt traustar og á
meðan ekki liggja gleggri upp-
lýsingar fýrir sé ég ekki ástæðu
til að rengja þær, þrátt fýrir at-
hugasemd Boga.
Athugasemd
Vegna greinar í PRESS-
UNNI í síðustu viku vill Adolf
Ingi Erlingsson íþróttaffétta-
maður koma á framfæri að
skýringin á því, að hann var
ekki nefndur í vali á bestu
sjónvarpsíþróttamönnum,
kunni að vera að hann hefur
yfir höfuð ekkert starfað að
íþróttum í sjónvarpi, aðeins í
útvarpi. PRESSAN biðst vel-
virðingar hafi framsetningin
valdið misskilningi.
Árétting
Vegna umfjöllunar um
málefni Félags krabbameins-
sjúkra barna og Klettaútgáf-
unnar vill PRESSAN árétta að
skýringar, sem eignaðar voru
Magnúsi Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra útgáfunn-
ar, voru ekki byggðar á sam-
tali við hann, heldur á grein-
argerð lögmanns útgáfunnar.
Blaðið biðst velvirðingar, hafi
framsetningin valdið mis-
skilningi.
Jakob Frímann Magnússon
Skynvillt Gróa
PRESSUNNI hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
Hr. ritstjóri:
Þar sem sannleiksástin og
vönduð vinnubrögð eru aug-
ljós aðalsmerki PRESSUNN-
AR, þá finn ég mig knúinn til
að varpa ljósi á nokkur atriði
sem virðast hafa farið framhjá
annars afar vel meinandi
fréttaritara blaðsins í Lundún-
um. Það eru auðvitað viss for-
réttindi sem ber að þakka, að
fá að prýða síður hins virta
vikublaðs, sem af nærfærni
fjallar um mikilvægustu menn
og málefni líðandi stundar. í
síðustu viku skýrði blaðið frá
þjóðhátíðarfagnaði í Lundún-
um sem haldinn var 20. júní
sl. og þar kom m.a. frarn að:
1) „Safnast var saman fyrir
framan íslenska sendiráðið
þar sem Jakob og Helgi Ág-
ústsson sendiherra fluttu há-
tíðarræður“.
Hér vottar fýrst fýrir eilítilli
veruleikafirringu fréttaritara.
Sendiherrann flutti að vísu
stutt ávarp, en síðan var það
Sigríður Ella Magnúsdóttir
óperusöngkona sem flutti
ávarp fjallkonunnar — ekki
Jakob. Hann flutti enga hátíð-
arræðu þennan dag.
2) „Kór Jakobs Magnússon-
ar söng“
Kór Jakobs Magnússonar
hefur því miður ekki enn ver-
ið stofnaður, hvað þá að hann
hafi komið ffarn þennan dag.
íslenski kórinn í London hef-
ur starfað um árabil og er Jak-
ob einn fjölmargra kórlima
sem sungið hafa við hátíðleg
tækifæri sem þessi. Á undan
hátíðarræðum var sungið
„Land míns föður“, en að
loknu ávarpi fjallkonu var ís-
lenski þjóðsöngurinn sung-
inn. Samkvæmt fréttaritara
var þó hér á ferðinni óhefð-
bundin dagskrá, síst fallin til
að „efla með fólki þjóðernis-
vitundina“.
3)Ekki virðast skrúðgöngur
heldur að skapi hins næm-
geðja tíðindamanns blaðsins
(sem reyndar er miðaldra
kona). Að hennar dómi var
„fánaberinnn síður en svo
ungmennafélagslegur að sjá“.
Mætti af þeirri lýsingu
ímynda sér að hér hafi verið í
fararbroddi tötralegur svoli,
e.t.v. reikull í spori. Fánaberi
vor var hins vegar annálaður
reglumaður, í jakkafötum
með pípuhatt.
4) Hljóðfæraleikarar þeir
sem slógu taktinn og blésu í
lúðra kunnu takmarkaðan
fjölda laga og léku lög á borð
við „Strangers in the Night“.
og titillagið úr „Steinaldar-
mönnunum". Aðspurðir
kannast þessir hljóðfæraleik-
arar ekki við að hafa nokkru
sinni leikið umrædd lög, en
þessir menn marseruðu í sjálf-
boðavinnu í tæplega klukku-
stund og léku alls um 30 lög
og stef úr ýmsum áttum.
5) Jafnvel fótamenntin fer
fyrir brjóstið á okkar mann-
eskju. Það að á íslenskum
þjóðhátíðarfagnaði skuli vera
boðið upp á „suður-ameríska
dansa“, jafnvel þó að þar ætti í
hlut „par af íslenskum ætt-
um“ er meira en lítið athuga-
vert.
Þetta „par af íslenskum ætt-
um“ reyndist vera marg-
krýndir íslandsmeistarar í
dansi, þau Anna Sigurðar-
dóttir og Ingvar Geirsson,
sem vöktu óskipta hrifningu
fýrir frábæra ffammistöðu, og
það á grasfleti.
6) „Auðvitað tók Ragnhild-
ur Gísladóttir nokkur lög í
geishu- búningnum sínum“.
Ragnhildur kom hvergi ná-
lægt þessari dagskrá nema
sem félagi í Islenska kórnum.
Geishu-búning á hún engan.
7)„Rúsínan í pylsuendan-
um var boðhlaup bama sem
átti að halda þeim til ánægju
að minnsta kosti þar til þess
var getið hver verðlaunin
væm.“
Börnin skemmtu sér hið
besta við margs konar þrautir
og hlaup. Verðlaunin voru
margs konar, m.a. harðfiskur,
prins póló o.fl. Foreldrum til
skemmtunar var eitt hlaupið
tileinkað þeim og verðlaun af-
hent foreldrum sigurvegarans
með stílfærðri athöfn.
Þess var ekki að vænta að
okkar manneskja í London
kynni að meta slíkt spaug,
hvað þá verðlaunin hneyksl-
anlegu, enda er yfirskrift pist-
ils hennar „Brennivín fyrir
bömin!!“
Það skyldi þó aldrei vera rit-
stjóri góður, að einmitt sá
hættulegi vímugjafi, brenni-
vínið, kynni að vera valdur að
þeim heilaskaða og skynvill-
um sem virðast einkenna frá-
sagnir tíðindamanneskju
PRESSUNNAR í Lundúnum.
Nema að í fréttaritaranum
bærist lítið fól, eða jafnvel
bældur og blankur rithöfund-
ur sem er hreinlega undir of
mikilli fjárhagslegri PRESSU?
5. júlí, 1993,
Jakob Frímann
Magnússon.
• . V nienning.
lliniœs I Londoa, Jsfarfjs
jndssonar, virdast eagn
«örk «tt. |*ad virðíst
‘ ''.s.1-'1-' Þ.'ii hoiíani aá
tttmvitundini. Skýring-
„ mmxm
mtiéumður oft kér
kkoh Magmtuonar
san «í sjálfu sér ekkj í fcisög-
ar fasödi, J statl tstessamtar
: v» þð arkað í skmðgööffiu að
■ Od il u
Íiíldi jþei
b
göíel Iwr
fcw iöra b:
ÍÉ
tarrnn á6-
ttr en svn !ufa veríð ;tna
mcnnafélagslígur íð^sjá og
in teijni, se ‘ ’nl
„Það skyldi þó aldrei vera ritstjóri góður,
að einmitt sá hœttulegi vímugjafi,
hrennivínið, kynni að vera valdur að
þeim heilaskaða og skynvillum sem virð-
ast einkenna frásagnir tíðindamanneskju
PRESSUNNAR íLundúnum. “
Gunnlaugur S. Gunnlaugsson
Blaðamenn og bitlingar
Fjölmiðlungum hefur orðið
tíðrætt um pótitíska bitlinga
að undanförnu í kjölfar ráðn-
ingar Jóns Sigurðssonar fýrr-
um ráðherra í stöðu banka-
stjóra við Seðlabankann. Eng-
inn er ég kratinn en sé hins
vegar horft á þá ráðningu
hlutlægt en ekki með géð-
vonskulegum tortryggnisaug-
um fjölmiðlanna þá verður
ekki betur séð en Jón sé vel að
starfinu kominn. Engan hef ég
heldur séð eða heyrt ásaka
hann um að vera vanhæfan til
að gegna henni vegna þekk-
ingarskorts eða fullyrða að
annar umsækjandi hafi verið
hæfari.
I nýlegri grein tveggja
blaðamanna PRESSUNNAR
er vikið að þessum málum þar
sem markmið þeirra virðist að
rekja í stuttu máli sögu helstu
bitlinga sem veittir hafa verið í
gegnum tíðina af stjórnmála-
mönnum og eru þeir þiggj-
endur sem þar eru kallaðir til
sögunnar þar með gerðir tor-
tryggilegir. Gefið er í skyn að
þeir hafi óverðugir notið pól-
itískrar liðveislu til metorða
sem þeir ella hefðu alls ekki
náð.
Einn þeirra sem í greininni
er kallaður fram á sviðið er
Dr. Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson dósent við félagsvís-
indadeild Háskóla íslands sem
fýrir fimm árum var skipaður
lektor við sömu deild af Birgi
ísleifi Gunnarssyni þáverandi
menntamálaráðherra. Sú
skipun kom miklu róti á hugi
vinstri manna sem höfðu talið
af skiljanlegum ástæðum að
þeir ættu skilyrðislausan eign-
arrétt á öllum stöðum sem
þar losnuðu eða nýjum stöð-
um eins og var um að ræða í
tilviki Hannesar.
Sé litið á umsækjendur um
þá stöðu held ég reyndar að
auðvelt sé að komast að þeirri
niðurstöðu að hæfasti um-
sækjandinn hafi þar verið ráð-
inn til starfans. Hannes var
t.a.m. eini umsækjandinn sem
lokið hafði doktorsprófi. Það
próf var auk þess frá hinum
virta Oxford háskóla í Bret-
landi og ætti slíkt próf að öllu
jöfnu að vera atvinnulausum
gott veganesti jafnvel þó þeir
hyggi á starf við félagsvísinda-
deild Háskólans. Sú deild er
reyndar ffæg fýrir að gera vel
við vini sína og er þar skýrasta
dæmið prófessorinn í stjórn-
málafræði Ólafur Grímsson
sem ekki hefur fengið sig laus-
an að fullu frá félagsvísinda-
deild þrátt fýrir áralanga þing-
setu. Hann er enn í leyfi frá
störfum og getur að deÚdinni
horfið ef honum sýnist svo -
en það mál er þó vitaskuld
ekki í ætt við póÚtíska bitlinga
enda ekkert að því vikið í um-
ræddri úttekt PRESSUNNAR.
Auk síns ágæta námsferils
og góðra gáfna sem enginn
dregur í efa þá er Hannes með
afbrigðum afkastamikill eins
og þjóðin hefur orðið vör við.
Ég held að fullyrða megi að
enginn starfsmaður félagsvís-
indadeildar sé eins afkasta-
mikill og Hannes og verða
þeir þó ekki að letingjum fýrir
þá sök eina. Fræðilegan metn-
að sinn og getu sýndi hann
síðan rækilega ffarn á með út-
gáfu á hinni glæsilegu bók um
Jón Þorláksson fyrrum for-
sætisráðherra sem hvarvetna
hefur hlotið góða dóma. Tím-
inn hefur leitt í ljós að hann
var vel að starfinu kominn.
Reyndar var skipun Hannesar
kærð til Umboðsmanns Al-
þingis en enginn liðsauki barst
úr þeirri áttinni og taldi Um-
boðsmaður ekkert athugavert
við ákvörðun menntamála-
ráðherra.
Því miður virðist það vera
nokkuð ríkjandi í sumum
deildum skólans að einungis
„vinir“ deildanna eiga að fá
þar vinnu en aðrir ekki. Oft
eru það einmitt starfsmenn-
irnir sem reyna hvað þeir geta
að útbýta sínum pólitisku bit-
lingum. Þeir vilja hafa um það
að segja hverjir starfa við hlið
þeirra þótt þá varði ekkert urn
„Skoðun mín er sú að Dr. Hannes hafi
óverðskuldað verið dreginn inn í sögu
pólitískra bitlinga á síðum PRESSUNN-
AR. Efdraga átti hann inn íþá umrœðu
átti hann aðgegna stöðu fórnarlambsins
því það var félagsvísindadeild sem gerði
hvað hún gat til að útbýta sínum
pólitíska bitlingi. “
það. Þeir eru engir eigendur
Háskólans heldur við skatt-
greiðendur sem berum kostn-
aðinn af starfseminni og okk-
ar skásti kostur við skipanir í
slíkar stöður er sá að fela til
þess kjörnum fulltrúum okkar
að annast þær. Sá kostur er
betri en „einkavinavæðing“
háskólakennaranna eins og
sannaðist við þessa skipun.
Þetta lið sem áður stóð öskr-
andi „Berufsverbot“ á torgum
úti er nú komið í jakkafötin
og stendur eins og Lykla-Pétr-
ar í anddyri Háskólans.
Skoðun mín er sú að Dr.
Hannes hafi óverðskuldað
verið dreginn inn í sögu
pólitískra bitlinga á síðum
PRESSUNNAR. Ef draga átti
hann inn í þá umræðu átti
hann að gegna stöðu fórnar-
lambsins því það var félagsvís-
indadeild sem gerði hvað hún
gat til að útbýta sínum pólit-
íska bitlingi. Ráðherrann kom
í veg fýrir það ráðabrugg. Það
er dapurlegt að tveir blaða —
menn PRESSUNNAR skuli
ana bláeygir í foraðið — nema
þeir séu haldnir sama blinda
ofstækinu?
Mergurinn málsins er sá að
Dr. Hannes naut ekki
pólitískra skoðana sinna
þegar hann var ráðinn í vinnu
í Háskólanum hins vegar var
hann ekki látinn gjalda þeirra
og á því er mikill munur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Faxamjöls hf.