Pressan - 08.07.1993, Side 27

Pressan - 08.07.1993, Side 27
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 L í F I Ð í LJÓÐ A L A N D Lognmolla ungu ljóðskáldanna „Ég ætla samt að yrkja þetta tilgangslausa ljóð“ Ungskáld okkar virðast hrœrast í reynsluheimi þar sem ekkert gerist. Samtyrkja þau, þótt þau hafi sára- lítið að segja. ÓSKARÁRNIÓSKARSSON Ósköp snoturt — en sérlega léttvægt. Kristján Kristjánsson Vera má aö hann sé alelsta ungskáld sem hefur lengi kom- iö fram. JÓN STEFÁNSSON Grípur til þess ráös aö yrkja um póstinn. SlNDRI FREYSSON Hann geymir tíöindaleysiö bak viö tilgerö og skrúömælgi. Það kann að vera tímabært að varpa fram þeirri spumingu hvort lognmolla og tíðinda- leysi einkenni íslenska ljóðgerð um of. Allnokkur hópur skálda virðist hrærast í reynsluheimi sem snauður er af viðburðum. Þar er líkt og ekkert hafi gerst. En skáldin vilja vitanlega yrkja, jafnvel þótt þau hafi sáralítið að segja. Um leið yrkja þau til þess eins að yrkja. „...ég sópa gólfiö" I nýjustu ljóðabók Óskars Árna Öskarssonar, Norður- leið, er tíðindaleysið nær al- gjört. Skáldið skyggnist rnn, án þess að vera mikill þátttakandi og smæstu viðburðir reynast eíhi stórtíðinda: Glampar á nýþvegna diskana í uppþvottagrindinni Billie syngurNótt og dag meðan égsópagólfið og snjór safnast á rúðuna svo rétt bjarmar af Ijóskerinu handan viðgötuna einhver hefur fluttpíanó út á gangstétt Þetta er í sjálfu sér ekki illa gert, reyndar ósköp snoturt — en sérlega léttvægt. Hið sama á við um hækur Óskars Áma í sömu bók, þær ganga ekld sérlega vel upp. Ef vel á að vera geta hækur sagt lesendum eitthvað meira en að sólin hafi skinið og ekki sést ský á himni. En hér birtast heldur fátæklegar myndir: KOLBRÚN aprílsnjór - brjótum þögul saman þvottinn Ef marka má ljóð Óskars Árna er reynsluheimur karl- skálda átakanlega þröngur og innantómur. „... einn um nótt ég sveima" Kristján Kristjánsson er ungt ljóðskáld sem á það sam- eiginlegt með Óskari Árna að færast ekld mikið í fang. Hann yrkir þó snoturlega missyfjuleg Ijóð. Það er mikið af myrkri, rökkri, svefhi, svefnrofum og draumum í ljóðum Kristjáns. Þar gerist fátt markvert annað en að það er rokkið og menn eru ýmist að fara að sofa eða valcna. Kristján er yfirleitt einn að þvælast í rökkrinu. „Mikilvægi svefnsins verður ekki dregið í efa“ segir á einum stað í ljóðabókinni Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl og í ljóðinu Draumrof: Að vakna um nótt,finna sigvakna einan um nótt, vita sig vakna nótt efitir nótt... Þarna á greinilega að vera einhver uggur út af einhveiju, en það er ekld alveg ljóst hvað er svona skelfilegt. Þetta er reyndar allt ósköp þreytulegt. Höfundurinn hefur ekkert sérstakt að segja annað en hvemig það sé að vakna al- einn í nóttinni og svo er óljós uggur, óljós beygur, óljós grunur... Kristján hrekkur loks upp úr svefni fyrsta kafla og leggur þá undir sig annan kafla til að yrkja um ljóðið og það hversu erfitt sé að yrkja. Þar gengst hann við því að hann viti ekki hvað hann sé að segja: Erindi var mér falið: Og var þó aldrei nema hvísl, nokkur orð í hálfum hljóðum; greindi ekki orðaskil. Nokkur orð... Ognú geng ég á þeirra vegum, notast við þennan óljósa grun. Ef menn vissu ekki betur gætu þeir ætlað að þama væri á ferð lífsþreytt, roskið skáld sem búið væri að segja allt sem því lægi á hjarta. Svo er ekki. Á hinn bóginn má vera að Krist- ján Kristjánsson sé alelsta ung- skáld sem hefur lengi komið fram. En nú er skylt að venda sínu kvæði í kross því Kristján er langt frá því að vera gjör- sneyddur hæfileikum. Orðfæri hans og máltilfinning gefa fyr- irheit um að hann sé efni í góðan rithöfund. Veikleiki hans liggur í því að hann hefur of lítið að segja, hann getur hins vegar sagt það fremur snoturlega. Og standa þeir þá við sömu marklínu, Kristján og Óskar Ami. Pósturinn Páll Jón Stefánsson er róman- tískur sveimhugi sem virðist standa allfjarri þeim félögum. Ljóð hans eru venjulega há- dramatísk og ógæfusamar ástir em hans eftirlæti. Jón engist, sæll á sinn hátt, í myrkrinu og ógninni. Um ljóð hans má segja: Því meiri ógæfa — því betri ljóð. í lokaljóði bókarinnar kveð- ur skáldið sig hins vegar í kút- inn í orðsins fyllstu merkingu: nú verða allar tröllskessur að steini og myrkrið er bara svartur köttur sem hleypuryfirgötuna meðfugl í kjaftinum Þegar upp er staðið em þetta öll ósköpin sem hann hefur engst yfir ffameftir bókinni. Ástarógæfu skáldsins lýkur á blaðsíðu 37 og þá fer að glytta í tíðindaleysis-lognmollu- hættu. Það er líkt og skáldið sé orðið svolítið ráðvillt eftir að ástarsælan er skyndilega úr sögunni og viti ekíd alveg hvað það eigi að skrifa um. Jón tek- ur því að gá til veðurs á morgnana og uggurinn býr honum ekki lengur í brjósti því myrkrið er jú einungis svartur köttur. Skáldið grípur til þess ráðs að yrkja um póst- inn: í morgun þegar éggáði til veðurs voru spor í snjónum eftirpóstinn alnafni minn virðist skulda miklapeninga hugsa ég setkvöldið áfóninn þar sem B.B. King drepur í sígarettunni og syngur um konur sem eru farnar eða eiga eftir að koma til aðfara Líkt og Óskar Árni virðist Jón hér vera orðinn áhorfandi að smávægilegum viðburðum og skrifar þá niður án þess að færa þá í skáldlegan búning. Ys og þys út af engu Ljóðabók Sindra Freyssonar, Fljótið sofandi konur, virðist lúta allt öðrum reglum en bækur áðumefhdra skálda. Ef að er gáð reynist svo ekki vera. Það má segja Sindra Freys- syni til hróss að af þeim skáld- um sem hér em til umræðu er hann skáldið sem felur best tíðindaleysið í ljóðum sínum. Hann geymir það bak við til- gerð og skrúðmælgi. Sindri treystir sér greinilega ekki að orða hugsun sína á lát- lausan hátt heldur grípur til orðagjálfurs sem gefur til kynna grátbroslega vankunn- áttu í meðferð íslenskrar tungu: ákaflega innvígðir íginnhelga reglu óreglunnar og: aðeins glírahlátur þjöl á steinþögnina Þetta er orðagjamm og hávaði; ys og þys út af engu: geysumst áfram öskubylinn geysumst áfram slöngubraut meðan stríðsmáluð konan undirritar andstuttan sáttmála um táljusa fölsun... Af blaðaviðtölum við Sindra mátti draga þá ályktun að í ljóðum sínum gengi hann á hólm við mildl viðfangsefni og stór. Þær yfirlýsingar flokkast undir óskhyggju. Við lestur langflestra ljóðanna tapar les- andinn fljótlega áttum og hon- um em elcki flutt nein tíðindi sem markverð mega teljast. Lognmolluskólinn Því miður virðist einhver lognmolluskóli vera að festa sig í sessi í íslenskri ljóðlist og þaðan útskrifast hvert ung- skáldið á fætur öðm. Þessum skáldum er kJappað á bakið á bókarlcápum og er einatt hrós- að af ritdómurum fyrir snotur vinnubrögð. Ekld fara sögur af ýkjamörg- um lesendum en það virðist ekki plaga skáldin. Það er líkt og fjölmennur drengjakór skálda þrumi þessi orð Jóns Stefánssonar: ég œtla samtað yrkja þetta tilgangslausa Ijóð og tileinka andardrcetti mínum GERÐU ÞER MAT UR ÞESSARI GRÍSAKÓTILETTUR Ostakryddaöar Marineraðar Léttreyktar.kryddaðar GRILLPYLSUR Sœlkerapylsa með osti Smellpylsa , Knackwurst. AUGLYSINGU, HÖFN SELFOSSI PRESSAN 27 VIÐ VERÐUM I VIÐ , REYKJAVÍK- ' URHÖFN 7. - 11 JÚLÍ. VERÐ PR. STÖKK KR. 3.900,- EF 10 MANNS SKRÁ SIG SAMAN ER PR. STÖKK KR. 2.900,- TVÖSTÖKK ÍRÖÐ, SEINNA STÖKKIÐ KR. 1.900,- UPPLÝS INGAR í SÍMA64 21 61 MILLI KL. 09-12 OG í SÍMA 67 88 55 MILL KL. 12- 17 LÁTTU ÞIG VAÐA

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.