Pressan - 08.07.1993, Síða 34
SYLVESTER & STUKAN
34 PRESSAN
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
SJÓNVARPIÐ
Sjáið:
•í skuggasundum ★★★★ Mean Street á Stöð 2 á föstudags-
kvöldið. Þeir Scorsese, De Niro og Harvey Keitel leggja saman
krafta sína og útkoman er ffábær.
•Úr innsta hring: Uppljóstrarinn ★★★ Inside Story - The In-
former á Stöð 2 á sunnudaginn. Blanda af viðtali og heimilda-
mynd um uppljóstrara í IRA sem lét lífið á hryllilegan hátt. Já,
það er ekki alltaf gaman.
•Tilbrigði um ástarsögu ★★★ La discréte í Sjónvarpinu á
laugardagskvöldið. Frönsk mynd um ástir og
litteratúr.
•Auglýsingar ★★★ í Sjónvarpinu eftir ffétt-
irnar. Eins og dagskrá ríkissjónvarpsins hefur
verið upp á síðkastið er þetta besta dagskrárefh-
ið sem boðið er uppá.
•Þulinn Unni Steinson ★★★★ af og til effir
fféttir í Sjónvarpinu.
Varist:
•Harkan sex ★ Necessary Roughness á Stöð 2 á föstudaginn.
Ömurleg della um amerískar íþróttahetjur sem tapa öllum leikj-
um en hafa gott hjartalag.
•Fyndnar fjölskyldumyndir 9 Americas Funniest Home Vid-
eos á Stöð 2 á laugardaginn. Sýnir að líf lágstéttanna er jafh öm-
urlegt hvar sem er í heiminum og stjómandi þáttanna er óþol-
andi glaðbeittur.
•Lögregluskólinn IV 9 Police Academy IV í Sjónvarpinu á
laugardaginn. Það er hreinlega ófyrirleitið af ráðamönnum
Sjónvarpsins að bjóða uppá slíkt dagskrárefni á laugardags-
kvöldi. I öllum siðmenntuðum löndum væri háttsettur yfir-
maður stofnunarinnar látinn segja af sér.
- KVIKMYNDIR
Algjört möst:
•Nóg komið ★★★★ Falling down Frábært
tímamótaverk ffá Hollywood. Afhjúpar raun-
verulega martröð en er ekki Disney sætsúpa
eins og oftast tíðkast þar á bæ.Sögubíói.
•Spillti lögregluforinginn ★★★★ Bad Lieut-
inant Harvey Keitel var góður í Reservoir Dogs
en gerir enn betur í þessari. Myndin fær um-
svifalaust bestu meðmæli. Bíóborginni.
•Sommersby ★★★ Vel gerð, vel leikin og oft
unaðslega falleg mynd um kunnuglega sögu. Bíóborginni.
•Dagurinn langi ★★★ Groundhog Day
Brilljant handrit og Bill Murray hárréttur
maður í réttri mynd. Sætur boðskapur
sleppur undan að verða væminn. Stjömu-
bíói.
•Mýs og menn ★★★ O/ rnice and men
Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa
útgáfu af sögu Steinbecks. Mestmegnis laus við væmni og John
Malcovich fer á kostum. Hóskólabíói.
•Damage ★★★ Damage Jeremy Irons leikur af feiknakrafti
þingmann sem ríður sig út af þingi. Helst til langar kynlífssenur
nema fyrir þá sem hafa byggt upp mikið þol. Regnboganum
í leiðindum:
•Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent Proposal Svo hæg að það er varla
að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjargað
verður. Bíóhöllinni og Hóskólabíói.
•Tveir ýktir ★ National Lampoon’s Loaded Weapon. Alveg á
mörkunum að fá stjömu. sundboladrottningunni Kathy Ireland
er svo fyrir að þakka að myndin er ekki algjör bömmer. Regn-
boganum.
•Fædd í gær ★★ Bom Yesterday Götótt handrit. Þau hjóna-
komin Don og Melanie virðast taka hvaða rusltilboði sem er.
Feiti kallinn úr Roseanne gerir lítið til að flikka upp á myndina.
Sögubíói.
•Staðgengillinn ★★ The Temp Rétt þolanleg della um ritara
sem stefnir hærra. Morð og metnaðargirnd. Laugarósbíói.
•Lifandi ★★ Alive Átakanleg saga, en persónusköpun er engin
og mannátið eins huggulegt og kostur er. Hóskólabíói.
Bömmer:
•Elskan ég stækkaði bamið ★ Honey I blew up the kid. Lærðu
af mistökum þeirra sem sáu fyrri myndina og haltu þig heima.
Bíóhöllinni og Sögubíói.
•3 Ninjar 9 Three Ninjas Blessuð látið ekki luakkana plata
ykkur á þessa dellu því hún er ekki 350 kr. virði. Þið finnið ykk-
ur örugglega eitthvað skemmtilegra að gera. Bíóhöllinni.
•Meistaramir ★ Hún hékk ekki lengi í stórum sal á besta sýn-
ingartíma þessi. Og það þrátt fýrir að stúlknagullið Emilio Este-
vez sé í aðalhlutverki. Sögubíói.
Útvarp Stórstúka íslands
í sumar hefur komiö fýrir eyru hlustenda útvarpsstöðvarinnar FIVI 957 þáttur ætlaður unglingum sem unninn er af tvíeykinu
Siguröi B. Stefánssyni 25 ára stórkapelán í Stórstúku íslands og Mariu Rún Hafliðadóttur fegurðardrottningu íslands árið 1992.
Þetta samstarf þeirra hefur vakið nokkra furðu áhugamanna um fjölmiöla og hafa menn spurt hvort feguröardrottningin sé hátt
sett í Stórstúku íslands. Aðspurð segir hún svo ekki vera, heldur hafi rótin að samstarfi þeirra Sigurðar veriö sú að hún tók þátt í
Bindindisdegi fjölskyldunnar sem haldinn var síðastliðiö haust. í vor hafði svo Siguröur samband og óskaði eftir samstarfi við
hana við gerö þáttar fyrir unglinga, en þáttur þessi, sem er á dagskrá annað hvert fimmtudagskvöld, er kostaður af Stórstúku ís-
lands.“Við erum með þennan þátt í þeim tilgangi að höfða til yngra fólks og erum í samvinnu við fleiri félög í landinu eins og til
dæmis skátahreyfinguna og ungmennafélagshreyfinguna. Tilgangur okkar er að færa þessa aöila sem eru að vinna svipað starf
fyrir ungt fólk í dag betur saman, og um leið að ýta undir heilbrigt lífemi" segir Siguröur. Hann þvemeitar því að stúkan kosti út-
sendingu þáttarins T þeim tilgangi aö bæta ímynd sína, sem mörgum hefur fundist fremur steinrunnið fyrirbæri enda telur hann
álit manna á stórstúkunni vera mjög gott. Að sögn Mariu eru þættimir allir sendir út í beinni útsendingu og m.a. hafi þau Sigurður
kynnt málefni eins og starfsemi unglingaathvarfs Rauða krossins og módelstörf.
Jæja ungu íslendingar, sumsé skemmtileg (eða jafnvel leiðinleg) tilbreyting í fjölmiðlaflóruna.
Sjónvarp Lóra
Ekkert nætursjón-
varp, kallana inn í
rúm!!!
Lára Jónsdóttir,
endurhæfinear-
ráðgjafi.
17.00 Samtalsþáttur a la Ger-
aldo Rivera. Gæti heit-
ið: „Talaö viö furðu-
fugla".
18.00 Efni fyrir bömin á heim-
ilinu, t.d. góðar Disney-
myndir.
19.00 íþróttir, mín vegna.
Annars mega íþróttir
vel vera á sér rás.
20.00 Fréttir þar sem jákvæð-
um atburðum er líka
gert hátt undir höfði.
20.30 Skemmtiþættir á borö
við Roseanne, Staupa-
stein, Married with
Children, og Rowan
Atkinson. Eða hvemig
væri að vera með ís-
lenskan skemmtiþátt í
sjónvarpinu?
22.00 Góð bíómynd, ekki
eldri en sjö ára.
24.00 Hryllingsmynd eða góð-
ur sálarflækjutryllir,
þ.e.a.s. ef maöur hefur
ekki lognast út af með
bömum sínum.
KVIKMYNDIR
Fimm ogfjallabófarnir
„Það eru ávallt illmennin ogflögðin sem
gefa sögum þann kraft sem nauðsynleg-
ur er. Það er meðal annars þess vegna
sem íslenskar bókmenntir á þessari öld
eru svo rislitlar og leiðinlegar, þar vant-
ar öllflögð og illmenni
Á YSTU NÖF
CLIFFHANGER
HÁSKÓLABÍÓ
STJÖRNUBÍÓ
★★★1/2
Eitt af einkennum nútím-
ans er tækni sem við notum
daglega og skiljum ekkert í.
Raunar væri það óbærileg til-
hugsun að geta ekki talað í
síma öðruvísi en að vera síma-
verkfræðingur. Þess vegna er
tilgangslaust að fjalla mikið
um tæknileg atriði kvik-
myndagerðar í pistlum sem
þessum. Kvikmyndin Cliff-
hanger er undantekning frá
þessari reglu, í henni er tækni
og beiting hennar aðalatriðið.
Undanfarin ár hefur tölvu-
tækni verið að ryðja sér til
rúms í kvikmyndagerð í formi
stafrænnar myndatöku, þar
sem myndefninu er breytt í
talnaraðir, líkt og gert er þegar
tónlist er sett á geisladisk.
Þetta gefur kvikmyndamönn-
um færi á að möndla mynd-
efnið á þar til gerðum tölvum,
þurrka út óæskileg atriði úr
myndfletinum og bæta öðr-
um inn, án þess að þurfa að
efna til kostnaðarsamra
tæknibrellna í hlutveruleikan-
um. Þessari tækni er beitt
ótæpilega í myndum eins og
„The Last Action Hero“ og
„Jurassic Park“, sem sýndar
verða bráðlega hér á landi.
Þessar tölvubrellur eru hins
vegar því marki brenndar enn
sem komið er, að dálítill
óraunveruleikablær fylgir
þeim.
Kvikmyndin Cliffhanger
stendur og fellur með þvi að
áhorfandinn verði ekki var við
þær blekkingar sem beitt er.
Þess vegna dugðu tölvubrellur
ekki til og tæknimenn urðu að
nota hefðbundnar sýndar-
brellur (visual effects), þar
sem kvikmyndatöku, spegl-
um, líkönum og áhættuleik-
urum er beitt ríkulega. Það
voru ekki síst tæknimenn frá
Boss Film Studios í Califomiu
sem sáu um þessar blekkingar,
menn eins og John Bruno og
Neil Krepela, en þeir fá næst-
um örugglega Óskarsverðlaun
fyrir sýndarbrellur í þessari
mynd. Kvikmyndatökur fóru
fram í AlpaQöllum og kvik-
myndaverum í Korintu og
Rómaborg. Þá var og byggður
20 m hár og 18 m breiður
klettaveggur í Marina del Rey
í Californiu, þar sem þyrlulík-
ön vom notuð til þess að taka
vandasömustu þyrluatriðin.
Samskipti DC-9 farþegaþotu
og lítillar einkaþotu, sem fram
koma í myndinni, voru að
hluta til tekin úr B-52 stór-
þotu og svo mætti lengi telja. í
júníhefti American Cine-
matographer em tvær greinar
sem lýsa vel tæknilegri hlið við
gerð Cliffhanger og geta
áhugasamir lesendur fengið
þetta tímarit í Eymundsson.
Leikur er með ágætum í
þessari mynd og fer þar
fremstur í flokki John
Lithgow, sem leikur hið
nauðsynlega illmenni ákaflega
sannfærandi. Það em ávallt ill-
mennin og flögðin sem gefa
sögum þann kraft sem nauð-
synlegur er. Það er meðal ann-
ars þess vegna sem íslenskar
bókmenntir á þessari öld eru
svo rislitlar og leiðinlegar, þar
vantar öll flögð og illmenni.
Sylvester Stallone fer vel með
Wutverk klifurmanns í þessari
mynd. Hann er ekki gerður
jafii ofurmannlegur og í Ram-
bo og Rocky. Fyrir bragðið
verður hans leikur trúverðugri
og þekkilegri. Sennilega heftir
það skipt sköpum fyrir Stall-
one að leika undir stjórn þess
mikla meistara Andrei Kont-
salovskií í myndinni „Tango
og Cash“. Eftir það sneri hann
sér að myndum sem gerðu
grín að kraftakörlum. Trúlega
hefur það einnig haft einhver
áhrif á kappann að lenda í
klónum á Birgitte Nilsen,
þaðan sem hann slapp með
skrekkinn. Raunar hvíslaði
einn landskunnur ræmurýnir
því að mér að Sylvester væri
akademiker og ekki nærri því
eins vitlaus og hann liti út fyr-
ir að vera. Þetta mun vera rétt,
til dæmis stundaði hann nám
við University of Miami um
hríð. Önnur hlutverk eru vel
skipuð og allir leika eins og
efni standa til.
Söguþráðurinn í þessari
mynd er ekki burðugur þrátt
fyrir velheppnuð illmenni,
sem sannar að hin nauðsyn-
legu illmenni eru engan veg-
inn nægjanleg forsenda fýrir
góðri mynd. Bófar á einka-
þotu hyggjast ræna DC-9
þotu á flugi en verða síðan að
nauðlenda í Klettafjöllum.
Peningatöskurnar dreifast um
fjalllendið. Klifurmenn koma
á vettvang en bófamir kúga þá
til að leita að töskunum með
sér. Gabriel Walker (Stallone)
er hættur að klifra vegna slyss
sem hann kennir sér um og er
fluttur til borgarinnar, en er
nærstaddur því hann vill
sækja ástkonu sína sem er
þyrluflugmaður í björgunar-
genginu og vill hún ekki yfir-
gefa óbyggðirnar vegna
byggðasjónarmiða. Hann
lendir nú í þessum leiðangri.
I heildina tekið er Cliffhan-
ger bráðskemmtileg og
spennandi ævintýramynd í
anda Fimm-bóka Enidar Bly-
ton, þótt gamla konan hefði
sjálfsagt viljað hafa ofbeldið
minna. Finnska leikstjóranum
Renny Harlin tekst þó oft að
gera ofbeldið sprenghlægilegt
án þess að missa efnið út í
hreina grínmynd. Jafnréttis-
mál eru og í góðu lagi í mynd-
inni því þar fljúga konur bæði
þyrlum og þotum, auk þess
sem konur eru í báðum lið-
um, flokki illvirkja og göfug-
menna. Gerð þessarar myndar
er afreksverk og ætti hún af
þeim sökum að fá fjórar
stjörnur. En þar sem efni
hennar er fullkominn þvæla
gengur það auðvitað ekki upp.
Málamiðlunin er því þrjár og
hálf.