Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 22
MARKAÐSTORG GUÐANNA 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 MAÐUR VIKUNNAR Sergei Shakhrai Stœrsta von Jeltsíns Þegar Boris Jeltsín, Rúss- landsforseti var nýlega spurður að því á blaða- mannafundi hvern hann gæti helst hugsað sér sem arftaka sinn þegar hann léti af embætti, gaf hann í skyn að minnst tólf manns kæmu til greina. Forsetinn nefndi engan á nafn, en þó voru flestir viðstaddra á einu máli um að hann væri fyrir löngu búinn að gera upp hug sinn. Að hans mati kæmi aðeins einn maður til greina sem næsti forseti: Sergei Shak- hrai. Kósakkinn Sergei Mikha- ilovich Shakhrai fæddist 1956 á Krímskaga, tveimur árum eftir að Khrushchev „gaf‘ Úkraínubúum hið fyrrum rússneska landsvæði, sem tákn um „varanlegan vinskap“ á meðal Sovétlýð- veldanna tveggja. Shakhrai, sem er lögfræðingur að mennt, hefur staðið við hlið Jeltsíns í blíðu og stríðu í erf- iðri valdatíð hans. Metorða- girni hans og ráðkænska hafa skilað honum hratt upp á við í rússneskum stjórn- málum svo hann er nú orð- inn einn helsti ráðgjafi for- setans, aðeins 39 ára gamall. Líkt og nokkrir aðrir lög- fræðingar af sömu kynslóð, var Shakhrai fljótur að átta sig á því hve mikill hagur væri í „réttarríkinu“ sem lögfræðingurinn Mikhail Gorbachev stefhdi alla tíð að. Shakhrai var kosinn á fyrsta lýðræðislega kjöma þingið í Rússlandi 1990 og skömmu síðar gerður að formanni hinnar áhrifamiklu löggjaf- arnefndar þingsins. Það var þá sem hann náði athygli Borísar Jeltsín. Þegar Jeltsín var kjörinn forseti Rússlands í júní 1991, fylgdi Shakhrai honum í nýja embættið. Lögfræðingurinn ungi var fyrst gerður að að- stoðarmanni forsetans og þvínæst að fulltrúa forsætis- ráðherra. Leið hans upp metorðastigann í rússnesk- um stjórnmálum hefur verið greið. Enginn vafi leikur þó á því, að af öllum þeim áskor- unum sem Shakhrai hefur staðið ffammi fýrir, er hlut- verk hans í átökum forsetans og rússneska þingsins þó þýðingarmest fyrir hann. Enda þótt Jeltsín sé tekinn að þreytast í starfi og eigi auk þess við heilsubrest að stríða, virðist hann staðráðinn í að sitja út fimm ára kjörtímabil sitt sem lýkur 1996 og draga sig þá í hlé. í síðasta mánuði kom upp sá orðrómur að forsetinn kynni jafnvel að segja af sér fyrr en áætlað er, en talsmaður forsetans hefur nú vísað því alfarið á bug sem „kjaftæði". Ekki er talið ólíklegt að Shakhrai stefni að því í fyll- ingu tímans að setjast í for- setastólinn. Víst er að hann verður þó að halda rétt á spilunum. Því enda þótt hann hafi beinan aðgang að Jeltsín, er ekld þar með sagt að honum sé tryggt embætt- ið. Tímarnir hafa breyst frá þvi þegar Sovétríkin voru og hétu og það á eftir að koma í ljós, hvort Shakhrai tekst að vinna lýðræðislegar kosning- ar út á eigið ágæti. Þar dugir stuðningur Jeltsíns einn ekíd til. TTIIC ílnaftínBton $oof Rússar hjálparþurfi Það sem skiptir mestu fyrir efnahag Rússa er að einkavæða fýrirtækin. Bill Clinton gerir rétt í því að leggja áherslu á einka- væðinguna í utanríldsstefhu sinni. En honum hefur gengið illa að fá ríkar þjóðir heimsins til að styðja þessa umbreytingu í Rússlandi. Japanski utanríldsráðherrann sagði hugmyndina um 4 milljarða dollara hjálparsjóð fáránlega en upp á síðkastið hefur hann mildast í afstöðu sinni enda munu fáir hagnast eins mikið á betri efnahag í Rússlandi og Japanir. Sumir telja að bíða eigi með ffekari hjálp þar til rússneska hagkerfið fer að rétta úr kútn- um. En þetta er rangt sjónarmið. Helsta efnahagsböl Rússa er verðbólgan. Hún eykst stöðugt því stjórnvöld prenta peninga til að standa undir hallarekstri ríkisfyrirtækja. Ráðamenn óttast auldð atvinnuleysi ef þessi fýrirtæki fara á hausinn. Það er því brýnt að auka atvinnutækifæri í einkageiranum og það verður einungis gert með aðstoð Vesturlanda. Alþjóðlegt gróðabrall séra Moon MOON milljónamæringur og Messías Fjármálaveldi séra Moon teygir anga sína út um allan heim. Hans heilagleika er hins vegar mein- illa við að hægt sé að tengja hina margvíslegu starfsemi beint við Sameiningarkirkjuna en svo kallast trúfélag þessa meinta Messíasar. Af þeim sökum hefur hann ofið þéttriðið net fyrirtækja sem starfa sjálfstætt að nafninu til en eru í raun öll grein af sama meiði. Með þessum hætti hefur hann fengið margt frægt og þó sérstaklega ríkt fólk til samstarfs við sig. Séra Moon kemur víða við. Hann á og rekur veitingastaði, fasteignasölur, ferðaskrifstof- ur, blaðaútgáfu og hestabú- garða. Áður fyrr var hann mjög í sviðsljósinu en eftir að hann var dæmdur fýrir skjala- fals og skattsvik í Bandaríkj- unum árið 1982 og þurfti að sitja inni í 13 mánuði hefur hann látið fara minna fýrir sér en áður. Nýjar aöferðir Þessi fangelsisdómur og al- menn umræða, sérstaklega í Bandaríkjunum, hefur komið óorði á Moon og söfnuð hans. Af þeim sökum hefur hann tekið upp nýjar aðferðir. Reynt er eftir megni að láta líta svo út fýrir að fýrirtækin og stofnanirnar sem hann á séu sjálfstæðar stofnanir og tengist í engu Sameiningar- kirkjunni. Stofnaðar hafa ver- ið ýmis konar góðgerðar- stofnanir sem laða til sín ffægt og ríkt fólk. Þessir aðilar hafa lagt gífurlegar fjárhæðir til málefhisins auk þess að setjast í stjórnarsæti sem boðin eru og þar fram eftir götunum. Oft á tíðum hefur þetta fólk ekld hugmynd um hver það er sem stendur í raun á bak við starfsemina. Stofnun um alþjóölegar efnahagsaögerðir Hingað til hefur reynst erf- itt að tengja margt af þessum fyrirtækjum og stofnunum við Moon og Sameiningar- kirkjuna. Stofnun um alþjóð- legar efnahagsaðgerðir (Glob- al Economic Action Institute; GEAI) er gott dæmi um hve flókinn vefurinn getur orðið. GEAI var stofnuð að undirlagi Moons og er ætlað að hvetja til samvinnu þjóðanna um að koma á stöðugri skipan efna- hagsmála. Þar sem stofnun- inni er ekki ætlað að skila hagnaði fær hún margs konar skattaívilnanir. Auk þess eru öll framlög til hennar ffádrátt- arbær til skatts. f stjórn stofnunarinnar var margt mætra manna og kvenna, svo sem Allan Meltz- er, prófessor í hagfræði við Carnegie- Mellon háskólann. Stjórnarmennirnir tengdust á engan hátt Sameiningarkirkj- unni, enda vildi Moon hafa það þannig. Aftur á móti voru þrír helstu starfsmenn stofn- unarinnar, Garry Barker, Jer- emiah Schnee og Laurence Baer allir meðlimir í söfhuð- inum. Þeir notuðu stofnunina og stjórnarmennina til að koma á viðskiptasamböndum sem síðar nýttust þeim sjálf- um og Sameiningarkirkjunni. Einnig heldur stofnunin ráð- stefnur um ýmis málefni út um allan heim. Á yfirborðinu var Samein- ingarkirkjan einungis einn af mörgum styrktaraðilum stofnunarinnar en í raun var aðaltilgangur GEAI að að auka veg og vanda kirkjunnar. Átak 21 Stofhað við til margvíslegr- ar fjáröflunar svo sem Átaks 21 en í því tilviki átti að safna 21 milljón bandaríkjadala fýr- ir stofnunina. Þeir félagar Barker, Schnee og Baer völdu sér „fómarlömb“ og nýttu sér síðan hina vel metnu stjórnar- menn til hins ýtrasta til að komast inn undir hjá millj- ónamæringum heimsins. Þeir gerðu lista með nöfnum þeirra sem væm líklegir til að láta eitthvað af hendi rakna og létu fylgja athugasemdir frá eigin brjósti um hvernig hægt væri að ná til þessa fólks. Oft á tíðum var fóík laðað til sam- starfs við stofnunina með þvi að bjóða því stjórnarsetu og fina títla til að skreyta sig með. Af þessum lista þeirra félaga sést að þeir vom ekki að ráð- ast á garðinn þar sem hann var lægstur. Sem dæmi um nöfn og athugasemdir þeirra félaga má taka: Furstinn í Kuweit, „Fortune segir hann $4 milljarða virði“, Jihan Sadat (ekkja Anwar EÍ Sadat), ,Á ekki mikið af pen- ingum en hefur mikinn stat- us. Myndi draga marga fleiri inn ef hún fengi til dæmis að vera í einhverri heiðurs- nefnd“, Antonio Camunas, „Náskyldur kóngafjölskyld- unni, Juan Carlos kóngi, Philipe prinsi og Christine prinsessu“, Elias Kulukundis, „grískur skipakóngur. Giftur frænku Onassis, Paul Mellon, „$500 milljónir til $1 milljarð- ur. Hefur áhuga á hestum. Reynum að vekja áhuga hans á New Hope búgarðinum." (Sameiningarkirkjan rekur þann búgarð.) Þannig heldur listinn áfram. Þeim GAEI mönnum var mildll akkur í manni að nafni Rocky Aoki en hann rekur veitingahúsakeðju í Tokyo. Hann var sérstaklega áhuga- verður í augum þeirra GAEI manna vegna þess hve hann þekkti mikið af ffægu fólki. Af fýrrnefhdum lista má taka eft- irfarandi dæmi: Mary Tyler Moore „Vinur Rocky Aoki. Hugsanlegt heiðursæti í stjórninni. Mjög virk í mál- efnum sykursjúkra barna, Yoko Ono „Rocky þekkir hana. Heiðursætí í stjóminni. „Hún er af Yasuda ættinni (líftryggingafyrirtæki)“, Bill Cosby, „Hugsanlegur til setu í alþjóðlegu ráðgjafanefndinni. Hægt að nálgast hann í gegn- um Rocky eða Arthur Ashe (tennisstjarnan), Donald Trump, „Rocky hefur hitt hann“. Þeir félagar, Barker, Schnee og Baer, hafa einnig verið óhræddir við að nota aðstöðu stofhunarinnar til eigin þarfa, en slíkt stangast á við banda- rísk skattalög. Reynt er að nota öll sambönd sem mynd- ast til að koma upp verslunar- keðjum og verksmiðjum út um víða veröld. Moon hefur sjálfur mikinn áhuga á að auka umsvif sín í Rússlandi og Kína. Ekki alls fyrir löngu fór hann í ferð til Norður-Kóreu MOON Hann getur brosað breitt enda malar Sameiningarkirkj- an gull handa hon- um. og hitti kommúnistíska ein- ræðisherran Kim II Sung að máli. Afrakstur þess fundar mun vera milljóna dollara fjárfesting Moons í Norður- Kóreu. Sanntrúaðir biðja fyrir stofnuninni Forystumenn Sameiningar- kirkjunnar neita að sjálfsögðu þessum viðskiptatengslum við fyrrnefnda stofnun. Aftur á móti segja þeir að Sameining- arkirkjan hafi stutt hana fjár- hagslega eins og mörg önnur félög sem stuðla að betra lífi hér á jörð. Það er aftur á mótí ekki hægt að neita því að GE- AI er ofarlega í huga sanntrú- aðra. Sameiningarkirkjan gef- ur iðulega út kver þar sem trúuðum er sagt hvernig og fýrir hverju skuli biðja. Þar á meðal er þessi bæn: Dýrð á himnutn. Friður á jörðu. Herra Smith (eða hver sá annar sem þarf að ná til og hafa áhrif á) gefðu strax $1 milljón til GEAl. Að lokum komust stjórnar- menn í GEAI á snoðir um hliðarstarfsemi þeirra félag- anna og stofnunin var leyst j upp. En hafa verður í huga að i starfsemi GEAI er einungis lít- ill angi af starfsemi þeirra Sameiningarkirkjumanna. Messías eða Messí- assa? Moon hefur ekki farið dult með kenningar sínar varðandi trúmál. Hann segir efnahags- lega velferð heimsins alls ráð- ast af andlegri velferð þegn- anna og Guð hafa sent sig til að leiða þjóðir heimsins á hinn rétta veg. En Messías sjálfur lifir ekki j að eilífu. Einn góðan veður- dag mun Moon, sem nú er á 74. aldursári, komast nær hin- um efri loftum. En söfnuður- inn þarf ekki að örvænta því j eiginkonan, Hak Ja Han Mo- on, er þegar farin að búa sig undir að taka við söfhuðinum og öllu sem honum fýlgir. Nú þegar er Sameiningar- kirkjan farin að undirbúa jarðveginn fýrir arftakann og í bæklingum hennar má lesa setningar sem þessa: „Moon er Messías, en ertu tilbúinn að taka á mótí Messíössu?" Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Yves St Laurent I vanda í áraraðir var Yves St Laurent ókrýndur konungur í háborg tískunnar, París. Tískusýningar hans vöktu alltaf mikla hrifningu og fína fólkið kepptist við aö kaupa vörur sem báru nafn hans. í raun hafa vinsældir hans sem hönnuðar ekki minnkað en aftur á móti hefur honum ekki gengið jafnvel að fóta sig í hinum harða heimi flármálanna. Hann stendurí miklum málaferlum við aðra lúxusvöruframleið- endur og nafn hans hefur jafnvel tengst stjórnmála- hneyksli. Upphaf ófaranna má rekja til þess er hann skráði fýrirtækjasam- steypu sína á hluta- bréfamarkaðnum í Par- ís fyrir fjórum árum, en slíkt var mjög í tísku á þeim tíma. Áriö 1991 ákvað hann að kaupa aftur stóran hlut í fyrirtækinu afítalska fjölmiölakónginum Carlo De Benedetti. Viö þessi kaup varð St Laurent skuldum vafinn og háður því að verð hlutabréfanna héldist hátt. Verð þeirra er hins vegar mjög háð velgengni ilmvatn- anna og fylgihlutanna sem fyrirtækiö framleiðir en það eru aöallega þessi fjöldaframleidda merkja- vara sem gefur ágóða. Ekki alls fýrir löngu kynnti fýrirtækið nýtt ilmvatn sem það kallaði Champagne. Þeir hefðu þó betur gefiö því ann- aö nafn því kampavínsframleiðendur brugðust ókvæða við nafninu. Þeir hópuðust til Parísar og mótmæltu þannig að slagsmál brutust út á frum- sýningu ilmvatnsins í Paris. Þessi mál eru nú fýrir frönskum dómstólum. St Laurent hefur einnig verið orðað- ur við pólitíska spillingu í kjölfar þess að rfkisfýrirtæki keypti stór- an hlut í fýrirtæki hans og bjarg- aði því þannig út úr miklum kröggum. íhaldsmenn T Frakk- landi sega að með þessum kaupum hafi franskir sósíal- istar verið að nota almanna- fé til að koma skoðanabróð- ur sínum til hjálpar, en St Laurent er yfirlýstur stuðn- ingsmaður sóslalista. Aðdáendur verka St Laurent biðja til Guðs að þessum látum fari brátt að linna þannig að tískukóngurinn geti snúið sér heill og óskiptur að því sem hann gerir best en það er að hanna tískufatnað í hæsta gæðaflokki. Yves St Laurent er nefnilega frábær fatahönnuður en afleit- ur fjármálamaöur. Snyrtivörur fyrir börn Snyrtivöruframleiðendur heimsins hafa undanfarin ár reynt að höfða til sífellt yngri kaupenda. Þetta hefur nú gengið svo langt að í Evrópu er farið að selja snyrtivör- ur fýrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára. Snyrtivörur þessar eru orðnar vinsælar afmælisgjafir og margir foreldrar biðja þess heitast að ekki berist nú of mikið af ódýr- um ilmvötnunum, því þá vill óþefurinn á heimilinu verða hreint óbærilegur. Framleiðendurnir auglýsa að sjálfsögðu grimmt og segja snyrti- vörurnar sérstaklega hannaðar með hina viðkvæmu barnshúð í huga. Og það skyldi enginn halda að þetta sé bara tómt grín; nú þeg- ar er farið að selja heilu snyrti- vörulínurnar. Allt ffá varalitum til ilmvatna og rakakrema. Baráttan um vörumerkin er hörð og Disney samsteypan græðir á tá og fingri á einkaleyfum sínum. „Sport Goo- fý“, „Disney Babies", „Mickey“ og „Minnie“ eru allt vinsælar snyrti- vörur hjá bömunum. En það eru ekki allir ánægðir með þessa þróun mála. Margir sálffæðingar eru æfir yfir þessu og segja að verið sé að flýta ótíma- bærum þroska barnanna og þröngva hefðbundnum kynhlut- verkum uppá ungar stúlkur. Aðrir benda á að öll þessi nýju ilmvötn komi í veg fýrir að eðlilegt samband myndist milli móður og bams. Ástæðan sé sú að líkt og hjá dýrunum geti mæður þekkt af- kvæmi sín á lyktinni. Telja sér- ffæðingar brýnt að slíta ekki þessi tengsl móður og barns. RAUNÁVÖXTUN KJÖRBÓKAR 1.JANÚAR-30.JÚNÍ VAR 2,6-4,6% YFIR 80,000 KJÖRBÓKAR- EIGENDUR NUIU VERDTRYGGINGAR- UPPBÓTANÚUM MÁNAÐAMÓTIN Innstæöa á Kjörbókum er nú samtals tæpir 30,0 milljarðar. Hún er því sem fyrr langstærsta sparnaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæöan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Kjörbókareigendur geta þess vegna horft björtum augum fram á viö fullvissir um aö spariféö mun vaxa vel enn sem fyrr. Kjörbókin er einn margra góöra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans Vakin er athygli á að samkvæmt reglum Seölabanka íslands verður tímabil verötryggingarviömiöunar aö vera fullir 12 mánuðir. Breyting þessi tekur gildi um næstu áramót. Verötryggingartímabil Kjörbókar veröur því frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.