Pressan - 08.07.1993, Side 31
POPP OPG PIPUR
Fimmtudagurínn 8. júlí 1993
PRESSAN 31
Um
síSustu
helgi hélt
Rokkabillý-
band Reykjavíkur
útgáfutónleika til að
kynna fyrstu afurð sína hljóm-
disk með sama nafni. Menn hafa
oft verið frumlegir í þessum efnum,
en í þetta sinn sprengdu þeir
kvarðann piltarnir. Siglt var með
Eyjaferðum út í Galtarey sem er í
mynni Hvammsfjarðar en þar kom
hljómsveitin sér þægilega fyrir og
spilaði og söng milli þúfna við
góðar undirtektir einbúans í eynni
Guðrúnar Jónsdóttur og fjöl-
miðlafólks úr Reykjavík. A bátnum
á leiðinni voru einnig tekin nokkur
lög fyrir dýr sjávarins og sjófugla
sem undu sér hið besta við þessa
óvenjulegu röskun á hvunndegin-
um. Sérstaklega var selurinn Snorri
ánægður.
Rokkabillýbandið er fámennt en
góðmennt enda er valinn maður í
hverju rúmi. Það er skipað þeim:
Tómasi Tómassyni sem sér um
söng og gítarleik, Birni Vil-
hjálmssyni sem plokkar kontra-
bassa og Jóhanni Hjörleifs-
syni trommuleikara. Tveir hinir
fyrrnefndu hófu feril sinn með
hljómsveitinni Lólu frá Seyðisfirði
fyrir rúmum 10 árum síðan, en
trommarann fundu þeir í Reykjavík.
Það sem var skondið við þessa
útgáfutónleika er sú staðreynd að
geisladiskurinn sem verið var að
kynna
er ókom-
inn á markað,
og er væntanlegur
eftir þrjár vikur. Það mun þó
ekki vera einsdæmi að hljómsveitir
haldi útgáfutónleika áður en varan
er kominn í verslanir því sagan
segir að Sniglabandið hafi verið
búið að ferðast hringinn í kringum
landið til að kynna nýjasta tónlist-
arafsprengið, enda þótt það væri
enn ókomið í verslanir.
Þessi nýi diskur Rokkabillýbands-
ins inniheldur gamla og góða slag-
ara sem aldrei heyrast of oft. Svo
má alveg í leiðinni mæla með
þeim piltum til að halda uppi arg-
andi stuði því það gerðu þeir svo
sannarlega í veitingahúsinu Knud-
sen í Stykkishólmi um síðustu helgi.
tt-er-s u-e<a>>ia
Jsía é$. . .
ég pípuna mína?
ÓLAFUR Þ. HARÐARSON
lektor
Reykjarpípan hefur veriö
hans vörumerki frá því á sjö-
unda áratugnum.
„Afþví hún er mér svo
góð. Annars er hœgt að
fitinafrekari rökstuðn-
ing varðandiþetta atriði
í kvæði í sonnettustíl eft-
ir Ragnar Inga Aðal-
steinsson. Það birtist í
tímaritinu Nýjum Gretti
sem menntaskólanemar
gáfu út í kringum 1970. “
POPP
Stjórnin skánar — en ekki mikið
STJÓRNIN
RIGG
STEINAR
★
Ef íslenskar popphljóm-
sveitir væru hundategundir
væri Stjómin púðluhundur. Á
öllum plötum sínum til þessa
hefúr þessi kjölturakki hlaupið
hringi um sjálfan sig og gelt
tannlaus út í loftið en nú er
eins og hundurinn setjist nið-
ur og athugi sinn gang. Hing-
að til hafa eingöngu krakkar
nennt að klappa þessum
kjölturakka. Stjórnin hefur
verið nauðsynlegt íyrirbæri í
þroska barna; um leið og hár
fara að gróa á ólíklegustu stöð-
um breytist tónlistarsmekkur-
inn og Stjórnin verður hjá
flestum merki um eitthvað
hallærislegt úr fortiðinni. Hjá
velflestum sem eru búnir að
fermast hafa plakötin af Siggu
og kó úr Æskunni farið niður
af veggjunum og Jet Black Joe
farið upp í staðinn.
Það má segja að Rigg sé
fyrsta fúllorðinsplata Stjórnar-
innar. Heildarsvipurinn er
ekki alveg jafn yfirgengilega
þunnur og sykraður og áður.
Að vísu er platan í sama
glassúrpoppandanum og
„Það er eins og
bandið allt sé á
sterum og allir
keppast við að
troða sem mestu á
hljóðrásirnar.
Sigga syngurþessi
lög eins og hún sé
nýkomin úr mara-
þonhlaupi. “
Stjórnin er kunn fyrir. „Nóttin
og blá“ og „Beint af augum“,
eftir Friðrik Karlsson sem
semur megnið af lögum plöt-
unnar, em hlaðin af yfirþyrm-
andi sætum tónum og lögin fá
aldrei að anda. Það er eins og
bandið allt sé á stemm og allir
keppast við að troða sem
mestu á hljóðrásirnar. Sigga
syngur þessi lög eins og hún sé
nýkomin úr maraþonhlaupi.
Maður býst hálfþartinn við að
hún springi af áreynslu þegar
hún fer upp á háu C-in. Sér-
staklega er „Beint af augum“
þessu marki brennt, enda lag-
ið „íþróttalegt“ í eðli sínu —
gæti verið stuðningslag fyrir
eitthvað íþróttafélag. „Ekki
segja aldrei“ og „Ein“ hefðu
sómt sér vel í næstu júróvi-
sjón, þeirri sætsúpufram-
leiðslu, og „Alla leið“ sem er
eftir einhverja útlendinga, ekki
síður. Þá hafa verið talin upp
fimm illþolanleg lög, en þó
það kunni að virðast undar-
legt eru fjögur ágæt lög á plöt-
unni. Þau falla að vísu líka
undir gömlu sykurskilgrein-
inguna en eru þó laus við að
vera klígjuleg. „Is“ er eina lag-
ið eftir Grétar Örvarsson á
plötunni. Nokkuð skemmti-
legt lag með dúndurfínu
poppviðlagi og ekki skemmir
fyrir að Sigurður „Centaur“
Sigurðsson á góða munn-
hörpuspretti í laginu. „Alla
leið“ er besta lag plötunnar,
vel samin ballaða. Lagið er í
einfaldri og smekklegri útsem-
ingu, lagið andar vel og Sigga
kemur sterk út úr einfaldleik-
anum; hún fær að njóta sín
þegar hún er ekki að keppa við
lætin í öllum hinum. „Stór
orð“ hefur áður komið út á
safúplötu og er vel tæknivædd
ballaða og „Þessi augu“, sem
einnig er áðurútkomið, er
miklu betra í þeim órafmagn-
aða búningi sem Stjómin set-
ur það í hér.
Það er greinilegt að Stjórnin
er með Rigg að reyna að
breikka áheyrandahóp sinn.
Umslagið er flott og greinilega
stefnubreytingu má sjá í
ímynd bandsins. Þau em orð-
in rokkaðri að sjá, drengirnir
orðnir alvarlegir og þung-
brýndir á svipinn, en Sigga
brosir dularfullu brosi —
gamla sólskinsbrosið horfið.
En það er ekki nóg, hugur
verður að fylgja betur máli en
þetta. Þó Rigg eigi ágæta
spretti er tónlist Stjórnarinnar
þó enn alltof sykruð og
vemmileg til að hún geti talist
merkilegt innlegg í poppsögu
Islands. Kannski fær púðlu-
hundurinn tennur á næstu
plötu?
POPP
FIMMTU DAGUR I N N
8. JÚLÍ
• DeepJimiand the
Zep Creams enn á ís-
landi. Þeir trylltu víst
margar dömurnar í Þjórs-
árdalnum um síðustu
helgi. Nú verða þeir
Tveimur vinum.
• GCD Bubbi, Rúnar og
allir hinir jálkarnir á Gauki
á stöng.
• Guðmundur Rúnar
fúnar á Fógetanum.
FÖSTU DAG U R I N~N |
9. JÚLÍ
• Silfurtónar eru vakn-
aðir til lífsins á ný. Þeir
leika á Gauki á stöng,
vonandi með hvítu tenn-
urnar og í Ijósbláu jakka-
fötunum.
• Bjössi greifi trúbadúr
og fyrrum Greifi heldur
sínum virðulega titli á
Fógetanum.
• Redhouse vaknar á
ný til lífsins á Blúsbarn-
um. George Grossman,
Pétur Kolbeins og James
Olsen, hinn heimsfrægi
færeyski svertingi allir í
einn graut.
• Magnús Einarsson
hinn fimi Fáni verður á
Feita dvergnum.
laugardagurinnT|
1 o. JÚLÍ
• Bogomil Font og
Milljónamæringarnir og
blastblondínurnar á
Tveimur vinum og öðrum
í fríi.
• Redhouse blúsar og
rokkar á Blúsbarnum.
James Olsen líður enn
vel á íslandi.
• Silfurtónar aftur og
nýbúnir á Gauki á stöng.
• Bjössi greifi trúbi á
Fógetanum.
• Berglind Björk og
S.A.M. á Hótel Sögu.
Berglind er greinilega
komina í frí bæði frá
Geirmundi og Borgar-
dætrum.
• KK-band leikur í síð-
asta sinn fyrir frí í Firðin-
um í kvöld. KK kýs aug-
Ijóslega alltaf að spila á
skrýtnum stöðum bæði
þegar hann er að byrja
og Ijúka tónleikamisseri.
Á Nillabar, þar sem er 18
ára aldursmark verður
diskóstemming.
• Magnús Einarsson
eyðir fríinu sínu frá Rás 2
á Feita dvergnum.
SUNNUDAGURINN
1 1 . JÚLÍ
• Sniglabandið á Gauki
á stöng eftir að hafa leik-
ið fyrir Vestmannaeyinga
í gærkveldi.
SVEITABÖLL
FOSTUDAGURINN
9. JÚLÍ
• Þotan, Keflavík
Todmobile heldur áfram
að fylla húsin.
• Njálsbúð, Landeyjum
SSSól heldur áfram að fá
það og nú með Rás 2.
• Skjólbrekka, Mý-
vatnssveit Stjórnin stikl-
ar á stóru.
•Félagsheimilið, Höfn
Hornafirði Pelican, hvað
er nú það?
• Sjallinn, Akureyri
GCD þeytir upp ryki og
rokkar.
• Sjallinn, ísafirði
Rokkabillyband Reykja-
víkur, ein mesta stuð-
grúbba landsins, sérstak-
lega ef Besti er með í för.
LAUGAR DAG U RIN N
I O. JÚLÍ
• Inghóll, Selfossi
Todmobile gerir það bet-
ur en flestir.
• Lýsuhóll, Snæfells-
nesi Nýdanskir í fyrra
sinnið. Seinna sveitaball
þeirra félaga við rætur
jökulsins verður í lok ág-
úst.
• Ýdalir, Aðaldal Sól-
inni tókst víst að fá til sín
ofurfjölda fólks síðast
þegar þeir héldu dansi-
ball þar.
• Miðgarður, Skaga-
firði Stjórnin tekur völdin.
• Valaskjálf, Egilsstöð-
um Pláhnetan á væntan-
lega fáeina aðdáendur
þar.
• Höfðinn, Vestmanna-
eyjum Sniglabandið leik-
ur fyrir eyjapeyja og píur.
• Sjallinn, ísafirði
Rokkabillýband Reykja-
víkur betra en nokkru
sinni.
• Félagsheimili, Dal-
víkur GCD gargar, vælir
og ælir -á Steinar Berg.
SUNNUDAGURINN |
1 I . JÚLÍ
• Vagninn, Flateyri
miðnæturtónleikar með
Rokkabillýbandi Reykja-
víkur á einum besta
skemmtistað landsins.