Pressan - 08.07.1993, Qupperneq 16
S K I L A B OÐ
16 PRESSAN
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
Tekurðu myndir
af fólki?
Á síðum PRESSUNNAR eru margar myndir affólki, skemmtilegu fólki,
skrýtnu, fallegu, öðruvísi og allt þar á milli. PRESSAN kaupir áhugaverð-
ar myndir til birtingar. Efþú rekst á athyglisvert fólk í bœnum, áferð um
landið, í útilegu, á sólarströnd eða í vinnunni, hafðu þá samband. Sann-
gjarnt verð.
Að gefnu tilefni vegna
Þj óðminj asafns
a-píiisw
Valdabarótto innon Þjóðfninjasofnsins
Haröar deítur innan Þjóöminjasafns
vegna elgnartiatds á húsl á Snœfellsnesi
GUBMUNDUR SflHflR IUBJA
FORSETANS UW MISNOTKUf
Á OPINBFRU FÉBBH
iJiur mtðíé mjiýt
féttgf&fágþi
ttuiM. e m
x mötgh
kustinái
Settur þjóðminjavörður,
Guðmundur Magnússon,
hefur krafizt þess að PRESS-
AN biðjist afsökunar vegna
ffásagnar af deilum um svo-
kallað Amtmannshús á
Snæfellsnesi, þar sem „fyrir-
sagnir blaðsins [séu] í engu
samræmi við staðreyndir
málsins og efni fréttarinnar
sjálfrar.“
Fyrirsagnir blaðsins voru
um að settur þjóðminja-
vörður sakaði börn fyrrum
forseta íslands um misnotk-
un á opinberu fé og barizt
væri um völd og áhrif innan
Þjóðminjasafnsins. Stað-
reyndir málsins og efni
fr éttarinnar voru svona:
Eins og Guðmundur
rakti í grein í Morgimblað-
inu á þriðjudag og PRESS-
AN skýrði frá í síðustu viku var veitt
fé úr Húsafriðunarsjóði, frá Þjóð-
minjasafni og beint frá Alþingi til
endurbyggingar Amtmannshússins.
Óumdeilt er að gegn fjárframlögun-
um átti Þjóðminjasafnið að fá eign-
arhlut í húsinu.
I ljós kom hins vegar í vor að
húsið hafði verið selt nokkrum aðil-
um án þess að eignarhluta Þjóð-
minjasafns væri getið og töldu fyrri
eigendur sig hafa verið einkaeigend-
ur hússins frá því 1983. Þá setti
Guðmundur lögfræðing í málið til
að tryggja rétt Þjóðminjasafnins og í
þeim málarekstri stendur nú.
Þetta var kjarninn í ffétt PRESS-
UNNAR. Hann má auðvitað orða á
ýmsa vegu, en í minni orðabók
flokkast ofangreind hegðun undir
„misnotkun á opinberu fé“. Orð og
athafnir setts þjóðminjavarðar í
málinu benda til þess að hann gæti
samsinnt því, þótt hann kjósi ef til
vill að nota annað orðalag. Varla
væri heldur undirbúin lögsókn í
málinu ef ekki væri talið að um ein-
hverja sök væri að ræða.
Það dylst engum, sem ræðir við
málsaðila nokkra stund, að þessi
deila fléttast inn í annars konar átök
um störf og áhrif innan Þjóðminja-
safnsins. Hinu verður heldur ekki
mótmælt að öðrum megin þess
borðs eru meðal annarra börn og
tengdaböm fyrrum þjóðminjavarð-
ar og forseta íslands — sem einnig
eru fyrrverandi og núverandi eig-
endur Amtmannshússins.
Mig grunar að Guðmundur
Magnússon telji PRESSUNA hafa (
gert hann að einhvers konar „-
skúrki“ í þessu máli. Það er fráleitt.
Sumir myndu þvert á móti vilja
hrósa honum fyrir að gæta hags-
muna skattborgaranna með þessum
hætti. Og þegar báðir málsaðilar
hafa — án þess að nefha nein efiiis-
atriði — dylgjað um rangfærslur í
fféttinni gmnar mig líka að blaðinu
hafi einmitt tekizt að komast að
kjama málsins.
Ritstj.
(
I
I
i
i
!
KRAFTMIKILL
MITSUBISHI
L 200
Öflug 2,5 lítra dieselvél
nú með forþjöppu sem
eykur enn á töfra þessa
glæsilega bíls.
MITSUBISHI L 200 er
vandaður fimm manna
fjölnota bíll fyrir alla
sem vilja ekki láta veð-
ur og ófærð hindra sig
í starfi eða leik.
:.-s
MITSUBISHI
VERND
HEKLA
Fremstur meðal jafningja
UMHVlRflS'
VIUURKINNINC
. i»jjw Laugavegi 170-174 .Sirro69 55 00
MITSUBISHI L 200
er sannur þjarkur til
vinnu og fjallaferða.
Þér eru allir vegir færir
í MITSUBISHI L 200.
(
(
(
(
(
(
(
(