Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 17
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 PRBSSAN 17 </> 5 2. Þá er veðurfrœðingurinti orðinn þátttakandi í til- raun sem erflóknari en hann gœti gert sjálfur. “ Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur staðið framarlega í kjarabaráttu náttúrufræðinga Maður á ekki að sætta sig við ranglæti Félag íslenskra náttúrufræðinga lokar húsi Rannsóknarstofu Háskólans í veiru- ffæði á fimmtudegi. Nokkrum dögum síðar hefur Margrét Guðnadóttir yfirlæknir stofnunarinnar lagt fram kæru í þremur lið- um á hendur FÍN. Á þessum tímum at- vinnuleysis og launaffystinga er athyglisvert að náttúrufræðingar skuli leggja út í svo harðar aðgerðir tengdar kjaramálum. En FÍN menn eru hvergi bangnir, enda telja þeir að verið sé að brjóta gamla samninga. Sá sem hefúr svarað fyrir aðgerðirnar í fjöl- miðlum heitir Haraldur Ólafsson varafor- maður kjararáðs FÍN og veðurfræðingur á Veðurstofú fslands. Haraldur hefur hingað til verið betur þekktur sem brosmildur veð- urfræðingur í Sjónvarpinu, en gallharður baráttumaður í samningamálum. Hann reynist hið mesta ljúfmenni í viðkynningu, en hefur engu að síður ákveðnar skoðanir hvort sem um er að ræða stefnu Veðurstof- unnar, kjaramál eða bara veðrið. Verður þessi aðferð ykkar FÍN manna, að loka Rannsóknarstofunni til að ná ykkar fram, ekki að teljast tiokkuð róttæk á þessum tímum atvinnuóöryggis oglaunaskerðinga? „Víst vorum við róttækir. En það var samþykkt á félagsfúndi að beita þessari að- ferð. Ég tel það aðeins endurspegla þá reiði sem upp var komin hjá félagsmönnum. Þetta hefði líklega ekki verið gert við venju- legar kringumstæður, þó finnst mér að off- ar ætti að grípa til svipaðra aðgerða í kjarab- aráttunni.“ Varþessi aðgerð nauðsynleg? „Það var búið að bijóta samning og ekk- ert hafði gengið í hefðbundnum viðræðum. Það höfðu verið haldnir yfir 50 fundir með félagsmönnum og viðsemjendum, allt frá ráðuneytismönnum niður í forstöðumann, án þess að nokkuð kæmi út úr því.“ I hverju varþetta samningsbrot fólgið? „Fyrir nokkrum árum var samið um ákveðnar greiðslur til náttúruffæðinga, sem stofnunin bókfærði sem yfirvinnu. Síðan var fyrirskipaður sparnaður og þá grípur forstöðumaðurinn til þess ráðs að hætta þessum greiðslum. Þegar náttúrufræðingar komu með hugmyndir um aðrar leiðir til sparnaðar var ekki áhugi fyrir þeim. Síðan fóru þrír náttúruffæðingar og tveir meina- tæknar af stofnuninni, ýmist í launalaust leyfi eða alfarnir, en í staðinn fyrir að nota það svigrúm sem þá skapaðist var ráðið í stöðurnar, þar á meðal einn ófaglærður." Hvaða áhrif hafa aðgerðirnar haft á þetta mál? „Eftir þennan dag gerðu menn sér grein fyrir alvöru málsins.“ En þurfti ekki kjark til að beitafyrir sig lok- un? „Þetta mál var auðvitað svolítið sérstakt. Annars er ég á þeirri skoðun að launamun- ur á íslandi sé orðinn það mikill að það stefni í að þjóðfélagið verði harðara en það er í dag. Þessi munur réttlætir það að beitt sé meiri hörku í kjarabaráttunni.“ Óþarfa launamismunur Oft er það þó þannig að þeir sem þurfa mest á launahœkkunum að halda hafa veik- ustu stöðuna til að beita sérfyrirþeim. „Það er alveg rétt og ég veit ekki hvernig leysa má það vandamál, hugsanlega með lagasetningu. En fólk ætti ekki að vera feim- ið við að sýna þá hörku sem til þarf. Það er ekki réttlátt að þjóðfélagið skúli byggja á þessum óþarfa launamismun og jafn ódýr- um vinnukrafti og raun ber vitni. fslenskt þjóðfélag stendur hvorki né felfur með því hvort þeir sem hafa ekki nema 50 til 60 þús- und krónur í mánaðarlaun fá hærri laun.“ Hvaða launfá náttúrufrœðingar? „Launataxtar náttúrufræðinga ná frá rúmlega 60 þúsundum upp í 100 þúsund, en flestir fá líklega nálægt 90 þúsundum. Síðan eru greiddar ýmsar sporslur frá stofn- ununum.“ Þú hljómar eins og maður sem hefur sterka réttlœtistilfinningu? „Ég get ímyndað mér það.“ Hann brosir næstum afsakandi. „Þessi launamismunur er ekki í neinum tengslum við annan raun- veruleika sem við búum við hér. Það eru ekki nema tvö ár síðan ég kom heim frá námi í Noregi og ef maður ber hin Norður- löndin saman við ísland þá sést fljótt að þar er stigsmunur en ekki eðlismunur á tekjum fólks. Og þessi lönd komast vel af án þess að þurfa að arðræna lítinn minnihluta.“ Er launamunurþarþá minni en á íslandi? „f Noregi, þar sem ég þekki best til, er hann minni. Óg lægstu launin þar eru hærri en lægstu laun hér. Þegar launin eru mjög lág er oft ráðið í störf sem eingöngu eru til vegna þess að vinnuaflið er ódýrt. Þetta er í rauninni spurning um það hvernig þjóðfélag við vilj- um byggja upp. Viljum við nýtísku þjóðfé- lag í samkeppni við atvinnuvegina í tækni- væddum ríkjum eða viljum við þjóðfélag sem byggir á hráefnissölu í samkeppni við fátækari lönd. Ef við viljum tilheyra fyrri þjóðfélagsgerðinni, þá er ein leið til þess og það er menntun. Það er alltof algengt við- horf hér á landi, að það sé offramboð af menntuðu fólki. Nóg framboð af mennt- uðu fólki er í raun forsenda þess að við get- um byggt upp nútíma þjóðfélag.“ Tilheyrirðu einhverjum pólitískum flokki? „Nei. Stjórnmálaflokkarnir höfða mis- jafnlega til mín og ég lít ekki á flokksholl- ustu sem dyggð.“ En ertu hugsjónamaður? „Ég tel mig hafa hugsjónir." Bros. „Mað- ur á ekki að sætta sig við ranglæti, hvorki gagnvart sjálfúm sér né náunganum.“ Hvaðan hefurðu þá skoðun? „Ætli hún sé ekki bara meðfædd.“ Ekki hægt að sitja og nöldra Haraldur sótti um stöðu veðurstofústjóra þegar staðan var auglýst í vetur, en um svip- að leyti höfðu veðurfræðingar sagt upp á Veðurstofúnni til að knýja fram ákveðnar breytingar á starfsemi hennar. Hvers vegna sóttirðu um veðurstofústjórastöðuna? „Þessi umsókn var ákveðin yfirlýsing, því ég gerði mér auðvitað grein fyrir því að það er ekki venja hjá ríkinu að ráða nýútskrifaða ungliða í stjórnunarstöður. En þar sem ég taldi mig hafa hugmyndir um hvernig mætti bæta þjónustu Veðurstofunnar og auka rannsóknir þá fannst mér hlægilegt að sækja ekki um. Ekki síst þar sem ég hafði látið þessar hugmyndir mínar í ljós og fannst ekki hægt að sitja bara og nöldra þeg- ar búið var að auglýsa stöðuna.“ Hvað uppsagnimar varðar segir Haraldur að þær hafi snúist um að knýja fram breyt- ingar á starfsemi Veðurstofunnar, sem meðal annars myndu gefa veðurfræðingun- um tíma til að stunda rannsóknir, en slíkt hefur verið illmögulegt vegna mannfæðar. „Með uppsögnunum fengum við það meðal annars í gegn, að skipulögð var hóp- vinna til að móta ffamtíðarstefnuna. Þetta gerðist ekki í neinu illu, enda ríkir góður andi á Veðurstofunni. Ég komst að því í veirumálinu. Á Veðurstofunni er ekki til staðar þessi persónulega heift sem er á Rannsóknarstofunni. Þar hvæsa menn ekki.“ Hvers vegna valdirðu veðurfrœði? „Mér fannst hún mest spennandi af raungreinunum. Það em stöðugar tilraunir í gangi og maður fær nýjar upplýsingar frá degi til dags. Það nægir að fara út á tún, þá er veðurfræðingurinn orðinn þátttakandi í flóknari tilraun en hann gæti sjálfur sett upp.“ Er veðrið þá aldrei eins? „Nei, í rauninni er það aldrei eins. Það er mikil óreiða í veðrinu." Ég heyrðifyrir skömmu veðurfræðing segja frá því að minnifólks væri sjaldanjafn brigð- idt og þegar kemur að veðrinu. Ertu sam- mála því? „Já, það er ég! Það getur verið bjart vik- um saman, svo rignir í tvo daga og þá fer fólk að tala um það hvort sumarið ætli aldrei að koma.“ Nú eru veður umhleypingasöm á íslandi. Heldurðu að það sé meira gaman að vera veðurfrœðingur hér en til dœmis á rnegin- landi Evrópu? „1 Evrópu gefast tækifæri til að taka þátt í rannsóknum sem eru í fararbroddi innan veðurfræðinnar, en á Islandi er líklega skemmtilegra að spá í veðrið.“ Hér gerist svo margt spaugilegt Þig hefur ekki langað til að starfa ytra eftir að þú laukst námi? „Nei, mig var farið að langa til að koma heim, enda búinn að vera úti í sex eða sjö ár. Og eitt af því skemmtilega við að vera á íslandi er hvað hér gerist margt spaugilegt.“ Hvað áttu við? „Til dæmis þættir Baldurs Hermanns- sonar. Burtséð frá harmsögunum sem voru í þáttunum voru þeir spaugilegir. Grínið náði hámarki í hefldarúttekt á stöðu sauð- kindarinnar, en þá var sett ffarn sú kenning að ærnar færu að éta steina þegar allur gróður væri búinn.“ Hlátur. „En mesta spaugið eru þó viðbrögðin við þáttunum. Fólk lætur allt vaða og það getur verið ansi skondið. Svo er líka launakerfi ríkisstarfsmanna mjög spaugilegt. Það er sífellt verið að semja um einhverjar greiðslur sem opinberlega eru ekki til.“ Hvaða önnur áhugamál hefurðu en veðrið og kjarabaráttunna? „Ég reyni að lesa, bæði skáldsögur og það sem kemur út í aðgengilegu formi í öðrum fræðum en veðurfræðinni. Síðan stunda ég dálítið hestamennsku. Mér finnst gaman að vera úti í veðrinu á hestbaki,“ segir ungi veðurfræðingurinn og glottir íbygginn. Margrét Elísabet Ólafsdóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.