Pressan


Pressan - 08.07.1993, Qupperneq 7

Pressan - 08.07.1993, Qupperneq 7
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 ALLT SEM ÞARF PRBSSAN 7 Nóg að eiga góðar bomsur - HITT MÁ LEIGJA Það er deginum að Ijósara að vilji er allt sem þú þarft til að stunda útivist á íslandi. Þú þarft ekki einu sinni að eiga svefnpoka. Það er nóg að mæta á bomsunum niður á BSÍ — tímanlega — því handan götunnar er Sþortleigan, heljar- mikil verslun með viðlegubúnað, sem leigir einn- ig flest sem þarf. Þar má fá tjöld í ýmsum stærð- um, svefnpoka, bakpoka, prímusa og potta, eitt- hvað af þessu eða allt, eftir því hvað hentar. Leiga á tjaldi er frá tæpum 3.000 krónum í þrjá daga og svefnpokinn kostar 1.100 yfir helgi. Svo bjóðast sérstakir bónuspakkar — með taldinu og öllu saman, og kostar t.d. 4ja manna pakki 9.500 krónur yfir helgi. Þessi rekstur hófst sumarið 1970 og hefur að sögn Guðrúnar Axelsdóttur kaupkonu dafnað bærilega og þroskast síðan. Nú er auk leigunnar hægt að kaupa þarna allt frá föðurlandi upþ í hústjöld sem dygðu næstum fyrir heilu ættarmótin. A vetuma er svo einblínt á skíðabúnað og sama sagan þar — þú leigir græjurnar bara rétt áður en þú leggur í hann. Guðrún segir íslendinga reyndar sækja meira í að kaupa sér búnað núna því útivist njóti vaxandi vinsælda. Og landinn vill hafa það vandað, gerir miklar kröfur um gæði, enda um tals- verða fjárfestingu að ræða sem eins gott er að nýtist vel. Annars hefur orðið stökkbreyting í þróun á viðlegubúnaði undanfarin ár, öll efni orðin haldbetri og vandaðri — og það sem mestu máli skiptir — léttari. Enda meginatriði þegar lagt er af stað í göngur að burðast ekki með meiri þyngd en nauðsyn krefur. Svo þar fauk sú afsökunin — að eiga ekkert tjald eða að rennilásinn sé bilaður. Sportleigan er nefnilega líka með alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu. Byggingafélagið Borgamesi © 93-71482 - Fax 93-71768 Sérhœfum okkur í smíði glugga, hurða, og opnanlegra faga. Rúntað um landið í rútubíl Við mælum með landsmenn noti betur rútubílana sem aka hér fram og til baka og hringinn í kringum landið alla daga allan ársins hring. Haft er fyrir satt að 23 sérleyfishafar eigi samtals 210 rútur með 7.839 sætum. Flest eru þetta eðalvagnar (141 Bens og 20 Scania) sem fara sam- tals 45 þúsund ferðir á ári. Þetta er ekki bara hinn þægilegasti ferðamáti (maður getur óhikað fengið sér blund) heldm- líka ofit á tíðum hinn hagkvæmasti kostur. Þannig geturðu farið hringinn í kringum landið á svonefndum hringmiða fyrir lftlar 11.500 krónur. Þú mátt hoppa út hvar sem er á leiðinni og upp í rútu afitur næst þegar hún á leið hjá. Ferðin má taka eins langan tíma eins og þér hentar og þannig gætirðu til dæmis rakið slóðina efitir eitthvert ættarmótið, heimsótt allar ömmurn- ar og ffænkurnar í einu, fengið fría gistingu og gott að borða og skoðað landið í leiðinni. Og þetta er aðeins einn af mörgum möguleikum. Svo eru rútubílstjórar svo sætir og sjarmerandi og skemmtilegir og ... Vélsieðar bannaðir Upplýsingar Útsyni Uppiývnga’ ^ Bifröst Glæsilegur gististaður í frábæru umhverfi Bifröst í Borgarfirði er sumarhótel sem búið er öllum þeim þægindum sem ferðamaður vill njóta á góðum gististað. • 1 hóteli eru 26 herbergi • Tveggja manna herbergi m. baði á kr. 4.990.- • Tveggja manna herbergi án baðs kr. 3.600.- • Svefnpokapláss kr. 700.- • Gufiibað - ljósabekkur - íþróttahús • Sérréttaseðill - réttir dagsins • Fjölbreytt hlaðborð á sunnudögum frá 4. júlí til 8. ágúst • Tilboðsverð á öli á fimmtudagskvöldum • Hugguleg setustofa m/ami Leitið upplýsinga og gerið pantanir á Hótel Bifröst. Hótel Bifröst, Borgarfirði, sími 93-50000. Öll almenn trésmíðavinna, nýbyggingar, viðgerðir húsa og Þ jónusta við sumarhús. Gagnverjum allt útitimbur með GORI vióarvörn

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.