Pressan - 08.07.1993, Page 8

Pressan - 08.07.1993, Page 8
A RO LTIN U PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Á ferð um landið — gangandi: Sæki orku í kyrrðina og tímaleysið r Á meðan þorri þjóðarinnar liggur á meltunni yfir þriðja flokks sjónvarpsefni og ergir sig yfir haustinu sem kom snemma eða vorinu sem aldrei lauk, eru hundruð ferðalanga á gangi um landið þvert og endilangt. Sumir eru einir á ferð (þeir djörf- ustu væntanlega), aðrir með ferðafélögum (þeir sem alltaf spenna bílbeltin) og svo eru hópar fólks sem valist hafa saman af undarlegustu ástæðum og sumir reyndar eingöngu vegna ódrepandi áhuga á gönguferðunum sem slíkum. Og það sem meira er: þetta er að mestu aiheilbrigt og lífsglatt fólk og hreint engar félags- fælur eins og alhörðustu sófafíklar gætu haldið fram. Á röltinu umfjöllin Einn slíkur hópur eru FÚSAVINIR. Naíhið varð til í íyrstu ferðinni sem þau fóru saman og hópurinn nefndur eftir farar- stjóranum Vigfúsi Rálssyni. „Þetta er mjög blandaður hópur úr fjölmörgum stétt- um og konur jafht sem karlar, sem eiga það sameiginlega áhuga- mál að hafa ánægju af útivist og gönguferð- um“, segir Sylvía Kristjánsdóttir sjúkra- liði á Landakoti og Fúsavinur. Hún er ein þeirra sem hefur eins stutta viðdvöl á mal- bikinu og hægt er þeg- ar frí gefst frá vinnu. Henni er jafn eðlilegt að rölta um fjöllin í nágrenni borgarinnar í góðu veðri eins og okkur hinum að fara göngutúr í hverfinu. „Við förum saman stuttar ferðir og langar, allt frá dagsferðum upp í 7-10 daga ferðir og höfum gert býsna víðreist um landið. Eigum þó Austfirðina eftir í sameiningu. Einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum, hittumst við svo hér í bænum og göngum saman í nágrenni borgarinnar11, segir hún. Fjöldinn fer eftir áædun, veðri og vind- um, allt upp í 20 manns þegar best læt- ur. „Ætli það séu ekki um 12 manns sem eru hvað virkastir í hópn- um og við erum meira og minna á gangi yfir sumartímann. A vet- urna fer maður svo á skíði, allt hér innan- lands.“ Hún hefur þó brugðið sér út fyrir landsteinana — á skíði og í gönguferð til Noregs. Kannski ofurlítil geggjun Á hverju sumri fara þau minnst eina langa ferð saman, en í sumar eru þrjár ferðir skipu- lagðar. Þeirri fyrstu er lokið, gönguferð frá Laugarvatni yfir til Þingvalla og vel að merkja ekki beinustu leið. I lok þessa mán- aðar eru þau að spá í Rauðasand eða fjall- lendið norður af Grenivík. Hvor staður- inn verður íyrir valinu fer eftir veðri þegar nær dregur. „Ferðirnar eru misjafnlega erfiðar, stundum þarf að ganga allt upp í 10 tíma á dag. Burðurinn er einnig mismikill, eftir því hvort gist er í skálum eða ekki. Far- angurinn getur orðið allt upp í 20 kg og fæð- ið að mestu bundið við þurrmat og brauð- meti. Oft er svo slegið upp langþráðri veislu í lokin og veisluföngin þá stundum send langt að.“ En er þetta ekki of- urlítil geggjun, svona í bland? „Kannski. Stundum spyr maður sjálfan sig þegar veður verða hvað vitlausust, hverslags sjálfspíning- arárátta þetta sé. En það ristir ekki djúpt og fólk færi sjaldnast langt ef veðrið ætti að hamla för. Vellíðanin er líka svo ótrúlég á eftir og maður býr að því lepgi. Hér í bæn- um er það einkum sál- in sem þreytist. Uppi á hálendinu í góðri gönguferð kemur lík- amlega þreytan svo út- koman hlýtur að verða þokkalegt jafnvægi". Nœsti bœr við himna- ríki Á hún einhvern uppáhaldsstað? „Já, ég hlýt að nefna jöklana. Eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið var á gönguskíðum yfir Vatnajökul Þetta var 9 daga ferð í fádæma góðu veðri að sumri til og öllu nær himnaríki er hreint ekki hægt að komast. Annars er alls staðar fallegt og alltaf fallegast þar sem mað- ur er staddur hverju sinni. Hvert svæði býr yfir sinni einstöku feg- urð og íjölbreytileik- inn er ótrúlegur.“ Göngur henta öll- um Og geta þetta allir eða er þetta bara sport fyrir ofurmenni og of- urkonur? „Nei, alls ekki. Gönguferðir henta fólki á öllum aldri, allt frá börnum og unglingum upp í eldri borgara. Ganga getur verið svo fjöl- breytt og það er um að gera að bytja rólega og byggja sig upp. Þetta snýst allt um þjálfun og gott að byrja til dæmis á hálfs dags eða heils dags ferðum með ferðafélögunum. Um leið kynnist maður fólki sem er á svipuðu róli og lærir ýmislegt t.d. notkun áttavita og1 þess háttar. Og það er engin þörf á rándýrum búnaði. Auðvitað er alltaf einhver stofn- kostnaður eins og við öll áhugamál, en það er hreint ekki nauð- synlegt að byrja með einhverjar fokdýrar græjur. Aðalmálið er að drífa sig af stað“, segir Sylvía. FERÐAMENN! Tökum öll þátt í sjálfsagðri umhverfisvemd. Hirðum um umhverfið - hendum ekki verðmætum. Flestar drykkjarvöruumbúðir eru skilagjaldsskyldar. Skilagjaldið, sex krónur á einingu, fæst endurgreitt við móttöku umbúðanna hjá Endurvinnslunni hf., eða hjá umboðsmönnum hennar um land allt. O EmURVimLAN HF SYLVÍA KRISTJÁNSDÓTT1R„Þetta er kannski svolítil geggjun."

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.