Pressan


Pressan - 08.07.1993, Qupperneq 9

Pressan - 08.07.1993, Qupperneq 9
VESTFI RÐI R Fimmtudagurinn 8. j'úlí 1993 PRESSAN 9 Leyndarmál Vestfjarða: Þú segir það bara bestu vinum þínum Fossinn Dynjandi í Arnarfirði Staður á Reykjanesi: Þaðan er fegurst sýn yfir Breiðafjörð Staður a Reykjanesi með útsýn yfir Breiðafjörð. Sagt er að frá Stað á Re)'kjanesi í Reykhólahreppi sé fegurst sýn yfir Breiðajjörð og Snœfellsnesið. „Ég get vel tekið undir það því á góðum degi er útsýni hér stórkostlegt og það sem meira er, veðursæld tals- vert meiri en víða í kring“, segir Sig- friður Magnúsdóttir sem þarna býr ásamt bónda sínum, þremur börn- um og tengdamóður. Staður er sögð vera mikil hlunn- indajörð og þar stendur gömul írið- lýst kirkja. „Umhverfi hér er allt mjög hlýlegt og fallegt, gönguleiðir fjölbreyttar og fuglalíf stÓFbrotið, þótt við heimafólkið séum farin að taka þessu öllu sem sjálfsögðum hlut“, segir húsffeyjan. Sjálf er hún komin norðan frá Hólmavík, en hefur búið á Stað síðan 1975 og rek- ur þar nú m.a. gistiþjónustu í rúm- góðu einingahúsi. Þaðan er stutt í ýmsa þjónustu — 8 km að Reyk- hólum þar sem m.a. er sundlaug, gufubað og verslun og 30 km austar er Króksfjarðarnes. „Sé miðað við akstur erum við um miðja vegu milli Reykjavíkur og Patreksjjarðar — það tekur um fjórar klukku- stundir að fara á hvorn staðinn sem er. Fólk sem hingað kemur viU hins vegar gjarnan staldra við enda margt að sjá og upplifa í nágrenn- •_ « mu . Sundlaug og íþróttamiðstöð Tálknfirðinga Tálknafjörður — blómleg byggð: Nýsjálensk veitingakona og snjóþotur á firðinum Miðja vegu milli Bíldudals og Patreksjjarðar (15 mín. akstur í hvora áttina sem er) stendur Tálk-najjörður. Kunnugir segja að þar sé veðursæld einna mest á Vest- fjörðum enda fjörðurinn þröngur og gott skjól af fallegum fjöllunum. Þarna búa um 370 manns í ungu byggðarlagi sem þykir eitt hið snyrtilegasta á Vestfjörðum. Lifi- brauðið er að sjálfsögðu sjávarút- vegur sem gengur vel enda atvinnu- leysi óþekkt hugtak og þar er rót- gróin og blómleg laxeldisstöð. En Tálknfírðingar hafa einnig lagt sig ffam um að taka vel á móti ferðalöngum. Nýlega var reist glæsi- leg sundlaug enda jarðhiti nærri og við hliðina er prýðilegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Veitingastaður- inn Hópið er ffægur orðinn um alla Vestfirði, þar sem hin nýsjálenska Alison tekur ljúflega á móti gestum, líflegar uppákomur og lifandi tón- list eru í hverri viku og góðar veit- ingar á boðstólum, fastar jafnt sem fljótandi. Torfi Andrésson er með áætlunarakstur í allar áttir, yfir til Patreksfjarðar þar sem flugvöllur- inn er, út í Látrabjarg og jafnvel suður á Brjánslœk en einnig norður um til ísajjarðar. Torfi hefur reynd- ar einnig verið með sjóþotuleigu á staðnum, nokkuð sem ekki býðst víða. Oft er sagt að Vestfirðir séu best varðveitta leyndarmál landsins. Þeir sem kynnst hafa töfrum svæðisins og fegurð bæta síðan við að ffá slíku segir maður eingöngu allra bestu vinum sínum. Óvíst er að Vestfirð- ingar tækju undir slík sjónarmið því þeir fagna mjög vaxandi aðsókn ferðamanna sem fylgt hefur í kjölfar stórbættra samgangna. Og víst er að þangað er fjölmargt að sækja sem ekki er að finna í öðrum landshlut- um. Gildir þá einu hvort verið er að leita eftir veiði, ævintýralegum göngumöguleikum, stórbrotinni náttúru eða fjölskrúðugu fuglalífi, svo ekki sé minnst á sérstöðu svæðis sem byggt hefur nær alla afkomu sína á sjósókn um aldaraðir. Landslag er fjölbreytt mjög - há- lent og vogskorið, undirlendi lítið og fjöllin brattari en annars staðar. Innst í fjörðunum er þó víðast að vinna gróðursæla dali sem ffeista til berjatínslu síðla sumars. Gróður er annars frekar lítill ef frá eru talin einstök svæði eins og Hornstrandir sem heillar æ fleiri ár ffá ári. Þetta er svæðið sem flestir virðast eiga eftir, þegar spurðir eru, en alla langar til að heimsækja. Þangað bjóðast nú fjölbreyttar siglingar með Fagranes- inu frá ísafirði og skipulagðar gönguferðir um svæðið m.a. með Vesturferðum á Isafirði. Stærstu og fegurstu fuglabjörg Is- lands eru á Vestfjörðum, í Horn- bjargi og Hœlavíkurbjargi að norðan og Látrabjargi að sunnan. Víðar er þó fjölskrúðugt fuglalíf, til dæmis hafa hin fáu arnarprör sem eftir eru hér á landi flest búsetu á Vestfjörð- um og á suðurfjörðunum, einkum við Breiðajjörð, er mikið æðarvarp. ísafjörður við Skutulsjjörð, höfuð- staður Vestfjarða, er ákaflega falleg- ur bær og miðstöð samgangna og þjónustu í fjórðungnum. Þarna búa um 3.500 manns, gistimöguleikar eru fjölbreyttir, allt frá einföldum tjaldstæðum upp í glæsileg hótel, og afþreyingarmöguleikar óteljandi. Og frá ísafirði liggja svo leiðir til allra átta í lofti, á láði og legi. jPFERÐIRVEGN ÆTTARMÓTA JM GÆÐA HÓI'BIFREl l: 12 m 651 abi«fc;a ÉIÐ UPPLÝSING/ :ERÐAMIÐST( Bíldshöfða 2a, i 685055, Fax 674969 BÍLALEIGA ÍSAFJARÐAR HF. Góðir bílar á enn betra verði - BÍLALEIGA - CAR RENTAL - BILALEIGA - Póstfang: (Address:) Sími: (Tel.:) Fax: Skeiði 7 - 400 ísafjörður 94-4444 og 4455 94-4466 lceland (+354-4-4444 & 4455) (+354-4-4466) GISTING I Svefnpokapláss — veitingar tjaldstæði — sundlaug. Náttúrufegurð Hótel Edda Reykjanesi sími 94-4844 BAKARÍ - KONDITORÍ aL Nýja bakaríið Patreksíirði sími: 94-1325 “iSÍ

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.