Pressan - 08.07.1993, Síða 10
VESTFIRÐIR
10 PRESSAN
Fimmtudagurínn 8. júlí 1993
Stærsta fuglabjarg við Atlantshaf:
Staður sem grípur fólk heljartökum
Látrabjarg og nágrenni þess er að sönnu
merkilegt svæði. I suður er sjálft fuglabjargið,
talið hið stærsta við Atlantshaf þar sem verpa
yfir milljón sjófuglar. Vestan við það eru Bjarg-
tangar, vestasti oddi Evrópu. Austan megin er
svo hinn rómaði Raudasandur, sem dregur nafn
sitt af sérkennilegum rauðgulum sandinum. Þar
er m.a. bærinn Sjöundá, sögusvið Svartfugls
Gunnars Gunnarssonar. Þeir sem þarna hafa
komið segja fegurðina og áhrif náttúrunnar slík
að enginn fari ffamhjá ósnortinn.
„Við könnumst vel við það“, segir Amheiður
Guðnadóttir sem býr í Breiðuvík (12 km akstur
ffá Látrabjargi) ásamt manni sínum Jónasi H.
Jónssyni. Þau réðu sig á sínum tíma til starfa
við skólann sem þarna var, ætluðu að dvelja
fjóra mánuði en hafa hvergi farið. „Staðurinn
hreinlega greip okkur heljartökum“. Skólahald
lagðist reyndar af en þau hafa nóg að gera m.a.
við vitaeffirlit á Bjargtöngum og veðurathugan-
ir og svo rekstur ferðaþjónustu og farfugla-
heimilis síðastliðin 10 ár. Undirlendi er tak-
markað og hefðbundinn búskapur takmarkað-
ur, en þeim mun tignarlegri eru björgin og fjör-
urnar hver annarri fallegri.
„Hingað kemur talsverður fjöldi ferðamanna
ár hvert og íslendingar hafa alltaf verið í meiri-
hluta ffá því við komum. Umferðin hefúr auk-
ist mikið með tilkomu nýja Baldurs sem siglir
yfir á Brjánslœk. Margir kjósa að nota góðan
tíma hér á suðursvæðinu en fara síðar norður
um. Enda er margra daga verkefhi að skoða það
sem hér er í boði og ekki síst þegar austurhluti
Barðastrandasýslu, sem er ákaflega fallegt svæði,
er tekinn með.“
Auk náttúru- og fuglaskoðunar er ómissandi
að heimsækja minjasafn Egils Ólafssonar að
Hnjóti í Örlygshöfn. Þar eru ómetanlegar minjar
um atvinnuhætti á Vestfjörðum og víðar og þar
er nú einnig verið að koma upp flugminjasafni.
Þess má geta að áætlunarbíllinn sem ekur frá
Isafirði og alla leið suður á Brjánslæk hefúr góða
viðdvöl á Látrabjargi.
í elstu verstöö landsins.
Séð yfir Bolungarvík af Bolafjalli.
Bolvíkingar setja kraft I feröaþjónustu:
Líf eftir dauðann
Það eru ekki margir sem vita að
samkvæmt Landnámu var það kona,
Þuríður Sundafyllir, sem nam land í
Bolungarvík um miðja tíundu öld.
Hvort það skýrir þrautseigju og
dugnað bæjarbúa skal ósagt látið, en
víst er að engan bilbug er að finna á
fólki í þessari elstu verstöð landsins
þótt á móti hafi blásið.
Á undanförnum hafa heimamenn
hægt og sígandi verið að byggja upp
myndarlega ferðaþjónustu. Vestan
við bæinn, um 15 mínútna akstur, er
falleg og ffiðsæl vík, Skálavík, en þar
var á sfnum tíma allmikil byggð sem
nú er aflögð. Þarna hafa bæjarbúar
hafa komið sér upp sumarbústöðum
og þar eru einnig nýleg sumarhús
sem leigð eru ferðamönnum og
njóta vaxandi vinsælda. Þeim fylgir
ókeypis silungsveiði, gönguleiðir eru
fjölmargar víst er nóg við að vera í
nágrenninu. Ekki má gleyma vinsæl-
um akvegi sem liggur upp á Bolajjall
í 630 metra hæð. Óvíða hér á landi
hefur verið ráðist í slíka vegagerð en
skýringin liggur í byggingu ratsjár-
stöðvar á sínum tíma. Ofan af fjall-
inu er stórkostlegt útsýni inn um ísa-
fjarðardjúp og langt norður eftir í átt
til Hornstranda.
Ósvörin skammt utan við Bolung-
arvík var á sínum tíma þrautalending
Bolvíkinga. Þar er risið ómetanlegt
minjasafn um sjósókn og verbúðarlíf
á árabátaöld sem fæstir láta ffam hjá
sér fara. I bænum er góð tjaldað-
staða, rétt við íþróttamiðstöðina Ár-
bce og Gestahúsið við Aðalstrceti er
gistiheimili sem án efa kemur flest-
um á óvart. Stutt er í golf, veiði-
möguleikar eru fjölbreyttir og að
sjálfsögðu er alla nauðsynlega þjón-
ustu að finna í bænum.
DAGLEGT ÁÆTLUNARFLUG UM VESTFIRÐI
Leiguflug innanlands og utan, leigu- og útsýnisflug um
Hornstrandir fyrir ferðamenn.
Sjúkra- og neyðarflugsvakt aflan sólahringinn.
Strandasýslan heillar marga: ..
Jafnvel Vestmannaeyingar sækja
I fuglinn I Steingrímsfirði
Lundinn I Grímsey er meðal fugla sem
freista veiðimanna I Strandasýslu.
Akureyri
hefur upp á margt að bjóða ferðamönnum
og það gerir
KEA
Vöruhús KEA
í göngugötunni
er nlaðið afútilegu og
veiðivörum.
emmg...
Matvöruversun KEA
í Byggðavegi 98
er þægilí
KEA Nettó að Óseyri 1.
er ódýri markaður bæjarins
þar sem gott er að gera ferða
mnkaupin.
GÓÐA FERÐ OG AKIÐ VARLEGA
Þótt eyjarnar á Breiðafirði séu yf-
ir 600 þá er byggð þar lítil og heils-
ársbúseta eingöngu í Flatey og
Skáleyjum. Yfir sumarið byggjast
þó til viðbótar Svefneyjar og Hval-
látur, enda miklar nytjar að hafa,
eldd síst af æðarfugli. „Flatey er án
efa ein af dýrmætustu perlum ís-
lenskrar náttúru enda Islendingar
farnir að koma hingað í vaxandi
mæli“, segir Tryggvi Gunnarsson
hjá Flateyjarferðum en hann kom í
eyna sem „smáormur" og hefur
verið þar síðan.
í Flatey, sem var lýst ffiðland ár-
ið 1975, eru auk fjölskrúðugs
fuglalífs og fagurrar náttúru,
skemmtilegt mannlíf yfir sumarið,
fallegur gamall byggðakjarni sem á
engan sinn líka og minnir óspart á
þá tíð þegar Fiatey var ein af mið-
stöðvum menningar og lista á Is-
FLUGFÉLAGIÐ ERNIR HF
ÍSAFIRÐIR Sími 94-4200
„Þeir sem hingað koma em einkum að sækja í þá stórbrotnu
náttúru sem Strandasýslan hefur upp á að bjóða. Flestir fara
héðan heillaðir og staðráðnir í að koma aftur síðar“, segir Sóley
Loftsdóttir húsffeyja á Bce III í Kaldrananeshreppi á Ströndum
en þar hefúr hún búið í yfir 30 ár.
Bær er skammt frá þorpinu Drangsnesi við Steingrímsförð og
þaðan liggja leiðir greiðar áfram norður í
draugabæina umtöluðu við Ingólfsförð og
Djúpuvík. Sóley er með bændagistingu og
bóndi hennar býður í sumar siglingar út í
Grímsey sem þarna stendur skammt undan
landi. Þar er forvimilegt að taka land, skoða
fuglalíf og fallegan gróður. og ekki spillir
þjóðsagan um tröllkerlinguna sem ruddi
eyjunni frá landi. Margir nýta sér líka veiði-
möguleika í nágrenninu og næsta sumar
verður farið að selja veiðileyfi í Kjalarvatn
sem stendur skammt ffá bænum. Göngu-
ferðir eru margar og skemmtilegar og ekki
má gleyma gæsinni á haustin sem mikið er
af. Fleira er reyndar af fugli því nú munu
jafnvel Vestmannaey-
ingar vera farnir að
sækja í lundaveiði í
Grímseyna.
Strandasýsla hefur
löngum haft yfir sér
mikið aðdráttarafl, þar
þykir landslag einstak-
lega stórbrotið og því
norðar sem farið er því
betra. Undirlendi er lít-
ið og fjöllin víða stór-
skorin og brött. Vega-
samgöngur eru þokka-
legar, góður vegur til
Hólmavíkur og áfram
norður í Steingríms-
fjörð en öllu minna
sinnt um leiðina áffam
norður. Akvegur endar
í Ingólfsfirði.
Eyjarnar á Breiðafirði:
N áttúr ugersemar
sem vert er að skoða
landi. Um Breiðafjörð er talsvert
úrval af bátsferðum, bæði að sunn-
anverðu og norðanverðu, og áætl-
unarferðir eru með flóabátnum
Baldri frá Stykkishólmi og Brjáns-
lœk á Barðaströnd.
Eina fegurstu sjóleið landsins
(að sögn Breiðfirðinga) siglir hins
vegar Tryggvi á bátnum Eyjajarli.
Það er einmitt leiðin frá Stað á
Barðaströnd út í Skáleyjar og Hval-
látur og þaðan í Flatey. Þessa leið
fer Tryggvi á hverjum laugardegi í
sumar og kostar siglingin 2000
krónur (1000 kr. fýrir börn og fjöl-
skyldupakkinn er 5000 kr.). Flat-
eyjarferðir bjóða einnig klukku-
stundar siglingu umhverfis Flatey í
tengslum við áætlunarferðir Bald-
urs, með líflegri leiðsögn og frá-
bæru útsýni. Slíkar ferðir kosta
1000 krónur.