Pressan - 08.07.1993, Page 26

Pressan - 08.07.1993, Page 26
SUÐURLAND 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 HANKOOK sumarhjólbarðarnir vinsælu á lága verðinu Leitið upplýsinga og gerið verðsamanburð Barðinn hf. Skútuvogi 2 • sími 68 30 80 TIL SOLU A HELLU Nú skal á Lómagnúp Þegar veður er gott sunnan jökla þá er það gott. Hitastig verður óvíða hærra en á Kirkjubæjarklaustri og þar í nágrenni. Það þýðir þó ekki endilega að beint liggi við að leggjast í sandinn og láta sól- ina sleikja sig, enda er ein- dregið mælt gegn slíku nú tii dags. Miklu nær er að drifa sig af stað, í stuttbuxunum að sjálfsögðu, því óendan- legir göngumöguleikar eru þarna á svæðinu. Á Klaustri er öfiug ferða- þjónusta m.a. með glæsi- legri gistiaðstöðu á stærra og betra Edduhóteli. Þaðan bjóðast t.d. dagiegar ferðir í hinn undurfagra Núpsstaðar- skóg og skipulagðar eru skoðunarferðir á Lakasvæð- ið. Toppur tiiverunnar í góðu veðri og þar með góðu skyggni hlýtur þó að vera að ganga á Lómagnúp sem gnæfir hátt í 700 metra til himins vestan Skeiðarár- sands. Við heyrum að búið sé að skipuleggja göngu- ferðir þarna upp laugardag- ana 10. júlí, 24. júlí og 7. ág- úst. Gangan tekur um 8 klst. undir leiðsögn Vigfúsar Helgasonar og er sögð vel fær öllu fullfrísku og heil- brigðu fólld. Allar upplýsing- ar í síma 98-74620. Ævintýri á gúmbátum 7 herb. og með stórum og góðum viðbyg- gðum blómaskála auk 45 fm. bílskúr. Stór garður og vel gróin. Heitur pottur. Ákjósanleg fasteign fyrir stóra fjölskyldu eða félagasamtök. Upplýsingar í síma 98 - 75430 Miklum sögum fer af ævintýralegum siglingum sem farnar eru á gúm- bátum niður Hvítá í Biskupstungum. Siglt er rösklega 5 km leið sem hefst skammt íyrir neðan Gullfoss, að Brúarhlöðum og suður að Drumboddsstöð- um í gegnum tignarleg gljúfur og skemmtilegt landslag sem þarna sést frá óvenjulegu sjónarhorni. Hver bátur tekur 12-14 farþega og allir fá hlífðar- galla og björgunvarvesti. Nauðsynlegt er hins vegar að vera í góðum stígvél- um. Þau Bjöm Gíslason og Vilborg Hannesdóttir standa að þessum ferðum og segja langt í frá að þær séu eingöngu íyrir ævintýrafólk eða karlmenn á breytingaskeiði. „Við leggjum kapp á að siglingarnar séu þannig að sem flestir geti prófað enda hafa farþegarnir verið á öllum aldri. Ef um borð er kjarkmikið fólk þá eru á leiðinni talsverð boðaföll sem sigla má í gegnum en annars sneiðum við bara hjá þeim.“ Sjálf eru þau forfallið útivistarfólk, hann lögga og hún að læra uppeldisfræði, en gúmbátasiglingum sem þess- um kynntust þau íyrst af bókum. Ferðimar eru daglega frá og með 15. júlí og er hægt að kaupa pakka með rútuferð og öllu frá BSÍ. Þá er ekið austur að Gullfossi og farþegar í sigling- una sóttir þangað og síðan skilað að siglingu lokinni. Líka er hægt að mæta bara á staðinn að Brúarhlöðum kl. 14. Brúarhlöð eru um 20 km íyrir sunn- an Gullfoss og er beygt inn afleggjarann við gömlu brúna yfir Tungufljót. Siglingin sjálf kostar 3.000 krónur en auðvitað fæst fjölsk)iduafsláttur. Betra er að panta tímanlega fyrir hópa (985-35209). Fyrir hina ævintýraþyrstu má geta þess að Vilborg skipuleggur einnig öllu meiri svaðilfarir á minni bátum í Jökulsá eystri í Skagafirði. í því fljóti eru vatnsmiklar flúðir og ekki á færi neinna aukvisa að sigla þar í gegn. Góður matur á góðu verði hringinn í kringum iandið TILBOÐSRÉTTIR TOURiST MENU Veitingastaðir um land alit innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóða TILBOÐSRÉTTI SVG þar sem lögð er áhersia á staðgóðan mat á góðu verði. TILBOÐSRÉTTIR SVG gilda allt árið. Fáið upplýs- ingar um þátttakendur á næstu upplýsingamiðstöð. Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eða súpa, Kjöt- eöa fiskréttur, kaffi. 800-1000 kr. 1100-1700 kr. Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur Upplýsingabæklingur fæst á ferðaskrif- stofum og upplýsingamiðstöðvum úti um land.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.