Pressan - 29.07.1993, Page 4
FRÉTTIR
4 PRESSAN
Fimmtudagurínn 29. júlí 1993
Konur níð-
ast á kon-
um
„Alþýðuflokkskonur klöppuðu
mikið í nafni sátta í varafor-
tnannskjöri flokksins og þjón-
uðu vel undirformann sinn
sem brosti breiðu sigurbrosi í
lokin. Með sáttaglampa í aug-
um ýttu konurnar einni hœf-
ustu konu í stjómmálum út í
kuldann, konu sem virt er af
alþýðu manna. Karlpólitíkus-
arflokksins mega vel við una,
konur taka vanalega að sér
skítverkin, þvígeta þeir
treyst... Sannast hér hið
margkveðna enn einu sinni.
Konur eru konum verstar.“
H.S.G. ÍDV.
Ragnheiður Björk Guð-
mundsdóttir, í flokksstjóm
Alþýðuflokksins: „Jóhanna
Sigurðardóttir tók þá
ákvörðun ein og sér að láta af
embætti varaformanns og
Spáð út í
loftið
„Það er œði langtsíðan tók að
bera á því að veðurfréttir í
sjónvarpi hér væru ekki með
þeim hœtti sem tœkni í veður-
fræði ogframsetning veður-
frétta getur boðið upp
á.. .Sjónvarpsstöðvar erlendis
sýna nánast allt sem heiti hef-
ur íþeim efnum; skýjafar, úr-
komu, sólskin og hitastig með
mjög myndrænum hœtti. Hér
er engin breyting á þessu sviði.
Áhorfendur veðurfrétta sjón-
varps hafa einhvern veginn á
tilfinningunni að fréttamanni
líði ekki alls kostar vel meðan
á lýsingu stendur. Þetta má
kantiski rekja til þess að hann
er að horfa á allt annað en
sjálft kortið sem hann er að
lýsa...“
Einar Einarsson ÍDV.
Páll Bergþórsson, veður-
stofustjóri: „Égheldað
þetta sé nú að nokkru leyti
ofmælt. Veðurfregnir í ís-
lensku sjónvarpi eru mun ít-
arlegri en tíðkast víða annars
staðar, eins og reyndar marg-
ir útlendingar hafa á orði
þegar þeir koma hingað.
Hinu get ég þó verið sam-
mála að hin nýja ffamsetning
hún treystir Rannveigu Guð-
mundsdóttur best allra til að
taka við því embætti, svo ég
vitni í hennar eigin orð. Því
er langt því frá að við Al-
þýðuflokkskonur höfum ýtt
Jóhönnu út í kuldann. Svo
virðist sem oft beinist meiri
athygli að því þegar konur
takast á í íslenskum stjóm-
málum, en karlar. Ef til vill er
það vegna þess hve sjaldgæft
er að konur láti önnur sjón-
armið vega þyngra en
kvennasjónarmið. í mínum
huga er fúllyrðingin um að
konur séu konum verstar
innantóm orð.“
fær Hrisfinn Björnsson
forsfjóri Sheljungs íif.
fyrir að leyfa sölu á gróf-
ustu klámblödum sem
ttm getur í útsölustöðum
fyrirtœkisins.
veðurfrétta í Rfrdssjónvarp-
inu sé breyting til hins verra.
„Veðurkassinn“ sem áður
var notaður er vissulega
gamaldags í útliti en hann er
ákaflega hentugur og ákjós-
anlegri í alla staði að mínu
mati. Rétt er taka fram að
Veðurstofan ber enga ábyrgð
á þessum breytingum á veð-
urfréttum sjónvarps, hún út-
vegar aðeins upplýsingar um
veðurfar."
Hjólreiða-
menní
lífshættu
„Á örfáum árum hefur orðið
hér hjólabylting.. .Borgaryfir-
völd verða að mœta réttmæt-
um þörfum okkar, burtséðfrá
því að hjólið er hagkvœmur og
umhvetflsbœtandi kostur, þá
erþað skýlaus réttur okkar að
njóta umferðaröryggis. Þegar
til lengdar er litið dugir ekkert
minna en aðskilnaðurá um-
ferð hjóla og bíla. En þess sér
varla stað hjá yflrvöldutn
borgarinnar. Okkur er boðið
upp á akstursskilyrði sem oft á
tíðum hljóta að heilsa upp á
lagabókstafi um „líkamsmeið-
ingar afgáleysi. “
Pétur Gunnarsson íMorgun-
blaðinu.
Hafdís Hafliðadóttir, deild-
arstjóri í Borgarskipulagi
Reykjavíkurborgan „t aðal-
stígakerfi er gert ráð fýrir
reiðhjólabrautum í Reykjavík
og nær stíganetið yfir alla
borgina. Meðfram öllum að-
alæðum, svo sem Sæbraut og
Mildubraut, hafa verið út-
búnir breiðir stígar sem ætl-
að er að þjóna bæði hjól-
reiðamönnum og gangandi
vegfarendum. Aftur á móti
er mjög erfitt að koma sér-
stökum reiðhjólastígum fyrir
í miðbænum vegna þrengsla.
Því miður er ekkert við því
að gera, enda þótt ljóst sé að
þetta sé til mikilla óþæginda
fyrir hjólreiðamenn.“
n..lrl!r
LMJlllll
M (UUli VUMIUIU UiðUló
Guðmunda Elíasdóttir
óperusöngkona hefur í
nógu að snúast næstu
vikurnar, enda hefur hún
tekið að sér hlutverk í
tveimur íslenskum kvik-
myndum; Skýjahöllinni í
leikstjórn Þorsteins
Jónssonar og The Journ-
ey to the Centre of the
Earth í leikstjórn Ás-
gríms Sverrissonar. Það
verða fráleitt fyrstu
kynni Guðmundu af
kvikmyndaleik því hún
fór með hlutverk í Viki-
vaka, Silfurtunglinu og í
skugga hrafnsins.
Eru kvikmyndagerðarmerm
farnir að slást um þig, Guð-
munda?
„Nei, ekki get ég nú sagt
það. Margir þekkja mig af
óperusviðinu og aðrir muna
eftir mér sem leikkonu svo
það er ekkert skrítið að menn
snúi sér til mín. Að vísu varð
ég steinhissa þegar Ásgrímur
Sverrisson bauð mér lilutverk
í myndinni sinni Journey to
the Centre of the Earth, sem
er útskriftarverkefni hans frá
kvikmyndagerðarskóla í
London. Það kom mér á óvart
að svo ungur maður skyldi
muna eftir mér.“
Hvernig vildi það til að þú
fórst að leika í kvikmyndum?
„Þetta byrjaði allt 1980 þeg-
ar Hrafn Gunnlaugsson bauð
mér hlutverk í Silfúrtunglinu.
Við þekktumst ekkert þá en
hann hefur trúlega séð ein-
hvers staðar til mín og vitað
að ég var ekki alveg græn.
Óperusöngur krefst mikillar
leikrænnar tjáningar og í
söngnáminu lærði ég margt
sem kemur mér til góða nú.
Auk þess lék ég nokkrum
sinnum á sviði hér á árum áð-
ur, svo sem í Miðlinum í Iðnó
1952 og í Fiðlaranum á þak-
inu í Þjóðleikhúsinu 1970.“
Hvort kanntu betur við, leik
á sviði eða í kvikmyndum?
„Leikhús og kvikmyndir
eru tvennt ólíkt og ég hef
gaman af hvorutveggja. I
kvilanyndaleik veit leikarinn
aldrei nákvæmlega hvar og
hvenær myndatökumaðurinn
horfír á hann og það getur
stundum verið óþægilegt.
Leiksviðið aftur á móti er ein
samfelld heild frá því að leik-
arinn stígur á fjalirnar og
þangað til tjaldið fellur. I kvik-
myndum er leikarinn þó ekki
eins hengdur upp á þráð og í
leikhúsinu, þar sem aðeins
gildir „to be or not to be“.
Leikhúsið er mjög heillandi.
Því er þó ekld að neita að ég
hef óskaplega gaman af því að
leika í kvikmyndum enda er
það ákaflega lærdómsríkt. í
kvilcmyndaleik kynnist maður
svo mörgu sem býr í manni,
það má eiginlega segja að
duldir kraftar vakni til lífsins.
Kvikmyndaleikur er engu að
síður erfiður, vinnutíminn er
langur og oft veit maður ekki
hvort það er dagur eða nótt.“
Eftirminnilegasta hlutverkið?
„Hlutverkin sem ég fór með
í Vikivaka og I skugga hrafns-
ins standa upp úr. Bæði
kröfðust mikils af mér og slík
viðfangsefni eru skemmtileg-
ust. Þau fá leikarann tii að
hugsa fyrir alvöru um það
sem hann er að fást við.“
Hefur söngurinn vikið fyrir
leiklistinni?
Nei, ég syng enn þó auðvit-
að sé það í minna mæli en hér
áður fyrr. Það er helst að ég
geri að gamni mínu að syngja
danska slagara.“
Eru fleiri kvikmyndir t sjón-
tnáli?
„Ætli þetta nægi ekki í bili.
Næstu vikur fara í upptökur á
myndunum tveimur; Skýja-
höllin verður að hluta til tekin
upp í Ólafsvík en The Journey
to the Centre of the Earth hér
í Reykjavík. Ég er spennt að
byrja og hlakka til að leika
móður Kristbjargar Kjeld í
annað sinn í mynd Ásgríms
Sverrissonar. Við lékum
mæðgur í Fiðlaranum á þak-
inu svo við erum vanar þeirri
hlutverkaskipan. Ég geri mér
nú ekki beint vonir um
heimsfrægð á hvíta tjaldinu en
vonandi hef ég þó áfram
heilsu og krafta til að leika í
kvikmyndum. Ég hef svo
gaman af þessu."
debet ólafur ólafsson kredit
„Ólafur er fyrst og fremst mannvinur, maður
með stórt hjarta á réttum stað. Áhugi hans á heil-
brigðismálum, og ekld síst á félagslæknisfræði, er
óþijótandi. Ég hef oft furðað mig á hvað hann getur
fylgst vel með í þessum stóra málaflokki. Það sem
hann hefur fengið áorkað sem landlæknir er ótrú-
legt“, segir Ottó J. Bjömsson, tölfræðingur, sem
unnið hefúr með Ólafi í gegnum Hjartavemd síð-
an 1966. „Ólafur er vinnusamur og atorkusamur
langt umfram það sem hægt er að búast við af
manni á hans aldri. Hann er fijór í hugsun og góður
við þá sem minna mega sín, ekki síst við kollega sem
farið hafa útaf sporinu“, mælir Matthías Hafldórs-
son, aðstoðarmaður landlæknisins. „Ólafur er
mannasættir og mildur maður, í rauninni er ekkert
mannlegt honum óviðkomandi. Ég hef tekið eftir
því að Ölafur er hófsamur, hleypidómalaus, um-
burðarlyndur og með hjartað á réttum stað. Þrátt
fyrir að vera umbótamaður þá er hann ekkert að
göslast áfram. Hann sér fýrir morgundaginn", segir
Davíð Davíðsson, sem er náinn vinur og kollegi
Ólafs. „Hann er greindur og góður piltur, þar eð
hann vill fólki vel. Ólafur er einhver merkasti emb-
ættismaður landsins“, fullyrðir Þórarixm Guðna-
son, læknir, og samstarfsmaður Ólafs í hinum
ýmsu læknafélögum í gegnum tíðina.
Með hjartað á réttum stað —
eða hégómalegur, fljóthuga og
ófra mbœri legu r?
Ólafur Ólafsson, landlæknir, hefur verið áber-
andl I fjölmlðlum undanfaríð vegna umræðu
um eyönl, áfengis- oggeðsýki.
„Það virðist eiga vel við Ólaf að hafa mörg jám
í eldinum og í því liggur líklega styrkur hans og
veikleild“,segir Ottó Björnsson, kollegi Ólafs til
langs tíma. „Maðurinn er fljóthuga og vinnur
ekki nægilega vel og skipulega úr mörgum góð-
um hugmyndum. Stundum er hann dáfitið hé-
gómlegur og óþarflega viðkvæmur fyrir því sem
skrifað er um hann í slúðurblöð eins og PRESS-
UNA„ segir aðstoðarmaður hans hjá Landlæknis-
embættinu, Matthías Halldórsson. „Ólafúr á ekk-
ert sérlega gott með að tjá sig. Það er miklu betra
það sem hann skrifar. Hann er með vinnuna í
hausnum 24 stundir sólarhringsins", segir Davíð
Davíðsson, gamall vinur Ólafs úr læknastéttinni.
„Ólafur hefði stundum á ferli sinum mátt taka
rösklegar til hendinni í ýmsum málum, en verk
manna eru misjöfn eins og gengur og gerist.
Annars þekki ég Ólaf ekld svo vel að ég hafi teldð
eftir einhverium göllum“, segir Þórarinn Guðna-
son, kollegi Ólafs.