Pressan - 29.07.1993, Page 11
PRESSAN
F R E TT I R
Fimmtudagurinn 29. júlí 1993
Asískar konur svara fyrir sig
Þær voru kátar asísku kon-
urnar sem blaðamaður
PRESSUNNAR hitti fyrr í
vikunni. En þær voru líka
reiðar og þóttust hafa góða
ástæðu til þess. Þær heita
Andrea (Adda) Sompit, Pric-
illa Zanoria og Tinna
Phomthip.
Þær eiga það sameiginlegt
að vera búnar að fá nóg af tal-
inu um hlýðnar austurlenskar
eiginkonur sem bugta sig og
beygja fyrir eiginmönnum
sínum. Pricilla er búin að vera
hér í þrettán ár en þetta er I
fyrsta skipti sem hana langar
til að tjá sig opinberlega um
málið. Ástæðan er grein í
Morgunblaðinu rituð af konu
ættaðri ffá Sómalíu, þar sem
farið er hörðum orðum um
slælega íslenskukunnáttu út-
lendinga sem sest hafa hér að.
í greininni bendir hún á aust-
urlenskar konur í því sam-
bandi, sem hún segir margar
hverjar hafa komið hingað í
von um betra líf, en oftar en
ekki hafi sú von snúist upp í
martröð. Eiginmennimir hafi
aðeins gifst þeim vegna þess
að engin íslensk kona hafi vilj-
að líta við þeim. Síðastnefndu
ummælin vekja reyndar mikla
kátínu hjá konunum, þar sem
þær sitja inni í stofu á glæsi-
legu heimili Öddu í Grafar-
voginum.
En fullyrðingar Amal Qase
eru ekki alveg úr lausu lofti
gripnar, það staðfesta tölur úr
Kvennaathvarfinu, frásagnir
kvennanna sjálfra og þeirra
sem til þekkja. En asísku kon-
urnar þrjár em engu að síður
reiðar.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem skrifað er um okkur en
við höfum alltaf látið það sem
vind um eyru þjóta því yfir-
leitt hafa það verið Islending-
ar. Núna kemur þessi afríku-
ættaða kona fram á sjónar-
sviðið með fullyrðingar um
okkur. Hver þykist hún eigin-
lega vera? Á hún einhvern
meiri rétt en við?“ spyr Pric-
illa, sem segir að Amal sé að
reyna að draga þær niður í
svaðið af tilefnislausu.
Kemur engum öðrum
við
Sjálf kom Pricilla hingað
með íslenskum eiginmanni
sínum sem hún kynntist er
þau voru bæði við nám í
Bandaríkjunum. „Ég fór aftur
til Filipseyja að ljúka mínu
námi, en hann fór til Islands.
Við skrifuðumst á í fimm ár
en þá kom hann til Filipseyja
og þaðan fórum við saman til
íslands. Þannig kom ég hing-
að en ekki eftir einhverjum
pöntunarlista“, segir Pricilla
og það má greina hæðnistón í
röddinni. Hún kannast engu
að síður við að líklega hafi
einhverjar konur komið hing-
að til lands í gegnum slíka
lista. Filipínskar konur.
„Ég þekki samt engin
ákveðin dæmi þess, enda
myndi viðkomandi áreiðan-
lega leyna því. En ef einhver
hefur komið hingað í gegnum
pöntunarlista, þá finnst mér
það bara allt í lagi. Það kemur
engum öðrum við. Allra síst ef
konan er ánægð með líf sitt
c'v'*
„Ef mamman talar
ekki íslensku þá
kennirbarnið
henni tungumál-
ið.a
hér og íslenski maðurinn
ánægður með hana.“
Ástæðurnar fyrir komu fi-
lipínskra kvenna til landsins
telur hún vera margvíslegar.
„Sumar hafa komið hirigað
fyrir tilstilli örlaganna. Þær
hafa hitt mennina og orðið
ástfangnar af þeim. Aðrar hafa
kynnst þeim í gegnum kunn-
ingja hér á landi sem hafa
komið á bréfasambandi milli
viðkomandi. Oft standa bréfa-
skriftirnar yfir í eitt til tvö ár
áður en komist er að sam-
komulagi um að maðurinn
komi til Filipseyja að hitta
„Þcer héldu að ís-
lenskir karlmenn
vœru svo frábœrir.u
hana eða að hún komi til ís-
lands.“
Hvers vegna vilja filipínskar
konur giftast íslenskum karl-
mönnum?
Spurningin vekur skellihlát-
ur: „Þcer héldu að þeir vœru
frábœrir“, svarar Pricilla og
þær hlæja ennþá meira.
Féll fyrir rósavendi
Pricilla talar góða íslensku
og er örugg í framkomu.
Adda talar málið alveg þokka-
lega en er meira til baka.
Tinna lætur aftur á móti fara
Það er einfaldlega
misjafnt hvað það
tekurfólk langan
tíma að ná tökum
á málinu.
lítið fyrir sér, hlustar af athygli
en segir fátt. Hún virðist feim-
in.
Bæði Adda og Tinna komu
hingað frá Bankok en þær
kynntust eiginmönnum sín-
um þar. Tinna hefúr verið hér
í fimm ár, Adda sex. Hennar
saga er skelfilega rómantísk.
„Ég var að vinna á hóteli þeg-
ar ég kynntisf manninum
mínum. Hann hafði þar við-
komu í fjóra daga á leiðinni tO
Singapúr. Hann hafði áhuga á
að skoða sig um
og vildi endilega
að ég sýndi hon-
Heildarfjöldi
Erlendar konur
Filipínskar/tælenskar
Þaö sem af er árinu
1993
Grafið sýnir heildarfiölda þeirra kvenna sem leitað hafa til Kvennaathvarfsins á síðastliðnum 4 árum. í hópi erlendu
kvennanna árið 1990 voru flestar konurnar asískar en á síðustu árum hafa þær verið hlutfallslega færri.