Pressan - 29.07.1993, Side 18
SKOÐA N IR
18 PRESSAN
Fimmtudagurinn 29. júlí 1992
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
IVIarka5sst|óri Sigurður I. Ómarsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,
auglýsingar 64 30 76
Eftir iokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85,
dreifine 64 30 86. tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO
en 855 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu
Fordómarnir fá
viðurkenningu
Á íslandi er komin upp fyrirsjáanleg, en einkar ósmekkleg
umræða um erlendar konur sem giftar eru íslendingum. Is-
lenzk kona af sómölsku bergi brotin skrifar grein í Morgun-
blaðið og segir í meginatriðum að konur ffá Þriðja heimin-
um, búsettar hérlendis, séu yfirleitt giftar slúbbertum sem
panti þær eftir póstlistum og misþyrmi þeim þegar hingað
kemur.
Það var eins og íslenzka þjóðarsálin hefði beðið í ofvæni
eftir að einhver segði henni ffá þessu þjóðfélagsvandamáli —
slík voru viðbrögð almennings og skoðanahönnuða í fjöl-
miðlum. Það eru viðbrögð þjóðar sem fær svo sjaldan tæki-
færi til að opinbera fordóma sína að henni halda engin bönd
þá loks tækifærið kemur.
Lýsingin í Morgunblaðsgreininni hljómar sannfærandi af
því að það er aðflutt kona sem ber hana ffam. Þó nefnir hún
engin dæmi eða tölur máli sínu til stuðnings — og það þótt
þrálega sé farið ffam á það af blaðamönnum á þessu blaði og
eflaust fleirum. En konunni er hrósað fyrir hugrekki sitt, að
„þora að segja sannleikann“, án þess að nokkur hafi fyrir því
að leita að staðreyndum í málinu.
Sá grunur læðist óneitanlega að, að Islendingar vilji trúa
þessum lýsingum burtséð frá því hvernig málið er vaxið í
raun og veru. Þorri íslendinga hefur því miður alltaf litið
þessi hjónabönd hornauga og eflaust er mörgum huggun og
fró í því að „sérfræðingur“ skuli nú loks hafa staðfest for-
dóma þeirra. Það er hættulega hliðin á þessari umræðu: að
ala á útlendingahatri og heimóttarskap íslendinga sem alltaf
sýnir sinn ljóta haus þegar tilefhin gefast. Þeir fordómar hafa
nú fengið það sem nálgast að vera opinber viðurkenning.
Staðreyndin er sú að langflest þessara hjónabanda hafa
heppnazt einkar vel. Frásagnir þriggja kvenna í PRESSUNNI
í dag bera vitni um það, svo og ótaldar dæmisögur af fólki
sem leyfir sér að vera hamingjusamt í hjónabandi þótt af
ólíkum uppruna sé — og þótt smátt hugsandi nágrönnum
finnist sér og fordómum sínum ógnað með því.
Upplýsingar frá Kvennaathvarfi og öðrurn stofnunum
sýna vissulega að þangað leita konur af asísku og afrísku
bergi brotnar. Hins vegar bendir ekkert til þess að hlutfall
þeirra sé óeðlilega hátt; kvennaathvörf eru nefnileg yfirfull af
konum sem ekki eru fengnar í gegnum póstlista, eru alís-
lenzkar og hvítar, en er samt misþyrmt af eiginmönnum sín-
um.
I Morgunblaðsgreininni var varpað fram annarri hug-
mynd: að erlendar konur ættu ekki að fá ríkisborgararétt fyrr
en þær hafa lært íslenzku. Þessi tillaga hefur eflaust kitlað Is-
lendinga. I henni getur ekld falizt annað en að fólk sé látið
taka einhvers konar málfræði- eða stafsetningarpróf til að
sanna að það sé hæft til að teljast íslendingar. Umræða síð-
ustu daga bendir hins vegar til þess að nærtækara sé, að ríkis-
borgararéttinum fýlgi bevís upp á umburðarlyndi í meiri
mæli en íslendingum hefur tekizt að sýna erlendu fólki sem
kýs að búa hér með íslenzkum ástvinum sínum.
BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson,
Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jim Smart
Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét
Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson,
Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari,
Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir,
Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson,
Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéðinsson.
Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson,
kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason,
Snorri Ægisson, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristjánsdóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
Danska kjötið og deildarstjórinn
Það fylgir sumrinu, lesendur
góðir, að við þingverðimir þurf-
tun að gera fleira en fellur bein-
línis undir starfslýsingu okkar,
til dæmis að vera ráðherrabíl-
stjórar í afleysingum. Það er
auðvitað tilbreyting að losna frá
því að færa honum Friðriki pil-
snerinn sinn, en það er hins veg-
ar alls ekki tekið út með sæld-
inni að vera ráðherrabílstjóri. Ég
hef lent í einu og öðru, og þó
aldrei eins og fýrir skömmu
þegar Jim Beam Hannibalsson
vantaði skyndilega bílstjóra.
Ég ætlaði aldrei að segja ffá
þessu opinberlega, en úrþvi ill-
gjamir fréttamenn hafa verið að
velta sér upp úr kjöttutlunum
hennar Bryndísar þá er eins gott
að sagan komist á framfæri ein-
sog hún er rétt
Þetta var semsagt á föstudags-
kvöldi í byrjun júlí og (ón og
Bryndís þurftu að stytta óvænt
fríið sitt í Sviss afþví hún Jó-
hanna mín sagði af sér. Jón var
nýbúinn að reka Kidda rótara
og hvorki Jón né Bryndís vom
beint í ástandi til að keyra þenn-
an spotta frá Keflavík á Vestur-
götuna, svo Gvendi Kjæmested
datt í hug að hringja í mig. Og
ég sló til í fávisku minni.
Vandræðin byrjuðu fýrir al-
vöru þegar átti að fara með
töskumar í gegnum tollinn. Ég
hlóð þeim í snyrtilegan stafla og
ætlaði að vaða í gegn. Einsog
Kiddi var vanur að gera.
„Hvert ert þú að fara, góði?“
Röddin var svo valdsmanns-
leg að ég rétti ósjálfrátt úr mér.
„Þetta em töskumar hennar
Bryndísar", sagði ég óðamála í
fátinu sem kom á mig.
„Ég var ekki að spyrja hvað
konan þín heitir“, sagði toll-
vörðurinn og benti á töskumar.
„Opnaðu þetta.“
Ég leit í kringum mig í von
um hjálp frá ráðherranum eða
frúnni, en sá engan nema deild-
arstjóra í landbúnaðarráðuneyt-
inu sem ég kannaðist við. Þaðan
var engrar aðstoðar að vænta og
þau hjón höfðu greinilega tafist í
fnhöfiiinni. Ég átti einskis ann-
ars úrkosti en að hlýða.
„Hvað leynist hér?“ spurði
tollarinn og skyndilega var ein-
sog allir tollverðirnir í Keflavík
hefðu safhast í kringum mig.
Þeir vom enn að velta á milli sín
vakúmpökkuðu nautakjötinu
þegar Bryndís kom aðvífandi.
„Er eitthvað að?“ spurði hún.
Alltaf er hún jafnsæt og saklaus
til málrómsins, þessi elska.
„Það er bannað að flytja þetta
inn“, sagði sá elsti í toflvarða-
hópnum. Þeir vom nú hættir að
horfá á nautakjötið og famir að
horfá á Bryndísi í staðfrm. Ég sá
að deildarstjórinn horfði líka á,
fúllur áhuga.
„Nei, er þaaað?“ spurði Bryn-
Ég sá að Bryndís
varfarin að hugsa
hratt. „Þetta er
kjötið hennar
Brynju Ben. Ég
meina... hún á
það, en við Jón œtl-
um að borða
það...“
dís og leit svo á mig, eins og í leit
að svari. Ég kinkaði kolli.
„Þetta er hrátt kjöt“, sagði
annar tollari. Hann var óvenju-
greindarlegur.
„Já, einmitt", sagði Bryndís
og ég sá að hún var farin að
hugsa hratt. „Þetta er kjötið
hennar Brynju Ben. Ég
meina... hún á það, en við Jón
ætlum að borða það... Æ, ég á
við... þetta er kjötið okkar, en
þau eiga það, þau Brynja og Er-
lingur... Æ, þar fór sunnudags-
steikin."
Deildarstjórinn brá sér í hvarf
bakvið þil í þann mund sem Jón
Baldvin kom aðvífándi og dreif
okkur í gegn áður en frekari
vandræði híutust af. En hann
vandaði Bryndisi ekki kveðjum-
ar þegar við lögðum af stað í
bæinn.
„Hvernig datt þér þetta í
hug?“ spurði hann hranalega.
„Ert þú ekki alltaf að tala um
að við ættum að fara að flytja
inn landbúnaðarvömr?“ sagði
Bryndís. „Við Brynja sáum
þessar hræódým nautalundir í
frihöfhinni á Kastmp og ég hélt
að okkur myndi báðum líða
betur ef við gætum borðað eitt-
hvað annað en íslenskar rollur.
Hún Brynja ætlaði meira að
segja að steikja það fyrir okkur.
Ég heyrði líka ekki betur en þú
segðist ætla að slíta stjómarsam-
starfinu í haust ef hann Halldór
færi ekki að skera niður í ráðu-
neytinu hjá sér. % hélt...“
Það bjargaði Bryndísi að
nefha Halldór, því Jón greip
ffammí fyrir henni og var alveg
greinilega búinn að gleyma
danska nautakjötinu.
„Já, helvítið hann Dóri“, sagði
hann og ég sá í baksýnisspeglin-
um hvemig dimmdi yfir andlit-
inu á formanni Alþýðuflokks-
ins. Það er ekki fögur sjón, les-
endur góðir. „Sástu deildar-
stjóraaumingjann hans sem hélt
að ég sæi hann ekki í tollinum:
Svoleiðis menn em að breyta ís-
landi í Færeyjar. En hvað er ég
að gera? Ég er að selja húsið
hans Alberts. Ég er að reka
sendiherra. Ég verð bráðum bú-
inn að spara svo mikið að það
verður ekki hægt að drekka ai
viti í sendiráðunum. Og þá
verða þeir ekki til mikils nýtir.
helvítis diplómatamir, ef ekki ei
hægt að drekka með þeim leng-
ur. Ef hann Dóri sparar ekki
nokkur hundmð milljónir
nenni ég ekki að standa í þessari
vitleysu lengur. Það verður líka
léttir að losna við Davíð.“
Það er vont að treysta al-
mannarómi, lesendur góðir, en
mér er sagt að það hlakki líka i
mönnum í landbúnaðarráðu-
neytinu...
STJÓRNMÁL
Taka þarftil í kratakerfinu
I 26. viku sumars sýndi ég
ffam á það í Pressunni að Al-
þýðubandalagið hefði verið
mun aðhaldssamara en aðrir
flokkar
í pólitískum mannráðning-
um þó að það hefði setið í rík-
isstjórn jafnlengi og Sjálfstæð-
isflokkurinn á sl. 20 árum.
Hrafn Jökulsson sendi mér í
næstu Pressu bréf frá „Litlu-
Ítalíu“ og vildi nú ekki lengur
metast um hver væri spilltari,
spilltastur í íslenskri pólitík.
Hann krafðist þess að kjarni
máls yrði tekinn til umræðu.
Semsé: „Hvernig upprætum
við þann hugsunarhátt stjórn-
málamanna að það séu sjálf-
sagðir leikir í pófitískri refskák
að koma sínum mönnum fyr-
ir í kerfinu?"
Sjálfur Refur bóndi svarar
spurningunni í Alþýðublað-
inu 23. júlí sL: Það er allt í lagi
að skipa eintóma krata til lífs-
tíðar í embætti ef þeir eru
hæfir. Viðurkennt skal að það
er til bóta að hæfir menn séu
settir til verka en hitt er mála
sannast að það er alltaf spilling
þegar stjórnmálaflokkar koma
sínum mönnum fýrir í emb-
ættum til lífstíðar.
Foringinn í Litlu-Italíu er
óforbetranlegur, en hvað ætt-
um við að gera til þess að
þrengja kosti stjórnmála-
manna á borð við JBH?
Irm og líka út
Fyrsta skrefið í þá átt væri
að skilja á milli pólitískra og
faglegra starfa í kerfinu. En
þvert ofan í gjammið í hælbít-
um stjórnmálamanna gerum
við það með því að auka veg
hinna pólitísku starfa sem eru
engu síður mikilvæg heldur
en þau faglegu.
Vilji stjórnmálamenn endi-
lega hafa með sér vini, skyldu-
lið og venslafólk inn í stjórn-
kerfið eins og krataráðherrar
keppast við hin síðari misseri
er það lágmark að það lið allt
sé á sömu forsendum og pól-
itíkusarnir. Um leið og Al-
þýðuflokkurinn fer úr stjórn-
arráðinu eiga „hans menn“,
rnágar, synir, dætur, frændur
og frænkur, hvort sem þeim
hefur verið komið fýrir sem
aðstoðarráðherrum, forstjór-
um Aðalverktaka, forstjórum
ríkisstofnana, sendiherrum
eða ráðuneytisstarfsmönnum,
að fýlgja þeim út í kuldann.
Spillingin felst ekki fýrst og
fremst í að hafa „sína menn“
með sér inn heldur í því að
hafa þá ekki með sér út þegar
þar að kemur.
Veldi er þaö en ekki
fé
Hér virðist sá skilningur
landlægur að pólitísk verkefhi,
tímabundin þjónusta í þágu
málefna ríkisins, séu embætti
og bitlingar, jafrivel ævilangt.
Meira að segja ráðherradóm-
ur er skoðaður sem feitt emb-
ætti og vænlegt til hárra eftir-
launa. Hér ættu menn að
minnast þess sem stendur í
Tíundarþætti Grágásar um
goðorð: Veldi er það en ekki
fé og þarf eigi til tíundar að
telja. Pólitískt starf er veldi
sem á að njóta virðingar og
hárra launa meðan það stend-
ur, en þvi eiga ekki að fýlgja
neinar tryggingar sem
koma óorði á stjórnmálastarf.
Hvorki í samtryggingarkerfi
flokkanna né í almannatrygg-
ingakerfinu.
Embætti í stjórnkerf-
inu
Við skilgreinum í annan
stað það sem teljast fagleg
embætti i stjónkerfinu. Um
þau á að gilda að ráðherrar
eða stjórnir stofnana geta að-
Um leið og Alþýðuflokkurinn fer úr
stjórnarráðinu eiga„hans menn“, mágar,
synir, dœtur, frœndur ogfrœnkur, hvjrt
sem þeim hefur verið komið fyrir sem að-
stoðarráðherrum, forstjórum Aðalverk-
taka, forstjórum ríkisstofnana, sendi-
herrum eða ráðuneytisstarfsmönnum, að
fylgja þeim út í kuldann. Spillingin felst
ekkifyrst ogfremst í að hafa „sína menn“
með sér inn heldur íþví að hafa þá ekki
með sér útþegarþar að kemur.
eins vafið fólk sem staðist hef-
ur strangt mat. Þar á að vera
hægt að áfrýja mati og/eða vali
til umboðsmanns Alþingis
eða stjórnsýsludómstóls. Þess-
ir embættismenn eiga að hafa
langan starfstíma, jafnvel ævi-
langan, en um þá eiga að gjlda
ströng stjórnsýslulög. Það er
hverri þjóð nauðsynlegt að
eiga hæfa og heiðarlega emb-
ættismenn og þeir þurfa bæði
aðhald og starfsöryggi á sínum
embættisferfi.
Á gráu svæöi
Stjórnendur ríkisfýrirtækja
eru á gráa svæðinu milfi pólit-
ískra verkefna og embættis-
starfa. Um þá á skilyrðislaust
að gilda sú regla sem Alþýðu-
bandalagið hefur um langt
skeið barist fyrir að lögleidd
verði, það er að segja að ráðn-
ing þeirra miðist við 4 - 6 ár.
En starfstímabil þeirra þurfa
ekki að fylgja kjörtímabilum
stjórnmálamanna eins og
gilda á um pólitíska verkefnis-
stjóra. Ráðuneytisstjórar eru
einnig á gráa svæðinu og
mætti vera meiri hreyfing á
þeim heldur en nú er, eins og
Alþýðubandalagið hefur lagt
til.
En hvað á að gera við þing-
menn sem hætta eða falla út af
þingi? Þeir eiga í fyrsta lagi
sinn rétt sem einstaklingar og
eru margir ágætlega hæfir til
stjórnunarstarfa meðal annars
vegna stjórnmálastarfa sinna.
Tímabundin verkefni í þágu
hins opinbera sem viðkom-
andi þykir sérlega vel falfinn til
að gegna eru ekki tiltökumál.
En pólitíkus ætti t.a.m. ekki að
eiga lífstíðarinnhlaup í utan-
ríkisþjónustuna.
Smákóngar á ráö-
herrastólum
Valdsvið íslenskra ráðherra
er einnig umhugsunarefni í
þessu sambandi. Þeir eru eins
og smákóngar sem engar
samræmdar reglur ná yfir
enda eiga þeir sífellt í landa-
mærastríði og enginn hefur
heildaryfirsýn yfir það sem er
að gerast í stjórnarráðinu.
Forréttindi smákóngannna á
ráðherrastólunum eru meðal
annars að geta valið inn í
ráðuneytin samkvæmt eigin
geðþótta þegar stöðugildi
losna. Þar hefur þjóðin misst
af mörgum góðum embættis-
manninum.
Hér hafa verið rakin nokk-
ur dæmi um hvernig hægt
væri að taka til í kerfinu. Ég er
viss um að margir munu
koma til liðs við okkur með
vönd og sóp í tiltektina.___
Höfundur er framkvæmdastjóri Ai-
þýðubandalagsins