Pressan


Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 28

Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 28
S Æ T I N D 1 28 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 Strókamir í módelstörfunum Þönder töffarar eöa sætir strákar Þe ir sem hafa fylgst með tískunni og skoðaö erlend tímarit í þeim tilgangi hafa tekið eftir breytingum sem átt hafa sér stað á vægi karlmanna í tískuheiminum. Þeir eru ekki lengur uppfyllingarefni sem nota má til aö halda á eða utan um einhverja fegurðardís- ina eða leiðbeina henni er hún stígur inn í bif- reið. Á sfðustu árum hafa menn vaknað til vit- undar um þá staðreynd að karlmenn eru til annars nýtilegir en að auglýsa sláttuvélar eða handverkfæri. Það er reyndar Ijóst, og um það hefur verið fjallaö hér á síðum PRESSUNNAR, að vinsæl- ustu karlmódelin (nota bene í útlöndum) hafa ekki í tekjur nema brot af því sem kvenkyns , •júpermódel fá fyrir sinn snúð, enda hefur það löngum verið þannig að konur hafa að- eins á tveimur sviöum haft hærri tekjur en karlmenn: við vændi og módelstörf. Svo eru það týpurnar. Allt í einu er það í lagi að vera með dulítið skakkt nef eða augu sem líta ákveðið fram í myndavélina, en hafa ekki yfir sér fjólubláan sakleysisblæ eins og í vet- urgamalli kvígu. Það er sum sé ókei að vera karakter. Fyrir ekki svo löngu var sú goðsögn ríkjandi um karlmódel að þeir hefðu lítið á milli eyrnanna, væru hálfgeröir stelpustrákar, óþolandi uppteknir af sjálfum sér og því lítt kjörnir til að vera meðal fólks, nema þá helst sinna starfsfélaga. PRESSUNNI lék hugur á að skoða nokkra stráka sem hafa unnið við módelstörf og fá þá til að tjá sig um þessa atvinnugrein og það hvernig þeir kunni við hana og hvort þeir telji sig vera fallegri en aðra menn. í þessu síðasta sannaðist hið fornkveðna að þegar stórt er spurt verður jafnan lítiö um svör. Strákarnir voru almennt á því að sú þróun hefði orðið í þessari starfsgrein aö nú væru alls konar manngerðir í tísku. „Lookið" væri meira spennandi og menn sem alls ekki hefðu gengið fyrir nokkrum árum væru nú í lagi. Steinunn Halldórsdóttir SlGURÐUR NlKULÁSSON Tvítugur og er á skrá hjá fyrirsætuskrífstofunni Wild. Hann nemur bifvélavirkjun. „I>arf bara aö vera maður sjálfur“ „Ég hef aðallega verið í tískusýningum en niinna í myndatökum. Ég fila mig vel í þessu og finnst ekkert verra að fá smá athygli. Ég finn nú ekki mikið fyrir því að fólki finnist þetta starf hallærislegt. Það er frekar þannig að maður finni fyrir ánægju með að strákar séu í þessari starfsgrein." Sigurður hefur tekið þátt í undirfatasýningum og segist yfirleitt vera til í allt. Hvaða hugmynd hefurðu um sjálfan þig, ertu sœtur? „Það er erfitt að svara þessari spurningu. Ég hef auðvitað sjálfstraust en reyni að vera ekkert merki- legur með mig eins og sumir verða þegar þeir eru komnir í þetta. Annars tel ég mig ekkert hafa breyst persónulega. Maður verður að halda áfram að vera maður sjálfur.“ VlGNIR FREYR ÁGÚSTSSON 22 ára verslunarmaður. „Stóra táin til ei- lífra vandræða“ „Ég hef haft þó nokkuð að gera þrátt fyrir að tíðin sé róleg. Ég hef starfað bæði við tískusýningar, sem mér finnst alveg ágætt, og svo líka við myndatökur. Hvað varðar manngerðirnar sem ganga hérna heima í auglýsingum þá eru það frekar þessir normal strákar sem eru notaðir og þótt menn sjáist úti í löndum með eyrna- lokk í nefinu þá gengur það ekki hér að minnsta kosti enn sem komið er. Mér finnst að vera fallegur það að vera sáttur við sjálf- an sig. Ég er nokkuð sáttur við mig sjálfan nema að því leyti að stóra táin á mér er til eilífra vandræða." Aðspurður hvernig sé að vera módel á íslandi segir Vignir móralinn hafa breyst, menn séu ekki litnir horn- auga þótt þeir séu módel. Einnig séu strákar minna feimnir við að koma sjálfúm sér á framfæri heldur en áð- ur. Hann vill endilega hvetja stráka til að taka þátt í mód- elstörfum og vera ófeimna við að skrá sig hjá fýrirsætu- skrifstofunum. ÞÓRHALLUR ARNÓRSSON19 ára Verslunarskólanemi „Bara veryuleg- ur gæi“ „Ég fila ekki tískusýningar og hef ekkert tekið þátt í þeim. Það eru aðallega auglýsingar fyrir blöð og svo sjónvarpsauglýsingar sem ég hef unnið við. Módelstörf eru ekki draumur minn. Ég lít á þetta sem hverja aðra vinnu, og hér á landi er þetta ekkert mjög spennandi. Ég hef lent í því að horfa á sjálfan mig í auglýsingu og finnast þetta ekki vera ég. Maður sér bæði kvenlega stráka og líka algjöra nagla í þessum bransa.“ „Þarf snert af sýniáráttu“ „Það er erfitt að koma sér í gang í útlönd- um, en ég hef reynt fyrir mér í London hjá Huggy ljósmyndara sem er íslensk. Langhæsta kaupið í bransanum er í London. Maður heyrði um þessa súperstráka sem voru með eina og hálfa milljón fyrir eina til tvær vikur. Héma heima hefur maður oft á tilfinningunni að verslunareigendur og þeir sem eiga að greiða manni setji reikninginn neðst í bunk- ann. Það er varla að maður geri ráð fýrir þess- um greiðslum því þær berast seint og illa. Annars er margfalt minna að gera fyrir stráka hérna heima en stelpur en þær endast auðvit- að skemur í þessu starfi. Til þess að virka í þessari vinnu þarf maður helst að vera með snert af sýniáráltu og ætli ég verði ekki að játa slíkt á mig. Hvað varðar karlmannstýpurnar sem eru í tísku núna þá finn ég fyrir breytingum. Nú er röff útlitið að- alatriðið og karakterarnir eru dálítið meira karlmannlegir. Svo er talað um 30 prósent samkynhneigð meðal karlfyrirsæta í þessum bransa. Við fundum svolítið fyrir því úti vegna þess að þeir margir hverjir áttu erfitt með karl- mannlegt göngulag og þurftu að æfa það upp.“ ■ Hrafnkell Birgisson 24 ára og fer að læra iðnhönnun í haust. Hann er á skrá hjá fyrirsætuskrifstofunni Wild.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.