Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 29
Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 S K I L A B O Ð „Feiminn aö eðlisfari“ „Það er frekar lítið fyrir stráka að gera í módelstörfum á Islandi. Stærstu verkefnin eru auðvitað lopinn og svo eru gosdrykkja- auglýsingar og ýmislegt tilfallandi. í mínu tilfelli lít ég á þetta sem ágætis aukavinnu, en ég er reyndar aðeins í þessum verkefhum á sumrin því ég er í námi í Bandaríkjunum. Mér finnst týpurnar sem eru í tísku hafa breyst, það er meira „in“ að vera röff og hipp og módelin eru hætt að brosa. Hvað varðar sjálfan mig þá er ég frekar feiminn að eðlisfari, en það gleymist allt þegar maður er kominn upp á svið. Það gæti vel hugsast að ég reyndi að fá eitthvað að gera við þetta í Bandaríkjunum samliliða náminu. Að mínum uómi er þetta ágætis starf og ég hef gaman af þessu. Annars myndi ég ekki vinna við þetta." „Gangandi heröatré á tískusýning- um“ „Ég hef ekki lagt neinn sérstakan metnað í þetta og er algjörlega laus við drauma um frægð og frama erlendis. Mér finnst módel- bransinn á Islandi byggjast á einhverri líkn- arstarfshugsjón. Verkefnin eru alls ekki næg, hvað þá fýrir tröllvaxinn síðhærðan mann eins og mig sem passar ekki alveg inn í þessar stöðluðu ímyndir. I dag er minna höfðað til sterks fegurðarsjónarmiðs. Það er miklu fiekar farið að gefa annars konar týp- um sjens. Ég myndi til dæmis telja mig sjálf- an algjöra sönnun á þessu lögmáli, með eins meters skarð milli tannanna og að eigin dómi ekkert smáfríður. Ég presentera ekki sjálfan mig sem módel og finn ekki fyrir neinni andúð þar að lútandi, það er heldur á hinn veginn. Ég tek ekki þátt í tískusýningum, ekki af því að mér finnist það hallærislegt, heldur finnst mér skipulagið þar miklu minna og í raun- inni er rnaður bara gangandi herðatré í slík- um sýningum. Mér finnst það bara pirrandi og ákvað snemma að vera ekkert að taka þátt í því.“ „Engin löng og staöföst augnaráö“ „Það er engin alvara í þessu hjá mér enn sem komið er, en ef ég fengi tækifæri á að leggja þetta fýrir mig þá myndi ég taka því. Ég er ekki gamall í þessum bransa, en ég hef tekið þátt í myndatökum og tískusýningum og núna síðast var ég í myndatöku fyrir tímaritið Núllið sem kemur út í október. Annars finnst mér bara gaman að þessu þegar það er eitthvað að gera. Ég finn ekki mikið fyrir því að mér sé sýnd sérstök at- hygli bara vegna þess að ég hef verið í sýn- ingarstörfum og ég hef ekki orðið var við löng og staðföst augnaráð á skemmtistöð- um. Það er þá helst að fólk komi til manns og segi að því hafi fundist góð þessi eða hin myndin sem birtist af manni.“ Kjartan I.Hrannarsson 23 ára og á skrá hjá lcelandic Models. Hann nemur auglýsinga- og fjöl- miðlafræði í Bandaríkjunum. SlGURÐUR ÓLAFSSON 24 ára athafnamaður í Reykjavík og nemi í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. PÁLL BANINE 21 árs og hálfur Marokkómaður. Hann er á skrá hjá fyrir- sætuskrifstofunni Wild. ■ . •

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.