Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 30
30 PRESSAN
ÞINGMANNAGÆLUR
Fimmtudagurinn 29. júlí 1993
Skóldskapur íslenskra þingmanna
„Ekki er það fyrir vesaling"
I þingi situr margur maður-
inn sem á einhverju skeiði ævi
sinnar hefur stigið í vænginn
við skáldskapargyðjuna. Hér
eru nokkur dæmi um aírakst-
urinn.
„Sjá hið góöa deyr“
Forsætisráðherra landsins,
Davíð Oddsson, hefur skrifað
tvö^sjónvarpsleikrit og fróðir
menn telja líklegt að hann eigi
ljóð og annan skáldskap í
skúffum þó ekki hafi það
fengist staðfest. Davíð birti
ekki eftir sig skáldskap í skóla-
blaði Menntaskólans í Reykja-
vík þar sem hann stundaði
nám. En það gerði Svavar
Gestsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra. Tæp-
lega tvítugur orti hann hið
fjálglega ljóð Myrkur. Hér er
sýnishorn:
lífvana jörð og búið í hag-
inn
fyrir morgun lífsins, og nú
hnígur hún í fyrsta sinn
til viðar - við sjóndeildar-
hring,
sem umlykur liiandi vcru
Jón Sigurðsson var ansi af-
kastamikið skáld á árunum
fyrir tvítugt. Ljóð hans voru
náttúruljóð, um fjöll og tinda
og goluna sem bærir grasið og
syngur í limi trjánna. En Jón
skrifaði einnig smásögu, við-
kvæmnislega endurminninga-
sögu, sem hann nefndi Ævin-
týrið um andann í klukkunni
og afdrif hans. Þar segir frá
dreng sem unir við það tím-
unum saman að horfa á stofu-
klukkuna á heimili ömmu
sinnar:
„Þegar ég hafði horft lengi,
mýktust línur ldukkulcassans,
skífan breyttist í andlit og
SVAVAR GESTSSON „Svertan blívur/skrattinn blívur'
Myrkur!
Komdu og svertu, eyði-
leggðu sundraðu
allt, allt sem heitir „hið
góða“
Gakktu áfram og
hrintu hinu góða í fari
mannsins,
beint, dýpst í gapandi hel-
víti.
Sjá, hið góða deyr.
Hið illa blívur
Svertan blívur
Skrattinn blívur
Myrlcrið varir eilíflega.
Jón Sigurðsson, fyrrver-
andi iðnaðarráðherra og nú-
verandi Seðlabankastjóri, var
einnig upptekinn af myrkrinu
í löngu ljóði sem birtist í
skólablaði Menntaskólans á
Akureyri:
Myrkur, myrkur.
Himinninn yfir jarðskorp-
unni er
fylltur myrkri.
í lok ljóðsins segir:
Það kvöldar.
Um ármilljónir hefur sólin,
móðir jarðar, skinið á
sveigurinn gullni í kórónu, og
fram steig vera, sem var blíð
og góð, hún var andi klukk-
unnar, það vissi ég...
Það var um haust að ég
veitti því athygli að andinn í
klukkunni fékk aldrei að
borða, það hlaut að vera illt,
ég var oft svangur og það var
vont. Þess vegna laumaðist ég
kvöld eitt inn í klukkustofu
með grautinn minn, opnaði
klukkuna, setti skálina inn,
bauð andanum að gjöra svo
vel og lokaði síðan.
Þetta komst upp daginn eft-
ir og ég var hýddur, samt hélt
ég að það væri fallegt að gefa
svöngum mat.“
I sögu Jóns gerist það næst
að amman veikist og liggur
lengi rúmföst. Klukkan stans-
ar og er sett í viðgerð. Amman
fer síðan til guðs en klukkan
kemur úr viðgerð:
„Daginn sem klukkan kom
aftur heim, fór ég inn í
klulckustofu, horfði á klukk-
una og hlustaði. Útlitið var
hið sama en það vantaði eitt-
hvað, hún tifaði hvellt og
tómlega, ekki eins og áður, þá
hafði hún tifað hlýlega og
kliðmjúkt. Ég horfði á ldukk-
una sem tifaði jafnt og þétt
með ískaldri ró. Ég lagðist
niður og grét.
Ég vissi hvað hafði gerst,
andinn krýndi hafði farið með
ommu.
„jeg er grundvöllur
heimsins"
Einn aðdáandi Jóns Krist-
jánssonar segir hann bera
höfuð og herðar yfir aðra hag-
yrðinga þingsins og hafa
næman og lævísan húmor.
Næsta vísa kann að staðfesta
að svo sé.
Á sínum tíma tók Jóhanna
Sigurðardóttir við félags-
málaráðuneytinu eftir Alex-
ander Stefánsson. Alexander
líkuðu eldd allar aðgerðir eft-
irmanns síns og þurfti oft að
skamma Jóhönnu úr ræðustól
alþingis. Alexander hefur
þann kæk eða ávana að standa
á tám þegar hann talar. Og
hann stóð á tám í ræðustól og
þrumaði skammir yfir Jó-
hönnu þegar Jón Kristjánsson
kom í dyr alþingis og mælti:
Jón Sigurðsson var sautján
ára þegar hin rómantíska lund
hans leiddi hann á skálda-
braut. Össur Slcarphéðinsson
var einnig í menntaskóla þeg-
ar hann skrifaði smásögu. Það
eru ekki margir sem hætta
skáldskapariðkun eftir að hafa
unnið til verðlauna en Össur
sýndi þá hógværð að draga sig
í Mé eftir að hafa hlotið fyrstu
verðlaun í smásagnasam-
keppni Menntaskólans í
Reykjavík. Engum sögum fer
af ffekari afrekum hans á rit-
vellinum en ef minnst er á
söguna færist feimnissvipur
yfir prakkaralegt andlit um-
hverfisráðherrans.
Verðlaunasagan segir frá
samskiptum drengs og öld-
ungs. Það er drengurinn sem
ritar söguna og hann er eldd
sérlega sleipur í stafsetningu.
Hér er stuttur bútur:
„jeg veit kvur jeg er.
... og kvur ertu þá gæskur
litli, seijir hann, og pjakkar
með staþbnum sínum á brún-
an hrák á öðrum skónum. jeg
er grundvöllur heimsins seiji
jeg án nokkurs hroka. jeg er
æskan og þarafleiðandi lífið.
jeg er síbreytileikinn, fersk-
leikinn, hin sífellda verðandi,
frjókoddn allífsins. jeg, er
jeg...“
Tvískinnungur
Anna Ólafsdóttir Björns-
son las árið 1980 sögu í útvarp
sem hún nefhdi Tvískinnung.
Sú saga Önnu var þroslcasaga
ungrar stúlku, Melkorku
Jónsdóttur. I þessum bút er
stúlkan sú að gæta bams vin-
konu sinnar. Barnið er óvært
ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON „Ef þetta bölvaða andskotans hyski kæmi
ekki fyrir átta yrði ág að fleygja krakkanum út“
Hér eru menn með ræður
og raus
og reyna mildð á stælana.
Alexander er alvitlaus
og aldrei tyllir í hælana.
Sagt er að Jón Baldvin
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Pjakkar með stabbnum sínum á brúnan hrák á
öðrum skónum."
og stúlkan kemst í hið versta
skap:
„Dagurinn gægðist úrillur
inn um gluggann minn, það
var kalt og hvasst og ég var
viss um að það væri tvískinn-
ungur yfir drullupollunum.
Ansvítans tvískinnungur alls
staðar. Yfir öllu þessi helvítis
pakki, yfir mér fíflinu sem
stóð nákvæmlega á sama um
þetta hyski, að vera að blanda
mér eitthvað í þeirra mál. Að
þykjast vera eitthvað skiln-
ingsrík, ég gat sjálffi mér um
kennt að hafa rétt nokkrum
manni litlaputta. Nú sat ég al-
deilis í súpunni.... Ef þetta
bölvaða andskotans hyski
kæmi ekld fýrir átta yrði ég að
fleygja lcrakkanum út.“
Alvarlegt slys sem hendir
móður barnsins hefur mikil
áhrif á Melkorku. Hún yfir-
gefur kærasta sinn, segist
„elcki þola þetta helvítis ör-
yggi“ og stingur af til Parísar
þar sem hún ætlar að nema og
finna sjálfa sig.
Kviðlingar
Ein eftirlætisiðja margra al-
þingismanna er að lcasta fram
kviðlingum við hin margvís-
legu tældfæri. Hér eru nolckur
dæmi.
í ráðherratíð Steingríms
Hermannssonar körpuðu
Steingrímur og Páll Péturs-
son eitt sinn um það hvor
þeirra væri meira í útlöndum.
Páll taldi Steingrím vera á sí-
felldu flandri en Steingrímur
sagðist sitja lengur heima en
Páll. Þá orti Páll:
Hér angra mig sumir, ég
nefni ekki nöfn,
nolckuð um vesen og angur.
En í kjördæmi mínu í
Kaupmannahöfn
er hvergi neinn vandræða-
gangur.
Hannibalsson utanríkisráð-
herra máli vatnslitamyndir og
yrki ljóð í ffístundum líkt og
Churchill og Hitler. A
menntaskólaárum birti Jón
Baldvin eftir sig pólitískar
gremar og palladoina um
skólafélaga, enginn skáldskap-
ur var þar á meðal. En Jón
Baldvin á helming í næstu
vísu sem ort var fyrir nolckr-
um árum.
Jón Baldvin var þá í fylgd
með Hjalta Kristgeirssyni
(Ungveija-Hjalta). Þeir félagar
voru á 17 tíma göngu um
auðn og hjarn og gerðu þeir
sér þá það til dundurs að setja
saman vísu. Jón Baldvin segir
að þeir félagar hafi verið 15
tíma að koma vísunni saman.
Það var Halti sem átti fyrstu
línuna:
Farið höfum vér fjallabing
Nokkrum klukkutímum
síðar svaraði Jón hátt og
snjallt:
fjarri leiðri mannþyrping
Þeir félagar þrömmuðu nú
væri mál manna að Sighvatur
væri mestur hagyrðingur inn-
an flokksins. Aðrir þingmenn
Alþýðuflokks fóru einnig við-
urkenningarorðum um þessa
iðju ráðherrans.
Þegar send var nefhd á um-
hverfisráðstefnuna í Ríó
kvörtuðu einhverjir Alþýðu-
bandalagsmenn undan því að
enginn úr þeirra hópi væri þar
á meðal. Þá orti Sighvatur:
Svo kommarnir komist til
Ríó
kannski við sendum þeim
tríó,
þau Grímsa og Gunnu
og Grísinn í tunnu,
það yrði nú aldeilis bíó.
Og loks Halldór hinn
hagmælti
Það kann að vera að Hall-
dór Blöndal mæli jafn mikið í
bundnu máli og óbundnu.
Eftir hann liggur ógrynni af
vísum. Hér birtast tvær.
Á sínum yngri árum vann
Halldór við bókhaldsstörf á
Akureyri. Gluggi hans vísaði
JÓN SlGURÐSSON „Samt hélt ég að það værí fallegt að gefa svöngum mat.‘
enn dágóða stund. Loks segir
Hjalti:
auðn og helvíti allt í lcring
Liðu nú nokkrar klukku-
stundir og þá botnaði Jón:
ekki er það fýrir vesaling.
Drápusmiöurinn Sig-
hvatur
Sighvatur Björgvinsson
iðnaðarráðherra mun vera
mjög afkastamikill á skáld-
skaparsviðinu. Þeir sem til
þekkja segja hann semja heilu
drápurnar. Jón Baldvin
Hannibalsson sagði í samtali
við greinarhöfund að í byrjun
hefði þessi iðja Sighvats verið
álcveðið áhyggjuefni innan Al-
þýðuflokksins. Hins vegar
hefðu framfarir ráðlierrans
verið með ólíkindum og nú
út að Glerá og áin skipti litum
eftir því hvaða skinnvöru var
verið að vinna hjá Iðunni. Þá
varð til þessi vísa, sem mun
vera í miklu uppáhaldi hjá
umhverfissinnum:
Hver er þessi eina á
sem aldrei frýs
gul og rauð og græn og blá
og gjörð af SÍS.
Við síðustu fjárlagagerð rík-
isstjórnarinnar setti skörung-
urinn Jóhanna Sigurðardóttir
sig upp á móti ákveðnum at-
riðum og að venju stóð hún
fast á sínu. Samkomulag náð-
ist lolcs. Þá orti Halldór:
Friðriks eru fjárlögin með
feilcna halla
Jóhanna gengur yfir alla
ein mun hún beygja níu
kalla.
Kolbrún Bergþórsdóttir