Pressan - 29.07.1993, Side 38
RYKDJOFLAR
38 PRESSAN
Fimmtudagurinn 29. júlí 1993
Myndlist
• Wenni Wellsandt,
listamaðurinn þýski, sýn-
ir í Galleríi 1 1. Þar getur
að líta blekmyndir, unnar
með gamalli kínverskri
aðferð, og myndir unnar
með blandaðri tækni á
■“’akvarellpappír.
• Bjarni H. Þórarins-
son hefur hengt upp
verk sín á Mokka.
• Norræni textílþríær-
ingurinn, sá sjötti í röð-
inni, stendur yfir að Kjar-
valsstöðum. Sýnd eru
52 verk eftir 36 lista-
mennn frá fimm Norður-
löndum.
• Stefán frá Möðrudal
sýnir á Sólon íslandus.
• Gunnar Magnús
Andrésson á verkin í
neðri sölum Nýlista-
safnsins. Síðasta sýn-
ingarhelgi. Opið daglega
kl. 14-18.
• Victor Guðmundur
Cilia sýnir myndraðir í
efri sölum Nýlistasafns-
ins. Síðasta sýningar-
helgi. Opið daglega kl.
14-18.
• Sonia Renard & Vol-
ker Schönwart sýna
málverk og grafíkmyndir
í Portinu.
• Werner Möller,
myndlistarmaðurinn
þýski, sýnir málverk,
skúlptúra, glerverk og
- textílverk í Hafnarborg.
Síðasta sýningarhelgi.
• Craig Stevens hefur
hengt upp málaðar Ijós-
myndir f kaffistofu Hafn-
arborgar. Síðasta sýn-
ingarhelgi.
• Alvar Aalto. Afmælis-
sýning Norræna hússins
á verkum Alvars Aalto.
• Elín Jakobsdóttir,
skosk-íslensk listakona,
sýnir málverk og teikn-
ingar í húsakynnum
Menningarstofnunar
Bandaríkjanna. Opið alla
- virka daga kl. 8.30-
17.45.
• Steinunn Marteins-
dóttir, Bragi Ásgeirs-
son, Sigríður Ásgeirs-
dóttir og Olga Soffía
Bergmann sýna að
Hulduhólum, Mosfells-
bæ. Opið daglega kl. 14-
19.
• Katrín Sigurðardóttir
sýnir rýmisverk, saman-
sett úr teikningum og
þrykki, í Galleríi Sævars
Karls. Síðasta sýningar-
helgi.
t- • Markús ívarsson.
Sýning á verkum ýmissa
íslenskra listamanna, úr
safni Markúsar ívarsson-
ar, í Listasafni íslands.
Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18.
• Carlo Scarpa, lista-
maðurinn og arkitektinn,
er höfundur verkanna
sem nú eru í Ásmundar-
sal.
• Bragi Ólafsson held-
ur sýningu á Ijóðum sín-
um að Kjarvalsstöðum.
Opið daglega kl. 10-18.
• Ásmundur Sveins-
son. Yfirlitssýning í til-
efni aldarminningar
hans. Opið alla daga frá
10-16.
• Jóhannes Kjarval.
Sumarsýning á verkum
Jóhannesar Kjarvals að
Kjarvalsstöðum, þar
sem megináhersla er
lögð á teikningar og
manneskjuna í list hans.
• Ásgrímur Jónsson.
Myndir eftir Ásgrím
Jónsson úr íslenskum
þjóðsögum. Opið um
helgar kl. 13.30-16.
Gerningaþjónusta
^nfccno s
Nú nýverið lauk 16 daga
gemingahátíð. Það kom fram
í umfjöllun um þessa hátið að
gerningalist hefur að mestu
legið niðri síðasthðinn áratug.
Þó hafa verið nefnd nokkur
nöfn sem hafa þráast við, en
óvart hefur láðst að geta öfl-
ugrar gerningastarfsemi In-
ferno 5 hópsins síðasta ára-
tuginn hér heima og erlendis.
Þessi grein á að leiðrétta fá-
fræði ef sú er ástæðan. Hún er
eftir listráðunaut Inferno 5,
hollensk/ungverska listsagn-
fræðinginn Jafet Melge er
stundum dvelur hér á landi.
Greinin átti að birtast í menn-
ingarkálfi eins dagblaðanna
10. júli síðastliðinn í tilefhi af
gerningi Inferno 5 í Nýlista-
safninu. En af einhverjum
ástæðum var henni hafriað á
síðustu stundu.
Félagar gerningaþjónustu
Inferno 5 voru alltaf meðvit-
aðir um að framkvæma hug-
sjónimar listin út um allt, list-
in til alþýðunnar, listin á göt-
una, listin til útlanda og listin
á heimilin. Þetta var viðleitni
til þess að þenja út vanþakk-
láta íslenska menningu. In-
ferno 5 notaðist mikið við
þjóðleg minni, sérstaklega er-
lendis. Fisk, kjöt, torf, mold,
bókmenntir, lykt, ritrusl og
annan úrgang mannshugans.
Eftir þá stuttu gerningadellu
sem gekk yfir hér á landi í
kringum 1980 og náði há-
marki með ævintýrum Bruna
BB sem ollu opinberri móð-
ursýki í umfjöllun um gern-
ingalist, hafa meðlimir In-
ferno 5 verið meðal þeirra fáu
sem þrjóskast við og reka
margmiðla gerningastarfsemi,
en hún hófst undir merkjum
félagsins 1985. Meðlimirinir
áttu flestir fortíð í myndlist,
skáldskap og tónlist og fikt-
uðu við kvikmyndatökur í
tómstundum, leiklist var alltaf
víðsfjarri. Klisjan um að brjóta
niður veggi á milli listgreina
og sameinast í félagsþörf ein-
mana og einangraðra lista-
manna varð stundum að
veruleika. Inferno 5 menn
sóttu í byrjun andagiff sína og
ýmis áhrif frá framsæknum
listhreyfingum í upphafi ald-
arinnar. Þótt ekki væri farið
eftir utanaðkomandi upp-
skriftum, þá var reynt að
fanga svipaðan anda. Til að
mynda var gerningurinn „Allt
sem börnum er bannað“
byggður á fegurð fæðunnar,
hljóðljóðatónlist og áhrif lykt-
ar á hugsun okkar.
Á þessum tíma sóttu sumir
unglistamenn andagiff sína í
formúlusúrrealisma. Inferno 5
hafði sótt til anda dadaismans
áður og því varð að finna eitt-
hvað nógu ósnert. Það var
sjónrænn sannleikur „klum-
bismans", að upplifa heiminn
klumbrænt. Það var gert með
hinunr hugvíkkandi endur-
tekningardansi klumbuvera er
dró fólk í lifandi leiðslu,
„BClumbudansins í Hruna" en
hann hefur verið settur upp
víða í misjöfnum útgáfum.
Það var ein af fyrstu marg-
miðla sýningum á íslandi sem
byggist á endurtekningarselj-
un viðtakandans. I Ljóðsen,
hljóðsen var hljóðljóðahefð-
inni framhaldið með því að
hugleiða galdur raddarinnar
og reyna komast að kjarna
tungumálsins með því að
hlusta á hin jarðnesku og
náttúrulegu hljóð líkamans án
yfirborðslegra umbúða orða,
eða reglur söngs og tóna.
Fórna orðunum til að komast
að kjarna ljóðsins. Þó var
stuðst við reglurnar í Ólsen,
Ólsen. Ljóðin komu upp eftir
spilinu sem var á borði eða
dregið á hendi og varð flytj-
andinn yfirleitt að hlýta þeirri
orðaröð þótt leyfilegt væri að
svindla örlítið eftir andartak-
inu. Með fótboltahöfðum og
svarthvítri stemmningu var
einnig komið inn á hin klass-
ísku trúarbrögð sem virðast
vera hin nýja útrás mannsins
fyrir stríðstrúar og reglukerfis-
þörf. Daglegar athafnir al-
mennings þar sem lífið geng-
ur út á úrslit leikja.
I helgileiknum Chrysocolla
var haldið á vit hinnar fornu
heiðni og náttúrutrúar með
gerfigöldrum og heimatilbún-
um helgiathöfhum. Heimarn-
ir eru margir eins og hugar-
heimarnir og það er glæpsam-
legt að reyna að hefta hið
frjálsa hugarflug og samræma
veruleikann. Baráttan hefur
frá upphafi staðið um frelsi
hugans, ímyndunaraflinu
verður ekki miðstýrt. I „ísland
er best“ hugleiddi Inferno
stöðu íslenskrar listar á stofh-
anaveggjum. Menningarmell-
ur og dellur og öll íslensk list
sem hefur verið gefin gaumur
erlendis.
Segja má að margmiðlasýn-
ingin Rykdjöflar hafi verið
bókmenntaleg því „Klumbu-
dansinn“ byggðist eingöngu á
sjón og tónrænni skynjun. í
Rykdjöflunum er meginþráð-
urinn, menningarlegur úr-
gangur með bókmenntalegu
ívafi og sköpun ryksins. Orða-
happdrætti skuggamynda-
ljóða og tilviljunarkenndur
flutningur texta. Þar kom
skýrt fram þráhyggja Inferno
5 um forgengileikann, rykið
og ritruslið sem úrgangur
hugans. Fegurð og gildi um-
búðanna, trúir þeirri nútím-
aklisju að stórmarkaðir og
sorphaugar séu hin sönnu
listasöfn okkar tíma. Einnig
voru okkar daglegu heimilis-
og skrifstofustörf sýnd í nýju
ljósi. í „Upplýsingafjöru“ var
verið að hvíla fólk á upplýs-
ingaflóðinu og í „Svona eru
jólin“ var viðleitni til að lengja
jólin. En allir þessir gemingar
ásamt gerningi Áma Ingólfs-
sonar vom sama kvöldið.
I „Rykgöldrum" var búin til
lifandi list fyrir sundlaugar-
gesti. I „Eitthvað er í hafinu“
kom vel ffani hin rómantíska
afstaða Inferno 5. Þar voru
framkvæmdar athafnir í
kringum undarlega fiska,
hafrasl og rómantíska nátt-
úrufræði með sjávrænni sýn.
Hugleiðing um hafið og
leyndardóma undirdjúpanna
en kenningar eru uppi um að
þar megi finna ýmis svör til að
leysa spurningar í hafdjúpi
mannshugans. í „Sköllóttu
Trommunni" var höfuðið
túlkað sem sköllótt tromma
og hjartað kjöttromma. I
„Heilun“ var haldið áffarn að
spinna í kringum margbreyti-
leika heilans, innri heima og
nrusteri þeirra, mannshöfuðið
og ósjálfrátt hugmyndaflæði,
lokuð hólf hugans. í „Níundu
nóttinni" var hin gamla trú og
goðaffæði sett í miðla hinnar
nýju náttúru borgarbarna er
þrá eitthvað „frumstætt“,
samhengi í veruleika lífsins og
náttúrunnar. Samhangandi
huga og veruleika þar sem
ráðist er á hina sígildu veggi
drauma og skipulagðs hvers-
dagsleika. Fornir kraftar eru
enn á sveimi í hugum okkar.
í „Mannlegu eðli“ var gerð
forkönnun á því hvað fólki
fyndist mikilvægast í lífinu.
Kom í Ijós að það voru hugvit,
náttúrulegar hvatir (hinar
ffumstæðu hvatir fýrir mat og
peninga) og listir. Þrír fórn-
fúsir einstaklingar í baðkörum
voru síðan baðaðir upp úr
efnismynd þessara þarfa af
fulltrúum trúarbragðanna,
neyslunnar og úrgangsins við
mikinn ilm svo hinir háþró-
uðu áhorfendur ældu. Gern-
ingar Inferno 5 voru án leik-
rænnar tilgerðar. Þeir voru
ákveðnar og raunverulegar at-
hafnir sem mætti kalla list-
rænar aðgerðir.
Þótt nútímagerningurinn
hafi fýrst verið framkvænrdur
sem andlist af skáldum og
listamönnum fútúrista og
dadaista á öðrum áratug þess-
arar aldar, og því talið ungt
listform, er hann kannski
einnig það elsta. Hann er e.t.v.
hægt að rekja til fornra helgi-
athafna og galdra sem þróuð-
ust síðan í helgileiki kirkjunn-
ar. Hann er undanfari leiklist-
ar sem er frekar ungt listform.
Gerningurinn er þannig
tengdur hinum forna gjörn-
ingi að hver athöfn getur verið
ómeðvituð eða meðvitaður
galdur. I gerningum Inferno 5
var haft að leiðarljósi að skapa
innri eða ytri viðbrögð við
hinu eilífa augnabliki. Hin
seiðandi endurtekning er
höfðar til flestra skynfæra og
leiðir þann sem nennir að sitja
í ókunnugt ástand nýrrar
meðvitundar. Seidd var fram
stenmning með athöfnum er
fönguðu hugarástand áhorf-
andans og ollu listrænni
leiðslu. Ekki drama með byrj-
un og endi heldur tímalaus
hringur án úrlausnar, atburð-
ur og upplifun augnabliksins.
Nú þegar níu ár eru liðin
síðan Infemo 5 hóf starfsemi
með seiðandi síbyljuflæði og
frumstætt hljómfall tromm-
unnar í Nýlistasafninu er
kominn tími til að fóma sjálf-
um sér og rísa upp aftur í nýj-
um ham. En kæru vinir og
viðskiptavinir, örvæntið ekki,
þrotabú Gerningaþjónustu
Inferno 5 getur alltaf risið upp
aftur, jafhvel í gegnum miðla.
Trékyllisvík 1993,
Jafet Melge.