Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 40

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 40
Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 30. tbl. 4. árg. c c/| i\i~r jHf /§';<—)'i, H« WmjB PRESSAN fylgir mb M AW H« ■§ á/i HAFA SKAL Þ A Ð SEM BETUR HLJOMAR Seðlabankinn innkallar alla gamla seðla NÝIR SEÐLAR MEÐ JÓNI SICURÐSS YNI Kglkoínsveqi, 28. júlí Mikil skelfii :ing greip um sig meðal almennings í morgun þeg- ar Seðlabankinn tilkynnti að inn- kalla ætti alla seðla sem nú væru í umferð. „Það er engin ástæða til að óttast neitt. Ef fólk kemur með gömlu seðlana þá fær það nýja í staðinn. Svo einfalt er það“, sagði Guð- mundur Friðriksson í seðladeild Seðlabankans. „Það sjá allir sem vilja að gömlu seðlamir duga ákaf- lega illa. Ég held að hver einasti Is- lendingur haíi einhverja persónu- lega reynslu af því. Það er til dæmis hvergi hægt að skipta þeim erlend- is. Við höfum kannað það meðal útlendinga að þeir vilja skipta á hveiju sem er og mynd af Jóni Sig- C15407688 SAMKWEMT UÍOUM H«.-» m.wm iíwi r^íim SEÐLABANKl (SLANDS urðssyni.“ „Það er landsýn í þessu máli“, var það eina sem Jón Sigurðsson vildi láta hafa eftir sér. „Ég mun aldrei nota svona pen- inga. Við ífamsóknarmenn mun- um gera það að hluta af stefnu okkar í efnahagsmálum að kúgildið verði tekið upp aftur á Islandi. Það er enn notað í Húnavatnssýslum Nýi hundrað- kallinn með mynd af Jóni Sigurðssyni. og gefst vel“, sagði Páll Pétursson á sérstökum blaðamannafundi ffam- sóknarmanna í morgun. Tveir með milljón Fattaðist eftir á að launa- samningurinn var í dollurum Stuðlahálsi, 29, júlí. „Eg játa það að ég skildi ekkert í þessu skritna merld sem Gulli setti á undan öllum tölum“, segir Nýjar leiðir í meðferð þrotaman Látnir búa heima hjá skiptaráðand Reykjavik 28. júli. ______ „Það hefur komið í ljós að mörgum þessara þrotamanna er ekki sjálfrátt. Þeir halda áfram að slá lán og eyða eins og áður þrátt fyrir gjaldþrotið. Það er eins og þeir hafi farið of snemma úr for- eldrahúsum. Eina ráðið er að koma þeim í meðferð. Því fannst okkur nærtækast að láta þá búa heima hjá skiptaráðendum á með-J an þeir eru að jafiia sig“, sagði Jóij Guðmundsson í dómsmálaráðu- neytinu. Nú hefúr verið tekin upp sú ný- breytni að senda þrotamenn inn á heimili þeirra sem fara með bú- skipti þeirra. Eru þrotamönnum þar skammtaðir peningar enda fá þeir við þetta réttarstöðu unglings. Framtakið hefur vakið misjafnar undirtektir enda þykir það nokkuð grimmúðlegt, þótt eng- inn efist um árangur. „Ég þekki frægan þrotamann sem hafði orðið fimm sinnum gjaldþrota milli jóla og nýjars eitt árið. Hann lenti heima hjá Ragnari Hall og nú leggur hann meira að segja fyrir til þess að eiga fyrir bíóferð“, sagði heimildarmaður í dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er ömurlegt líf. Ég ætla aldrei að verða gjaldþrota aft- ur“, sagði Ófeigur Guðmundsson þrota- maður sem búið hef- ur heima hjá skipta- ráðanda sínum í tvær vikur. Jane Fonda og Ted fóru til Hawaii. Flugmadurinn fann ekki ísland Honululu 28. júlí Samkvæmt áreiðanlegum heimildum GULU PRESSUNNAR er fundin skýring á því af hverju stjömuparið Jane Fonda og Ted Tumer komu ekki til landsins. Ástæðan mun vera sú að flugmaðurinn sem átti að fljúga með þau hingað fann ekki landið. Eftir að hafa sveimað um einhvers staðar yfir Atlantshafinu var stefhan tekin á Hawaii-eyjar þar sem þau hjónarkom eru í ffíi. Stöð 2 hefur gert ráðstafanir til að senda sloppana sem vom merktir þeim þangað. „Jú, ég hef heyrt þessa skýringu og teka hana full- komlega gilda. Ef Mister Tumer þóknast að finna ekki ísland þá verður svo að vera“, sagði Páll Magnússon sjónvarpsstjóri og aflakló þegar blaðamaður GP náði honum heima þar sem hann var að gera að aflanum úr Norðurá. Magnús Kristjánsson markaðsfull- trúi íslenska útvarpsfélagsins, en nú hefúr komið í ljós hvemig þeim Jóni og Gulla tókst að ná milljóna- samningi við Stöð 2. Merkið sem Magnús er þarna að vitna til er dollaramerki en eftir því sem kom- ist verður næst þá tókst Gunnlaugi Helgasyni, sem dvalist hefur í Bandaríkjunum, að gera samning- inn í dollurum án þess að Stöðvar 2-menn uppgvötvuðu það. Samkvæmt heimildum GP hafði Magnús framan af hrósað sér af samningshörku sinni við samstarfs- menn sína á Stöð 2, enda fannst mönnum tölurnar lágar á meðan menn voru að hugsa í íslenskum krónum. Hneyksli með leikmannamynd- irnar í knatt- spyrnunni Formaður KSÍ í öll- um liðum Laugardal, 28. júli._ „Þetta er ferlega halló, Hann leikur ekki með neinu liði, samt er hann alls staðar. Ég veit um marga krakka sem ætla að hætta að safna út af þessu“, sagði Bogi Jónsson 11 ára, en hann hefur safnað leik- mannamyndum úr íslensku knatt- spymunni. Komið hefur í ljós að formaður KSl, Eggert Magnússon, er á nánast á tíundu hverri mynd og er hann að því er virðist í búningum allra liða. „Ég veit að Eggert stefnir að end- urkjöri en þetta tekur út yfir allt“, sagði heimildarmaður meðal for- ráðamanna 1. deildarliða.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.